Blekkingavefur - viðvaranir hunsaðar

Það er fróðlegt að grúska og rifja upp hvað sagt var fyrir hrun. Hvernig fólk upplifði það sem var að gerast og hver sagði hvað. Við megum ekki gleyma þessu. Hér eru þrú dæmi. Hvers vegna í ósköpunum var öllum viðvörunum vísað á bug, ekkert gert og almenningi talin trú um að allt væri í lagi? Yfirvöld vissu vel í hvað stefndi og höfðu haft nægan tíma til að bregðast við. Þess í stað var gefið í, ferðast um heiminn og logið til um bankana og efnahaginn á Íslandi. Ef marka má það sem Ásgeir Jónsson, forstöðumaður greiningardeildar Kaupþings, segir í nýútkominni bók sinni voru íslensku bankarnir dauðadæmdir í árslok 2007. Skömmu eftir útsendingu efsta viðtalsins var Icesave í Hollandi opnað.

Botninum náð - Stöð 2, RÚV og Geir Haarde í Kastljósi 1. apríl 2008

 

Jón Steinsson, hagfræðingur, í Kastljósi 18. ágúst 2008

 

Björn Ingi Hrafnsson og Vilhjálmur Bjarnason í Kastljósi 15. september 2008

 

Ég minni líka á fróðlega, samanklippta umfjöllun um efnahagsmál frá janúar til mars 2008 sem ég birti hér. Þar kemur aldeilis ýmislegt fram sem er áhugavert, ekki síst í ljósi þess sem Ásgeir Jónsson fullyrðir nú í bók sinni og vísað er í hér að ofan.


Bloggfærslur 11. ágúst 2009

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband