19.6.2009
Þrumuræða og sígild áminning
Þegar ég er með pistil á prjónunum, er að móta hann í huganum og rifja upp hvaða ítarefni ég á í sarpinum til að tengja í eða birta, kemur ýmislegt upp úr kafinu. Í þetta sinn var það þessi þrumuræða Herberts Sveinbjörnssonar, formanns Borgarahreyfingarinnar. Ræðan er flutt á Borgarafundi 12. janúar - áður en Borgarahreyfingin var stofnuð, minnir mig. Enda ríkisstjórn Geirs Haarde enn við völd og ekki búið að boða til kosninga.
Ég hlustaði á Herbert og hugsaði með mér, að velflest sem hann sagði þarna, fyrir rúmum 5 mánuðum, ætti við enn þann dag í dag. Mér fannst ræðan svo mögnuð að ég ætla að láta hana standa í sérfærslu, ekki blanda henni saman við það sem á eftir kemur. Hlustið á Herbert og pælið í því sem hann segir.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (11)
19.6.2009
Þeir kýldu á það
Ég tek ofan fyrir þessum höfðingjum. Nú opnast fyrir þeim nýr heimur sem þeir geta nýtt sér til fróðleiks og skemmtunar. Gott hjá þeim!
Tíufréttir RÚV 18. júní 2009
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (10)