Ólöglegur dómur og réttarglæpur?

Ég er núna fyrst að kíkja á Silfrið frá í gær. Er ekki búin að horfa á allan þáttinn ennþá, en hnaut hressilega um þennan kafla sem - að því ólöstuðu sem ég er búin að sjá - er alveg stórmerkileg umræða og upplýsandi með eindæmum.

Hér talar Sveinn Valfells tæpitungulaust um nýgenginn dóm Hæstaréttar í  Glitnismáli Vilhjálms Bjarnasonar. Nokkuð var fjallað um dóminn eftir að hann féll og ef ummælin eru tekin saman (Spegilsumfjöllun viðfest neðst í pistlinum) er deginum ljósara hvers konar furðuverk er hér á ferðinni. Óskiljanlegur gjörningur. Og dómurinn vekur upp ýmsar spurningar um framtíðina eins og Sveinn kemur inn á.

Það eru svona dómar sem ég átti m.a. við þegar ég sagði í þessum pistli: "Að lokum legg ég til að íslensk lög og dómar íslenskra dómstóla snúist um réttlæti." Því er flaggað í tíma og ótíma að við búum í réttarríki. Það hefur enga þýðingu ef dómar snúast ekki um réttlæti öllum til handa, ekki bara sumum.

Silfur Egils 8. nóvember 2009

 

Annað sem Sveinn talaði um er hin furðulega ráðstöfun með Haga, afskriftirnar og eignarhaldið. Eins og við höfum reyndar alltaf vitað er ekki sama Jón og séra Jón - og enn síður nú um stundir en nokkru sinni. Spaugstofan var með þetta á laugardaginn og ég trúi ekki að almenningur á Íslandi - og stjórnvöld - ætli að láta þetta viðgangast.

Úr Spaugstofunni 7. nóvember 2009

 


Skrár tengdar þessari bloggfærslu:

Aurasálin og Spákaupmaðurinn

Eins og sjá mátti hér og hér hef ég verið að grúska í gömlum blöðum. Upphaflega í leit að ákveðnu máli en eins og gengur leiddi leitin mig út og suður og að lokum mundi ég varla að hverju ég var að leita í byrjun. Svona grúsk er tímafrekt en alveg ótrúlega fróðlegt. Ég rakst t.d. á þessa mögnuðu pistla sem birtust í Markaði Fréttablaðsins 1. mars 2006.

Ég las aldrei það blað og fylgdist ekkert með "markaðnum" þótt sumum fréttum af honum hafi verið troðið ofan í kokið á manni, nauðugum viljugum. En í ljósi þess hvernig farið var með þjóðina er merkilegt að kynna sér móralinn og siðferðið sem óð uppi á þessum tíma - og hrokann. Ef til vill kemur einhver með þá athugasemd að þessir pistlar séu skrifaðir í gríni. Ég held reyndar ekki og hef a.m.k. ekki húmor fyrir þeim þó svo væri.

Aurasálin og Spákaupmaðurinn - Markaðurinn 1. mars 2006

Í sama blaði heyrðist rödd skynseminnar sem furðaði sig á því sem var að gerast í viðskiptaheiminum.

Ótroðnar slóðir - Gylfi Magnússon - Markaðurinn 1. mars 2006


Bloggfærslur 9. nóvember 2009

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband