5.11.2007
Eru auðlindir Íslendinga til sölu?
Við vorum ekki spurð þegar auðlindum hafsins var stolið frá okkur og þær gefnar nokkrum vel völdum einstaklingum
sem gátu farið með þær að vild.
Viljum við að sama gerist með orkuauðlindirnar okkar? Ég held ekki.
Lesið þessa fróðlegu úttekt Önnu Ólafsdóttur og kannið hug ykkar.
http://anno.blog.is/blog/anno/entry/356018/
Samkvæmt því sem þar má lesa - og í Morgunblaðsgreininni sem vitnað er í - er hætta á að ekki verði ýkja langt þar til orkuauðlindir Íslendinga lendi í höndunum á misvitrum auðmönnum sem hafa það eitt að leiðarljósi að græða meiri peninga á þeim.
Kynnið ykkur síðan vefsíðuna www.hengill.nu og takið þátt í að mótmæla þeim gjörningi að náttúra Íslands sé seld til að sjá erlendum auðhringum fyrir ódýrri raforku - eða til að gera innlenda auðmenn enn auðugri.
sem gátu farið með þær að vild.
Viljum við að sama gerist með orkuauðlindirnar okkar? Ég held ekki.
Lesið þessa fróðlegu úttekt Önnu Ólafsdóttur og kannið hug ykkar.
http://anno.blog.is/blog/anno/entry/356018/
Samkvæmt því sem þar má lesa - og í Morgunblaðsgreininni sem vitnað er í - er hætta á að ekki verði ýkja langt þar til orkuauðlindir Íslendinga lendi í höndunum á misvitrum auðmönnum sem hafa það eitt að leiðarljósi að græða meiri peninga á þeim.
Kynnið ykkur síðan vefsíðuna www.hengill.nu og takið þátt í að mótmæla þeim gjörningi að náttúra Íslands sé seld til að sjá erlendum auðhringum fyrir ódýrri raforku - eða til að gera innlenda auðmenn enn auðugri.
Athugasemdir
Velkomin á bloggið, Lára mín. Mér, eins og svo mörgum öðrum, er farið að ofbjóða hin sjúklega virkjunargleði sem hér virðist vera staðreynd. Gera menn sér ekki grein fyrir að jarðrask náttúruauðlinda er óafturkræf?
Megi Guð gefa að stjórnvöld taki sönsum áður en ómetanlegur skaði á náttúruperlum er orðinn meiri en raun ber vitni. Nóg er nú samt.
Ragnheiður Ólafía Davíðsdóttir, 5.11.2007 kl. 10:41
Velkomin á bloggið Lára. Ég skammast mín alltaf ofurlítið þegar ég keyri austur fyrir fjall og sé raskið. Skammast mín fyrir að hafa ekki lagt nóg af mörkum fyrir landið mitt. Þær eru því miður orðnar fáar kýrnar í fjósinu sem eitthvað gefa, en þær á engu að síður að tutla til dauða. Græðgin er söm við sig. Þetta blasir við allstaðar, dapurlegra en orð fá lýst.
Pálmi Gunnarsson, 5.11.2007 kl. 11:24
Velkomin í bloggheima gamla (og nýja;) vinkona
Takk fyrir að vekja athygli á vangaveltunum mínum. Vonandi verður umfjöllunin í miðlunum undanfarnar vikur um fyrirhugaðar virkjanaframkvæmdir á Hengilsvæðinu til þess að fleiri vakna af væra blundinum. En annað mál: Mikið ofboðslega er þetta falleg mynd í hausnum á blogginu þínu
Hvar finnur maður þetta fallega berg?
Anna Ólafsdóttir (anno) (IP-tala skráð) 5.11.2007 kl. 12:32
Hæ og velkomin á bloggið Lára mín.
Svo að þú ert að spá í að hella þér út í bloggið á fullu? Humm... :)
Besta að vara þig við strax í upphafi, ÞETTA GETUR VERIÐ MJÖG TÍMAFREKT en á sama tíma gefandi þegar vel gengur.
Mig grunar nú að þetta sé sprottið af þeirri baráttu sem þú stendur í þessa daganna, sem er vel og er alveg sjálfsagt að styðja þig í því málefni og vona ég að myndirnar hafi virkað sem skildi.
Spurning um að gefa þér smá ráð í upphafi, en gott er að vera með fókus á ákveðin málefni og sýnist mér að þú hafir tekið góða stefnu í þeim efnum.
Ef ég þekki þína vinnu og eljusemi rétt, þá efa ég ekki að þú verður fljót að komast á toppinn hér sem annarstaðar.
En farðu vel með þig. Kjartan
Kjartan Pétur Sigurðsson, 5.11.2007 kl. 13:18
Sæl öll og takk fyrir hlýlegar móttökur.
Hver veit nema ég haldi þessu bloggi eitthvað áfram.
Myndin er frá Dverghömrum austast á Síðu sem aftur er skammt fyrir austan Kirkjubæjarklaustur.
Dverghamrar voru friðlýstir sem náttúruvætti árið 1987 og ekki að ástæðulausu.
Ég var þarna á ferð í sumar og varð að sauma þessa mynd saman úr 3 eða 4 myndum þar sem vélin mín tekur ekki panorama-myndir.
Hamrarnir eru meiri og fleiri en sjást á þessari mynd og vel þess virði að staldra þarna við.
Lára Hanna Einarsdóttir, 5.11.2007 kl. 13:42
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.