Sveitabrúðkaup

Ég fór í bíó í gærkvöldi sem telst til tíðinda í mínu lífi því það geri ég ekki oft í seinni tíð. Við fórum saman mæðginin að sjá Sveitabrúðkaup og skemmst er frá því að segja að við skemmtum okkur bæði konunglega. Við fórum brosandi út með góða tilfinningu og það var mjög notalegt.

Eins og kemur fram í viðtölum við Valdísi Óskarsdóttur í myndbandinu hér að neðan er þetta fyrsta mynd hennar sem leikstjóra og handritshöfundar - ef handrit skal kalla því leikhópurinn spann víst talsvert eftir hendinni. Sú aðferð sem Valdís lýsir (og hefur verið notuð í öðrum myndum) að nota margar upptökuvélar og að leikararnir viti í raun aldrei hvenær þeir eru í mynd eða ekki er bráðskemmtileg og útkoman eftir því.

Leikarahópurinn var frábær, Herdís Þorvaldsdóttir stal senunni hvað eftir annað og ef einhverjum hefur fundist presturinn ótrúverðugur eru til fjölmargar sögur um hið gagnstæða - reyndar frá fyrri tíð þar sem þeir misstu margir hempuna fyrir drykkjuskap og/eða kvennafar. Það er væntanlega fátítt nú til dags... vona ég.

En þessu kvöldi var vel varið.

Viðtöl við Valdísi Óskarsdóttur í Kastljósi og Íslandi í dag í gærkvöldi, 28. ágúst.

 
Hér er kynningarmyndband um Sveitabrúðkaup


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Gunnar Th. Gunnarsson

Var það nokkuð svo algengt áður fyrr að prestar misstu hempuna fyrir hórdóm og drykkjuskap? Það eru fjölmargar sögur af þeim að þeir hafi riðið um héruð sauðdrukninir með allt niðrum sig, í bókstaflegri merkingu og ófáir krógarnir komið undir við slík tækifæri.

Gunnar Th. Gunnarsson, 30.8.2008 kl. 05:35

2 Smámynd: Magnús Geir Guðmundsson

Dálítið gaman að sjá, að þetta er önnur myndin held ég á stuttum tíma sem frumsýnd er frá hendi kvenna. "Skrapp út" er hin, sem leikstýrt er af Solveigu Anspach og Didda skaldkona fer m.a. með hlutverk í. Þar vinna þær stöllur allavega í annað skiptið saman, hið fyrra var í hinni verðlaunuðu mynd, Stormy Weather!

Magnús Geir Guðmundsson, 30.8.2008 kl. 20:06

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband