Raðáfallastreituröskun

Er til eitthvað sem heitir raðáföll? Orðið finn ég að minnsta kosti ekki í orðabók. En íslensk þjóð hefur orðið fyrir hverju áfallinu á fætur öðru undanfarið ár og ósköpunum ætlar ekki að linna. Ef rétt reynist dynur enn eitt áfallið yfir þjóðina einhvern næstu daga. Holdgervingur hrunsins endurborinn. Fjölmargir hafa tjáð sig um málið og það er fróðlegt að sjá hvað sjónarhornin eru margvísleg. Lesið t.d. Illuga, Guðmund, Egil Helga, Björgvin Val, Ómar Ragnars, Andrés og söguskoðun Páls Baldvins. Svo heyrast líka mjóróma raddir eins og þessi en þær virðast vera ansi fáar.

Áfallastreita og áfallastreituröskun er ekkert grín. Þegar eitthvað kemur fyrir fólk er umsvifalaust boðin áfallahjálp. En íslenska þjóðin hefur ekki fengið neina áfallahjálp á þessu ári raðáfalla sem engan enda ætla að taka.

Ég neita að trúa því að Óskar Magnússon dembi enn einu áfallinu yfir þjóðina af fúsum og frjálsum vilja. Ég held að þetta sé eitthvað trix - afsprengi hins sérstaka skopskyns Óskars sem hann er þekktur fyrir. Láta skína í að einn aðalhöfundur og arkitekt hrunsins taki við Mogganum. Hann er að hræða úr fólki líftóruna svo það verði alsælt og dauðfegið þegar rétt nafn á nýja ritstjóranum verður gefið upp og taki honum fagnandi. Er það ekki, Óskar? Enda veit Óskar sem er, að hann ræður engu ef Davíð verður ráðinn ritstjóri. Davíð er ekki vanur því að lúta stjórn annarra.

Verður þetta tónninn í Reykjavíkurbréfunum á næstunni?
Klappliðið og viðhlæjendurnir einu áskrifendurnir?

 

Gunnar, skopmyndateiknari á Fréttablaðinu, hlýtur að vera forspár.
Eða hefur þetta verið svona um ómunatíð!

Davíðsópið - Gunnar - Fréttablaðið 12.12.08


Bloggfærslur 22. september 2009

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband