Heimsmyndin og arfleifðin

Ég rakst á þessa skemmtilegu teikningu af heimsmynd Ronalds Reagan á Eyjunni og fór að skoða teiknarann nánar, David Horsey. Fann þá aðra heimsmynd sama manns, svipaða hinni og skemmtilega pælingu og skýringar. Þarna er giskað á að myndin sé frá ca. 1983-1984 og rætt um hve heimsmyndin hafi furðanlega lítið breyst. Flestir muna hver heimsmynd Georges W. Bush var, ekkert ósvipuð þessari, en vonandi fær Obama að vera nógu lengi í embætti til að hjálpa löndum sínum að kynnast umheiminum betur. (Smellið til að stækka.)

Heimsmynd Ronalds Reagan - The World According to Ronald Reagan

Í grúskinu rakst ég svo á þessa frábæru teikningu eftir Horsey af arfleifð Bush. Mikið væri gaman að sjá útgáfu íslenskra teiknara af arfleifð Davíðs Oddssonar og Sjálfstæðisflokksins. Yfir til ykkar, snillingar...

Arfleifð Bush - The Bush Legacy


Bloggfærslur 29. október 2009

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband