Er þetta tilviljun eða árangur?

Ég hætti mér ekki út í þær heimspekilegu hugleiðingar hvort eitthvað sé tilviljunum háð eða ekki - hvort tilviljun sé til eða ekki. Engu að síður hvarflar það að mér þegar ég lít um öxl og skoða mál sem ég hef skrifað um og framvindu þeirra. Er þetta tilviljun eða árangur? Blanda af hvoru tveggja? Eða bara hrein og klár slembilukka? Ég hef ekki hugmynd um það.

Ég er ekki svo vitlaus að halda að ég ein geti lyft einhverju grettistaki enda hafa fleiri tjáð sig um málin sem ég tíni til hér að neðan og kannski myndað þrýsting. En ég held aftur á móti að ef fólk hefur skoðanir, rökstyður þær á sannfærandi hátt, kemur þeim á framfæri og stendur saman - þá sé hægt að hafa áhrif. En hver sem skýringin er finnst mér pælingin skemmtileg.

Hvað sem gagnrýnendur bloggsins segja, og þá kannski sérstaklega þeir sem hafa horn í síðu Moggabloggsins, er bloggið orðinn öflugur miðill og góður vettvangur til að vekja athygli á ýmsum málum sem fólki finnst að betur mætti fara eða séu vel gerð. Blogg er ekki bara "...skammir eða raus á fremur illa skrifaðri íslensku..." eins og Víkverji sunnudagsins 29. júní sagði í Morgunblaðinu. Auðvitað er misjafn sauður í mörgu fé á blogginu eins og annars staðar og áhugamál bloggara margvísleg, en það er auðvelt að vinsa úr og finna þá sem maður vill lesa - hvort sem þeir eru skoðanabræður og -systur eður ei.

Sveitarstjórnarkosningar verða eftir tæp tvö ár og við getum búist við að stjórnmálamenn fari að brosa við okkur eftir kannski eitt og hálft. Þá verður gott að geta flett upp í blogginu og hermt upp á þá sitthvað sem hefur bjagast, afbakast eða ekki verið efnt á kjörtímabilinu. Þetta verða fyrstu kosningarnar þar sem þetta verður hægt með þessu móti vegna þess hve margir blogga og blogglestur orðinn almennur. Kannski er liðin tíð að stjórnmálamenn geti treyst á gullfiskaminni kjósenda.

En ég ætlaði að fara í örlitla upprifjun, tína til nokkur mál og vera svolítið sjálfhverf. Margt hefur gerst á stuttum tíma og margir lagt hönd á plóginn. Lítum á málið...

Ég skrifaði m.a. þetta (sjá listann) og þetta og þetta - svo gerðist þetta:


Ég skrifaði þetta og birti myndband. Síðan skrifaði ég þetta og birti annað myndband. Í framhaldi af því gerðist þetta og þá var auðvitað upplagt að gera þetta:

 

Það er ekki langt síðan ég skrifaði þetta og birti myndbönd með pistlinum. Skömmu seinna kom þetta:

 

Enn styttra er síðan ég skrifaði þennan pistil og í framhaldinu gerðist þetta:


Eins og ég sagði hér að ofan er ég ekki svo vitlaus að þakka sjálfri mér þetta allt saman. En ef þetta er ekki tilviljun ætti ég kannski að árangurstengja bloggið mitt. Ætli það sé hægt - og þá hvernig? 

 LoL  LoL  LoL


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir

Sæl Lára Hanna.

Ég er ekki í neinum vafa um að það sem þú hefur skrifað hér á bloggið hefur áhrif. Það hefur haft áhrif vegna þess að þú skrifar málefnalega og styður skoðanir þínar og ályktanir með rökum frekar en málskrúði. Fyrir vikið er ekki hægt að afgreiða skrif þín sem "raus" eða "röfl" á "illa skrifaðri íslensku" þó að einhverjir myndu sjálfsagt vilja afgreiða þau þannig.

Vel rökstuddur málflutningur leynir sér yfirleitt aldrei - hann vekur traust og tiltrú. 

Baráttukveðjur.

Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir, 24.7.2008 kl. 17:12

2 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Um að gera að vera smá góður með sig.  Híhí.

Að sjálfsögðu hefur þú áhrif.  Bloggið er reyndar farið að skipta miklu máli í umræðunni.  Mis mikið en það er amk. stærð sem ekki verður gengið fram hjá í þjóðmálum.

Ég vona að ég lifi (drami) það að sjá sinnaskiptin þegar við almúginn stökkbreytumst í atkvæðaseðla.  Ómæómæ hvað það verður gaman.

Með baráttukveðjum

Jenný Anna Baldursdóttir, 24.7.2008 kl. 17:28

3 Smámynd: Anna Karlsdóttir

Segðu svo að það sé ekki hægt að hafa áhrif í okkar litla samfélagi.  Til hamingju með það. Ætlaði að setja inn mynd en tókst ekki sem á stendur liberty waits in YOUR fingers. Keep on blogging!

Geri þau orð að mínum.

baráttukveðjur

Anna 

Anna Karlsdóttir, 24.7.2008 kl. 17:42

4 Smámynd: Sigurður Þór Guðjónsson

Skrifaðu nú og farðu fram á sól og sumar í Reykjavík. Sjáum svo hvað setur.

Sigurður Þór Guðjónsson, 24.7.2008 kl. 18:40

5 Smámynd: Einar Oddur Ólafsson

Meiri segja hlunkur eins og ég er farinn að hugsa.Haltu áfram frænka.

Einar Oddur Ólafsson, 24.7.2008 kl. 19:50

6 Smámynd: Heiða B. Heiðars

Auðvitað er hægt að hafa áhrif....og auðvitað hefur maður áhrif ef maður ætlar sér það. Svo er það misjafn hversu mikil eða hversu árangursrík þau eru.
Þín hitamál og þinn málflutningur hefur haft árangursrík áhrif.

Heiða B. Heiðars, 24.7.2008 kl. 20:07

7 identicon

Tja... er þetta ekki dáldið sjálfhverft?

Þessi frétt um hjólbörurnar eða þyrlurnar birtist fyrst fyrir tveimur vikum í vefsjónvarpi mbl.is og síðan birtist léleg eftirlíking af þeirri frétt í Kvöldfréttum Rúv. Það er greinilegt að bæði þú og Fréttastofa Sjónvarps reikna ekki með að margir lesi mbl.is -sem er þó mest lesnasti miðill landsins.

En annars til hamingju með fína bloggsíðu. Ég les hana oft og hef ánægju af. Ég tek undir með öðrum hér þegar sagt er að gaman sé að lesa greinargóð og málefnaleg skrif.

Emelía (IP-tala skráð) 24.7.2008 kl. 20:20

8 Smámynd: Haraldur Bjarnason

Það er greinilegt á þessu Lára Hanna að allt er tilviljunum háð !!!!!

Haraldur Bjarnason, 24.7.2008 kl. 23:30

9 identicon

alva (IP-tala skráð) 24.7.2008 kl. 23:38

10 Smámynd: Lára Hanna Einarsdóttir

Mér finnst þetta fyrst og fremst fyndið og upplagt til skemmtilegra pælinga. Kannski kemur það ekki nægilega skýrt fram - ég hélt það nú samt.

Emelía - myndböndin um þyrlurnar sem ég birti í pistlinum sem ég vísa í voru öll af mbl.is.

Já, Haraldur - allt er tilviljunum háð... eða þannig! 

Lára Hanna Einarsdóttir, 25.7.2008 kl. 00:43

11 Smámynd: Lára Hanna Einarsdóttir

Sæll, Einar Oddur! Ekki vissi ég að þú værir farinn að blogga. Ég kíki á þig. Bestu kveðjur til þín og þinna.

Siggi... það er búið að vera heilmikil sól og talsvert sumar í Reykjavík - meira að segja á 17. júní! Þú hefur ekki gott af meiru slíku en ég sá að það ku hlýtt á Seyðisfirði ef þig vantar yl í kroppinn eftir hasarinn með Mala.

Að hafa áhrif eða hafa ekki áhrif... Ég er nú of lítil stærð og óþekkt til að hafa áhrif á þá og það sem máli skiptir, svo mikið er víst. Mögulega einhverja sem lesa það sem ég skrifa og skilja betur það sem um er rætt... Ég veit það ekki. Það er illmælanlegt.

En hvað mín hjartans mál áhrærir þá get ég þó alltént sagt barnabörnunum mínum að ég hafi reynt og gert mitt besta. Það er allnokkuð, finnst mér.

Lára Hanna Einarsdóttir, 25.7.2008 kl. 01:00

12 Smámynd: Hólmdís Hjartardóttir

............jú þú hefur áhrif og það er eftir þér tekið

Hólmdís Hjartardóttir, 25.7.2008 kl. 01:04

13 Smámynd: Árni Gunnarsson

Þér hefur tekist að afla þér þeirrar virðingar að vitleysingarnir eru búnir að sjá að þeir eiga ekki erindi inn á bloggið þitt. Það er mikill áfangi. Margir hafa reynt að "afgreiða þig" en ekki tekist.

Og auðvitað ertu farin að sjá árangur af þrotlausri og málefnalegri eljusemi. Fyrir það megum við mörg vera þakklát.

Með kveðju.

Árni Gunnarsson, 25.7.2008 kl. 01:09

14 Smámynd: Brjánn Guðjónsson

svona til að taka af allan vafa...tilviljanir eru ekki til. þá er það afgreitt. þinglýst, innmúran og innvígt.

auðvitað hafa þín skrif áhrif. þegar fólk ræðir/skrifar um málefni á þann hátt sem þú gerir, af rökfestu og án bulls, tekur fólk mark á því. leint eða ljóst. þannig er það bara.

flott myndbandið með Geira og Financial Times

keep up the good work girl!

Brjánn Guðjónsson, 25.7.2008 kl. 02:50

15 Smámynd: Einar Indriðason

Ég tók nú helst eftir of mikilli notkun á orðinu "þetta" :-)

En, já... við öll erum að vinna saman að því að lyfta Grettistökum.  Við erum hætt að vera eins mikil "halda kjafti, og þola þetta allt þegjandi" eins og við vorum.  Og, já... Gullfiskaminni kjósenda er farið að muna betur.  Spurning hvort stjórnmálamenn átti sig á þessu... spurning hvort þeir séu í það miklum tengslum við almenning að stjórnmálamennirnir átti sig á svona breyttu umhverfi?

Það sem mér persónulega finnst verst (hmm... má nota efsta stig lýsingarorða svona?  er *ekkert* sem fer fram úr þessu?) er að það skuli ekki vera hægt að kjósa um einstök mál.  Þú þarft að kjósa einhvern flokk, og það er byrði sem mun elta þig næstu fjögur árin, að minnsta kosti.  Og það er *ekkert* gefið að *neitt* af því sem þú hefðir viljað sjá gerast, muni gerast.  Svei!

Einar Indriðason, 25.7.2008 kl. 11:18

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband