6.11.2009
Vinir í banka eru vinir í raun
Um daginn hringdi maður mér nákominn í bankann sinn, Kaupþing, og bað um hækkun á yfirdrætti um heilar 100.000 krónur. Hann var með 200.000 fyrir en mikið lá við. Hann skuldar ekkert annað, hvorki þeim né öðrum - ekki krónu. Er í fastri vinnu og með hreint fjárhagsvottorð. Afgreiðslan fór þannig fram að þjónustufulltrúinn tók við beiðninni og um 2 tímum seinna fékk hann ópersónulegt sms - NEI. Hann ætlar að skipta um viðskiptabanka.
Í ljósi þess hvernig bankarnir koma fram við "óbreytta" viðskiptavini sem þurfa á þeim að halda er þetta hér hreint með ólíkindum. Getur verið að þetta sé rétt?
Bloggar | Breytt 7.11.2009 kl. 00:29 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (21)
6.11.2009
ESB-nefndin
Við hljótum að fá meiri upplýsingar um fólkið í sérstöku samningahópunum. Kynjaskiptingin ef á heldina er litið virðist nokkuð jöfn og rétt að fagna því. Smellið þar til læsileg stærð fæst.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)