Fé án hirđis fann Finn og Framsókn

Ég verđ ađ játa ađ ég átta mig ekki á ţessari svikamyllu. Ţarna virđist grćđgin hafa tekiđ völd og skúrkar leikiđ lausum hala međ annarra manna fjármuni í höndunum. Um er ađ rćđa Eignarhaldsfélag Samvinnutrygginga og Gift. Fleiri félög blandast eflaust inn í máliđ en samkvćmt fréttum teygja allir angar málsins sig inn í Framsóknarflokkinn. Lítum á máliđ.

Fyrir tveimur árum, í júní 2007, átti félagiđ samkvćmt fréttum 30 milljarđa króna. Nú er ţađ sagt skulda 45 milljarđa. Ţetta er viđsnúningur upp á 75 milljarđa. Eignarhald ES virđist hafa veriđ nokkuđ óljóst, en ţó taliđ ađ tryggingartakar hafi átt félagiđ og til stóđ ađ greiđa út eignarhlut ţeirra, en ţađ var aldrei gert. Ţess í stađ virđist hópur sjálftökufólks hafa notađ féđ í fjárhćttuspil. Fé annarra. Fé án hirđis.

14. júní 2007 spurđi Sigurđur G. Guđjónsson um eignarhaldiđ í Morgunblađinu

Hver á Samvinnutryggingar og Andvöku - Morgunblađiđ 14. júní 2007

Stöđ 2 fjallađi um ţetta undarlega mál í fréttum 14.,15. og 16. júní 2007

 

Eflaust hefur fleira veriđ grafiđ upp, en lítum nćst á Kastljós 2. desember 2008

 

Ţví nćst skulum viđ skođa fréttir RÚV í gćrkvöldi, 8. ágúst 2009

 

Svona lítur Gift út í hinni frćgu stórlánabók Kaupţings

Stórlánabók Kaupţings - Gift

Og hér eru tvćr tengslamyndir af síđunni Litla Ísland (smelliđ til ađ stćkka)

Samvinnutryggingar ehf. - www.litlaisland.net

Gift - www.litlaisland.net

Hvernig hćgt er ađ gera hlutina svona flókna er ofar mínum skilningi, en eflaust er ţađ af ásettu ráđi gert til ađ fela slóđir. Heilmargt er hćgt ađ lesa um máliđ á netinu ef mađur gúglar svolítiđ. Svo margt ađ ţađ er erfitt og tímafrekt ađ ná áttum. En ţetta er eitt ţeirra mála sem rannsóknarađilar mega alls ekki gleyma. Og enn spyr ég: Hvar eru ţessir peningar? Hér er úttekt Morgunblađsins á Giftar-málinu frá 28. nóvember 2008 og ítarlegur pistill Gunnars Axels í kjölfariđ.


Bloggfćrslur 9. ágúst 2009

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband