Falsaður kjörkassi Fréttablaðsins

Eins og flestir vita sem lesa Vísi á netinu og Fréttablaðið er daglega skoðanakönnun á Vísi sem kölluð er Kjörkassinn. Þar er varpað fram spurningu og lesendum gefinn kostur á að svara eða Nei. Fréttablaðið birtir svo niðurstöðuna daginn eftir. Ég hef oft tekið þátt í þessum leik en nú er ég steinhætt því vegna þess að ég varð áþreifanlega vitni að fölsun úrslita í tvígang nýverið.

Ég spurði því þrjá tölvufræðinga sömu spurningarinnar sem hljóðaði svo:

"Mig langar að spyrja þig hvernig getur staðið á því að könnunin sem nú er á vefsíðunni www.visir.is getur breyst eins hratt og raun ber vitni - ég trúi ekki mínum eigin augum.

Kjorkassi_Fbl_090208Spurt er:  Á Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson að segja af sér í kjölfar skýrslu stýrihópsins um REI? Svarmöguleikar eða Nei að venju.

Fyrir um það bil 2-3 tímum var svarhlutfallið þannig að um 72% höfðu sagt .

Nú hef ég setið fyrir framan tölvuskjáinn og horft á þessa tölu hrapa svo hratt að það er hreint með ólíkindum. Ég geri ráð fyrir að einhver hundruð eða einhver þúsund manns hafi tekið þátt í könnuninni svo prósentutalan hreyfist ekki hratt við hvert atkvæði. Á hálftíma hafa tölurnar hins vegar breyst úr því að vera um 70% Já - 30% Nei í að vera um 49% Já - 51% Nei.

Hvernig er þetta hægt? Nú á hver og einn ekki að geta kosið nema einu sinni og þótt allur Sjálfstæðisflokkurinn hafi greitt atkvæði síðasta hálftímann hefðu tölurnar ekki getað breyst svona hratt, svo mikið veit ég. Ekki heldur þótt einhver hægrisinnaður tölvunörd hafi setið við tölvuna sína, eytt smákökunum, "refreshað" og kosið aftur.

Eru þeir hjá Vísi að falsa niðurstöðurnar eða geta kerfisstjórar úti í bæ greitt 100 atkvæði í einu eða eitthvað slíkt? Það verður augljóslega ekkert að marka niðurstöðu þessa Kjörkassa Vísis, svo mikið er augljóst."

Aftur horfði ég á þetta gerast nokkrum dögum seinna og þá var spurt: Vilt þú að Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson verði borgarstjóri? Þá var munurinn öllu meiri, eða um 85% Nei - 15% Kjorkassi_Fbl_160208. Enn breyttist niðurstaðan fyrir framan nefið á mér eins og hendi væri veifað.

Svör tölvufræðinganna sem ég hafði spurt voru á þessa leið:

Steingrímur:
Auðvelt er fyrir þá sem að kunna að skrifa lítinn JAVAscript bút sem að kýs í sífellu frá sömu IP tölunni & eyðir sjálfkrafa þeirri 'köku' sem að liggur á vafra kjósandans sem að á að koma í veg fyrir að sami aðilinn geti kosið oftar en 2svar.

Kári:
Ég er sammála Steingrími.  Það er mjög sennilegt að það sé "kaka" í browser sem á að sjá til þess að sami aðili kjósi ekki oft.  Ef kökunni er hent út getur sami aðili kosið aftur.

Elías Halldór:
Það er hægt að keyra svona lagað í skriptu sem gefur nokkur atkvæði á sekúndu. Það er ekki nauðsynlegt að nota heilan vafra í svona lagað, til eru ýmis smáforrit sem geta gert allt sem vafrar gera nema sýna úttakið á grafískan hátt.

Einmitt núna er ég að horfa á núverandi könnun fara úr 7% já upp fyrir 20% á undraverðum hraða á meðan ég keyri eftirfarandi skipun héðan úr tölvunni minni: while true ; do echo "ID=899&req1=1&polltype=5&max=1&q1=1" | POST "http://www.visir.is/apps/pbcs.dll/poll?Category=FRETTIR&Mini=1&W=100&H=60" ; done
Hlutfallið breyttist úr 7-93 í 40-60 á um það bil þremur mínútum. Engar kökur voru sendar.

Niðurstaðan er sú að það er afskaplega auðvelt að falsa niðurstöður Kjörkassans hjá Vísi/Fréttablaðinu. Engu að síður birti Fréttablaðið niðurstöður þessara kannana athugasemdalaust 9. og 16. febrúar, daginn eftir "kjörið" eins og sjá má á úrklippunum hér að ofan.

Fleiri virtust hafa rekið augun í þetta, bæði fyrirspurnir mínar til tölvufræðinganna og hina óeðlilega hröðu breytingu niðurstaðna Kjörkassans eins og sjá má í athugasemdum í þessari bloggfærslu Hafrúnar Kristjánsdóttur á Eyjunni - sem er reyndar að öðru leyti mjög fróðlegt spjall um niðurstöður skoðanakannana.

Eftir þessa uppákomu er deginum ljósara að það er ekkert að marka Kjörkassa Vísis/Fréttablaðsins, jafnvel enn minna en ég hélt fyrir. Í ljósi nýjustu frétta um að Vilhjálmur ætli að hanga á sæti sínu í borgarstjórn og verða næsti borgarstjóri vara ég við að benda á þessar niðurstöður sem vilja kjósenda - þær eru falsaðar og endurspegla þann vilja ekki á nokkurn hátt.

Vonandi reka ábyrgir aðilar hjá Vísi/Fréttablaðinu augun í þessa færslu og sjá til þess að koma í veg fyrir að þetta sé mögulegt ef þeir vilja láta taka mark á Kjörkassanum sínum.


Bloggfærslur 23. febrúar 2008

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband