16.7.2009
Málefnið er...
Ja, um hvað snerist Málefnið? Icesave eða Davíð? Þátturinn á Skjá einum vakti gríðarlega athygli, svo mikla að Morgunblaðið sagði að Davíð Oddsson hefði sett skjáinn á hliðina. Ég náði a.m.k. engu sambandi við Skjáinn á meðan sýningu stóð og sá ekki þáttinn fyrr en daginn eftir.
En ætla mætti að þátturinn hafi snúist um Davíð Oddsson en ekki Icesave... sem ég held að hafi nú reyndar verið ætlun Sölva og félaga. Mikið hefur verið fjallað um persónu Davíðs eftir sýningu þáttarins, en minna um það sem þar kom fram um Icesave-samninginn. Vissulega kom Davíð inn á Icesave, en virtist búinn að gleyma ýmsu, þar á meðal eigin ábyrgð sem forsætisráðherra og síðan seðlabankastjóra. Sumum reynist erfiðara en öðrum að líta í spegil og enn aðrir virðast ekki eiga neinn spegil. Er ekki rétt að horfa aftur á þáttinn.
Fréttaskýringin um Icesave-málið
Davíð Oddsson
Árni Páll, Bjarni Ben, Sigmundur Davíð og Steingrímur Joð
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (16)