Stjórnarslit í aðsigi?

Það skyldi þó aldrei vera að stjórnarslit væru í aðsigi? Fréttin hér að neðan var í tíufréttum Ríkissjónvarpsins í kvöld og vitnað í grein eftir Robert Wade sem birtist í Financial Times í kvöld. Lesið hana endilega. Hér talar greinilega maður sem þekkir til efnahagslífsins á Íslandi - og þar með stjórnmálanna.

Niðurlag greinarinnar er athyglisvert innlegg í umræðuna. Wade segir að ef blásið yrði til nýrra kosninga gæti Samfylkingin fengið nægt fylgi til að mynda stjórn með einum af minni flokkunum og... "...afleiðingin gæti orðið sú, að efnahagsstefna Íslands færi að líkjast þeirri hjá frændþjóðum í Skandinavíu, þar sem fjármálastofnanir ráða ekki öllu og óstöðugleiki er tekinn alvarlega."

Hér er frétt um málið á Vísi og hér í Viðskiptablaðinu.

Það hlýtur að koma í ljós innan skamms hvort Wade hefur rétt fyrir sér.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Það var mikið talað um það fyrst eftir kosningar að Samfó yrði ekki nema tæplega hálft kjörtímabil með íhaldi og myndi slíta.  Hvað veit maður?

Cross my fingers you know!

Jenný Anna Baldursdóttir, 2.7.2008 kl. 00:17

2 Smámynd: Steingrímur Helgason

Hver yrði nú batnaðurinn með Samfó við stýrið ?  Frekar vildi ég nú sjá þessa flokka báða halda áfram niðurundir 6 fetin áfram.

Steingrímur Helgason, 2.7.2008 kl. 00:21

3 Smámynd: Magnús Geir Guðmundsson

Blessuð, var að hripa línur við færsluna þína fyrir neðan um villiöndina með meiru, þegar þetta datt inn hjá þér!

Fylgi S hefur reyndar alls ekkert dalað merkilegt nokk samkvæmt skoðanakönnunum í seinni tíð,sagt í fréttinni að það hafi minnkað minna en hjá D í þeim, heldur aukist ef eitthvað er, t.d. í þessari nýjustu könnun hjá Gallup! Rétt hjá Jenný, að einvherjir voru að vangaveltast þetta, en það sem er svo fyndnara og fagurri snót á Skaga finnst örugglega merkilegt, er að Völva Vikunnar spáði stjórnarslitum um áramótin!

En ef svo færi að stjórnin springi, þá er ekkert endilega víst að kosningar verði. Minni á að bæði voru B og V æstir í að fara í stjórn með S eftir að samkrull D og S komst á skrið auk þess sem að myndun minnihlutastjórnar var líka nefnd sem möguleiki!

En svo eru það vinir Hauganeshertogans, Jens og fleiri garpa í FF, hvað myndu þeir vilja og gera!?

Ómögulegt að segja til um það!

Og já, svo bara að lokum aðeins um spilarann þinn, sem þó kemur þessari færslu ekkert við, en þeirri á undan, þá er nei ekkert pláss fyrir sætu litlu fröken Spears hjá þér og það þótt hún sé vesalings grey sem eigi bágt!

Magnús Geir Guðmundsson, 2.7.2008 kl. 00:35

4 Smámynd: Lára Hanna Einarsdóttir

Ég man eftir þessari umræðu, Jenný. En eins og þú segir - hvað veit maður óinnmúraður?

Batnaðurinn gæti orðið sá, Steingrímur, að losna undan oki Sjálfstæðisflokksins og frjálshyggjunnar sem "jaherna" talar svo fallega um. Þótt ekki sé kannski mjög mikil von til þess - þá gæti S-flokkurinn lært eitthvað af því að tapa fylgi og sitja í stjórnaraðstöðu í nokkur ár.  Hver veit? Þeir gætu mögulega komist að því, Sjálfstæðismenn, að það er flest mikilvægara í lífinu en að græða á daginn og grilla á kvöldin.

Lára Hanna Einarsdóttir, 2.7.2008 kl. 00:35

5 Smámynd: Lára Hanna Einarsdóttir

Tja, Magnús Geir... það má endalaust spá og spekúlera hvað yrði ef... Ég hef nú ekki mikið pólitískt nef, svokallað, og held mig enda fjarri þeim vettvangi þótt ég hafi ákveðnar skoðanir á ýmsum málum. En einhvern veginn virðist flokkum sem lenda í samstarfi við D ekki vegna vel, svo spurningin er hvort D sé nokkuð sætasta stelpan á ballinu - eða sú eftirsóknarverðasta til samstarfs.

Og þetta með spilarann - nei, það er ekkert pláss fyrir Spears - hvort sem hún á bágt eður ei. Enda var Alva að grínast!

Lára Hanna Einarsdóttir, 2.7.2008 kl. 00:39

6 Smámynd: Einar Indriðason

Jæja.... Mín vegna mega bæði D og S grafast alveg 6 fet undir.  D, af því að það er löngu kominn tími til að leyfa þeim að sitja hinu megin við borðið, í amk eitt kjörtímabil.  Og, S, út af því að þeir eru ekki lengur eins heilir og þeir voru.  Þeir fóru að hlaða á sig óheilindum nánast strax og samstarfið byrjaði.  Best að nefna bara áframhaldandi stóriðju hjá þeim.

En... hvað er í boði?  Ekkert boðlegt.  B kemur bara *alls* ekki til greina hjá mér.  Ekki einu sinni reyna að tala við mig, fyrir hönd B.  Það myndi bara hafa í för með sér að pirra mig.

VG?  tja... nei.  Því miður.  Eins og VG hafa hegðað sér hingað til, með sína eigin skilgreiningu á "jafnrétti", þá bara.... sorry.

Aðrir flokkar?  Nei... einhvern veginn þá hafa þeir ekki náð að fanga athygli mína. 

En... Er kannski gamla flokkakerfið orðið úrelt?  Hvernig myndi staðan vera, ef það væri annað hvort/eða bæði:

   - Í boði væru einstök málefni, og einstaklingar.  Ekki flokka-báknin. 

   - Boðið upp á þjóðaratkvæði fyrir stærri mál?

      - Sem dæmi um mál á undanförnum árum, sem hefðu alveg tvímælalaust átt að fara í þjóðaratkvæði eru:  (Og ég er ekki endilega að tala um hvort ég sé með eða á móti... Heldur, fjölda þeirra umræðna, og hita á öllum kaffistofum allra vinnustaða í landinu, sem fóru í að fjalla um viðkomandi mál á sínum tíma.)

       - Kárahnjúkavirkjun.

       - Stríðið í Íran.  Vildi þjóðin í raun fara í strið?  Við vitum það ekki, því það voru *TVEIR* einstaklingar sem ákváðu þetta.

       - Uppsetningu á miðlægum gagnagrunni á heilbrigðissviði.  Átti að færa DeCode allt genamengi þjóðarinnar á silfurfati, án þess að þjóðin hefði nokkuð um það að segja? 

       - Fjölmiðlafrumvarpið.

Merkilegt nokk, þá er sama persónan nokkuð gegnum gangandi sem rauður þráður í þessum málum öllum saman.... en ... það er hugsanlega útúrdúr....

Semsagt... hvað á að kjósa yfir sig annað en það sem er í boði?

Einar Indriðason, 2.7.2008 kl. 00:40

7 Smámynd: Einar Indriðason

Úbs... Lára Hanna.. ég held ég hafi kannski og hugsanlega aðeins misst mig.....

Einar Indriðason, 2.7.2008 kl. 00:41

8 Smámynd: Hólmdís Hjartardóttir

Ég vona að Wade hafi rétt fyrir sér....Samfylkingin átti aldrei að fara í ríkisstjórn með D

Hólmdís Hjartardóttir, 2.7.2008 kl. 00:46

9 Smámynd: Steingrímur Helgason

Mér hugnast einn Einar...

Steingrímur Helgason, 2.7.2008 kl. 00:46

10 Smámynd: Lára Hanna Einarsdóttir

Mér líka, Steingrímur.

Hólmdís... svo virðist sem enginn flokkur eigi að fara í ríkisstjórn með D. Það virðist vera hættulegt heilsu þeirra.

Einar...  Árið 1983 stofnaði Vilmundur heitinn Gylfason Bandalag Jafnaðarmanna ásamt fleirum. Vilmundur var hugsjónamaður í pólitík - þeir eru ekki margir í sögunni. BJ lagði fram - ég man ekki hvort það var frumvarp til laga eða þingsályktunartillaga - um að breyta kosningafyrirkomulaginu þannig, að kosnir væru einstaklingar, þvert á lista. Þetta var útpælt og útreiknað hvernig vægið ætti að vera o.s.frv.

Ég hef aldrei gleymt þessari hugmynd því mér fannst hún svo góð og ég væri alveg til í að sjá hana dregna upp og lagða fram aftur af þunga. Ég átti þetta plagg í fórum mínum og leitaði að því nýlega að gefnu tilefni - en fann ekki. Ég lýsi eftir einhverjum sem á plaggið í fórum sínum. Það væri gaman að rifja upp hvernig það hljómaði.

Lára Hanna Einarsdóttir, 2.7.2008 kl. 00:53

11 Smámynd: Einar Indriðason

Lára Hanna, ég man óljóst eftir Vilmundi.  Já, hann var einn af þeim örfáu undantekningum á pólitíkusum, sem ég hefði svona... getað verið sáttari við.  En... það fór sem fór.

Einar Indriðason, 2.7.2008 kl. 01:04

12 Smámynd: Lilja Guðrún Þorvaldsdóttir

Það vita allir sem vilja vita að það var Ríkisstjórn Sjálfstæðisflokks og Framsóknar sem bera ábyrgð á þeim ósköðum sem dynur yfir Íslensku þjóðina núna. -  Því er auðvitað eðlilegt að þeir axli ábyrgð á gjörðum sínum.  -

 Þá væri hægt að segja að réttlætið sigri alltaf að lokum. -

Lilja Guðrún Þorvaldsdóttir, 2.7.2008 kl. 01:40

13 Smámynd: Lilja Guðrún Þorvaldsdóttir

Æ, Lára Hanna þetta á auðvitað að vera - Að Sjálfstæðis og Framsóknarflokkurinn beri ábyrgð á þeim "ósköpum" sem nú dynur á landsmönnum. - Það voru jú Framsókn og Sjálfstæðisflokkurinn sem sátu við stjórnvölinn, og stjórnuðu ferðinni.

Lilja Guðrún Þorvaldsdóttir, 2.7.2008 kl. 01:44

14 Smámynd: Anna Einarsdóttir

Stjórnmál á Íslandi = vonbrigði. 

Ég, eins og aðrir, er sammála Einari.  Reyndar þó ekki hvað DeCode varðar því mér finnst sjálfsagt að við leggjum það sem við getum til sjúkdómarannsókna, okkur sjálfum og öðrum,  vonandi til hagsbóta.

Mér hugnast hugmyndin um að brjóta upp gamla flokkakerfið og kjósa fólk.  Það virðist hins vegar óvinnandi vegur og því vil ég helst sjá einn sterkan Jafnaðarmannaflokk.  Ég er ekki sátt við framkvæmdaleysi Samfylkingarinnar í þessari ríkisstjórn en gleymum því ekki að það er Sjálfstæðisflokkurinn sem ber ábyrgð á ástandinu í dag.  Það eru þeir sem hafa stjórnað þessu landi í næstum því tvo áratugi.  Og niðurstaðan er spilling, ójöfnuður og óðaverðbólga og er þá fátt eitt talið. 

Anna Einarsdóttir, 2.7.2008 kl. 09:00

15 Smámynd: Villi Asgeirsson

Les hinar athugasemdirnar þegar ég hef tíma. Það væri ekki slæmt að losna við sjallana, þó ekki væri nema í 1-2 kjörtímabil. Ég veit ekki hvoru megin við miðjuna ég er, því mér finnst allir vera að svíkja loforðin, en ég veit að ef einhver einn flokkur er of lengi í stjórn spillist hann enn meira og fer að "eigna sér" landið og þjóðina. Allir flokkar hafa gott af því að vera í stjórnarandstöðu af og til. Það er bara spurning hvort Samfó þori að slíta samstarfinu. Það virðist fara svo ofboðslega vel um þau.

Villi Asgeirsson, 2.7.2008 kl. 10:12

16 Smámynd: Steingerður Steinarsdóttir

Áhugaverð umræða og spennandi að sjá hverju fram vindur.

Steingerður Steinarsdóttir, 2.7.2008 kl. 10:47

17 Smámynd: corvus corax

Sjallarnir eru hrikalegir drullusokkar en ekki er smáfylkingin betri með Sollu svikara og Össur ölbloggara við stjórnvölinn. Ceausescu Oddsson og framsóknarfíflið Halldór Ásgrímsson voru þeir landráðamenn sem á sínum tíma fóru í stríð við Írak fyrir hönd íslensku þjóðarinnar og ætli forystufé smáfylkingarinnar muni nokkuð um að feta í fótspor þeirra ef til kemur innrás í Íran. Slíkar eru nú efndirnar á þeim bænum við yfirlýsta stefnu smáfylkingarinnar og gefin kosningaloforð sem eru svikin eftir þörfum til að þjóna sjálfgræðgisherrunum.

corvus corax, 2.7.2008 kl. 11:08

18 Smámynd: Lára Hanna Einarsdóttir

Gæta tungu sinnar, "corvus corax"! Mér skilst að ég beri ábyrgð á orðum þeirra sem skrifa athugasemdir á síðuna mína og ég vil ekki svona orðfæri hér. 

Lára Hanna Einarsdóttir, 2.7.2008 kl. 11:40

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband