11.11.2007
Þetta verða allir að lesa!
Fréttablaðið í dag, bls. 6. Hvað finnst fólki um svona vinnubrögð? Ætli fleira sé falið?
Lesið magnaða athugasemd Landverndar hér og ítarlega athugasemd Græna netsins hér.
Lesið magnaða athugasemd Landverndar hér og ítarlega athugasemd Græna netsins hér.
Athugasemdir
Það var dapurlegt að lesa þetta í Fréttablaðinu. En þetta kemur ekki á óvart. Nákvæmlega sömu vinnubrögð voru viðhöfð í kringum Kárahnjúkavirkjun. Hér er pólitík sett fram fyrir vísindin, ekki í fyrsta skipti og alveg örugglega ekki í það síðasta - því miður.
Anna Ólafsdóttir (anno) (IP-tala skráð) 11.11.2007 kl. 16:50
Já, þetta er alveg rétt, Anna. En munurinn er sá að þegar upp komst um vinnubrögðin sem viðhöfð voru við Kárahnjúka var um seinan að stöðva framkvæmdina.
Hér gegnir öðru máli - sem betur fer.
Framkvæmdir eru ekki hafnar við Bitruvirkjun, aðeins búið að bora tilraunaholur. Og það er ekki einu sinni búið að fastákveða álverið í Helguvík sem Bitruvirkjun á að sjá fyrir orku, né heldur semja við sveitarfélögin á suðurnesjum um lagningu raflína og mastra eins og kom skýrt fram í kvöldfréttum Ríkisútvarpsins í kvöld.
Það er því enn von um að fólk sjái að sér og hætti við þetta skemmdarverk sem þarna á að fremja.
Nú er altént ekki hægt að segja að ekki hafi verið brugðist við tímanlega.
Lára Hanna Einarsdóttir, 11.11.2007 kl. 21:13
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.