Ólíkt hafast þeir að

Eignarhald fjölmiðla hefur verið mikið rætt og áhrif þess eignarhalds á umfjöllunarefni í miðlunum. Eins og ástandið er í þjóðfélaginu þurfum við bráðnauðsynlega á góðum, heiðarlegum fjölmiðlum að halda sem fjalla á gagnrýninn hátt um það sem aflaga hefur farið, fletta ofan af misgjörðum, svikum, falsi og öllu því sem átti þátt í efnahagshruninu. Mogginn hefur staðið sig ótrúlega vel, sem og ýmsir netmiðlar eins og Smugan og Eyjan. Fréttablaðið/Vísir.is á líka góða spretti og DV hefur verið að gera marga mjög góða hluti. RÚV er svo alveg sérkapítuli og stendur sig einna best í ljósvakafréttamiðluninni með fjölbreytta þætti í útvarpi og sjónvarpi. En ég hef þó á tilfinningunni að sameining fréttastofa útvarps og sjónvarps eigi eftir að slípast betur. Og þótt vefur RÚV hafi lagast mjög vantar mikið upp á að hann sé eins og ég vil hafa hann a.m.k.

Við eigum ógrynni af frábærum blaða- og fréttamönnum sem nú gætu notið sín sem aldrei fyrr ef þeim væru skapaða aðstæður til að vinna og rannsaka mál ofan í kjölinn. Fjöldi reyndra og góðra blaða- og fréttamanna hefur fengið reisupassann á meðan haldið er í ung, óreynd, ótalandi og óskrifandi ungmenni sem varla geta flutt fréttir af öðru en hneykslismálum um Britney Spears, kynsjúkdóm kærasta Parísar Hilton eða afturenda Kirstie Alley. Þetta er nokkuð sem ég skil ekki. Má ég heldur biðja um alvörufréttamenn sem flytja alvörufréttir.

Við höfum tvær sjónvarpsstöðvar, hvora með sinni fréttastofunni og um hálftíma löngum fréttatengdum þætti á eftir fréttum. Sú var tíðin að maður varð var við samkeppni milli Kastljóss og Íslands í dag og jafnvel milli fréttastofanna en sú samkeppni virðist vera - ef ekki dauð þá í dauðateygjunum. Heyrst hefur jafnvel að til standi að leggja fréttastofu Stöðvar 2 niður. Hvort það er af sparnaðarástæðum eða vegna þess að einhverjir stjórarnir haldi að "fólk hafi ekki áhuga" á slíkum óþarfa sem fréttum veit ég ekki.

Ótalin er litla sjónvarpsfréttastofan hjá Mogganum - Mbl-Sjónvarp - þar sem Þóra Kristín Ásgeirsdóttir, Magnús Bergmann og fleiri vinna vinnuna sína og það frábærlega vel. Ef fréttastofa Stöðvar 2 leggur upp laupana, sem vonandi verður aldrei, mætti stórefla Mbl-Sjónvarp í staðinn.

En tökum dæmi frá í kvöld með innskotum úr Fréttablaðinu og Mogganum. Hvað var efst á baugi og hvernig eru málin meðhöndluð? Höfum í huga að fjölmiðlar eru mjög skoðanamyndandi og margir fá alla sína heimsmynd úr þeim.

Fréttir RÚV

 

Fréttablaðið

Milljarðar í súginn vegna aðgerðarleysis - Fréttablaðið 31. mars 2009

Kastljós - Ríkisskattstjóri um skattaskjól, lagaumhverfi o.fl. Viðtal við Aðalstein Hákonarson hjá RSK frá í desember er hér og desember-Tíundin hér.

 

Morgunblaðið amson greiddi fé til Tortóla - Moggi 31. mars 2009

Mbl-Sjónvarp - Steingrímur J. um Samson

 

Rúsínan í pylsuendanum er Ísland í dag. Á meðan aðrir fjölmiðlar eru með vitræna umræðu og upplýsingar sem skipta máli var Ísland í dag með... Já, notalega Nærmynd af Björgólfi Thor, þeim hinum sama og fjallað er með einum eða öðrum hætti um í hinum fjölmiðlunum - en á gjörólíkum nótum. Áður hafa verið sýndar notalegar Nærmyndir af Róberti Wessman og Ólafi Ólafssyni. Er það þetta sem fólk vill sjá, auðjöfrana sem komu okkur á hausinn gljáfægða, pússaða og mærða af vinum og vandamönnum? Eða er það út af þessu sem enginn horfir á Ísland í dag lengur og þátturinn fær ekkert áhorf? Maður spyr sig...

 


Þetta líst mér vel á!

Bankakreppan hefur haft ýmsar hliðar. Meðal annars þá, að um tíma vissi enginn hvað yrði um sín bankaviðskipti, innistæður eða skuldir og ekki er búið að gera allt upp enn . Átti maður að fara eða vera? Flýja - og þá hvert? Það var alls staðar sama sukkið, sama óráðsían, vafasamir eigendur og bankastjórar.

Ég er búin að sjá ljósið. Það voru ekki allir að sukka og svalla og þenja sig út óverðskuldað. Ef dæmið hjá MP með SPRON gengur upp ætla ég að flykkjast þangað og vona að fleiri geri slíkt hið sama, þótt ekki sé nema til að sýna velþóknun á ráðdeild stjórnendanna og stuðning í verki. Ekki sakar að stuðla að því í leiðinni að fleiri starfsmenn SPRON haldi vinnunni. Ég vona bara að þeir taki við mér þótt ég eigi ekki ónýta krónu með gati. Ég leik bara í auglýsingu fyrir þá í staðinn... eða eitthvað.

Mér líkar vel við svona menn með slíkan málflutning!


Bloggfærslur 31. mars 2009

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband