Meiri hræsni, hroki og hleypidómar

Hin magnaða ræða Stephens Fry sem ég birti hér vakti mikla og verðskuldaða athygli. Maðurinn fór hreinlega á kostum og málflutningur hans verður ekki hrakinn. Þeir sem fóru inn á síðuna sem ég tengdi í hafa væntanlega séð að um var að ræða eins konar kappræður um þá fullyrðingu að kaþólska kirkjan væri gott afl í heiminum...

Framhald hér...


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hildur Helga Sigurðardóttir

Heil og sæl Lára Hanna, Hreinlega varð að kommentera á þessa fínu færslu. Neyddist til að fara hálfgerða fjallabaksleið. En hvað með það. Vona að þér sé sama, enda þín að góðu getið.

---------------------------------

Hildur Helga Sigurðardóttir

10.3.2010

Stephen Fry og páfadómur Hitlers

Bendi á tengil Láru Hönnu Einarsdóttur hér á Mbl.bloggi -og Eyjunni, þar sem hún fjallar um ræðu Stephens Fry um kaþólsku kirkjuna og tengd mál. Því miður tókst mér ekki að setja sjálfa ræðuna hér inn, en hún er þó afar aðgengileg. Þyrfti helst að lesast í ljósi minna athugasemda.

Hér að neðan eru mínar hugleiðingar, sprottnar af þessarri ræðu:

Þetta er frábær ræða hjá Fry. Eins ég á marga ágæta kaþólska vini þá er skelfilegt hvað sú áhrifamikla kirkja hefur látið mörg mannréttindabrot yfir sig ganga -og staðið með þeim. Þarna talar Fry m.a.s. um Rastzinger; nýjasta páfann og hans brot í þágu barnaníðinga kirkjunnar. Að ekki sé talað um þann sem á undan var. Jóhannes Páll gerði allt sem hann gat til að stöðva trúbræður sína, sem börðust fyrir mannréttindum í Suður-Ameríku. Hann lagði land undir fót til að berjast gegn mannréttindaguðfræði kaþólskra presta í kúguðum löndum heillar heimsálfu.

Baráttan gegn getnaðarvörnum bláfátækra er síðan langur og ljótur kapítuli.

Eða hvernig kaþólska kirkjan vann með Nazistum í seinni heimsstyrjöldinni. Kaþólska kirkjan var þá, eins og nú, gífurlega valdamikil stofnun, jafnt á veraldlegan sem trúarlegan mælikvarða. Hvers vegna í ósköpunum kaus hún að standa með Nazistum og Fasistum, frekar en að hjálpa milljónum ofsóttra Evrópubúa ? Peningar ? Svarar sér sjálft.

Nazistar voru nefnilega ekki einfaldlega fjöldamorðingjar, heldur líka ránmorðingjar.

Annars hefði þeim ekki tekist svona vel að sleppa eftir stríð. Þeir bjuggu að ómældum auðævum, sem þeir höfðu rænt af fórnarlömbum sínum og fjölskyldum þeirra. Fæst af þessu er enn komið til skila. Með hjálp þessa illa fengna auðs og m.a. páfastóls, tókst að koma upp afar skilvirkum flóttaleiðum fyrir marga af verstu böðlum mannkynssögunnar. Strax í stríðslok.

Þegar þeir voru svo komnir til S-Ameríku gátu þeir nýtt ríkidæmið til að halda við siðspilltum ógnarstjórnum þeirra landa -og lifa eins og kóngar. Ósnertanlegir, með örfáum undantekningum.

Ótrúlega margir gamlir nazistar lifa reyndar ennþá í hárri elli og huggulegheitum í þyskum borgum og bæjum. Í góðum stöðum -jafnvel undir sínum réttu nöfnum. Kerfið var jú þeirra. (Detta einhverjum í hug samlíkingar hér ?).

Bendi öllum á að lesa bókina "Réttlæti-Ekki hefnd" eftir Simon Wiesenthal. Þar er Páfadómi Hitlers vel lýst -og svo ótalmörgu öðru. Sú bók er ómissandi lesning öllum þeim sem vilja kynna sér tuttugustu öldina -og sjá samlíkingar við daginn í dag.

Hildur Helga Sigurðardóttir, 10.3.2010 kl. 21:12

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband