Silfur dagsins

Silfur dagsins var fínt. Það er eins og reglan sé að því færri stjórnmálamenn, því betra og málefnalegra Silfur. Reyndar voru þarna tveir - Mörður Árnason og Ragnheiður Ríkharðsdóttir - en þau voru ekki að rífast. Voru fín en fengu stuttan tíma eins og aðrir.  Verst var eiginlega hvað þátturinn er stuttur. Þegar talað er við svona marga og tíminn er naumur er andrúmsloftið svolítið stressað og Egill fer yfir tímann svo síðasti viðmælandinn er halaklipptur í netútsendingunni. Þeir laga þetta hjá RÚV á morgun.

Ég legg til að hálftíma verð bætt við Silfrið á meðan sýður svona á þjóðfélaginu og margt er um að fjalla. Ég klippti Silfrið í tætlur og hér er það allt í bútum.

Vettvangur dagsins 1 - Ragnheiður Gestsdóttir,  Jón Ólafsson, Benedikt Stefánsson og Sigurbjörg Árnadóttir

Vettvangur dagsins 2 -  Lúðvík Lúðvíksson og Jan Gerritssen, hollenskur blaðamaður

Vettvangur dagsins 3 - Mörður Árnason og Ragnheiður Ríkharðsdóttir

Andri Snær Magnason

 

Ársæll Valfells og Þórólfur Matthíasson

Vilhjálmur Árnason


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Það er bara lenska í svona þáttum að tala aldrei svo lengi við nokkurn mann að kjarni málsins sé snertur.  Því miður þá er þetta reyndin.

Gildir einu hvort þátturinn er Kastljós eða Silfur. 

101 (IP-tala skráð) 9.11.2008 kl. 20:40

2 Smámynd: Berglind Steinsdóttir

Eða Sprengisandur Sigurjóns M. Egilssonar á Bylgjunni á sunnudagsmorgnum. Nema í morgun var þátturinn bara í tvennu lagi og menn náðu einhvers konar lendingu þótt þeir væru líka sammála um að vera ósammála.

Berglind Steinsdóttir, 9.11.2008 kl. 20:46

3 Smámynd: Jakobína Ingunn Ólafsdóttir

Viðtalið við hollendingin í Silfur Egils var vægast sagt furðulegt. Hollendingurinn hótaði íslensku þjóðinni, Þ.e.a.s. hann sagði "You are playing very dangerous game". Maðurinn var mjög líkur íslenskum yfirvöldum því hann hagræddi sannleikanum eftir eigin höfði.

Hann segir frá því að Icesave hafi lokað netbankanum með inneign Hollendinga upp á 2 billjónir evra. Íslendingar gengu strax að skuldbindingum sínum og skrifuðu upp á lán frá hollendingum sem bætti innistæðurnar upp að 20 þús evrum. Hollenska ríkið bætti síðan innistæður upp að skuldbindingum sínum, þ.e.a.s. upp að 80 þús evrum.

Sá vandi situr enn eftir að yfirvöld í bæjarfélögum í Hollandi áttu hærri upphæðir en 100 evrur inn á reikningum og hafa því ekki fengið það sem er umfram þá fjárhæð bætt.

Fáránleikinn í þessu er að þetta er íslensku þjóðinni að kenna að mati Hollendingsins.

Icesave bauð upp á háa vexti í samanburði við aðra innlánskosti. Það má því til sanns vegar færa að þeir sem lögðu inn á reikninganna hafi að einhverju marki verið að fá greitt fyrir að taka áhættu.

Það lá fyrir að reikningarnir voru ekki tryggðir nema upp að 100 þús evrum. Átti íslenska þjóðin að hafa vit fyrir þessum bæjarfélegum sem kusu að leggja fé inn á innistæðureikninga umfram það sem tryggingar voru fyrir?

Kannski hefði það þá verið sjálfsögð kurteisi að láta íslensku þjóðina vita af því hvað þeir voru að gera svo hún hefði getað reynt að hafa vit fyrir þeim!

Þetta er svo fáránlegt að ég skil ekki hvers vegna maðurinn var ekki spurður að þessu.

Bæjaryfirvöld í Hollandi eru ábyrg fyrir því að velja örugga fjárfestingarkosti þegar þau fara með almannafé. Það er billegt að kenna íslensku þjóðinni um sem ekki átti þess nokkurn kost að hafa áhrif á hegðun þeirra.

Jakobína Ingunn Ólafsdóttir, 9.11.2008 kl. 20:48

4 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Það er engin spurning um að það sem Ársæll og Þórólfur eru að segja er leiðinút úr ógöngunum. Það er reynsla af þessu og við þurfum ekki að selja hluta sjálfræðisins og auðlindanna undir bandalög, sem hafa augljósa slagsíðu gegn okkur hvað atkvæðisrétt varðar. Dollar er algerlega út úr myndinni og ég vara eindregið við tengingu við hann ef menn ætla að forðast það að láta hann draga okkur með í skítinn. Hann er ónýt mynt, þökk sé Bernanke og co og það eina sem blasir við er hrun hans og óðaverðbólga þar vestra.  Ég er ekki að draga þær staðreyndir upp úr einhverjum hatti.

Jón Steinar Ragnarsson, 9.11.2008 kl. 21:05

5 Smámynd: Jakobína Ingunn Ólafsdóttir

Sammála þér Jón Steinar þetta er besta leiðin af þeim sem ég veit um!

Jakobína Ingunn Ólafsdóttir, 9.11.2008 kl. 21:13

6 Smámynd: Ágúst H Bjarnason

Viðtalið við Ársæl og Þórólf var mjög áhugavert og er full ástæða til að skoða þessa leið til að skipta út gjaldmiðlinum.

Ársæll Valfells og Heiðar Már Guðjónsson skrifuðu mjög áhugaverða grein í Fréttablaðið laugardaginn 8. nóvember. Greinin nefnist Valmöguleikar eru fyrir hendi í gengismálum og má lesa hana hér. Í greininni er kynntur möguleikinn á að taka einhliða upp erlenda mynt, enda eru nokkur fordæmi fyrir slíku.

Í lok greinarinnar segir: "Hvort sem lán fæst hjá IMF eður ei er upptaka gjaldmiðils einfaldur, ódýr og raunhæfur kostur sem hafa ber í huga við núverandi aðstæður".

Ágúst H Bjarnason, 9.11.2008 kl. 21:22

7 Smámynd: Ingibjörg Hinriksdóttir

Viðtalið við Ársæl Valfells og Þórólf var mest spennandi af öllu því sem Egill bauð uppá í dag. Mín vegna hefði hann mátt stytta eða sleppa fyrsta viðtalinu en lengja þess í stað viðtalið við þá félaga. Ég er ekki hagfræðingur en hugmynd Ársæls um einhliða upptöku Evru nú þegar er sérstaklega áhugaverð og nokkuð sem ég tel að við ættum að skoða afar vandlega. En fyrst þarf a.m.k. að skipta um seðlabankastjóra.

Ingibjörg Hinriksdóttir, 9.11.2008 kl. 22:33

8 Smámynd: Sigrún Jónsdóttir

Mér fannst Silfrið afskaplega gott í dag og það er æðislegt að geta gengið að því hlutaskiptu, hérna hjá þér og skoða það aftur.  Takk fyrir Lára Hanna.

Sigrún Jónsdóttir, 9.11.2008 kl. 23:18

9 identicon

Ríkisstjórnin rembist eins og rjúpan við staurinn.  Koma krónunni í lag. Sama heygarðshornið. Geir talar um að bjarga þessu með stóriðju. Gamlar lausnir. Algjört bull. BURT MEÐ RÍKISSTJÓRNINA.

Þátturinn var góður. Ungi maðurinn sem skipuleggur mótmælin fyrir utan VR - frábært. Félagsmenn krefjast afsagnar formanns.

Hollenski blaðamaðurinn var ekkert fífl. Mér fannst hann staðfesta þá skoðun að IMF bíð með afgreiðslu láns til Íslands þar til sést að hausar rúlli og einhver sé látinn sæta ábyrgð

Kannski verður frekar samið við Íslendinga um Icesave ef við sínum auðmýkt í milliríkjastarfi og hættum að gefa stórþjóðum fingurinn.
Dæmi: Við borgum ekki. Við eigum enga vini.
Það gilda reglur í milliríkja-samstarfi, sérstaklega í viðskiptum og þetta eru dæmi um vankunnáttu Íslendinga. Argasti dónaskapur og vankunnátta af ríkisstjórnar-leveli. Þeir kunna ekki samskipti sem siðmenntaðar þjóðir hafa komið sér upp í aldanna rás.

Rósa Halldórs (IP-tala skráð) 9.11.2008 kl. 23:21

10 identicon

Góður þáttur hjá Agli í dag.

Ég verð samt að viðurkenna að ég skil vel að Hollendingar og Bretar séu reiðir.

Þar, eins og hér er venjulegt fólk að tapa sparifé sínu vegna sömu manna og við töpuðum okkar fé.

Við vitum að við erum ekki borgunarmenn fyrir þessu en ég skil alveg þeirra afstöðu.

Mér fannst gott hjá Agli að fá Hollending til að segja frá þeirra sýn á málið.

Ásta B (IP-tala skráð) 9.11.2008 kl. 23:35

11 Smámynd: Hólmfríður Bjarnadóttir

Finnst leiðin sem Ásæll Valfells er að tala um afar áhugaverð og það langbest sem komið hefur fram. Ég lít á hana sem algjöra rústabjörgun sem geti verið okkur farsæl og í raun okkar eini kostur eins og staðan er í dag. En þetta er auðvitað hugsað sem aðdragandi að fullri aðild sem tekur ekki svo langan tíma. Við höfum reyndar aðeins meiri frest að mínu mati til samningagerðar við ESB með því að taka þessa flýtileið fyrst.

Það liggur hvort sem er á borðinu að tími Davíðs er liðinn og hann fer bara á sín eftirlaun eins og annað fólk. Þá getur hann skrifað bók um það hvað við öll hin á Íslandi eru skammsýn og vanþakklát.

Aftur að flýtileiðinni þá skil ég það svo að ef við skiptum strax um mynt þá verði skuldabaggi framtíðarinnar mun minni. Verðtryggingin fer, myntkörfulánin hætta að hækka og fjármagn komast óhindrað inn og út úr landinu. Þetta mun þá væntanlega líka þýða það að fyrirtækin nái að fjármagna rekstur og atvinnulífið að halda dampi. Þá verður aðalmálið að finna ásættanlega leið til að finna verðgildi skulda miðað við nýju myntina, það er að finna það gengi sem notað verður þegar lánum í krónum verur breytt yfir í evrur.

Varðandi Silfrið í heild þá fannst mér Sigurbjörg valda mér mestum vonbrigðum. Það sem ég bjóst við var að hún væri eftir þessa miklu reynslu, með einhver praktísk ráð um hvað réttast væti að gera og hvað hefði verið gert rétt í Finnlandi að hennar mati. Okkur vantar ekki meiri hörmungarsögur.

Ég tel mig líka vita að hugsunarháttur sé þar með allt öðrum hætti en hér. Veðráttan, allskyns náttúruhamfarir og það að við erum ekki alin upp við heraga, gerir okkur mun færari um að laga okkur að allskonar aðstæðum. Í Vestmannaeyjagosinu var glóandi hraun stöðvað með sjókælingu og hluti bæjarins grafinn upp með handafli. Þegar brúin fór af Skeiðará 1996 var bara byggð brú aftur á skömmum tíma. Í miklum harðindum og matarskorti 1882 var hvalkjöti úr stórum hvalreka á Vatnsnesi við Húnaflóa, dreift um norður- vestur og suðvesturland. Sú dreifing var skipulögð jafnóðum af bóndanum sem bjó á jörðinni sem átti rekann og fleirum.

Hólmfríður Bjarnadóttir, 9.11.2008 kl. 23:35

12 Smámynd: Hólmdís Hjartardóttir

Gott silfur

Hólmdís Hjartardóttir, 9.11.2008 kl. 23:54

13 Smámynd: Sigurður Hrellir

Sammála flestum hér. Hagfræðingarnir Ársæll og Þórólfur eru með skárstu lausnirnar, bæði hvað varðar gjaldmiðilinn og skuldir/eignarhald bankanna. Það verður erfitt að fyrirgefa yfirvöldum orðinn hlut en ef þeir munu klúðra málum enn frekar með röngum ákvörðunum eða aðgerðarleysi ætla ég ekki að eyða fleiri árum af ævi minni hér.

Samfylkingin verður að setja Sjálfstæðisflokknum afarkosti og leysa þjóðina úr þessari hengingaról!

Sigurður Hrellir, 10.11.2008 kl. 00:51

14 Smámynd: Jakobína Ingunn Ólafsdóttir

Varðandi Icesave samningana þá hafa allir innistæðueigendur fengið innistæður sínar bættar upp að 100 þús evrum (10 til 30 milljónir eftir gengi).

það sem stendur út af eru bæjarfélögin sem áttu hærri innistæður. Þetta eru ábyrgir aðilar sem áttu að þekkja reglurnar. VITA AÐ TRYGGINGIN NÁÐI UPP AÐ 100 ÞÚ EVRUM.

Nú á fólk sem gat ekki haft nokkur áhrif á þessi viðskipti að borga þetta.

Þessi bæjarfélög gengu frjáls og upplýst til verks enda þora þau ekki með þetta í dómstóla.

Ég væri þó alveg til í að senda þeim Björgólfsfeðga og fylgilið þeirra.

Jakobína Ingunn Ólafsdóttir, 10.11.2008 kl. 01:16

15 identicon

Takk fyrir þetta. Miklu betri sörvis en hjá Ruv.

Dr. Gunni (IP-tala skráð) 10.11.2008 kl. 05:45

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband