Heilræði herramanna

Tveir eldri herramenn vöktu athygli mína og ég lagði við hlustir. Annar var í Kastljósinu í kvöld og hinum var sagt frá í Speglinum á þriðjudagskvöld. Báðir eru hoknir af reynslu og eins og segir í máltæki úr Bandamannsögu: Hafa skal heil ráð, hvaðan sem koma. Það er ástæða til að hvetja ráðamenn og aðra sem koma að íslenskri endurreisn til að hlusta vandlega á svona menn.

Í Kastljósinu var rætt við Tormod Hermansen, norskan hagfræðing, sem tók þátt í uppbyggingu bankakerfisins í Noregi fyrir um 20 árum. Bankakreppan þar í landi hafði skapast við umskipti úr ströngu eftirliti með bankakerfinu yfir í frjálsara markaðsfyrirkomulag. Frelsið vefst víðar fyrir bankamönnum en á Íslandi og í raun stórmerkilegt að þessi dæmi, sem menn höfðu fyrir augunum - reynsla Norðmanna, Finna og Svía - hafi ekki verið íslenskum banka- og ráðamönnum víti til varnaðar. Svona er nú græðgin öflug.

Ýmsir hafa verið fengnir til skrafs og ráðagerða eftir hrun. En það er vitagagnslaust að leita ráða hjá reynsluboltum ef svo er ekki hlustað eða farið að ráðum þeirra. Ómar Ragnarsson er með snögga yfirferð yfir viðtalið við Tormod Hermansen í pistli sem hann kallar "Íslenska efnahagsundrið" tætt í sundur í Kastljósi". Lesið pistil Ómars og hlustið á Hermansen.

Tormod Hermansen í Kastljósi 27. ágúst 2009

 

Horst-Eberhard RichterHinn herramaðurinn er þýskur sálfræðingur sem sagt var frá í Speglinum á þriðjudaginn, Horst-Eberhard Richter. Formáli Spegilsins hljóðar svona: "Einn af þekktustu núlifandi fræðimönnum Þjóðverja, sálfræðingurinn Horst-Eberhard Richter, heldur því fram að það sé til marks um siðferðilega hnignun vestræns samfélags, að ekki sé hægt að draga stjórnendur banka og annarra fjármálastofnana, sem hafi komið heilum samfélögum á vonarvöl, fyrir lög og dóm. Richter segir að markaðshyggja nútímans hafi snúist upp í "rándýrskapítalisma" sem einkennist af græðgi og félagslegu skeytingarleysi." Mér fannst þetta hljóma ansi kunnuglega eftir reynslu undanfarinna áratuga á Íslandi. Margt fleira er haft eftir Richter, meðal annars ummæli um konur sem heyrðust oft fyrst eftir hrun. Hlustið á Richter - hljóðskrá er viðfest hér fyrir neðan.


Skrár tengdar þessari bloggfærslu:

Stórslys í uppsiglingu á Suðurnesjum

Grein eftir Öldu Sigmundsdóttur í Fréttablaðinu í dag. Ég hvet alla til að lesa bloggpistlana hennar - og ekki síður athugasemdirnar sem eru margar hverjar afar fróðlegar og sumar sláandi eins og hún nefnir dæmi um hér. (Smellið þar til læsileg stærð fæst.)

Stórslys í uppsiglingu á Suðurnesjum - Alda Sigmundsdóttir - Fréttablaðið 27.8.09


Bloggfærslur 27. ágúst 2009

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband