23.5.2010
Lært af glötuðum áratug?
"Í samfélagi mörkuðu lögmálum kunningsskapar eru engar eðlilegar leiðir til að úthluta verðmætum, hollar forsendur hæfileika og heilbrigðra viðskiptahátta ekki í gildi. Þegar alþjóðlegir markaðir skrúfuðu frá peningaflaumnum og íslenskir bankar settu sínar fötur undir flauminn var enginn farvegur fyrir úthlutun gæðanna..."
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Einhvers staðar las ég eða heyrði að Íslendingar hafi gert sniðgöngu laga að listgrein. Man því miður ekki hvar, en þetta er rétt. Það er með ólíkindum hvernig tekst að beygja og sveigja fram hjá lögum og reglum ef gróði er annars vegar. Nú talar auðlindasölufólk um að eignarhald einkaaðila sé bara í fínasta lagi því það séu lög og reglur í landinu...
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)