Gárungagrín í þágu ferðaþjónustunnar

Hinir svokölluðu gárungar eru aldrei lengi að bregðast við og notfæra sér alls konar atburði og uppákomur til að svala grínfýsn sinni og við hin höfum gjarnan gaman af. Einna þekktastir þessara gárunga nú til dags eru kannski Baggalútarnir. Ég fékk tölvupóst í gær með eftirfarandi texta og myndum, hef ekki hugmynd um upprunann en það gæti verið upplagt fyrir ferðaþjónustuna að hafa þetta í huga í framtíðinni. Stundum er gott að beita húmornum á alvörumálin þegar umfjöllun er orðin svona tragíkómísk.

Velkomin í Skagafjörð

á ísbjarnaslóðir

Skagafjörður

Hvernig væri að skella sér í Skagafjörð í sumar.
Þar eru ævintýri og afþreying á hverju strái.

- VeiðimaðurRatleikur við Hraun á Skaga alla fimmtudaga, 18 ára aldurstakmark.  
-
Spennandi berjaferðir á Þverárfjalli fyrir alla fjölskylduna á þriðjudögum. 
-
Ný skotsvæði Skotfélagsins Ósmanns á Þverárfjalli og á Skaga opnuð.
- Ævintýralegar flugferðir í leyfisleysi  þar sem bjarndýra er leitað í lágflugi. 
-
Tveggja daga skotnámskeið hjá skyttum norðursins. 
-
Uppstoppuð bjarndýr eru til sýnis í sundlaugum, skólum, leikskólum og á öllum veitingastöðum í Skagafirði. 
-
Sögustundir hjá Náttúrustofu Norðurlands Vestra alla morgna frá kl. 10-12 um ísbirni og hegðun þeirra.
-
Umhverfisráðherra mætir á einkaflugvél á staðinn um leið og ísbjörn birtist. Bangsiáskíðum
-
Icelandair býður upp á ódýrt flug frá Kaupmannahöfn í tengslum við bjarndýrafundi. 
-
Varðskip til sýnis í Sauðárkrókshöfn alla daga frá 09 -17.
-
Stórkostlegur dýragarður opnaður á Skaganum í samvinnu við dönsk yfirvöld, fjöldi villtra dýra er á svæðinu.
-
Leiðsögn um dýragarðinn fæst hjá lögreglunni á Sauðárkróki. Ís á tilboði í öllum helstu verslunum á svæðinu.
-
Skíðasvæði Tindastóls er í hjarta bjarndýrasæðisins og því spennandi kostur fyrir skíðafólk.
-
Frábærar hópeflisferðir fyrir fyrirtæki á Höfuðborgarsvæðinu.
-
Girnilegar bjarndýrasteikur á veitingahúsunum.
-
Danskur BjarnaBangsirbjór á tilboðsverði.
-
Daglegir fyrirlestrar frá frægu  fólki í 101 um hvernig eigi að fanga ísbirni.
-
Þyrla landhelgisgæslunnar sveimar yfir og upplýsir fjölmiðla og ferðamenn um ástand stofnsins.
-
Læknar verða staðsettir víða um Skagafjörð og mæla blóðþrýsting ferðamanna.
-
Skotheld vesti og ýmiss veiðibúnaður er seldur í Skagfirðingabúð.
-
Rammgerð rimlabúr og músagildrur seldar í Kaupfélaginu.
-
Skagafjörður – iðandi af lífi og dauða. 

Nýr og spennandi möguleiki í ferðaþjónustu.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hólmdís Hjartardóttir

Hólmdís Hjartardóttir, 21.6.2008 kl. 23:02

2 Smámynd: Steingrímur Helgason

Skaffóskríllinn kann að prómera sig...

Steingrímur Helgason, 21.6.2008 kl. 23:57

3 Smámynd: Haraldur Bjarnason

Fékk þetta líka í tölvupósti. Veit ekki af hverju. Tengist ekki Skagafirði á okkurn hátt. En....þetta er snjallt.

Haraldur Bjarnason, 22.6.2008 kl. 02:37

4 Smámynd: Sigurður Þórðarson

Skagfirðingar eru grínistar

Sigurður Þórðarson, 22.6.2008 kl. 07:57

5 Smámynd: Berglind Steinsdóttir

Já, húmor er ýmissa meina bót. Halldór Baldursson í 24 stundum (og Viðskiptablaðinu) er líka oft með alveg magnaðar teikningar um alvörumál.

Berglind Steinsdóttir, 22.6.2008 kl. 09:04

6 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Jenný Anna Baldursdóttir, 22.6.2008 kl. 11:57

7 Smámynd: Gunnlaugur Halldór Halldórsson

Gunnlaugur Halldór Halldórsson, 22.6.2008 kl. 12:22

8 Smámynd: Guðrún Helgadóttir

Já það er ekki hægt annað en brosa útí annað þó maður sé í aðra röndina dálítið hugsi. Víst er viðbragsðsáætlun þjóðarinnar ekki sem skyldi, enda ganga birnir ekki það oft á land - en af fjölmiðlum og bloggi að dæma er þó gífurleg þekking í landinu á hvernig hefði átt eða ekki átt að standa að málum. Bersavisserar landsins hafa átt góða daga að velta þessu öllu fyrir sér.

Guðrún Helgadóttir, 22.6.2008 kl. 17:48

9 Smámynd: Bumba

Heeheheheheh frábær færsla.  Með beztu kveðju.

Bumba, 22.6.2008 kl. 21:21

10 Smámynd: Lára Hanna Einarsdóttir

Já, þeir eru grínistar sem settu þetta saman, hverjir sem þeir eru. Alltaf gott að brosa út í að minnsta kosti annað yfir jafnvel mestu alvörumálum. En við verðum líka að gæta þess að afgreiða málið ekki þar með - eins og fjallað er um í þessum pistli.

Mér er ljúft og skylt að svara samviskuspurningu þinni, Guðlaugur, en ég er ekki alveg sammála framsetningunni, þ.e. "...komi í staðinn fyrir stóriðju". Ég held að grundvallarspurningin sé frekar hver þörfin sé á útþenslu atvinnulífsins almennt og á hvaða hraða við eigum að fara. Mér finnst ekki rétt að ýta undir þá gírugu hugsun sem einkavæðing og frjálshyggja hafa í för með sér og hefur nú leitt þjóðfélagið út í eitt allsherjar krepputal og gert alla skíthrædda um að ef við ekki reisum stóriðju fari allt í kalda kol. Það er hreinræktaður þvættingur og hræðsluáróður.

Íslendingar hafa það mjög gott - eiginlega allt of gott liggur mér við að segja - því það virðist vera erfiðara að draga saman seglin en að þenja þau, jafnvel þótt það felist eingöngu í að selja kannski tvo af fjórum bílum, hætta við að kaupa sumarbústað og láta hjólhýsið eða húsbílinn nægja og fækka utanlandsferðum úr fjórum á ári í tvær... og svo framvegis. Vísa í tilvitnaðan Spaugstofuþátt í áðurnefndum pistli þessu til skýringar. Ótalmargir hafa lifað svo hátt í hinu svokallaða góðæri og eytt langt um efni fram. Það segir sig eiginlega sjálft að samdráttur kemur verst niður á því fólki.

Fjölmargar hugmyndir hafa komið fram úr ýmsum áttum um annars konar atvinnustarfsemi en stóriðju. Ég þyrfti að leggjast í rannsóknir til að taka það allt saman en er ekki í aðstöðu til þess hér í útlandinu með lélega og oft enga nettengingu.

Hitt er svo annað mál að það má gera ýmislegt til að gera búsetu á landsbyggðinni fýsilegri og svo ég taki Vestfirðina sem dæmi er þar langfyrst að nefna samgöngubætur og stórbætt samskipti - þ.e. síma og internettengingu. Ég veit fyrir víst að mjög víða á Vestfjörðum hefur fólk ekki ennþá aðgang að ADSL tengingu sem er t.d. grundvallaratriði ef fólk vill stunda fjarnám eða bara fylgjast með því sem er að gerast í kringum það og taka þátt í þjóðfélagi sem er orðið gríðarlega netvætt.

Síðan mætti kanna kerfi Norðmanna, sem hygla þeim sem vilja búa á afskekktari stöðum með styrkjum og/eða lægri sköttum. Enda sé ég enga sanngirni í því að fólk á afskekktari stöðum á landsbyggðinni sem situr ekki við sama borð og t.d. íbúar suðvesturhornsins borgi jafnháa skatta og þeir fyrir miklu minni þjónustu.

Kvótakerfið er sérkapítuli sem myndi æra óstöðugan að diskútera hér, en mér finnst algjört grundvallaratriði og sanngirnismál að bæir og landshlutar þar sem fiskveiðar og fiskvinnsla hafa verið undirstöðuatvinnuvegir fái aftur - ef ekki allan sinn kvóta, þá stóran hluta af honum. Það er hneyksli og svívirða að einstaklingum hafi verið gefinn kvótinn til þess eins að geta selt hann auðmönnum sem fara með hann úr landsfjórðungnum. Ef ég mætti ráða setti ég sams konar lög um fiskinn í sjónum eins og sett voru um daginn um orkuauðlindir okkar - s.s. þjóðareign sem á að varðveita, nýta og skipta á sanngjarnan hátt milli byggðarlaga miðað við þörf og afkastagetu.

Ferðaþjónusta hefur verið olnbogabarn í allri umræðu og í stjórnkerfinu. Til skamms tíma hafði hún opinbert aðsetur í skúffu hjá samgönguráðherra, en um síðustu áramót flutti hún í skúffu hjá iðnaðarráðherra. Tekjur af ferðaþjónustu eru gríðarlegar en þar er margur pottur brotinn og vert að veita henni miklu meiri athygli en nú er gert og styðja betur þá sem vilja byggja upp slíka atvinnustarfsemi í sínum landshlutum.

Í fyrrasumar var ég á heimleið úr langri Vestfjarðaferð þegar ég heyrði í útvarpinu að ákveðið hefði verið að setja sjóstangveiði með ferðamenn í kvóta. Ef þetta er ekki að bregða fæti fyrir atvinnuuppbyggingu á landsbyggðinni þá veit ég ekki hvað það er. Ég var einmitt nýbúin að fara um alla firði og víkur á Vestfjörðum og horfa á sjóstangveiðibátana fara út og koma í land í löngum bunum. Dáðist að framtakssemi Vestfirðinga á þessu sviði og óskaði þeim alls hins besta.

Þetta er nú orðið nóg í bili. Ég veit að þetta er ekki svar við spurningunni, Guðlaugur, en eigum við ekki að segja að þetta sé altént formálinn. Ræðum þetta nánar við betra tækifæri.

Lára Hanna Einarsdóttir, 22.6.2008 kl. 23:10

11 Smámynd: Heidi Strand

Útlitskvitt. Kom viða við. toobigbike_577138.jpg

Heidi Strand, 23.6.2008 kl. 21:46

12 identicon

  
Guð hvað ég hló!!Frábært!!

alva (IP-tala skráð) 24.6.2008 kl. 01:03

13 Smámynd: Gulli litli

Það er ekkert minnst á verðið á tjaldsvæðinu...

Gulli litli, 24.6.2008 kl. 13:46

14 Smámynd: Theódór Norðkvist

Slæmar fréttir af öðru villidýri, sem gengur laust. Þetta villidýr er mennskt. Sjá hér.

Theódór Norðkvist, 24.6.2008 kl. 20:47

15 Smámynd: Lára Hanna Einarsdóttir

Ég var búin að sjá þetta, Theódór, og leist ekkert betur á en þér. Landsvirkjun er orðið skrímsli - ríki í ríkinu sem engu eirir og fer sínu fram hvað sem það kostar.

Enn er hér fámennt sveitarfélag að taka ákvörðun sem hefur áhrif langt út fyrir þeirra sveit. Hér er um að ræða Skeiða- og Gnúpverjahrepp, en þessar upplýsingar fékk ég af vef Sambands íslenskra sveitarfélaga:

Íbúafjöldi 1. des. 2007:   535
Á kjörskrá við síðustu sveitarstjórnarkosningar:   357
Atkvæði greiddu:   321
Að baki meirihluta:   200

Ekki veit ég hvernig atkvæði féllu um málið í hreppnum, þ.e. hvort minnihlutinn var samþykkur eða mótfallinn ákvörðuninni. En það breytir því ekki að hér taka örfáir einstaklingar ákvörðun sem hefur áhrif á bæði önnur sveitarfélög og fjölmarga landsmenn.

Þessu vill Sjálfstæðisflokkurinn alls ekki breyta enda ekki þekktur fyrir lýðræðisást eða -hugsjónir.

Lára Hanna Einarsdóttir, 24.6.2008 kl. 23:58

16 Smámynd: Valgeir Bjarnason

Þetta er frábær samantekt um ísbirnina. Hún er áreiðanlega samin af Skagfirðingi. Ég var Skagfirðingur í 21 ár og kynntist þeim vel. Þar eru margir góðir húmoristar, sem skemmta sér best við að gera grín að sjálfum sér eða sínum nánustu.

Hins vegar vildi ég ekki mæta ísbirni á Skagaheiði og því mikilvægt að fara að öllu með gát. Við getum búist við fleiri á næstunni. Þessar heimsóknir stafa tvímælalaust af þeim ruglingi sem kominn er á hitafar jarðar sem rekja má að miklu leyti til gróðurhúsaáhrifa af manna völdum.

Það er því ekki fullt samræmi í því góða boði Björgólfs Thors að greiða björgunarkostnað fyrir þessa bangsa og boðskap undirsáta hans, Sigurjóns Árnasonar, sem hrópar á meiri virkjunar- og stóriðjuframkvæmdir. Er þetta ekki kallaður grænþvottur?

Við heyrðum í fréttum í vikunni að útflutningsverðmæti áls er orðið meira en fisks. Þarna er rétt að staldra við. Fiskveiðar hafa dregist saman og eru nú í sögulegu lágmarki. Fiskveiðar og vinnsla eru stundaðar af innlendum fyrirtækjum og því verður allur virðisaukinn eftir í landinu. Álgróðinn fer til eigenda sinna, sem eru erlend fyrirtæki, hér verða einungis eftir vinnulaun, orkukostnaður og opinber gjöld. Hráefnin eru flutt til landsins og afurðirnar út aftur án þess skapa peningaveltu í íslenskum höndum. Það er því lítill hluti verðmætanna sem eftir verða hérlendis.

Með kveðju,

Valgeir Bjarnason, 25.6.2008 kl. 00:22

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband