Kúguð þjóð í tilvistarkreppu

Við erum mest, best, fallegust, klárust, sérstæðust, ríkust... Ísland er nafli alheimsins sem veröldin snýst um. Auðvitað. En ekki hvað? Okkar ellefuhundruð ára saga miklu merkilegri en mörgþúsund ára saga annarra þjóða. Bókmenntaarfur okkar einstakari en Grikkja eða annarra margfalt meiri og eldri. Vitanlega. Við erum jú Íslendingar...

Framhald hér...


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Helga Kristjánsdóttir

  Ef einhverjum finnst það,skaðar það ekki nokkurn mann.  Það er afar auðvelt að vinsa út pistla,sem taka á þjóðarlöstum Íslendinga, þjappa þeim saman í álíka úttekt og hér birtist og setja upp sem meginmál. Mannfræðingar skrifa eflaust um einkenni okkar,en varla um hvort við erum fallegri eða ljótari en aðrir jarðarbúar.       .Ég vil nú gjarnan spyrja þig Lára Hanna, hver af okkur Íslendingum,hefur haldið því fram að bókmenntir okkar séu einstakari en Grikkja,þá á  ég við efnislega. Ég gæti trúað að aðstæður við skriftir séu (hafi verið)ólíkar,með tilliti til veðurfars,aðstæðna svo og efnis,sem ritað er á. ´Þjóðhöfðingjar miklast auðvitað á hátíðastundum af Sögu okkar(hvað annað?) eru þeir að metast við aðrar þjóðir? ,, Við erum betri en þið miðað við aldur,, Jú við erum Íslendingar og Saga okkar er bara þessi sem við þekkjum. Hún er merkileg fyrir margra hluta sakir,ekki síst vegna breytinganna á högum okkar. Það skal ég segja þér kona ,að þakka ættuð þið fyrir að þurfa ekki að þræla í fiskvinnu,við frumstæðar aðstæður,geta unnið á tölvum,svona tekið sem dæmi. Er mér þá ofarlega í huga frásögn tengda mömmu af ungri stúlku ,sem grét af kulda á morgnana,við að brjóta ísinn af körunum í saltfisksverkun.    Nafli alheimsins!? Við? Nei í mínum huga snýst veröldin ekki um hann,en í hugum 30% þjóðarinnar snýst hann um Evrópu.

Helga Kristjánsdóttir, 20.6.2010 kl. 07:26

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband