Ber er hver að baki... og frammistaða netmiðla

Eins og sjá má á bloggsíðunni minni nota ég netmiðlana mjög mikið. Tek upp, klippi til og birti efni bæði úr útvarpi og sjónvarpi. Þegar mikið liggur við standast netþjónar miðlanna ekki álagið eins og í morgun þegar ég komst ekki inn til að taka upp blaðamannafund forsætisráðherra í beinni. Svo virðist tímaplanið vera tölvukeyrt og útsendingar í beinni eru klipptar á einhverri tiltekinni sekúndu, jafnvel í miðri setningu og ekki lagaðar fyrr en eftir dúk og disk.

Þegar þetta er skrifað eru næstum 4 tímar síðan blaðamannafundurinn hófst. Hluti fundarins er aðgengilegur  inni á RÚV-Sjónvarpi en endar í miðri setningu Björgvins G. Sigurðssonar: "Þess vegna var hægt að greina frá því hér í morgunfréttum að..." Og síðan ekki söguna meir þótt talsvert hafi verið eftir af fundinum.

Blaðamannafundurinn er ekki aðgengilegur í heild sinni á vefsjónvarpi Stöðvar 2 sem er mjög óvenjulegt. Þar á bæ er flest sett inn fljótlega eftir beina útsendingu og þá öll útsendingin, ekki halaklippt. En ekki núna af einhverjum ástæðum.

Þegar mikið liggur við og atburðir gerast hratt eins og nú um stundir er mjög mikilvægt að netmiðlarnir standi sig og komi upplýsingum á framfæri eins hratt, vel og örugglega og kostur er. Fólk hefur ekki alltaf aðgang að útvarpi eða sjónvarpi um miðjan daginn en flestir geta komist í tölvu. Betur má ef duga skal.

Bæði í gær og í dag klipptu báðir miðlar á netútsendinguna áður en enski hluti fundarins hófst, en sá hluti fannst mér jafnvel áhugaverðari en sá íslenski og það kom mér á óvart að sjá nær allt íslenska fjölmiðlafólkið standa upp og fara þegar enski hlutinn hófst. Hér eru staddir nokkrir erlendir blaða- og fréttamenn og þeir líta á atburði og aðstæður hér allt öðrum augum en þeir íslensku, þekkja ekki ráðherrana, eru ekki vanir þeirri nánd sem hér ríkir og spyrja ólíkra spurninga. Enda kom í ljós að það sem íslensku fjölmiðlarnir hafa eftir forsætisráðherra um gamla og nýja vini er frá þeim hluta blaðamannafundarins, sjá hér. Það var fréttamaður BBC sem spurði fyrstu spurningarinnar um Rússalánið og aðrir fylgdu á eftir. Þessar spurningar og svörin við þeim hljóðuðu nokkuð nákvæmlega svona (ég heyrði þó ekki alltaf alla spurninguna):

Spurning:   Why are you asking Russia for a loan? Have you asked other countries, for instance the Nordic Countries?
Geir:   Maybe I can explain that, thank you for that question.
We have, throughout this year, asked many of our friends for swap-agreements or other forms of support in these extraordinary circumstances. We have not received the kind of support that we were requesting from our friends, so in a situation like that one has to look for new friends. So that's what we've done.
Spurning:   Are you disappointed that you did not get... (heyrist ekki)
Geir:   Of course we are. We made that clear to authorities in other countries. The Nordic countries have stood by us through the swap-agreements between the Nordic Central Banks, others have not. So there we are...
Spurning:   What about Britain? Has Britain rejected a call for help?
Geir:   I'm not going to mention any specific countries.
Spurning:   You're not disappointed about the Nordic countries?
Geir:   No, of course not. They've been very helpful. I'd like to underline that.
Spurning:   You have not excercised that swap-agreement?
Geir:   No, we have not needed to do that, but it's a good thing to have if needed. But we don't foresee after these measures that we will need to draw on those lines.
Spurning:   What's your problem... (heyrist ekki) ...what countries did not... (heyrist ekki)?
Geir:   It's been all over the news that we have sought and not received swap-agreements or other kinds of arrangements with countries that have been closer to us than Russia. And there we are... We've been in very serious turbulence, very serious situation, and we need to do what we have to do to tackle that.

Hér er það brot úr þessum kafla sem Fréttastofa Stöðvar 2 birti í hádegisfréttum sínum:

Ótalmargar spurningar vakna fyrir hverja eina sem svarað er. Hér er ein: Fjármálaeftirlitið (FME) hefur nú öll ráð banka og annarra fjármálastofnana í höndum sér samkvæmt frumvarpinu sem samþykkt var á Alþingi í gærkvöldi. Hverjir eru þar við stjórn? Er FME treystandi fyrir svona gífurlegri ábyrgð, t.d. í ljósi þess að það gaf þetta út fyrir aðeins 52 dögum, þann 16. ágúst?

Fréttablaðið 16. ágúst 2008


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Steingerður Steinarsdóttir

Já, svo mörg voru þau orð. Þetta er sannarlega áhugavert.

Steingerður Steinarsdóttir, 7.10.2008 kl. 15:01

2 Smámynd: Hólmdís Hjartardóttir

það hefði átt að sjónvarpa þessum hluta líka

Hólmdís Hjartardóttir, 7.10.2008 kl. 15:06

3 Smámynd: Lára Hanna Einarsdóttir

Þessum hluta var sjónvarpað a.m.k. á RÚV - þ.e. í sjónvarpinu en ekki á netinu. Ég tók útsendinguna í sjónvarpinu upp og hef þetta orðrétt af upptökunni.

Lára Hanna Einarsdóttir, 7.10.2008 kl. 15:09

4 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Mér fannst þessi hluti fundarins mun áhugaverðari.

Jenný Anna Baldursdóttir, 7.10.2008 kl. 15:50

5 Smámynd: Anna Karlsdóttir

Ég hef einmitt þessar sömu áhyggjur! Miðað við fyrri reynslu af frammistöðu innanborðsmeðlima FME, er þá líklegt að þeir verði skarpari í greiningu sinni en áður var. Eða höfðu þeir kannski áður ekki tök á að taka á málum? Ef þeir sáu í hvað stefndi af hverju völdu þeir þá að þykjast vera blindir.

Anna Karlsdóttir, 7.10.2008 kl. 16:47

6 Smámynd: Lára Hanna Einarsdóttir

Ég vil láta þess getið hér að nú, klukkan rúmlega fimm, er allur blaðamannafundurinn kominn inn á RÚV - líka enski hlutinn.

Lára Hanna Einarsdóttir, 7.10.2008 kl. 17:06

7 Smámynd: Lára Hanna Einarsdóttir

Já, Árni... ég fylgist með þessu og bíð lagfæringa. Ég veit að einhver bilun var í forritum hjá RÚV að sögn starfsmanns sem svaraði tölvupósti sem ég sendi þeim.

Lára Hanna Einarsdóttir, 7.10.2008 kl. 19:37

8 Smámynd: Berglind Steinsdóttir

Já, ég stend mig að því að vantreysta FME líka. Það gengur ekki að ljúga að fólki til að róa það tímabundið ef við fljúgum síðan samt fram af. Eða hvað vakti fyrir Jónasi?

Berglind Steinsdóttir, 7.10.2008 kl. 19:57

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband