10.11.2007
Fjölbreyttar athugasemdir
Maður er nefndur Björn Pálsson, er héraðsskjalavörður í Árnessýslu, sagnfræðingur með landa- og jarðfræði sem hliðargreinar og sérfræðingur í Hengilssvæðinu. Björn hefur farið ótal ferðir um svæðið, bæði á eigin vegum og sem leiðsögumaður margs konar hópa.
Hér fyrir neðan eru mótmæli Björns, en undir þau skrifuðu 10 manns auk hans.
Efni:
Mótmæli við áformaðri Bitruvirkjun og nokkrar athugasemdir við frummatsskýrslu Orkuveitu Reykjavíkur og VSO-ráðgjafar um þá ætluðu virkjun.
Það er okkar mat að Ölkelduháls og umhverfi hans eigi að friðlýsa.
Heimsóknir ferðamanna, innlendra og erlendra, á svæðið vaxa nú hröðum skrefum enda fjölbreytni þess næsta einstök. Það verður að skoðast sem mikil lífsgæði fyrir meirihluta landsmanna að eiga svæði sem þetta í næsta nágrenni. Þarna eru margir staðir með fjölbreyttu útsýni til margra átta, staðbundnar náttúruperlur svo sem hverir og laugar, eldvörp, heitir lækir og fleira. Þarna getur gesturinn notið sannrar öræfakyrrðar í fögru umhverfi.
Mannvirki, svo sem stöðvarhús og kæliturnar orkuvers, skiljustöðvar, borteigar og lagnir með tilheyrandi ökuslóðum, í sjónmáli frá bestu útsýnisstöðum munu spilla þessari öræfatilfinningu að mestu. Nú þegar veldur háspennulína sú, sem um svæðið fer, verulegum spjöllum á þeirri upplifun. Það er því meiri nauðsyn á því að gera þá lögn ósýnilega svo sem með jarðlögn frá Folaldahálsi á miðja Bitru eða helst vestur í Orustuhólshraun ef unnt er.
Athugasemdir:
Við skoðun skýrslunnar, sem er ekkert áhlaupaverk vegna mikilla endurtekninga, kemur oft í ljós takmörkuð þekking á staðháttum. Þar má t.d. nefna að Bitrunafnið er illa skilgreint. Jarðfræðingar tengja það gjarnan við svonefnda Bitrumyndun og miða þá við þau jarðefni sem til urðu í því gosi sem móberg, bólstra- og brotaberg og grágrýti. Sú myndun nær frá Kýrgilshnúkum í norðri og endar á Hamrinum í Hveragerði syðst. Örnefnið Bitra í munni smalans sem þar hefur farið um í aldir, miðast hins vegar við grágrýtisflákann sem takmarkast af Kýrgilshnúkum að norðan, Fremstadal og Svínahlíð að vestan, Smjörþýfi að sunnan og Ástaðafjalli, Hverakjálka, og Molddalahnúkum að austan. Samkvæmt þeirri skilgreiningu er stöðvarhúsi virkjunarinnar ætlaður staður undir norðausturhorni Bitrunnar en ekki á henni.
Þá er sú staðhæfing í frummatsskýrslunni að þrjár borholur HE-2, -20 og -22 hafi þegar verið boraðar á Bitru augljóslega röng enda ein þeirra á Ölkelduhálsi og hinar tvær á austurjaðri Kýrgilshnúka. Þetta má greinilega sjá á korti 1 í skýrslunni. Samkvæmt því er 5 borteigum ætlaður staður á Bitru. Það eru B4, B5 og B6 og B8 og B9 á austurjaðri Bitru við Hverakjálka og Molddalahnúk vestari.
Í skráningu fornminja gætir einnig nokkurrar ónákvæmni þar sem leiðin frá Kolviðarhóli Milli hrauns og hlíðar er rakin austur yfir Bitru því þar segir: ...alla leið á Brúnkollublett nyrðri... Samkvæmt skráðum heimildum er þessi blettur nefndur Litli-Brúnkollublettur (Árbók FÍ 1936 bls.123). Brúnkollublettirnir munu a.m.k. vera tveir og sá nyrðri nokkru norðar á mörkum hreppanna (Örnefnaskrá Ölfusvatns, Guðmann Ólafsson).
Í frummatsskýrslunni er augljóslega viðurkennd neikvæð áhrif framkvæmdanna á upplifun ferðamanna á svæðinu jafnvel þó að sá feluleikur með lagnir og önnur mannvirki takist jafn vel og teikningar og lýsingar eiga að sannfæra lesandann um. Þá er áberandi að fræðimenn vilja ekki fullyrða að áhrif á staði í nágrenni, sem sagðir eru utan framkvæmdasvæða, verði engin. Þetta er eðlilegt svo sem vegna stuttrar reynslu af virkjunarframkvæmdum af þessum toga. Hitt mun hins vegar augljóst öllum þeim, sem kunnugir eru svæðinu umhverfis Hellisheiðarvirkjun, að umhverfisáhrifin þar eru mun meiri en reiknað var með.
Þar er líka margt ógert og mörgum spurningum ósvarað ennþá um umhverfisáhrif og mögulegar mótvægisaðgerðir. Meðan svo er getur ekki talist skynsamlegt að byrja fleiri virkjanir á svipuðum grunni svo sem við Hverahlíð eða hvað þá á jafn dýrmætu útivistarsvæði og Bitruvirkjun mun hafa áhrif á.
Sú vinnuaðferð að þessi frummatsskýrsla skuli tekin til afgreiðslu á undan þeim breytingum á aðalskipulagi svæðisins sem nauðsynlegar verða ef skýrslan verður samþykkt er ekki traustvekjandi. Það stefnir þá í að verða ómerkilegur sýndargjörningur.
Að lokum þetta:
Ætluð Bitruvirkjun mun skaða mjög dýrmætt útivistarsvæði. Það svæði óspillt er líklegt til að styrkja fólk í þúsundatali andlega og líkamlega á komandi tímum. Jafnframt mun það skila íslenskri ferðaþjónustu ómældum tekjum. Þannig mun svæðið mun betur nýtt heldur en t.d. til rekstrar einhvers prósentuhlutar í álverksmiðju.
Hér fyrir neðan eru mótmæli Björns, en undir þau skrifuðu 10 manns auk hans.
Efni:
Mótmæli við áformaðri Bitruvirkjun og nokkrar athugasemdir við frummatsskýrslu Orkuveitu Reykjavíkur og VSO-ráðgjafar um þá ætluðu virkjun.
Það er okkar mat að Ölkelduháls og umhverfi hans eigi að friðlýsa.
Heimsóknir ferðamanna, innlendra og erlendra, á svæðið vaxa nú hröðum skrefum enda fjölbreytni þess næsta einstök. Það verður að skoðast sem mikil lífsgæði fyrir meirihluta landsmanna að eiga svæði sem þetta í næsta nágrenni. Þarna eru margir staðir með fjölbreyttu útsýni til margra átta, staðbundnar náttúruperlur svo sem hverir og laugar, eldvörp, heitir lækir og fleira. Þarna getur gesturinn notið sannrar öræfakyrrðar í fögru umhverfi.
Mannvirki, svo sem stöðvarhús og kæliturnar orkuvers, skiljustöðvar, borteigar og lagnir með tilheyrandi ökuslóðum, í sjónmáli frá bestu útsýnisstöðum munu spilla þessari öræfatilfinningu að mestu. Nú þegar veldur háspennulína sú, sem um svæðið fer, verulegum spjöllum á þeirri upplifun. Það er því meiri nauðsyn á því að gera þá lögn ósýnilega svo sem með jarðlögn frá Folaldahálsi á miðja Bitru eða helst vestur í Orustuhólshraun ef unnt er.
Athugasemdir:
Við skoðun skýrslunnar, sem er ekkert áhlaupaverk vegna mikilla endurtekninga, kemur oft í ljós takmörkuð þekking á staðháttum. Þar má t.d. nefna að Bitrunafnið er illa skilgreint. Jarðfræðingar tengja það gjarnan við svonefnda Bitrumyndun og miða þá við þau jarðefni sem til urðu í því gosi sem móberg, bólstra- og brotaberg og grágrýti. Sú myndun nær frá Kýrgilshnúkum í norðri og endar á Hamrinum í Hveragerði syðst. Örnefnið Bitra í munni smalans sem þar hefur farið um í aldir, miðast hins vegar við grágrýtisflákann sem takmarkast af Kýrgilshnúkum að norðan, Fremstadal og Svínahlíð að vestan, Smjörþýfi að sunnan og Ástaðafjalli, Hverakjálka, og Molddalahnúkum að austan. Samkvæmt þeirri skilgreiningu er stöðvarhúsi virkjunarinnar ætlaður staður undir norðausturhorni Bitrunnar en ekki á henni.
Þá er sú staðhæfing í frummatsskýrslunni að þrjár borholur HE-2, -20 og -22 hafi þegar verið boraðar á Bitru augljóslega röng enda ein þeirra á Ölkelduhálsi og hinar tvær á austurjaðri Kýrgilshnúka. Þetta má greinilega sjá á korti 1 í skýrslunni. Samkvæmt því er 5 borteigum ætlaður staður á Bitru. Það eru B4, B5 og B6 og B8 og B9 á austurjaðri Bitru við Hverakjálka og Molddalahnúk vestari.
Í skráningu fornminja gætir einnig nokkurrar ónákvæmni þar sem leiðin frá Kolviðarhóli Milli hrauns og hlíðar er rakin austur yfir Bitru því þar segir: ...alla leið á Brúnkollublett nyrðri... Samkvæmt skráðum heimildum er þessi blettur nefndur Litli-Brúnkollublettur (Árbók FÍ 1936 bls.123). Brúnkollublettirnir munu a.m.k. vera tveir og sá nyrðri nokkru norðar á mörkum hreppanna (Örnefnaskrá Ölfusvatns, Guðmann Ólafsson).
Í frummatsskýrslunni er augljóslega viðurkennd neikvæð áhrif framkvæmdanna á upplifun ferðamanna á svæðinu jafnvel þó að sá feluleikur með lagnir og önnur mannvirki takist jafn vel og teikningar og lýsingar eiga að sannfæra lesandann um. Þá er áberandi að fræðimenn vilja ekki fullyrða að áhrif á staði í nágrenni, sem sagðir eru utan framkvæmdasvæða, verði engin. Þetta er eðlilegt svo sem vegna stuttrar reynslu af virkjunarframkvæmdum af þessum toga. Hitt mun hins vegar augljóst öllum þeim, sem kunnugir eru svæðinu umhverfis Hellisheiðarvirkjun, að umhverfisáhrifin þar eru mun meiri en reiknað var með.
Þar er líka margt ógert og mörgum spurningum ósvarað ennþá um umhverfisáhrif og mögulegar mótvægisaðgerðir. Meðan svo er getur ekki talist skynsamlegt að byrja fleiri virkjanir á svipuðum grunni svo sem við Hverahlíð eða hvað þá á jafn dýrmætu útivistarsvæði og Bitruvirkjun mun hafa áhrif á.
Sú vinnuaðferð að þessi frummatsskýrsla skuli tekin til afgreiðslu á undan þeim breytingum á aðalskipulagi svæðisins sem nauðsynlegar verða ef skýrslan verður samþykkt er ekki traustvekjandi. Það stefnir þá í að verða ómerkilegur sýndargjörningur.
Að lokum þetta:
Ætluð Bitruvirkjun mun skaða mjög dýrmætt útivistarsvæði. Það svæði óspillt er líklegt til að styrkja fólk í þúsundatali andlega og líkamlega á komandi tímum. Jafnframt mun það skila íslenskri ferðaþjónustu ómældum tekjum. Þannig mun svæðið mun betur nýtt heldur en t.d. til rekstrar einhvers prósentuhlutar í álverksmiðju.
Við mótmælum því í fullri einlægni auglýstum áætlunum um Bitruvirkjun.
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.