19.11.2009
"Óhemjukórinn syngur"
Enn halda vísir menn áfram að reyna að koma vitinu fyrir virkjana- og álverssinna, í þetta sinn er það Guðmundur Páll Ólafsson, náttúrufræðingur, sem skrifar. Treglega gengur að fá suma til að skilja hve mikið feigðarflan fyrirhuguð álver, virkjanir og raflínuskógar eru. Hver sönnunin á fætur annarri er dregin fram sem sýnir að næg orka er ekki til, brennisteinsvetniseitri spúð yfir þéttbýlasta svæði landsins, raflínum á að troða á vatnsverndarsvæði Reykvíkinga með ófyrirsjáanlegum afleiðingum - og svona mætti halda áfram.
Hér er frétt frá því á þriðjudaginn sem ekki var gert mikið úr en er grafalvarleg. Ég minni á að allt er þetta af völdum aðeins einnar virkjunar, Hellisheiðarvirkjunar, sem þó á eftir að stækka. Svo er áætlað að bæta við virkjunum í Krýsuvík, Hverahlíð (á Hellisheiði) á Ölkelduhálsi (Bitruvirkjun) og tvær virkjanir í Þrengslunum eru á teikniborðinu. Þótt ein virkjun sé farin að spúa eitri ofan í lungu íbúa suðvesturhornsins á að bæta mörgum við - og til hvers? Til að knýja eitt álver sem fær raforku á gjafverði og flytur gróðann úr landi. Er nema von að þjóðir heims vilji ekki lána þjóð fjármuni sem fer svona með auðlindirnar sínar!
Hér eru samanklipptar tvær fréttir frá í hádeginu á þriðjudag - önnur af Bylgjunni og hin Ríkisútvarpinu. Hlustið.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (11)
19.11.2009
"Kvarnir í stað heila"?
Hann kynnir sig sem fyrrverandi sjálfstæðismann og spyr hvort þurfi að skipta út hæstvirtum kjósendum næst. Ég tek undir hvert einasta orð í þessari frábæru grein.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (18)