11.2.2010
Kúgun og yfirgangur
Ég ætla ekkert að reyna að lýsa því hvernig mér leið eftir fréttaskammtinn fyrr í kvöld. Ónotin voru bæði andleg og líkamleg og ég tók á það ráð að fá mér langan göngutúr með tíkina mína, hana Kötlu. Óvenju langan. En það dugði ekki til - það sýður í mér ennþá og eins gott að "sumir" verði ekki á vegi mínum í eigin persónu...
Athugasemdir
Við erum enn þá að láta kúga okkur, erum við hrædd eða höfðingjasleikjur skríðum fyrir þeim sem við höldum að séu okkur æðri, nei fjandinn hafi það trúi því ekki að við séum í moldarkofunum ennþá.
Ég er með æluna uppi í háls á hverjum degi
Guðrún Emilía Guðnadóttir, 11.2.2010 kl. 15:19
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.