Dave Allen og Júróvisjón

Ég dáði Dave Allen forðum, fannst hann fyndnasti maður í heimi. Svei mér ef mér finnst það ekki ennþá! Ég fletti honum upp áðan. Ætlaði að athuga hvort hann hefði fjallað á sinn einstaka hátt um Júróvisjón en um leið og ég byrjaði að spila myndböndin varð það algjört aukaatriði. Maðurinn var einfaldlega snillingur og með fyndnari mönnum... enda Íri og hét réttu nafni David Tynan O'Mahoney. Maður saknar hans og skopskynsins við að horfa á þessi myndbönd. Dave Allen lést fyrir þremur árum, 2005.

 

Þetta myndband er tileinkað Jennýju, Hallgerði og okkur hinum sem syndgum enn.

Þetta er fyrir alka í afneitun.

Fyrir trúarnöttana og Jón Steinar.

Um tiktúrur enskrar tungu.

Að kenna börnum á klukku.

Dave Allen byrjar í skóla.

 

En ekki er hægt að hætta nema drepa á upphaflega fyrirætlun - að fjalla á einhvern hátt um mál málanna í gær - Júróvisjón. Ekki eru allar þjóðir og þulir jafnhrifnir af Júró og við Íslendingar. Ég hef oft heyrt talað um hvernig þulurinn hjá BBC dregur keppnina, keppendurna og lögin sundur og saman í háði. Maðurinn sá heitir Terry Wogan og mun vera írskur að uppruna eins og Dave Allen. Hann stjórnar líka forkeppninni í Englandi.

Hér er Terry Wogan hjá snillingnum Parkinson þegar keppnin var fram undan í Eistlandi - hvenær sem það var - og hann gerir m.a. grín að hjónabandinu... og auðvitað Júróvisjón. Hann er alveg með á hreinu muninn á viðhorfi Breta til keppninnar annars vegar og þjóða á meginlandi Evrópu hins vegar. En hann minnist ekki á Íslendinga - enda tilheyra þeir hvorki Bretlandi né meginlandi Evrópu... hvar ætli hann flokki okkur?


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Himmalingur

Dave Allen var snillingur! Man hvað margir voru hneysklaðir á honum! Gaman að sjá þetta aftur!

Himmalingur, 25.5.2008 kl. 02:14

2 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Þúsund þakkir fyrir Dave Allen.. Er í kasti hérna og klukkan ekki orðin 7 að morgni.

Jenný Anna Baldursdóttir, 25.5.2008 kl. 06:54

3 Smámynd: Ásgeir Kristinn Lárusson

Dave Allen er besta dæmið, sem ég þekki, um „allsgáðan“ mann í jakafötum...;)

Ásgeir Kristinn Lárusson, 25.5.2008 kl. 10:08

4 Smámynd: Ásgeir Kristinn Lárusson

Flýtimeðferð - vantaði k í jakkafötin. Gæti á enskunni útlagst sem - suit on ice -...

Ásgeir Kristinn Lárusson, 25.5.2008 kl. 10:10

5 Smámynd: Emil Hannes Valgeirsson

Ég var og er kannski enn svo óþroskaður að ég hafði mest gaman af skrípó-atriðunum sem voru á milli brandarana hjá Dave Allen eins og þessum sem kemur hér eftir smá inngang: http://www.youtube.com/watch?v=4kLTbvjqF6Y

Og Breska heimsveldið er fyrir löngu hætt að taka Eurovision-keppnina alvarlega, kannski eru menn ennþá sárir yfir að Cliff Richard vann ekki árið 1968.

Emil Hannes Valgeirsson, 25.5.2008 kl. 11:28

6 identicon

Takk fyrir þetta - óborganleg skemmtun. Ég horfði alltaf á Dave Allen í gamla daga.

Anna Ólafsdóttir (anno) (IP-tala skráð) 25.5.2008 kl. 13:35

7 Smámynd: Lilja Guðrún Þorvaldsdóttir

Takk fyrir þetta, Dave Allen var snillingur, ég man hve margir voru hneykslaðir yfir hvernig hann gerði grín að páfanum og kaþólikkum, fólki fannst hann hljóta að vera að guðlasta, hann var náttúrulega sjálfur strangtrúaður kaþólikki og þekkti því viðfangsefnið vel innanfrá.

Lilja Guðrún Þorvaldsdóttir, 25.5.2008 kl. 23:25

8 Smámynd: Jóna Á. Gísladóttir

Lára Hanna kærar þakkir fyrir þetta. Ég fór í smá nostalgíu kast hérna. Einn af þáttunum sem ég horfði alltaf á sem krakki (og hef sennilega hvorki skilið upp né niður) og hafði gaman af.

Jóna Á. Gísladóttir, 25.5.2008 kl. 23:44

9 Smámynd: Magnús Geir Guðmundsson

Mín kæra!

ég er eiginlega alveg agndofa núna!

Í annað skiptið á einum sólarhring "mætast hugar okkar á miðri leið" með þessum frábærlega skemmtilega hætti!

Fyrst með sláandi líku Evróvisionlagi og Wild World Cat STevens og svo nú Dave Allen og Terry Wogan, em ég fór að tala um við mína nýju bloggvinkonu Hildi Helgu inn á bloggini hennar í dag í framhaldi af söngvakeppninni!

Hafði þó ekki hugmynd um þessa færslu, en kíkti minnir mig ekki löngu áður en þú komst svo með¨hana!

Einstök tilviljun?

Kannski og kannski ekki!

En Allen var einstakur og ég vil segja fullum fetum LISTAMAÐUR!

Verð afar sjaldan reiður eða hneykslaður, en þegar ákveðin náungi fyrir austan sem gert hefur sig breiðan hérna hjá þér m.a. leyfði sér fyrir nokkru að leggja að jöfnu meintar grínteikningar af Múhameð, svo húmorslaust það nú var og sprottið af einhverju öðru en góðri kímnigáfu, við eðalgrín meistara Allen, þá lét ég hann heyra það!

Magnús Geir Guðmundsson, 26.5.2008 kl. 00:08

10 identicon

haha Dave Allen, ég man ennþá að hann var á mánudagskvöldum í sjónvarpinu...er það ekki rétt munað, en allavega voru þetta heilagar stundir á mínu heimili, við systkinin hlógum mikið að þessu og fullorðna fólkið lá, liggur við, í gólfinu í hláturskasti.

alva (IP-tala skráð) 26.5.2008 kl. 00:24

11 Smámynd: Heimir Eyvindarson

Snilld! Takk

Heimir Eyvindarson, 26.5.2008 kl. 01:29

12 Smámynd: Villi Asgeirsson

Keypti DVD með Dave Allen þegar ég frétti að hann hefði dáið. Ég bjóst við milt-skemmtilegu efni, komnu til ára sinna. Annað var nú að sjá. Hann var jafn fyndinn og þegar brandararnir voru sagðir. Nema að þeir hafi verið yfirnáttúrulega fyndnir þá. Það er alltaf skemmtilega grunnt á kaldhæðninni og myrku hliðinni hjá honum.

En um Júróvisjön. Gleymdi henni. Var að horfa á Top Gear og gleymdi að skipta um stöð. 

Villi Asgeirsson, 26.5.2008 kl. 07:54

13 Smámynd: Steingerður Steinarsdóttir

Sammála Dave Allen var æði.

Steingerður Steinarsdóttir, 27.5.2008 kl. 10:25

14 identicon

Lára Hanna - Komdu yfir í boltabloggið!

Anna Ólafsdóttir (anno) (IP-tala skráð) 27.5.2008 kl. 22:16

15 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Hei, hvar ertu Lára Hanna?  One wonders!

Jenný Anna Baldursdóttir, 2.6.2008 kl. 14:12

16 Smámynd: Lilja Guðrún Þorvaldsdóttir

Já, hvar ertu Lára Hanna ?!?!?!?!?!?!!?

Lilja Guðrún Þorvaldsdóttir, 2.6.2008 kl. 21:47

17 Smámynd: Lára Hanna Einarsdóttir

Hér er ég, stelpur! Segi frá því í næstu færslu hvar ég var. 

Lára Hanna Einarsdóttir, 2.6.2008 kl. 22:45

18 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Takk fyrir tileinkunina. Hún var afar viðeigandi.

Jón Steinar Ragnarsson, 3.6.2008 kl. 12:20

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband