15.6.2009
Máttur netsins og framtíđ lýđrćđis
Sigrún Davíđsdóttir hefur veriđ einn ötulasti fréttaskýringa- og rannsóknablađamađur landsins um nokkurt skeiđ. Sigrún hefur veriđ međ pistla í Speglinum á Rás 1 sem lesa má á vef RÚV hér. Hún hefur líka skrifađ margar, góđar fréttaskýringar í Fréttaauka Eyjunnar - sjá hér. Nýjasta fréttaskýring Sigrúnar fjallar um kúlulán Sigurjóns Ţ. Árnasonar og er fróđleg lesning í meira lagi. Nú munu ţau furđulegu "lánamál" vera á allra vitorđi og komin inn á borđ hjá FME - alltént annađ lániđ af tveimur. Ţetta mál kom upp á netinu, hélt áfram á netinu og fyrir ţrýsting netverja (les. almennings) er ţađ nú til skođunar. Viđ vćntum ţess ađ málinu verđi fylgt fast eftir. Nú reynir á heiđarleika og sjálfstćđi embćttismannanna.
Međal ţess sem Sigrún segir í fréttaskýringu sinni er ţetta: "Í skuldabréfinu kemur í ljós ađ veđiđ fyrir láninu er húsiđ í vesturbćnum sem Sigurjón býr í en síđan handskrifađ á bréfiđ ađ ţetta sé eignarhluti Sigurjóns'. Ţó kemur fram í undirskriftum bréfsins ađ eiginkona Sigurjóns er ţinglýstur eigandi hússins sem ţau hjón búa í. Húsiđ var fćrt á eiginkonuna um miđjan október, viku eftir hrun Landsbankans." Ţví spyr ég: Ef Sigurjón á helming í húsinu hlýtur brunabótamat ţess ađ vera 80 milljónir. Ekki má veđsetja húseign umfram brunabótamat. Ef kona Sigurjóns er skráđ fyrir öllu húsinu verđur brunabótamat ţess ađ vera 40 milljónir til ađ geta tekiđ veđ í húsinu fyrir ţeirri upphćđ. Í báđum tilfellum, Granaskjóli 28 og Bjarnarstíg 4, er brunabótamat húseignar rétt rúmlega "láns"upphćđin eins og sjá má á gögnum Fasteignaskrár Íslands. Ţađ hlýtur ţví ađ vera rangt, eins og Sigrún bendir á, sem fram kemur í skuldabréfinu (sjá viđhengi neđst í fćrslunni) ađ um "eignarhluta Sigurjóns" sé ađ rćđa.
Eins og fram hefur komiđ víđa kemst Sigurjón hjá ţví ađ borga skatt af ţessum "lífeyrissparnađi" međ ţví ađ veita sjálfum sér slík "lán", auk ţess sem lög kveđa á um ađ lífeyrissparnađ geti fólk ađeins tekiđ út eftir sextugt. Sigurjón er fćddur 24. júlí 1966 og er ţví rétt tćplega 43 ára. Hvađ segja ţeir sem hafa ýmist tapađ milljónum úr séreignasjóđum sínum eđa öđrum lífeyrissjóđum viđ ţessu? Hvađ segja ţeir sem tapađ hafa aleigunni í hlutabréfum eđa sjóđum ýmiss konar sem bankarnir stofnuđu til ađ ryksuga til sín sparifé fólks og nota ţađ ađ eigin vild? Mađur spyr sig...
Hér er umfjöllun Moggans og Fréttablađsins í dag. Auk ţess vakti ţessi frétt á Vísi.is athygli mína. Ég sagđi í viđtali viđ Spegilinn í síđustu viku ađ fólk fái ekki heildarmyndina af ţjóđmálaumrćđunni međ ţví ađ treysta á hefđbundna fjölmiđla - blöđ og ljósvakamiđla. Ég stend viđ ţađ. Eitthvađ svipađ og miklu fleira sagđi ég í 50 mínútna viđtali viđ Ćvar Kjartansson og Ágúst Ţór Árnason um daginn. Ţví viđtali verđur útvarpađ einhvern af nćstu sunnudagsmorgnum í ţćttinum Framtíđ lýđrćđis á Rás 1. Máttur netsins er mikill og á eftir ađ aukast. Netiđ - bloggiđ og netmiđlar ýmiss konar - gegna gríđarlega miklu og stóru hlutverki í framtíđ lýđrćđis á Íslandi.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 13:15 | Slóđ | Facebook | Athugasemdir (11)