Íslandsmet í uppsiglingu!

Nú geta allir landsmenn nær og fjær tekið þátt í að setja Íslandsmet.
Það er ekki á hverjum degi sem slíkt tækifæri veitist og um leið að leggja góðu málefni lið.

Lesið greinina í Fréttablaðinu í dag sem var birt hér að neðan - hún er á bls. 4 í prentuðu útgáfunni og hér í netútgáfunni: 
http://www.visir.is/article/20071106/FRETTIR01/111060127

Eins og sjá má kemur meðal annars fram í greininni að athugasemdir sem bárust Skipulagsstofnun við Kárahnjúkavirkjun voru 362 og var það Íslandsmet árið 2001. 
Nú þegar hafa borist rúmlega 300 athugasemdir við fyrirhugaða Bitruvirkjun á Ölkelduhálsi. Verður metið slegið?

Þeir sem ætla á annað borð að senda inn athugasemd en hafa ekki drifið í því hafa nú ekki nema 4 daga til stefnu, fresturinn er til 9. nóvember svo tíminn er á þrotum.  Ekki bíða - ekki hugsa: "Ég geri þetta á eftir/í kvöld/á morgun..." því hættan er sú að það gleymist
þar sem tíminn líður með ógnarhraða eins og flestir vita.

Allar nauðsynlegar upplýsingar eru á heimasíðunni
www.hengill.nu. Undir hlekknum "Gera athugasemd" er tilbúið bréf sem má nota óbreytt eða hnika til að vild. Netföng þeirra sem eiga að fá póstinn eru birt á síðunni, því það nægir að senda athugasemdina í tölvupósti. Á heimasíðunni eru einnig greinar, slóðir á blogg og ýmiss fróðleikur sem gæti hjálpað fólki að gera upp hug sinn. Einfaldara getur það ekki verið.


Takið þátt í að setja Íslandsmet og hafið áhrif á umhverfi okkar!


STÓRFRÉTT!

Fréttablaðið í dag:

Frettablaðið 6. nóv. 2007


Bloggfærslur 6. nóvember 2007

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband