Hræðslan og nafnleynd

Þetta var fyrirsögn í leiðara Morgunblaðsins síðastliðinn mánudag, 10. desember.  Leiðarinn er birtur hér að neðan.  Umrædd hræðsla er ekki ný af nálinni.  Agnes Bragadóttir skrifaði langa grein um hræðsluna í Morgunblaðið 12. nóvember sl. og Ómar Ragnarsson bloggar um hana sama dag hér.

Við sem höfum reynt að berjast gegn fyrirhugaðri Bitruvirkjun á Ölkelduhálsi, og bent á vægast sagt vafasamar aðferðir sem viðhafðar hafa verið af þeim sem að virkjuninni standa, höfum aldeilis fundið fyrir þessari hræðslu.  Fólk, sem er innilega sammála okkur og býr jafnvel yfir upplýsingum, þorir ekki að leggja nafn sitt við málið af ótta við einhvers konar refsingu eða aðrar afleiðingar þess að láta skoðanir sínar í ljós.  Þetta er óhugnanlegt.

Í þessari færslu lýsti ég eftir lýðræðinu á Íslandi.  Nú lýsi ég eftir skoðana- og málfrelsinu.

Leidari_Moggi_101207


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Ef ég finn skoðana- og málfrelsið, læt ég þig umsvifalaust vita

Takk fyrir pistil.

Jenný Anna Baldursdóttir, 17.12.2007 kl. 08:53

2 Smámynd: Ásgeir Kristinn Lárusson

Er gamli Mogginn að verja stjórnarskrárvarið tjáningarfrelsi með bloggi sínu, þar sem hver mannvitsbrekkuvitleysingurinn(28 stafir) veður uppi í skjóli nafnleyndar?

Ásgeir Kristinn Lárusson, 17.12.2007 kl. 09:12

3 Smámynd: Kjartan Pétur Sigurðsson

Það er ekkert nýtt að sendiboðinn sem flytur vondu fréttirnar sé skotinn!

Kjartan Pétur Sigurðsson, 17.12.2007 kl. 15:55

4 Smámynd: Lára Hanna Einarsdóttir

Nei, en á það að vera þannig, Kjartan? Er rétta aðferðin að skjóta sendiboðann? Við verðum að átta okkur á því að þótt eitthvað sé ekki nýtt er það ekki endilega rétt og ef það er ekki rétt þarf að breyta því hið snarasta. Það gengur ekki að þaggað sé niður í fólki með hræðslu. Ógnastjórnir taka á sig ýmsar myndir og ein ljótasta er sú að stjórna með óttann að vopni eins og raunin hefur verið t.d. í Bandaríkjunum undanfarin ár.

Kannski eru ekki allir sáttir við nafnleysið á blogginu, Ásgeir. Ég er það ekki og hef tekið þann pól í hæðina að lesa hvorki nafnlaus blogg né athugasemdir frá nafnleysingjum. Og oftast eru það nafnleysingjarnir sem eru öfgafyllstir, orðljótastir og sóðalegastir á blogginu.

Einhvern veginn hef ég á tilfinningunni að ég heyri ekki frá þér alveg á næstunni, Jenný... 

Lára Hanna Einarsdóttir, 17.12.2007 kl. 16:05

5 Smámynd: Steingerður Steinarsdóttir

Þetta var verðugt að vekja athygli á þessu. Flott hjá þér.

Steingerður Steinarsdóttir, 17.12.2007 kl. 16:42

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband