20.8.2009
Skúrkar og skilanefndir
Ég var ansi reið þegar ég skrifaði þennan pistil um skilanefndir bankanna. Bara nokkuð rækilega fjúkandi og er enn á því að reiði mín - og annarra - hafi verið fullkomlega réttlát. Í kvöld og í fyrrakvöld bættist enn í skilanefndaskjóðuna góðu.
Í kvöld var frétt á Stöð 2 um forstjóra Straums, sem mér skildist að skilanefnd bankans hafi ráðið þegar bankinn fór í þrot. Hann er með 4 milljónir á mánuði sem gerir 48 milljónir á ári. Samkvæmt fréttinni var það einmitt þessi forstjóri sem lagði til að starfsmenn fengju 11 milljarða í bónusgreiðslur fyrir að innheimta skuldir bankans? Hver borgar laun bankastjórans? Við? Hvernig er siðferðinu háttað hjá svona fólki? Maður spyr sig...
Fréttir Stöðvar 2 - 20. ágúst 2009
Í áðurnefndum pistli birti ég umfjöllun Kastljóss um skilanefndir bankanna frá í síðustu viku. Annar hluti kom í Kastljósi í fyrrakvöld. Ég veit ekki hvort þeir verða fleiri, en birti hér báða kafla. Hvað finnst fólki um þetta?
Kastljós um skilanefndir - 12. ágúst 2009
Kastljós um skilanefndir - 18. ágúst 2009
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (8)