3.8.2009
Auglýst eftir samverkafólki
Í nýlegri athugasemd (nr. 49) við þennan pistil auglýsir Ævar Rafn Kjartansson eftir samverkafólki til að kortleggja ættar-, flokks-, vina- og klíkutengsl samfélagsins og gefa út. Ég vil skora á þá sem vilja og geta lagt sitt af mörkum að hafa samband við Ævar Rafn og drífa í þessu. Getið þið ímyndað ykkur hvað það væri þægilegt að hafa svona rit við hendina þegar atburðir gerast til að fletta upp í? Sjálf er ég ekki mjög fróð um svona tengsl og lítið pælt í þeim - en hef þó verið á námskeiði í vetur eins og aðrir landsmenn.
Í þessu sambandi minni ég á orð Jóns Baldvins í Silfrinu 19. október þar sem hann sagði þetta:
Við vitum að þetta er satt og rétt hjá Jóni Baldvin og það myndi auðvelda mjög að greina alls kyns spillingu ef svona rit væri til. Ég hef sent Ævari Rafni skilaboð og beðið um netfangið hans og set það hér inn um leið og það berst mér.
Netfangið er komið - sendið póst á hrun2008@gmail.com! Hugmyndin er frábær, samtaka nú!
Bloggar | Breytt s.d. kl. 23:00 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (20)