Kærar þakkir Björk og Sigur Rós!

Í þessum pistli, sem ég kalla fyrri Hveragerðispistilinn, sagði ég m.a.: "...eina leiðin sem virðist fær er að reyna að nota mátt orðanna. En mig þekkja fáir og enn færri hlusta á mig. Þótt ég þoli ekki athygli vildi ég stundum óska þess að vera fræg. Ef ég væri fræg myndu fjölmiðlar kannski hlaupa upp til handa og fóta þegar ég munda lyklaborðið, taka við mig djúpvitur viðtöl og allir myndu hlusta í mikilli andakt. Annað eins hefur nú gerst þegar fræga fólkið tjáir sig. En ég er ekki fræg og fáir hlusta. Því miður. Ég auglýsi hér með eftir frægu fólki til að tala máli mínu. Það er sama hvaðan gott kemur - en hér ætla ég að láta vaða og taka stórt upp í mig."

Þessi ósk mín hefur ræst - eða er að rætast - og ég er alsæl með það. Frægustu tónlistarmenn Íslandssögunnar ætla að halda tónleika til að vekja athygli á íslenskri náttúru og henni til verndar. Betri liðsauka er ekki hægt að hugsa sér í baráttunni fyrir náttúrunni og þau eru auk þess í miklu uppáhaldi hjá mér. (Lásu þau kannski bloggið mitt?)

Ég er búin að fylgjast með ferli Bjarkar frá því hún kom fyrst fram í sjónvarpinu Björk(mér vitanlega) þegar hún var smástelpa í hvítum kjól með stífuðu skjörti og tíkarspena í hárinu. Ég man ekkert hvað hún söng en ég man hvað hún gerði það vel. Þar fangaði hún athygli mína og hefur haft hana síðan. Ekki hefur mér alltaf hugnast tónlistin sem Björk flytur, en röddin er engu lík - hvað sem hún syngur.

Strákarnir í Sigur Rós skelltu mér kylliflatri með fyrsta laginu sem ég heyrðiSigur Rós með þeim. Þeir dáleiddu mig og gera enn. Það hefur engum öðrum af þeirra kynslóð tekist jafnrækilega. Ég á alla diskana sem þeir hafa gefið út og myndbandið Heima líka - þar sem þeir fóru um landið og spiluðu á ýmsum stöðum, m.a. í gömlu verksmiðjunni í Djúpuvík á Ströndum (systir mín og fleiri fjölskyldumeðlimir voru þar) og í Ásbyrgi (sonur minn var þar). Ég var sjálf í Laugardalshöll þegar þeir luku tónleikaferðalagi þar og ég var á Klambratúni þegar þeir spiluðu þar fyrir tveimur árum.

Guðmundur PállÉg tók sérstaklega eftir nærveru Guðmundar Páls Ólafssonar á blaðamannafundinum í fréttunum. Hann ættu nú flestir að þekkja, en ef ekki skal upplýst að hann er einn af merkustu, núlifandi baráttumönnum fyrir íslenskri náttúru. Guðmundur Páll er líffræðingur að mennt og hefur skrifað glæsilegar bækur um íslensPerlurka náttúru, s.s. Perlur í náttúru Íslands, Fuglar í náttúru Íslands, Ströndin í náttúru Íslands og margar, margar fleiri. Því miður hef ég aldrei haft efni á að kaupa mér þessar náttúruperlur en ég á nú vonandi nokkur stórafmæli eftir.  Wink  Upplýsingar um Guðmund Pál og bækur hans eru m.a. hér og rætt er stuttlega við hann í myndbrotinu hér að neðan úr Íslandi í dag. Ég ber takmarkalausa virðingu fyrir Guðmundi Páli og ævistarfi hans.

Ég fagna þessum liðsauka innilega og vildi óska þess að fleiri tónlistarmenn og aðrir listamenn myndu slást í hópinn og berjast fyrir íslenskri náttúru því öll list hefur áhrif. Hér með skora ég á alla sem vettlingi geta valdið að mæta á tónleikana í grasagarðinum 28. júní og sýna þar með hug sinn til náttúrunnar og verndunar hennar.

 

 


mbl.is Ísland verði áfram númer eitt
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hólmdís Hjartardóttir

flott framtak sem ég mun missa af

Hólmdís Hjartardóttir, 6.6.2008 kl. 01:50

2 identicon

Gott.

Það er gott að vita að það er ekki öllum sama.

Ég held reyndar að þjóðin sé að vakna. Ég held að fólk sé farið að spyrja sig spurninga sem það spurði sig ekki fyrrum. Ég held að fólk sé farið að átta sig á því að þegar við erum dauð þá kemur annað fólk með önnur gildi og aðrar spurningar. Kannski kemst það að sömu niðurstöðum og ráðamenn okkar í dag. En - OK - þá það. Þá hafa allavega fleiri en ein kynslóð fjallað um málið.

Hitt er svo annað að ég held að dóttir mín (13 ára) og fólk á hennar aldri muni aldrei selja landið sitt svona eins og gert er í dag. Þau eru klárari en svo.

Guðmundur Brynjólfsson (IP-tala skráð) 6.6.2008 kl. 03:39

3 Smámynd: Sigurður Þórðarson

Eg hlakka til.

Sigurður Þórðarson, 6.6.2008 kl. 05:52

4 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Það er ekki laus við að ég sér þér algjörlega sammála.

Frábært framtak og vonandi vekur þetta verðskuldaða athygli.

Frábærir listamenn, frábær málstaður.

Jenný Anna Baldursdóttir, 6.6.2008 kl. 08:25

5 Smámynd: Emil Hannes Valgeirsson

Það er allt gott um þetta framtak að segja. Ég held samt að besta fólkið til að leggja svona baráttu lið væru „listamenn“ á borð við Bjögga og Brimkló, enda eru þeir sem fíla Björku og Sigurrós yfirleitt náttúruverndarsinnar nú þegar.

Emil Hannes Valgeirsson, 6.6.2008 kl. 09:36

6 Smámynd: Ásgeir Kristinn Lárusson

Í þessum skrifuðu orðum er verið að taka fyrstu skóflustunguna að álverinu í Helguvík. Þrátt fyrir góðan vilja Bjarkar og félaga, þá virðist ekki hægt að sporna við þessum sífelldu og stórfelldu „helgispjöllum“ á íslenskri náttúru. Það verður ekki hægt fyrr en við skiftum út spilltum stjórnmála- og embættismönnum, sem hafa aðeins eitt að leiðarljósi; gegndarlausan stundargróða fyrir sig og sína.

Ásgeir Kristinn Lárusson, 6.6.2008 kl. 10:27

7 Smámynd: Þórdís Bára Hannesdóttir

Hvað vilja sveitarfélögin ,,fyrir sig og sína" það geta ekki allir lifað á peningunum hennar Björk er það?

Þórdís Bára Hannesdóttir, 6.6.2008 kl. 10:31

8 Smámynd: Hrönn Sigurðardóttir

Mér finnast bæði Björk og Sigurrós fremja afspyrnuleiðinlega tónlist en málsstaðurinn er góður! Ég deili hins vegar með þér aðdáun á Guðmundi Páli og bókunum hans.

Hrönn Sigurðardóttir, 6.6.2008 kl. 11:47

9 identicon

Ég dáist nú að svona einstaklingum eins og þér sem náði að vekja Íslendinga vegna fyrirhugaðrar Bitruvirkjunnar.  Sjálfur fór ég í fyrsta skiptið í Reykjadal í fyrra og skildi ekkert af hverju ég var ekki löngu búinn að koma þangað.  Það ætti að setja það sem skyldu í grunnskólum að fara í náttúrulífsferðir t.d. í Reykjadal...

Sigfús (IP-tala skráð) 6.6.2008 kl. 14:26

10 Smámynd: Magnús Geir Guðmundsson

Þú verður kölluð upp á sviðið Lára mín í Grasagarðinum og þér hampað, verður því frægari en þekkt, eins og þú ert nú óneitanlega núna!

Ætli það sé ekki líklegt að þú sért að tala um lagið Afa af fyrstu plötunni hennar sem kom út þegar hún var aðeins 9 ára eða svo minnir mig. Plata sem Björgvin Gísla gítarsnillingur með meiru átti ekki hvað síst stóran þátt í. Hann er svo eins og þú veist sjálfsagt mikill baráttumaður fyrir náttúruverndarsjónarmiðum!

Magnús Geir Guðmundsson, 6.6.2008 kl. 15:25

11 identicon

Ég tek undir þakkirnar - frábært framtak - og ég held að ég komist!

Petra Mazetti (IP-tala skráð) 6.6.2008 kl. 17:13

12 identicon

Frábært að þekkta fólkið sé að hjálpa til í þessari baráttu en ekki má gleyma fólki eins og þér líka!!

Við öll, sem vettlingi geta valdið, skiptum máli að snúa þessari þróun við - þetta er viðbjóður að verða hérna!!!

alva (IP-tala skráð) 7.6.2008 kl. 00:04

13 Smámynd: Lára Hanna Einarsdóttir

Kærar þakkir fyrir innlit, áhuga og stuðning. Vonandi slást fleiri listamenn í hópinnLesið næsta pistil, hann er á leiðinni... 

Lára Hanna Einarsdóttir, 7.6.2008 kl. 00:30

14 Smámynd: Óskar Þorkelsson

Björk er frábær... en ég næ ekki sigur rós..

Óskar Þorkelsson, 7.6.2008 kl. 01:32

15 Smámynd: Jóhanna Magnúsar- og Völudóttir

Þórdís Bára, athugasemd nr. 9: Sveitafélögin eiga ekki að fá að ráðskast með náttúruna fyrir ,,sig og sína" úff... 

Jóhanna Magnúsar- og Völudóttir , 7.6.2008 kl. 09:46

16 Smámynd: Villi Asgeirsson

Afspyrnu sein athugasemd, en ég hef haft allt of mikið að gera undanfarið og hef ekki litið inn á MBL eða bloggið í meira en viku. Ég frétti af þessum hljómleikum í þýskum emil frá Icelandair! Þegar ég fór að skoða málið ákvað ég að reyna að hjálpa til. Ég sendi Smekkleysu emil og bauðst til að kvikmynda hljómleikana með u.þ.b. fimm HD vélum og klippa þá í stóra og langa (eða þrjár venjulegar) mynd(ir). Eins og listamennirnir, myndi ég gera þetta fyrir alls ekkert. Nú er bara að sjá hvort áhugi sé fyrir hendi.

En um Láru Hönnu er bara eitt að segja... hún er meiri maður en flestir.

Villi Asgeirsson, 12.6.2008 kl. 12:09

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband