23.11.2007
Hvernig dettur fólki í hug að segja svona?
Ég var búin að skrifa langan pistil um viðtalið hér að neðan sem birtist í Fréttablaðinu í gær. Ég las hann yfir og mildaði allt orðfæri eins og ég gat en samt var hann svo harðorður að á endanum eyddi ég honum. Ég vil síður vera dónaleg. En það fýkur í mig þegar fólk lætur svona út úr sér.
Þess í stað bendi ég á tvær góðar bloggfærslur um málið hér og hér. Einnig pistil um vinnubrögð þessa manns hér.
En ég spyr í fúlustu alvöru: Hvernig dettur Ólafi Áka í hug að bera svona vitleysu á borð fyrir fólk á opinberum vettvangi? Það er erfitt að vera málefnalegur og færa skynsamleg rök fyrir hlutunum andspænis þvílíkri dellu.
Ólafur Áki fer svo með rangt mál hvað lyktarmengun í Hveragerði varðar. Í hinni mjög svo umdeilanlegu frummatsskýrslu er hún metin talsverð, ekki óveruleg. Ég er með skýrsluna fyrir framan mig. Miðað við hve mjög er dregið úr vægi umhverfisáhrifa í skýrslunni, enda er hún unnin af aðalframkvæmdaraðilanum og til þess gerð að réttlæta virkjunina, kæmi mér ekki á óvart þótt lyktarmengunin verði veruleg þegar upp verður staðið.
Og ef Ólafur Áki fær að ráða verður dritað niður fjölmörgum virkjunum á Hellisheiðar- og Hengilssvæðinu og þá verður líkast til ólíft bæði í Hveragerði og Ölfusi, auk þess sem íbúar á höfuðborgarsvæðinu fá aldeilis sinn skammt af brennisteinsvetnis- og lyktarmengun.
Síðan ætlar hann sjálfsagt að selja ferðamönnum "virkjanahringinn", því þeir koma örugglega í rándýrar Íslandsferðir til að horfa á rör, lagnir, uppgrafinn svörð, skóg af rafmagnsmöstrum og hlusta á ærandi hávaða frá hundruðum borhola.
Sér er nú hver framtíðarsýn sveitarstjórans í Ölfusi. Hvaða plánetu er hann frá?
Athugasemdir
Þessum manni virðist ekki sjálfrátt - ég hef ekki kynnt mér til hlítar þessi Hellisheiðarvirkjunarmál, en lyktin sem ég finn af gjörningnum, hún er kennd við spillingu...
Ásgeir Kristinn Lárusson, 23.11.2007 kl. 17:48
Það segirðu satt, Ásgeir Kristinn. Ég finn líka megnan spillingarfnyk af öllum þessum virkjunarmálum. Ég var að fá í hendur samkomulag það, sem OR og Sveitarfélagið Ölfus gerðu sín á milli í apríl 2006. Þar angar allt af spillingu og mútum.
Lára Hanna Einarsdóttir, 23.11.2007 kl. 17:54
Ég verd ad birta hér líka thennan útdrátt úr grein sem thýsk kona (bladamadur)skrifadi eftir gönguferd um m.a. Ölkelduháls og Innstadal í lok sumars. Ég aetladi ad snúa textanum yfir á íslensku en fann ekki réttu lýsingarordin thannig ad ég leyfi einhverjum ödrum sem hefur gaman af thýdingum ad gera thad! Alla vega er ljóst ad thessi kona mun ekki fara um Ölkelduháls ef thar kemur virkjun!
Unser Sonnentanz am nächsten Morgen hat Wirkung gezeigt. Es scheint nicht nur die Sonne, den ganzen Tag über begleitet uns auf unserer Wanderung ein Regenbogen nach dem anderen. Das beeindruckende, wunderschöne und einsam gelegene Tal bei Ölkelduhals wird es in seiner natürlichen Schönheit womöglich gar nicht mehr lange geben. Schon jetzt stören Stromleitungen die Harmonie, doch es ist dort ein noch größeres Kraftwerk geplant. Wir können dagegen das Paradies noch ungestört genießen. Nachdem wir die heißen Schlamm-Blubber-Quellen mit unseren Energien gefüttert haben, können wir völlig befreit einen tollen Ausblick nach der anderen genießen und auf dicken, komfortablen Moosmatratzen abhängen. Gemsenähnliche Erlebnisse haben wir auf dem schmalen Pfad in Richtung Plumpsklo. Derart erleichtert steuern wir einen weiteren magischen Ort an: den Wasserfall am Ende eines anderen Seitentales… Die vier Elemente auf engstem Raum erlebt beim Wasserfall dann jeder auf seine eigene Weise - Karl nach seinem Rucksack beispielsweise das Wasser recht intensiv. Doch er sollte nicht der einzige an diesem Tag bleiben. Und überhaupt: Wir wollen schließlich alle nach dem Zusammenfluss von einem heißen und kalten Bach in der wilden Natur in die Fluten steigen. (Iris Häfner)
Petra Mazetti (IP-tala skráð) 23.11.2007 kl. 19:50
Það er spurning hvor lyktin verði meira áberandi í Ölfusinu, hverastybban eða spillingarfnykurinn?
Annars á ég bágt með að trúa því að umræddur bæjarstjóri hafi sjálfur gengið um svæðið sem hann ætlar sér að gera eftirsóknarvert fyrir ferðamenn með þessu móti. Skyldu þeir í Ölfusinu virkilega ekki hafa átt neinn skárri kost þegar kjósa átti fulltrúa í bæjarstjórnina.
Sigurður Hrellir, 23.11.2007 kl. 20:24
Í október 2004 lét þessi sami bæjarstjóri hafa eftir sér í Bæjarins Besta vegna lyktarmengunar frá Lýsi hf í Þorlákshöfn „Góð fisklykt er bara styrkleikamerki og getur verið gæðamerki en sú lykt sem um ræðir er algjörlega óviðandi og við viljum að tekið verði fyrir hana. Við höfum krafist þess að verði ekki komist fyrir hana verði viðkomandi starfsemi stöðvuð. Það er alveg á hreinu,“ segir Ólafur Áki.
Í október 2007 er í lagi að drulla brennisteinsfýlu yfir nágrannasveitafélög með virkjun á náttúruperlu af því að OR er búið að borga vel fyrir framkvæmdaleyfið.
Ég segi eins og sumir það er skítalykt af þessu máli.
Gunnar Jónsson (IP-tala skráð) 24.11.2007 kl. 02:08
Nú er ég ekki lögfróður maður en gæti verið að með því að þiggja fé frá OR þá sé meirihlutinn í Ölfusi að brjóta 19. gr sveitastjórnarlaganna nr. 45 frá 3. júní 1998 þar sem segir um Hæfi sveitarstjórnarmanna.
Sveitarstjórnarmanni ber að víkja sæti við meðferð og afgreiðslu máls þegar það varðar hann eða nána venslamenn hans svo sérstaklega að almennt má ætla að viljaafstaða hans mótist að einhverju leyti þar af.
Sveitarstjórnarmenn eru ekki vanhæfir þegar verið er að velja fulltrúa til trúnaðarstarfa á vegum sveitarstjórnar eða ákveða þóknun fyrir slík störf.
Sveitarstjórnarmenn sem jafnframt eru starfsmenn sveitarfélaga og hafa sem slíkir átt þátt í að undirbúa tiltekið mál sem lagt er fyrir sveitarstjórn eru alltaf vanhæfir þegar sveitarstjórnin fjallar um málið. Ákvæði þetta á þó ekki við um framkvæmdastjóra sveitarfélags.
Ákvæði 3. mgr. á ekki við þegar sveitarstjórn fjallar um og afgreiðir fjárhagsáætlanir og ársreikninga sveitarfélagsins.
Sveitarstjórnarmanni sem veit hæfi sitt orka tvímælis ber að vekja athygli á því. Sveitarstjórnarmanni er heimilt við meðferð máls sem hann er vanhæfur að afgreiða að gera stuttlega grein fyrir afstöðu sinni. Sveitarstjórn sker umræðulaust úr um hvort mál er svo vaxið að einhver sveitarstjórnarmanna sé vanhæfur. Sveitarstjórnarmaður sem hlut á að máli má taka þátt í atkvæðagreiðslu um hæfi sitt.
Sveitarstjórnarmaður sem vanhæfur er við úrlausn máls skal yfirgefa fundarsal sveitarstjórnar við meðferð og afgreiðslu þess.
Endilega ef einhver lögfræðingurinn vildi tjá sig um þessi mál .
Gunnar Jónasson (IP-tala skráð) 24.11.2007 kl. 09:49
Er Ólafur Áki ekki að grínast með þessu ???? Maður eyðir venjulega löngum tíma í að verja þessar virkjannir sem rúturnar fara framhjá og þær línur og rör sem frá/að þeim liggja. Venjulegast er kvartað undan þessum mannvirkjum en ekki beðið um að stoppað sé við þær.
Einhvern vegin efast ég um að hann hafi yfirhöfuð reynslu af því hvað túristar vilja sjá þegar þeir koma til íslands. Ómenguð náttúra og hreint loft er eiginlega það sem ég heyri oftast nefnt.
Forvitnilegt að fá að vita þetta með vanhæfni sveitarstjórnarmanna útaf þessu fé sem borið hefur verið á þá/sveitarfélagið.
Örvar Kristinsson (IP-tala skráð) 24.11.2007 kl. 22:01
Nei, því miður virðist sveitarstjórinn ekki vera að grínast, honum er fúlasta alvara. Hann er búinn að lofa þessu, löngu áður en frummat á umhverfisáhrifum var gert og athugasemdafrestur liðinn, hann gerði samning sem sjá má hér. Hann var þegar farinn að fá greitt samkvæmt samningnum áður en frummatsskýrslan var gerð og auglýst og athugasemdir farnar að berast eins og sjá má hér. Þetta eru peningar Reykvíkinga sem verið er að dæla í Sveitarfélagið Ölfus.
Það væri vissulega fróðlegt að vita hvort meirihlutinn í Ölfusi sé að brjóta lög við meðferðina á málinu.
Lára Hanna Einarsdóttir, 25.11.2007 kl. 23:20
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.