14.8.2009
Skríll?
Maður spyr sig...
Mótmælafundur gegn Icesave á Austurvelli 13. ágúst 2009.
Á myndina vantar Björgólfsfeðga, Sigurjón Þ. Árnason og Halldór J. Kristjánsson.
Þeir vildu ekki vera með á myndinni.
*************************************
Hannes Hólmsteinn mótmælir ekki í október 1984
Snillingurinn Helgi Jóhann Hauksson tók þessa mynd af frjálshyggjupostulanum Hannesi Hólmsteini Gissurarsyni í október 1984 þar sem hann kíkir, að því er virðist hálfskelkaður, á mótmælafund á Austurvelli í verkfalli BSRB. Helgi birti myndina á blogginu sínu og stórfínan texta með henni. Helgi er reyndur og frábær ljósmyndari og tók þúsundir mynda á mótmælafundunum í vetur. Einhverjar þeirra eru á síðunni hans auk fjölda annarra.
Anna Einars bloggvinkona minnti á þennan frábæra kveðskap um myndina af Hannesi Hólmsteini í athugasemd við færsluna. Komið hefur í ljós að ljóðið er eftir Jón Örn Marinósson, útvarpsmann og textahöfund m.m. Guðmundur Magnússon benti mér á birtingu þess í Vikublaðinu sáluga 19. apríl 1996. Ljóðið mun hafa verið frumflutt á verkfallsfundi BSRB skömmu eftir að myndin birtist.
Vikublaðið 19. apríl 1996 - Ljóð vikunnar
Bloggar | Breytt 15.8.2009 kl. 11:38 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (66)