Olíuhreinsistöð á Vestfjörðum - upprifjun - fyrri hluti

Enn ætla ég að gera kröfur til lesenda, setja inn ítarefni og rifja upp fyrri umfjöllun. Tilefnið er frétt í Ríkissjónvarpinu í gærkvöldi um þá ótrúlegu hugmynd að reisa olíuhreinsistöð á Vestfjörðum. Þeir sem ekki hafa trúað þessum fyrirætlunum ættu að hugsa sig tvisvar um. Þótt ótrúlegt sé virðist mönnum vera fúlasta alvara með að troða þessum óskapnaði í einn fallegasta fjörð á Íslandi með allri þeirri mengun og slysahættu sem olíuhreinsistöð hefur í för með sér, svo ekki sé minnst á siglingar risastórra olíuskipa um stórhættulegt hafsvæði - enda vilja engar þjóðir reisa slíkar stöðvar heima hjá sér lengur. En þær eru Íslendingum bjóðandi - eða hvað? Ef fólki líst ekki á þessar fyrirætlanir og vill leggja sitt af mörkum til að sporna við þessari firru er ekki seinna vænna en að byrja strax.

Fréttatíminn var ekki búinn þegar Heiða hringdi í mig ævareið yfir þeÓlína_Þorvarðardóttirssari Bryndís_Friðgeirsdóttirgargandi vitleysu og við ákváðum að skrifa pistla um málið. Hennar pistill er hér. Heiða bendir m.a. á Náttúruverndarsamtök Vestfjarða sem stofnuð voru 5. apríl sl. og lesa má nánar um hjá formanni þeirra, Bryndísi Friðgeirsdóttur hér, og hjá Ólínu Þorvarðardóttur hér, en þær hafa báðar skrifað talsvert um fyrirhugaða olíuhreinsistöð. Sigríður Ragnarsdóttir, skólastjóri Tónlistarskóla Ísafjarðar, vann einnig ötullega með þeim að stofnun samtakanna. Allir geta gengið í Náttúruverndarsamtök Vestfjarða, hvar sem þeir búa á landinu. Sendið póst til Bryndísar (bryndis@isafjordur.is) eða Ólínu (olina@snerpa.is) og skráið ykkur í samtökin. Því fleiri sem taka þátt í baráttunni því líklegri er hún til árangurs. Lesið síðan endilega þennan pistil sem skrifaður var eftir fréttirnar í gærkvöldi - hann er beittur.

Viðbót: Haraldur, Púkinn og Einar skrifuðu líka pistla um málið og hér er firnagóður pistill Önnu vélstýru sem ég mæli eindregið með. Látið mig  vita ef þið rekist á fleiri.

En fyrst er hér fréttin frá í gærkvöldi - hvernig líst ykkur á málflutning sveitarstjórans?

Ég skrifaði fyrsta pistilinn um þetta mál 15. febrúar sl. og lagði þar út frá grein Helgu Völu Helgadóttur í 24stundum þann sama dag og bar yfirskriftina Þetta er ekkert grín! Þar sagði ég m.a.:

"Íslendingar verða að átta sig á því, að mönnum sem haldnir eru virkjana- og stóriðjufíkn er fúlasta alvara. Þeim er ekkert heilagt. Þeim virðist vera nákvæmlega sama um hvers konar mengun af völdum framkvæmdanna og þeir hafa sannfært sjálfa sig um að þetta sé "þjóðhagslega hagkvæmt" (aur í eigin vasa?). Og að það þurfi "að skapa störf" í þjóðfélagi þar sem er ekkert atvinnuleysi og fluttir hafa verið inn um eða yfir 20.000 erlendir farandverkamenn á örfáum árum til að þræla á lágum launum svo græðgisvæðingin geti orðið að veruleika og sumir fengið meira í vasann."

Fólki er óhætt að trúa að þetta er ekkert grín sem hægt er að yppta öxlum yfir og hlæja að. Þessum mönnum er fúlasta alvara.

Arnarfjörður-1Svo kom annar pistill daginn eftir, 16. febrúar, og þar voru myndirnar látnar tala. Setti inn myndir af Arnarfirði með sínum undurfögru Ketildölum og myndir sem ég fann á netinu af olíuhreinsistöðvum svo fólk gæti reynt að ímynda sér umhverfi og aðstæður. Sagði m.a.:

"Arnarfjörður er með fallegri fjörðum landsins, jarðfræðileg perla og löngum hefur verið talað um fjöllin þar sem vestfirsku Alpana. Þau eru ekkert tiltakanlega há, um 550-700 m, en því fegurri eru þau og hver dalurinn á fætur öðrum skerst eins og skál inn í landslagið út fjörðinn. Við dalsmynnin er falleg, ljós sandfjara og fuglalíf blómstrar hvarvetna.

En látum myndirnar tala. Reynið að ímynda ykkur landslagið með olíuhreinsunarstöð, olíutönkum og olíuskipum siglandi inn og út fjörðinn. Ég get ekki með nokkru móti séð fyrir mér slíkan óskapnað í þessum undursamlega fjallasal - og reyndar hvergi á okkar fagra landi. En sjón er sögu ríkari, dæmi nú hver fyrir sig."Óþekkt staðsetning

Þriðji pistillinn er svo frá 20. febrúar og fyrirsögnin er Lögmál Murphys og stóriðja í íslenskri náttúru. Þar er mynd og myndband af nýlegum slysum í olíuhreinsistöðvum - því enginn skal ímynda sér að ekki verði slys í slíkri stöð á Íslandi, í sjálfum firðinum eða við ströndina enda geta veður verið æði válynd á þessum slóðum og hafsvæðið erfitt til siglinga.

Fjórða pistil skrifaði ég svo 15. apríl, en þá um kvöldið var von á Kompássþætti sem fjallaði um ýmsar hliðar fyrirhugaðrar olíuhreinsistöðvar á Vestfjörðum og væntanlega yrði afhjúpað leyndarmálið um hvaða aðilar stæðu á bak við þessa framkvæmd, en það höfðu íslensku olíufurstarnir tveir, Ólafur Egilsson og Hilmar Foss, ekki viljað upplýsa. Með þessum pistli fylgdi viðtal við Stefán Gíslason, umhverfisstjórnunarfræðing, úr fréttum RÚV frá 22. febrúar og myndbrot með gullkorni sem Ólafur Egilsson lét út úr sér í viðtali við fréttamann Stöðvar 2 þann 24. febrúar. Set bæði myndböndin inn hér til fróðleiks.

Þá var komið að fimmta pistlinum, 17. apríl, og fjallaði hann um Kompássþáttinn sem sýndur var á Stöð 2 þann 15. apríl. Í þættinum kom fram að ráðherrar vita lítið um málið og ekkert hverjir standa á bak við framkvæmdina. Hvernig má það vera? Það á að fórna náttúru Íslands, fiskimiðum, fuglabjörgum og ímynd landsins fyrir rússneska olíurisa sem þurfa að flikka upp á eigin ímynd á Vesturlöndum og ráðherrar koma af fjöllum. Í pistlinum segir einnig:

Arnarfjörður-2"Ég ætla að vitna í orð Aðalbjargar Þorsteinsdóttur frá fyrirtækinu Villimey á Tálknafirði. Hún hefur haslað sér völl sem framleiðandi ýmissa jurtasmyrsla sem eru smám saman að komast á markað. Orð þessi lét hún falla á málþingi um nýsköpun og fleira sem fram fór í Hafnarfirði 28. apríl 2007. Aðalbjörg kvaðst ekki geta stillt sig um að benda fundinum á, að olíuhreinsistöð á Vestfjörðum myndi ekki laða Vestfirðinga til starfa, heldur byggja á farandverkamönnum. Það væri síðan deginum ljósara að fyrirtæki á borð við sitt myndi leggjast af.

Mig langar líka að biðja fólk að hugsa til þeirra hjóna, Maríu Bjarnadóttur og Slys í olíuhreinsistöð í TexasVíðis Hólm Guðbjartssonar, sem búa í Bakkadal, næsta dal í byggð fyrir utan Hvestu í Arnarfirði þar sem olíuhreinsunarstöðin yrði mögulega reist. Fyrir neðan myndböndin set ég inn viðtal við Víði sem birtist í Morgunblaðinu 2. febrúar sl. Reynið að ímynda ykkur hvernig þeim hjónum líður við að fá þennan óskapnað nánast í túnfótinn hjá sér. Ég vitnaði í Maríu í athugasemd við síðasta pistil. Orð sem hún skrifaði mér í tölvupósti og ég fékk gæsahúð þegar ég las. Þessi ungu hjón myndu hrekjast á brott, dalurinn þeirra fara í eyði og hvað kæmi í staðinn? Erlendir farandverkamenn sem staldra við í tvö eða þrjú ár?"

Það er full ástæða til að endurbirta hér Kompássþáttinn og umfjöllun úr Íslandi í dag 16. apríl, kvöldið eftir að þátturinn var sýndur.

Ég ætla að skjóta hér inn tilvitnun í þennan pistil, þótt hann fjalli aðeins óbeint um olíuhreinsistöðina. Þarna var skrifað um sannleikann í gríninu og grínið í veruleikanum og harmakvein sumra aðila í þjóðfélaginu vegna "yfirvofandi kreppu" og nauðsyn þess að fá fleiri erlenda fjárfesta og meiri stóriðju til landsins. Hér er vitnað í atriði í Spaugstofunni þar sem Pálmi lék vel klæddan mann sem barmaði sér mjög og sagði:

"Það er bara hreinlega að verða deginum ljósara að það er ekki búandi í þessu þjóðfélagi. Það virðast ekki vera nein takmörk fyrir því hvernig hægt Spaugstofaner að fara með okkur þegnana. Ég er til dæmis nýbúinn að kaupa mér 8 milljón króna jeppa og hjólhýsi á afborgunum. Og þegar þetta bætist við afborganirnar af nýja eldhúsinu mínu og heita pottinum og hérna... já, og lánið af sumarbústaðnum... og flatskjáinn og snjósleðann minn og fjórhjólið og frúarbílana... þá bara ræð ég ekkert við þetta lengur! Og svo hækka þeir vextina til að gera endanlega út af við mann. Og hvað gera stjórnvöld? Ekki neitt! Þetta á ekki að líðast í siðmenntuðu þjóðfélagi!"

Það er einmitt fyrir svona menn sem verið er að leggja náttúruna í rúst og menga andrúmsloftið. Þeim er ekki bjóðandi að þurfa að draga saman seglin, fækka bílum og utanlandsferðum, minnka óhóf og munað. Flæðið í vasana þarf alltaf að vera jafnt og þétt til að halda í lífsstílinn, sama hverju fórna þarf af eigum og umhverfi okkar hinna. Til starfans eru svo fengnir erlendir farandverkamenn á lúsarlaunum (munið þið Kárahnjúka?) enda kallar Heiða þetta réttilega þrælakistu.

Framhaldsupprifjun í næsta eða þarnæsta pistli, þetta er aldeilis ekki búið.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigurður Hrellir

Jæja, þá er ég búinn að óska eftir innskráningu í Náttúruverndarsamtök Vestfjarða og þó fyrr hefði verið.

Maður veltir því fyrir sér hvaða ólyfjan þeir hafa byrlað bæjarstjóranum í rússneska sendiráðinu... 

Sigurður Hrellir, 4.6.2008 kl. 07:23

2 Smámynd: Guðmundur Geir Sigurðsson

Svo farið þið og kaupið bensín á bílinn, ekki satta " Hræsni"

Guðmundur Geir Sigurðsson, 4.6.2008 kl. 08:20

3 identicon

Fyrir mér mega Vestfirðir fara í eyði.  Þessi olíuhreinsistöð mun þá bara rísa annars staðr t.d. í einhverju þriðja heimsríkinu og þá segið þið umhverfisvandræðafólk bara; fjúh! gott að þetta rís ekki hér á Íslandi og það er gott að eiga stóran jeppa og ferðast um Vestfirði til að sjá veröld sem brátt mun fara í eyði. 

Vil minna á það að í Danmörku eru bara 6 olíuhreinsistöðvar - (ég endurtek sex stk. olíuhreinsistöðvar).  Samt sem áður finnst mörgum okkar gaman að koma til "den lille söde Danmark" af því að þar er svo fallegt og hreint, ekki satt? 

Skrýtið, en samt sem áður streyma ferðamenn til Danmerkur, ég skil þetta bara ekki???!?!?  og samt sem áður eru svona margar olíuhreinsistöðvar þar?!???

Ólafur Karl Sigurðsson (IP-tala skráð) 4.6.2008 kl. 08:44

4 identicon

Þú stendur þig einsog hetja. Það kom fram í fréttum í gær, að þeir sem vilja skrímslið, segja hinum að flytja! Það er eitt að setja upp olíuhreinsunarstöð, annað að setja hana á slíkan stað. Olíuhreinsunarhugsjónamenn, sem telja að við þurfum að leggja lið baráttunni fyrir hreinsun olíu, geta sett þessa stöð niður í Helguvík eða Þorlákshöfn. En þessi staðsetning eyðileggur alla Vestfirði til framtíðar.

Björn Jónasson (IP-tala skráð) 4.6.2008 kl. 09:34

5 Smámynd: Heiða B. Heiðars

Það að maður kaupi bensín á bíl skuldbindur mann ekki til þess að láta hvaða ófögnuð sem er yfir sig ganga.
Og hvað er með þennan málflutning um að ef þessi tiltekna olíuhreinsistöð rís ekki hérna þá muni hún rísa í þriðja heims ríki? Óskiljanlegt með öllu...nema fólk sé svona blautt á bak við eyrun að það haldi að það sé verið að bjarga heiminum frá meiri mengun með því að hola henni niður hérna.
Ég hef ekkert um það að segja hvað Danir gera heima hjá sér. En þetta er mitt land og ég vill ekki sjá þennan viðbjóð hérna. Hvorki á Vestfjörðum né annars staðar

Mikið væri gott ef fólk rankaði við sér og áttaði sig á því að atvinnutækifærabullið björgun Vestfjarða er það sem því er talið í trú um af þeim sem ætla að verða feitir af þessu.

Lára Hanna; þú ert óþreytandi og ég er óendanlega þakklát fyrir það!

Heiða B. Heiðars, 4.6.2008 kl. 10:03

6 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Við á hér við hirðina búin að biðja um innskráningu í Náttúrverndarsamtökin.

Svo tek ég undir með Heiðu, þú ert óþreytandi og átt alla mína aðdáun.

Jenný Anna Baldursdóttir, 4.6.2008 kl. 11:39

7 Smámynd: Púkinn

Púkinn er innilega sammála - samanber þessa grein hér

Púkinn, 4.6.2008 kl. 12:56

8 Smámynd: Bragi Þór Thoroddsen

En er einhver lausn innan seilingar Lára?

Hvað sérðu fyrir þér?

Alla (Aðalheiður) er náttúrulega bara snilld með sitt - en mig grunar að neyðin hafi gefið henni þann kost að finna sína lausn.

vcd

Bragi Þór Thoroddsen, 4.6.2008 kl. 13:26

9 identicon

Hér er einn pistill til: http://kristjanb.blog.is/blog/kristjanb/

Jón (IP-tala skráð) 4.6.2008 kl. 13:36

10 Smámynd: Bjarni Kjartansson

Var á fundi um skipulagsmál í Valhöll, hvar umhverfisráðherra flutti tölu um lög sem eru í burðarliðnum um, svonefnt Landsskipulag og önnur atriði í skipulagsmálum.

Mér varð nánast óglatt að hlusta á sumt sem hún setti þar fram sem gótt og gilt.

1.  AÐ landnotkun yrði ú rhöndum sveitafélaga ,,ef um þjóðarhag er að ræða, svo sem samgöngur, virkjanir, burðalínur og svoleiðis nokk auk þessa væri annað sem síðar gæti verið skilgreint sem þjóðarhagur enda væri skilgrining á því, afar misjöfn og breytingum háð.  Skilgreining á því væri ekki nú sú sama og var 1930

2.  Samband sveitafélaga hefði skilað til sín algeru afsvari um ,,Landsskipulags"kaflann.  Á henni var að skilja, að það þýddi ekkert að biðja svona fólk (Dag B Eggerts og félaga) um álit, það verði sko bið á, að hún spyrði þetta lið um eitthvað.

3.  Sveitafélög úti á landi væru ekki nægjanlega STÓR til að hafa vit á hvað er þjóðarhagur og þeim fyrir bestu.  Fyrst þyrfti að stækka þau með lögum, áður en farið verður að taka mark á þeim.

Svar við 1 til 3 er að finna í stjórnunarháttum Scásescku.

Mín skoðun er aftur á móti sú, að ef Vestfirðingar vilja reisa svona lagað, er ekki við neinn annan að sakast en þá.

Skipulagsmál sveitafélaga er í þeirra höndum ennþá. 

Við höfum ekki forsendur til að hafa vit fyrir þeim og okkur kemur bara ekkert við, hvort þeir reisi svona lagað hima hjá sér eða ekki.

Miðbæjaríhaldið

fyrrum Vestfjaraðríhald

Bjarni Kjartansson, 4.6.2008 kl. 13:43

11 Smámynd: Heiða B. Heiðars

Eiga örfáar hræður að taka stórvægilegar ákvarðanir um landið okkar?
Mér finnst ég ekkert eiga minna í náttúru Vestfjarða en Ólafur Egilsson og sveitarstjórnin á svæðinu. Ísland er landið mitt ekkert minna en þeirra

Heiða B. Heiðars, 4.6.2008 kl. 19:06

12 Smámynd: Haraldur Davíðsson

Það er ekki heil brú í að ætla fara sigla með olíu og bensín til og frá vestfjörðum á hafsvæði sem er ekki beint þekkt fyrir ljúfmennsku, og við landshluta sem skartar einhverri óvægnustu strandlengju landsins.Við eigum ekki einu sinni skip og búnað til að bregðast við slysi í þessum flutningum.

Mér finnst augljóst að ríkið þarf að gera betur í landsbyggðarmálum, en svona upphlaup af hálfu sveitarstjórnar, ekki síst í ljósi þess að enginn má vita neitt, er algjört glapræði. það er klárt mál að fólksflótti frá landsbyggðinni mun snúast við, suðvestur hornið er að verða allt of dýrt, og fólk er að líta annað. Því er hægt að snúa sér í hag. Það hlýtur allavega að finnast önnur leið....

FRIÐUR ( er fullur af von )

Haraldur Davíðsson, 4.6.2008 kl. 23:13

13 Smámynd: Bragi Þór Thoroddsen

... hlítur að finnast leið...

Fyrir mörgum árum var farið að huga að því að snúa þessari þróun við.  En alltaf snerist það um að pissa í skó sinn.

Þangað til annað haldbært kemur ...

vcd

Bragi Þór Thoroddsen, 4.6.2008 kl. 23:28

14 identicon

Heiða, þú berð þess greinilega merki að vera blaut á bak við eyrun. 

Þú vilt kaupa bensín á bílinn þinn, bara að bensínið sé ekki unnið á Íslandi.  Bensínið sem þú notar hlýtur að koma frá mengandi olíuhreinsistöð einhversstaðar úti í hinum stóra heimi, ekki satt???

Að olíuhreinsistöðin megi fyrir þér rísa annars staðar en í Íslandi t.d. í þriðja heimsríki muni þar sem að mengunar- og vinnuverndarlöggjöf er á miklu lægra plani en á Íslandi, ber vott um eigingjarna afstöðu hjá þér til þessara mála.

Það sem að ég vildi hafa sagt með það að í Danmörku séu 6 olíuhreinsitöðvar er það að Danmörk virðist ekki hafa borið neinn skaða af því, eða finnst þér það, Heiða??  - (Það sama gildir um t.d. Frakkland, en þar eru mun fleiri olíuhreinsistöðvar.  Samt sem áður flykkjast ferðamenn þangað og þar blómstrast bæði vín- og matvælaiðnaður, þrátt fyrir að þar séu margar olíuhreinsitöðvar, skrýtið).

Öll mannanna verk og athafnir hafa umtalsverð óafturkræf umhverfisáhrif í för með sér.  Ég hef því alltaf sagt að til að koma í veg fyrir umhverfisspjöll og það á varanlegan hátt, sé hreinlega að leggja siðmenninguna eins og við þekkjum hana í dag, niður.

Þið umhverfishræsnarar hafið enga lausn á vanda Vestfjarðar og það virðist því vera að fyrir ykkur mættu Vestfirðir fara í eyði, þá getið þið líklega keypt hús brottfluttra Vestfirðinga á tombóluverði og notað þau sem frístundahús fyrir ykkur.

Ólafur Karl Sigurðsson (IP-tala skráð) 5.6.2008 kl. 00:35

15 Smámynd: Einar Indriðason

Einar Indriðason, 5.6.2008 kl. 00:43

16 identicon

Haltu áram Lára mín!

Ég man eftir að Kanadamenn vildu koma hingað og setja upp olíuhreinsistöð á Íslandi á árunum 1975 +/-. Þeir vildu líka koma með fleira og það var til dæmis verksmiðja sem framleiddi hveiti og þá voru þeir að horfa til ódýru orkunnar okkar og staðsetningu okkar sem gat nýst þeim út af viðskiptahagsmunum við restina af Evrópu.

En þá eins og nú eru það RÚSSAR sem léku aðalhlutverkið - þá sendum við þeim fiskinn, lopann og lambakjötið okkar, en fengum í staðin en ekki hvað - OLÍU og Rússajeppa og Lödur.  Ekki kom olíuhreinsistöðin frá Kanada þá, né annað.

Fyrst það eru til fjórar olíuhreinsistöðvar í Danmörku, eru rússar þar rekstraraðilar? - Tæplega -  Svo get ekki að því gert,  mig langar óskaplega að vita hvaðan þessir rússar fá olíuna sem stendur til að hreinsa hér. Er það kannski olían sem var ÞJÓÐNÝTT hér áður í Rússlandi og við fengum frá hinu opinbera kerfi þá.

Og ef af þessu skyldi nú verða, þá langar mig til að vita, eiga þessir aðilar hráefnið sjálfir, eða er "leki" einhversstaðar í einhverri leiðslunni í Rússlandi sem uppgötvast einhvern góðan veðurdag með tilheyrandi afleiðingum .... - Hvaðan skyldi nú annars hráefnið vera ættað?

Anna Kr. Pétursdóttir

Anna Kr. Pétursdóttir (IP-tala skráð) 5.6.2008 kl. 01:01

17 identicon

 Skrif þín eru virkilega aðdáunarverð og mig langar að þakka þér kærlega fyrir frábæra umfjöllun.

 Ég get sagt með sanni að þú hafir veitt mér enn frekari styrk og trú á að halda þessari baráttu áfram.

 Hlakka til að lesa meira.

Með baráttukveðju                                                            Ólafur Sveinn Jóhannesson - 824-2580

Ólafur Sveinn Jóhannesson (IP-tala skráð) 5.6.2008 kl. 01:39

18 Smámynd: Sigurður Hrellir

Ég var að horfa á seinni fréttir á RÚV frá því í gær, þriðjudagskvöld. Þar var frétt um fyrirhugaða olíuhreinsistöð í Arnarfirði.

Athygli mína vakti fyrirsögnin - "Almenn ánægja með olíuhreinsunarstöð". Í fréttinni kom fram að þeir sem eru á móti hugmyndinni tjá sig síður en hinir. Einn fylgismaðurinn sagði í viðtali að þeir sem væru á móti gætu bara flutt í burtu.

Ég spyr nú bara, er farið að leggja andstæðinga fyrirhugaðrar olíuhreinsistöðvar í einelti? Hvernig getur staðið á því ef þeir vilja ekki tjá skoðun sína á málinu? Er það rétt ályktað að segja að almenn ánægja ríki ef hópur fólks þorir einhverra hluta vegna ekki að opna munninn til að tjá andstöðu sína?

Sigurður Hrellir, 5.6.2008 kl. 02:14

19 Smámynd: Óskar Þorkelsson

enn og aftur kemuru með góðan pistil Lára.. takk fyrir það :)

Óskar Þorkelsson, 5.6.2008 kl. 15:09

20 Smámynd: Sigurður Þórðarson

Takk fyrir frabaera grein Lara.

Svo illa virdist kvotakerfid hafa leikid Vestfirdi ad tar virdast margir vilja taka glannalega ahaettu Vardandi tad hvort sveitarfelog era riki komi ad akvordunni og ta i hvada maeli a ad liggja i tvi ad hve miklu leyti framkvaemdin hefur ahrif a almannahag. Eg ma gera flest i ibudinni minni en eg ma t.d. ekki halda voku fyrir hverfinu.

Tad sem gert er i litlu sveitarfelagi ma EKKI tefla i tvisynu oryggi rikustu fiskimida heims. 

Sigurður Þórðarson, 5.6.2008 kl. 16:34

21 Smámynd: Hildigunnur Rúnarsdóttir

Ólafur Karl, lestu greinina hennar Önnu vélstýru og segðu svo að það sé í alvöru vit í þessu. Hún er ekki ein af okkur blautubakviðeyrun softhearted náttúruverndarvælukjóum, svo þú vitir það...

Hildigunnur Rúnarsdóttir, 5.6.2008 kl. 17:11

22 Smámynd: Ketill Sigurjónsson

Takk fyrir Þennan pistil, Lára Hanna. Ég er nú reyndar einn af þeim sem hef verið heldur jákvæður gagnvart stóriðju - svo lengi sem skynsamleg virðing er borin fyrir náttúrunni. En þessi hugmynd um olíuhreinsunarstöð á einhverju óspilltasta, sérkennilegasta og fallegast svæði landsins er með þvílíkum endemum, að maður heldur að þetta hljóti bara að vera lélegt grín.

Gott að sjá að ég er ekki einn á móti þessum óskapnaði. En það er hreint með ólíkundum að þingenn og ráðherrar virðast leiða þessa umræðu hjá sér. Hver er skoðun umhverfisráðherra? Iðnaðarráðherra? Forsætisráðherra? Utanríkisráðherra? Er fólkið bara stikkfrí í kokkteilaleik?

Páraði nýlega smáræði um þetta á Orkublogginu:

http://askja.blog.is/blog/askja/entry/559217/

En nú er best að fara að Gúgla og finna út hvernig maður getur skráð sig í Náttúruverndarsamtök Vestfjarða. Það verður reyndar i fyrsta sinn sem ég geng í samtök til verndar náttúrunni. Kannski kominn tími til. Því skynsemi virðist lítt á dagskrá ráðamanna.

Ketill Sigurjónsson, 5.6.2008 kl. 21:22

23 Smámynd: Lára Hanna Einarsdóttir

Ég var búin að skrifa rosalega langt svar til allra með linkum og tilvísunum í hitt og þetta - búin að skrifa í 40 mínútur og komin að Katli... Svo ýtti ég á einhvern takka og allt hvarf. Ég er í öngum mínum...    Þetta hefur gerst áður svo ég mátti vita um hættuna.

Ég kallaði Bjarna Miðbæjaríhald krútt (mér finnst það bara) og benti honum á grein Stefáns skipulagsstjóra hér.

Vitnaði í athugasemd í þessari færslu við þeirri rökleysu að við eigum að virkja allt sem virkjanlegt er á Íslandi til að leggja okkar af mörkum til að minnka mengun í heiminum: "...við getum virkjað hverja sprænu og hvern hver á Íslandi til að framleiða "hreina" orku sem okkar framlag í loftslagsmálum. Það breytir nákvæmlega engu um orkuþörf veraldar og Kínverjar og aðrir eiga eftir að reisa nákvæmlega jafnmörg kolaorkuver því þeim heldur áfram að fjölga með ævintýralegum hraða hvað sem virkjunum á Íslandi líður." Við erum einfaldlega of smá, landið of lítið. Við getum lagt náttúruna í rúst með virkjunum en það hefur ekkert að segja á heimsvísu.

Ég sagði líka við Heiðu og Jennýju: Nei, ég er ekki óþreytandi. Ég er orðin örmagna og skítblönk eftir þessa baráttu í vetur, en það er fólk eins og þið og aðrir sem skrifa hér athugasemdir, sendir mér tölvupóst og hringir í mig með stuðning og hvatningu sem veldur því að ég finn orku til að halda áfram. Ég finn svo greinilega undirölduna í þjóðfélaginu og held að við, sem viljum vernda náttúruna, séum í miklum meirihluta. Fólk er bara svo upptekið við brauðstritið, börnin og rassinn á sjálfu sér að það hefur ekki tíma til að líta upp eða til að hugsa. Og tengja.

Ég skrifaði eitthvað voðalega gáfulegt svar til Braga Þórs en það er stolið úr mér. Kemur kannski seinna.

"Ólafi Karli" svara ég ekki. Hann er hér á fölskum forsendum og gefur ekki upp sitt rétta nafn.

Takk fyrir ábendingar um önnur blogg, ég linkaði á þau öll.

Haraldi bendi ég á þessa færslu og Kompássmyndbandið þar um hafsvæðið í kringum Ísland og möguleika á slysum. Ég set það inn aftur í pistlinum með seinni hluta upprifjunarinnar.

Ég þakka ykkur öllum fyrir innlitið, athugasemdirnar og hvatninguna. Eins og ég sagði áður - þetta heldur mér gangandi.

Lára Hanna Einarsdóttir, 6.6.2008 kl. 00:40

24 Smámynd: Bryndís G Friðgeirsdóttir

Blessuð Lára. Skráningum hefur rignt inn eftit að þú vaktir athygli á Náttúruverndarsamtökum Vestfjarða. Frábært. Bloggið þitt er einhver sú besta heimild sem við höfum varðandi opinbera umfjöllun um fyrirhugaða olíuhreinsistöð á Vestfjörðum.

Baráttukveðjur

Bryndís G Friðgeirsdóttir, 6.6.2008 kl. 21:12

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband