"Haltu þér saman!"

Unnur Brá Konráðsdóttir...hrópaði ég í tví- eða þrígang þegar ég reyndi að horfa og hlusta á vettvang dagsins í Silfrinu í dag. Þar sat kona sem greip hvað eftir annað fram í fyrir öðrum gestum, stal orðinu og þvaðraði botnlaust bull. Ein af þessum óþolandi gjammgelgjum á þingi sem kann enga mannasiði. Kom upp um fáfræði sína, vanþekkingu og getuleysi til að segja nokkurn skapaðan hlut af viti og ruddi út úr sér utanbókarlærðum frösum - kannski úr stjórnmálaskóla eða einhæfu skoðanaumhverfi. Svona framkoma er ekki bjóðandi áhorfendum og konan má skammast sín fyrir að eyðileggja umræðuna í eina þættinum af þessum toga sem boðið er upp á í íslensku sjónvarpi. Og því miður var hún eini fulltrúi kvenþjóðarinnar í þessum þætti.

Ég held að það sé misskilningur að opna Silfrið fyrir stjórnmálamönnum aftur. Mér er mjög minnisstæður feginleikinn sem greip um sig í þjóðfélaginu fyrir ári þegar þeim var úthýst og "venjulegu fólki" boðið að koma og ræða málin. Á meðan sá háttur var hafður á fengu allir að ljúka máli sínu, sýndu hver öðrum og þáttastjórnanda almenna kurteisi og áhorfendum þá sjálfsögðu virðingu að gjamma ekki eins og fífl, grípa orðið, tala ofan í aðra, leyfa fólki ekki að ljúka máli sínu og almennt að haga sér eins og illa upp aldar gelgjur. Áhorfendur Silfursins fengu miklu meira út úr umræðuköflum þáttanna og þeir sem voru hættir að horfa á Silfrið, að mestu leyti vegna fyrrgreindra gjammara, fóru að horfa aftur og líkaði vel.

Tveir viðmælendur Egils í dag voru með glærur. Þetta virkar ekki nógu vel - a.m.k. ekki fyrir mig. Mér finnst ekki gott að sjá hvað á glærunum stendur, jafnvel þótt skjárinn sé stór. Ég varð vör við á Fésinu í dag að fleiri voru á þessari skoðun, svo ég fékk glærur Jóns F. Thoroddsen sendar í tölvupósti og er búin að stækka þær og setja inn í þetta albúm. Fólk getur þá opnað þar og stækkað hverja glæru fyrir sig á meðan það horfir aftur á umfjöllun Jóns um gervimarkaðinn sem hér viðgekkst í fjármálalífinu. Ég vonast til að fá glærur Hjálmars Gíslasonar líka og meðhöndla þær þá á sama hátt með þeim kafla Silfursins.

Jón F. Thoroddsen í Silfri Egils 25. október 2009


Kyrrð, fegurð og óspillt náttúra Íslands


Halldór Baldursson - Morgunblaðið 24. október 2009

Bloggfærslur 25. október 2009

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband