10.9.2008
Gríðarlega sterk skilaboð
Ísland í dag vakti athygli mína í kvöld. Þar var fjallað um könnun sem Capacent Gallup hefur gert og sýnir persónuleg gildi Íslendinga og viðhorf þeirra til megináherslna í íslensku samfélagi. Ég þarf að horfa og hlusta aftur, en í fljótu bragði sýndust mér niðurstöðurnar senda mjög sterk skilaboð og var þar innilega sammála Svanhildi. Þetta eru í rauninni ótrúlega sterk skilaboð. En þá er spurning hvort það verður hlustað.
Ég hefði gjarnan viljað ítarlegri umfjöllun og lengra viðtal við Richard Barrett, en hann mun vera höfundur þeirrar aðferðafræði sem notuð var. Sem dæmi má nefna nefndi hann að sér þætti merkilegt að hér væri "gender discrimination" eða kynjamismunun miðað við niðurstöðu könnunarinnar. Það eru auðvitað ekki ný tíðindi, en því miður var hann ekki spurður nánar út í það og af hverju honum þætti það merkilegt.
En hér er umfjöllun Íslands í dag um þessa könnun. Mikið væri gaman að heyra hvað fólki finnst um þær niðurstöður sem hér koma fram!
Athugasemdir
Ætli honum finnist það ekki athyglisvert af því að Ísland er kannski þekkt af einhverju leyti fyrir kynjajafnrétti og hefur verið ofarlega á alþjóðlegum mælikvörðum hvað það varðar. En jafnréttið hér er samt minna en margir halda og það kemur að einhverju leyti fram í þessari könnun.
Væri forvitnilegt að sjá meira um þetta, t.d. hvernig mismunandi aldurshópar svara þessu og líka kynin.
Svala Jónsdóttir, 10.9.2008 kl. 22:09
Ég Klukka þig Lára Hanna :)
Heidi Strand, 10.9.2008 kl. 23:20
fólk kallar eftir ábyrgri forystu...jafnrétti. Afhverju mælist spilling svona lítil hér? Jafnrétti...........við eigum langt í land. Verðum við ekki að stofna nýjan flokk?
Hólmdís Hjartardóttir, 11.9.2008 kl. 02:14
Athyglisvert hvað ábyrgð og heiðarleiki skorar hátt. Er þjóðin búin að fá nóg af ábyrgðarleysi og óheiðarleika valdhafa? Við getum náttúrlega engu breytt nema sjálfum okkur, í mesta lagi getum við haft einhver áhrif á nánasta umhverfi. Mér virðist, því miður, að ákveðinn hluti þjóðarinnar sé agalaus og ábyrgðarlaus enda hafa stjórnvöld reynt sitt ítrasta til þess að gera okkur þannig. Skilaboðin eru „við skulum sjá um þetta fyrir ykkur“ og svo fara þau bara sínu fram án tillits til hvað best er fyrir heildina. Þetta er eingöngu hagsmunagæsla fyrir fjármagnseigendur sýnist mér. Og er þá illa komið fyrir afkomendum frjálsra víkinga sem flúðu sósíalinn hans Halla hárfagra forðum.
þorsteinn Úlfar Björnsson (IP-tala skráð) 11.9.2008 kl. 11:40
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.