Guðfaðir efnahagskreppunnar?

Hann Baldvin benti mér á þetta myndband og þegar ég byrjaði að spila það hélt ég að þetta væri grínþáttur og skellti upp úr. Þið sjáið strax hvers vegna. En svo kom í ljós að þarna sat amerískur hrokagikkur og talaði yrir hausamótunum á þremur yngissveinum og einum kunnuglegum þáttarstjórnanda. Sá ameríski er með allt á hreinu og gerir lítið úr öðrum spekingum, fræðimönnum og kenningum. Aðeins hans eigin á rétt á sér. Kunnuglegt stef.

Maðurinn minnir óþægilega á lærisveina hans hér á landi sem við þekkjum öll mætavel og hafa átt stóran þátt í efnahagshruninu. Ónefnd Járnfrú í Bretlandi hafði víst líka miklar mætur á honum. Ekki ætla ég að dæma um hvort hagfræði spekingsins er alvöruhagfræði eins og lærisveinarnir segja eða þvættingur eins og allir hinir segja en hún er að minnsta kosti í ætt við svæsin trúarbrögð. Og trúarbrögð eru alltaf vandmeðfarin og geta verið stórhættuleg ef þeim er stýrt af misvitrum besservisserum.


Nappaði þessari frá Jóni Steinari - frábær mynd sem gæti heitið "Lærisveinarnir" eða "Þrír vinir og einn í fríi"

Lærisveinarnir Davíð og Geir - á myndina vantar Hannes Hólmstein

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Baldvin Jónsson

Ég hef ekki í langan tíma þurft að halda jafn oft aftur af mér - lá ítrekað við því að springa úr hlátri yfir ótrúlega óforskömmuðum hroka mannsins. Það eru nákvæmlega einstaklingar eins og hann sem gera það að verkum að stór hluti Frakka og Englendinga þola ekki Kana.

Hagfræðin hans þótti trú líkust, nú er komið að því að finna sér nýja trú.

Baldvin Jónsson, 10.11.2008 kl. 18:17

2 Smámynd: Jakobína Ingunn Ólafsdóttir

Já þetta eru trúarbrögð

Jakobína Ingunn Ólafsdóttir, 10.11.2008 kl. 18:27

3 Smámynd: Anna Benkovic Mikaelsdóttir

Það sem er í gangi er að Íslendingar skrifuðu undir EES samninginn. Með honum fengum við sömu aðstöðu og ESBlöndin að mestu leyti. Það vissu stjórnmálamenn´og þeir sem notuðu þann samning. (ÞEIR ÁTTU AÐ VITA ÞAÐ, ENDA NOTAÐI “ÚTRÁSIN” ÞAÐ).

Með undirskriftinni gengust íslendingar undir það að íslendingum (...og íslenskum bönkum) væri ekki mismunað ( VEGNA ÞJÓÐERNIS).

Nú vilja ÍSLENSK STJÓRNVÖLD MISMUNA ÍSLENSKUM OG ERLENDUM SPARISJÓÐSEIGENDUM HJÁ SAMA FYRIRTÆKI!!!

Anna Benkovic Mikaelsdóttir, 10.11.2008 kl. 19:17

4 Smámynd: Anna Benkovic Mikaelsdóttir

Kære modtager,

Jeg er en Islanding. Jeg har været kunde i Roskilde bank i mange aar, naar jeg
boede i Danmark. Nu er jeg flyttet tilbage til Island og har boet her siden
2004.

Jeg vil gærne spörge om jeg kan igen have en konto i DK, hos jer?

Situasjonen her í Island er forfærdelig med denne værdilöse krone som vi har!

Et halvt aar siden var ein Dkr 11 isl.kroner, nu er den næsten 23!

Ingen her vil længere have denne toiletpapir for en valuta, saa jeg haaber jeg
kan have en konto hos jer?

Kærlig hilsen,
Anna Benkovic Mikaelsdóttir

PS; Mit CPR-numer i DK er 181163-2364

Anna Benkovic Mikaelsdóttir, 10.11.2008 kl. 19:45

5 identicon

Eg hefði viljað sjá þennan þátt í útgáfu Skaupsins, eða var hún ekki í Skaupinu? Þar var meðal annars ýktur fótasláttur viðmælenda læriföðurins. 

Rómverji (IP-tala skráð) 10.11.2008 kl. 21:09

6 Smámynd: Sigrún Jónsdóttir

Þetta er náttúrulega bara Skaup!

Sigrún Jónsdóttir, 10.11.2008 kl. 21:16

7 Smámynd: Gunnar Th. Gunnarsson

Það að þú skulir segja þetta um þennan merka fræðimann sem m.a. hefur fengið nóbelsverðlaun fyrir vísindi sín, sýnir okkur hvað þú ert ótrúlega grunn í pælingum þínum Lára. Viðmælendur Friedmans voru eins og börn í þættinum og slógu um sig með kunnuglegum frösum. Kreppan á Íslandi hefur ekkert með hugmyndafræði Friedmans eða frjálshyggjunnar að gera.

Afhverju spilarðu ekki viðtalið í Kastljósinu í kvöld við Einar Má Guðmundsson, átrúnaðargoðið þitt og leyfir okkur hinum að hlæja svolítið. Þarna sýndi hann loks sitt rétta andlit þegar hann felldi grímuna og opinberaði kommúnismann í sér. Nú sér hann vonarglætuna í myrkrinu og telur að tími sósíalismans sé runninn upp. Manni flökrar.

Gunnar Th. Gunnarsson, 10.11.2008 kl. 21:20

8 Smámynd: Jakobína Ingunn Ólafsdóttir

Skil ekki hvað fólk þarf að vera að helga sig kennisetningum. Mun betra að nota dómgreindina.

Þótt Friedmann hafi fengið Nóbelsverðlaun er hann ekki óskeikull en hinsvegar klár. Hugmyndafræði Friedmanns sem notuð var hér valkvætt af grunnhyggnum einstaklingum hafði áhrif.

Áhrif sem kerfisbundið hafa veikt þjóðina sem á nú mjög erfitt með að standa undir því áfalli sem hún hefur orðið fyrir.

Jakobína Ingunn Ólafsdóttir, 10.11.2008 kl. 21:31

9 identicon

Er myndin af Davíð úr einkasafni Jóns Steinars Gunnlaugssonar?

Páll Höskuldsson (IP-tala skráð) 10.11.2008 kl. 21:45

10 Smámynd: Lára Hanna Einarsdóttir

Þú segir nokkuð, Páll...  Kannski ég sé að ruglast á Jónum Steinurum! 

Lára Hanna Einarsdóttir, 10.11.2008 kl. 21:56

11 Smámynd: Heidi Strand

Eða úr safnið hans Gunnars Th.
Nei í alvöru talað, það er annaðhvort frá safni Hannesar eða Geirs.

Heidi Strand, 10.11.2008 kl. 22:07

12 identicon

Þetta skítapakk hefur alls staðar skilið eftir sig sviðna jörð.

Meðreiðarsveinar glæpamanna: 

http://www.naomiklein.org/shock-doctrine/reviews/bleakonomics 

Af ávöxtunum skuluð þér þekkja þá. 

Rómverji (IP-tala skráð) 10.11.2008 kl. 22:40

13 Smámynd: Anna

Sæl, er ekki allir búnir að fatta þetta. þetta er fjármálastríð á milli Geirs Harrde og Davidis Oddssonar annaars vega og Jóni Ásgeiri og Björgólfi hinn vegar.

Ríkisstjórnin yfirtók Glitnir og Landsbankann sem Jón Ásgeir átti meirihlutan og Björgólfur sem áttií Landsbankanum.  

En seðlabankinn lánaði Kaupþing 500 milljara til þess að bjarga honum.

Er fólk búið að gleyma að Davið Oddsson kærði Baug.

Anna , 10.11.2008 kl. 23:40

14 Smámynd: Anna

Sjáið ekki hvað er í gangi her.

Anna , 10.11.2008 kl. 23:42

15 Smámynd: Ásgeir Kristinn Lárusson

Nú vantar bara mynd af Síðustu kvöldmáltíð Davíðs með lærisveinum sínum hvar hann útdeilir mylsnunni...

Ásgeir Kristinn Lárusson, 10.11.2008 kl. 23:59

16 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Merkilegt hvað hrokinn er arfgengur í söfnuði Friedmans. Nú skulum við til samanburðar skoða 3ja ára viðtal við kallinn þá 93ja ára gamlann.  Kannski menn geti hlegið smá þar.  öfugmælavísur hafa jú alltaf þótt gjaldgeng skemmtun í skammdeginu. GERIÐ SVO VEL MIIIIILTON FRIIEDMAAAAN!

Jón Steinar Ragnarsson, 11.11.2008 kl. 03:22

17 identicon

Hér er vísindamaður og að sumu leyti heimspekingur á ferðinni. Þú þarft ekki að vera sammála honmum.

Það má sjá galla á hans fræðum eða amk getur fólk haft sínar skoðanir á því.

Í þeim 15 mín sem ég horfði á var hann bara að rökræða sínar aðferðir og varð ég ekki var við svo mikinn hroka í því.

Er það hroki að vera ekki sammála?

Nú kom í ljós að lögmál Newtons voru ekki rétt við allar aðstæður. Sérðu þá ekki ástæðu til að hrauna yfir Newton?

Annars vil ég þakka þér fyrir mjög gott blogg sem ég fylgist reglulega með og mun gera áfram.

 Kveðja

Arnaldur (IP-tala skráð) 11.11.2008 kl. 09:57

18 identicon

Kenningar Friedmans hljómuðu auðvitað eins og fuglasöngur í eyrum hina forríku. Þeir yrðu einbeittari í fjárfestingum sínum  - öllum til góðs - ef skattar á þá yrðu lækkaðir. Á meðan óvinur samélagsins númer eitt - einstæðar mæður - yrðu bara latar og svikular af því að fá bætur. Þrengja að fátækum og hossa þeim ríku.

Það sem þremenningarnir í sjónvarpsþættinum voru að deila á er það sem enn er fundið að kenningum Friedmans, að þær séu byggðar á sandi. Niðurstöður tilrauna benda til þess.

"But Friedman and the other shock therapists were also guilty of oversimplification, basing their belief in the perfection of market economies on models that assumed perfect information, perfect competition, perfect risk markets. [...] They were never based on solid empirical and theoretical foundations [...]".

Joseph Stiglitz

Sumir Nóbelsverðlaunahafar þykja - eftirá að hyggja - ekki hafa verðskuldað verðlaunin. 

Rómverji (IP-tala skráð) 11.11.2008 kl. 12:14

19 Smámynd: Baldvin Jónsson

Arnaldur, það er einmitt þó nokkuð aftar en fyrstu 15 mínúturnar þar sem að hroki hans fer að koma fram. Honum fara að leiðast spurningarnar og fer þá að svara með svörum eins og:

"augljóslega eru Bandaríkin besti markaður í heimi." "Það er að sjálfsögðu erfiðara að ná sama hagvexti í Bandaríkjunum og í Japan. Við erum aðal, þeir eru bara að elta okkar hugmyndir. Það er svo auðvelt."

Svo nefnir Rómverji hérna fyrir ofan hluta af afstöðu Friedmans til félagslegra kerfa.

Baldvin Jónsson, 11.11.2008 kl. 12:42

20 identicon

Baldvin, ég tek orð þín trúanleg með hrokann í seinni hlutanum. Hann er því miður stundum ekki langt undan hjá miklum köppum.

Þó að ég sé ekki talsmaður nýfrjálshyggju, leit ég í skrif ýmissa frjálshyggjumanna eins og Friedmans og Hayeks. Það er margt áhugavert í þeim kenningum. Hvernig er hægt að vera í prinsipi á móti frelsi? Það er hins vegar annað mál að sumt er óraunsætt og nýleg dæmi benda klárlega til þess að við þurfum virkara eftirlit og regluverk.

Það er hollt að kynna sér málin frá hinum ýmsu hliðum. Mér finnst ekkert minna hjákátlegt að prumpa á allt sem skrifað hefur verið um frjálshyggju og kreddubundin trú á hana. Við verðum ekki betur sett til lengri tíma með því að hlaupa í faðm kommúnisma.

Varðandi norræna módelið og jafnaðarstefnu, þá tóku þeir ýmislegt upp úr frjálshyggjunni. Við ættum að læra og finna einhverja millileið.

 kveðja 

Arnaldur Gylfason (IP-tala skráð) 11.11.2008 kl. 13:55

21 Smámynd: Gunnar Th. Gunnarsson

Það er ekkert til sem heitir "nýfrjálshyggja". Þetta er misheppnuð tilraun afturhaldskomma til að búa til neikvæða ímynd á það sem þeir hata mest en það er frelsi manna til orða og athafna. En frjálshyggjumenn vilja ekki reglulaust umhverfi í þjóðfélaginu, aðeins sem minnst ríkisafskipti og helst enga forræðishyggju.

"Nýfrjálshyggja" er álíka bull-orð eins og "nýkommúnismi". Kommúnistar eru og verða alltaf kommúnistar, sama þó þeir reyni að klæða hugmyndafræði sína í blúndukjóla samkvæmt nýjustu tísku. Það glittir áfram í strigamussuna.

Gunnar Th. Gunnarsson, 11.11.2008 kl. 15:22

22 Smámynd: Páll Gröndal

Kæra Lára Hanna,

Þakka enn einu sinni fyrir frábært blogg.

Ég horfði á allan þáttinn með Friedmann og fannst ekkert hlægilegt við þetta. Þvert á móti. Friedmann er líklega Guðfaðirinn að þeirri efnahagsstefnu sem nú hefur endað með algjöru öngþveiti í efnahagsmálum um heim allan og hefur sent gamla, góða Ísland á gapastokkinn.

Mér þótti fróðlegt að hlusta á Ólaf Ragnar Grímsson. Þátturinn var hljóðritaður 1984 og þætti mér fróðlegt að vita hvenær Ólafi, sem nú er forseti landsins, snérist hugur, þar sem hann nú síðustu árin hefur úr forsetastóli sínum stutt einkavæðingarstefnu Sjálfstæðismanna.

Alvaran í þessu máli finnst mér vera sú, að árangur eða afleiðingar þessarar efnahagsstefnu ætti nú að vera mönnum vel ljós, ekki sýst hér á Íslandi. Spurningin er því sú, munu stjórnmálamenn, og þá helst hugsjónamenn Sjálfstæðisflokksins, sem stjórnað hafa skútunni í 17 ár, munu þeir viðurkenna skipbrot þessara hagfræðikenninga og endurskoða stefnu sína?

Mín skoðun er afdráttarlaust sú, að núreandi ríkisstjórn ásamt stjórn Seðlabanka á að segja af sér og efna til almennra kosninga sem allra fyrst.

Páll Gröndal, 12.11.2008 kl. 07:15

23 Smámynd: Baldvin Jónsson

Gunnar, það myndaðist einfaldlega hefð fyrir því að skilgreina þessa nýju hugmyndir um fjármálagerninga sem nýfrjálshyggju, sem skilgreining frá þessari hefðbundnu frjálshyggju sem að við áttum að venjast.

Fyrir mér er þetta fall að miklu leyti fall þessarar nýfrjálshyggju. Það eru enn ansi mörg gildi frjálshyggjunnar sem munum blómstra hér áfram um ómunatíð tel ég. Megin munurinn þarna á milli er að mínum dómi það að í frjálshyggjunni eru menn að eiga viðskipti með raunveruleg verðmæti en ekki ætluð.

Baldvin Jónsson, 12.11.2008 kl. 23:04

24 Smámynd: Lára Hanna Einarsdóttir

Páll... það sem mér fannst fyndið var ekki Friedman - heldur skellti ég upp úr við að sjá Boga í byrjun þáttarins. ÞAÐ fannst mér fyndið... 

Lára Hanna Einarsdóttir, 13.11.2008 kl. 00:04

25 Smámynd: Gunnar Th. Gunnarsson

Baldvin, þeir sem ekkert hafa kynnt sér hugmyndafræði frjálshyggjunnar telja að eitthvað nýtt hafi komið fram á sjónarsviðið með EES samningnum og frjálsu flæði fjármagnsins. Sumir virðast meira að segja telja Jón Baldvin Hannibalsson, Guðfaðir þeirrar hugmyndar en það er ekki rétt.

Ég hef ekki kynnst neinum frjálshyggjumanni sem tekur hugmyndafræði frjálshyggjunnar sem trúarbrögðum, enda hafa einu raunhæfu hugmyndirnar um að laga bankakerfið að íslenskum aðstæðum komið frá þeim. Aðdragandi bankahrunsins og hraði atburðarrásarinnar var absúrd og það verður að viðurkennast að mörg mistök voru gerð.

 Hinir, sem auglýsa ótímabæra útför kapitalismans og markaðskerfisins, hafa ekkert til málanna að leggja. Þeir syngja Nallann með hnefann á lofti eins og Lenín og tala í frösum í ræðupúlti. Þegar ég var ungur kommúnisti, þá var sjónvarpið í Keflavík eitt mesta áhyggjuefni Alþýðubandalagsfólks og einnig var á þeim árum conseptið "samkeppni á markaði" skammaryrði. Seinna barðist þetta fólk með kjafti og klóm gegn frelsi til einkareksturs á sjónvarps og útvarpsstöðum. Og enn seinna barðist það gegn lögum um að koma fjölmiðlaumhverfinu hér í svipað horf og í löndunum sem við viljum helst bera okkur saman við. En þá mátti engu breyta af því Davíð vildi breyta.

Saga þeirra sem yst hafa verið til vinstri í íslenskri pólitík er vörðuð mistökum og mótsagnakenndum baráttumálum. Á sama tíma og þeir vilja hækka skatta, þá benda þeir sigri hrósandi á að skattar hafa hækkað á Íslandi. Þeir vilja alltaf auka útgjöld ríkisins til velferðarmála, en koma hvorki með niðurskurð á móti, né vita hvernig á að afla fjár til verkefnanna. Og svo horfa þeir ítrekað fram hjá þeirri staðreynd að útgjöld hér til velferðarmála er með því hæsta sem þekkist í veröldinni. Útgjaldliðirnir jukust á sama tíma og ríkissjóður varð skuldlaus.

Á meðan tala Ögmundur og Steingrímur Joð í ræðupúlti Alþings, brúnaþungir og steita hnefann og tala um gæsir og fjallagrös.

Gunnar Th. Gunnarsson, 13.11.2008 kl. 02:00

26 identicon

Úff Gunnar.

Sko Vinstri Græn vilja ekki að skattar séu lækkaðir á Hátekjufólk en ekki heldur hækkaðir einsog er, heldur vilja Vinstri Græn að skattbyrði fátæks og meðaltekjufólks sé lækkuð það er gert með því hækka persónuafslátt og leiðrétta skattleysismörkin hækka þau upp í verðlag.

Þú segir: Þeir vilja alltaf auka útgjöld ríkisins til velferðarmála, en koma hvorki með niðurskurð á móti, né vita hvernig á að afla fjár til verkefnanna.

Þetta er rangt hjá þér Vinstri Græn vilja T.D. afnema með öllu eftirlaunaósómann og T.D. eru á móti því að fjármunum ríkisins sé varið í að halda hér uppi herþotuliði 4 sinnum á ári sem kostar meira en það sem þarf til að borga heilbrigðisstarfsfólki allmennileg laun, þannið að VG hefur svo sannarlega komið með tillögur um niðurskurð á móti og vita hvernig á að afla fjár til verkefnanna.

Þú segir: Saga þeirra sem yst hafa verið til vinstri í íslenskri pólitík er vörðuð mistökum og mótsagnakenndum baráttumálum.

Þetta er rangt hjá þér. Það er akkúrat öfugt Saga þeirra sem yst hafa verið til hægri í íslenskri pólitík er vörðuð mistökum og mótsagnakenndum baráttumálum.

Báknið burt var slagorð d-listans árið 1979. Dæmi um eitthvert mesta ríkisbákn er það að fjármunum ríkisins sé varið í að halda hér uppi herþotuliði 4 sinnum á ári sem kostar meira en það sem þarf til að borga heilbrigðisstarfsfólki allmennileg laun,

Annað dæmi um eitthvert mesta ríkisbákn er þetta helvítis Baugsmál sem er bæði sovést og kommonníst.

Vinstri Græn hafa sagt að markaður sé góður til síns brúks enn það er ekki hægt að láta allt tilheyra markaðnum: ekki rafmagnsveitur, ekki orkuveitur, ekki vatnsveitur, ekki heilbrigðisstofnanir og bara alls ekki grunnþjónustu samfélagins alls en grunnþjónusta samfélagins alls er eitthvað sem allir þurfa að hafa óháð búsetu.

Þú segir: Og enn seinna barðist það gegn lögum um að koma fjölmiðlaumhverfinu hér í svipað horf og í löndunum sem við viljum helst bera okkur saman við þarna ert þú væntanlega að vísa til fjölmiðlalaganna hinna umdeildu árið 2004.

Málið var þetta. Það átti að knésetja 365 miðla enn láta Rúv og Skjá-1 í friði sem sagt mismuna fjölmiðlum á íslandi. Þessi ólög tókst að stöðva og sem betur fer og loks þá kvarta 365 MIÐLAR, SKJÁR-1, ÚTVARP-SAGA og sennilega ÍNN líka undan því hvað RÚV hefur mikið forskot á samkeppniaðila á auglýsingamarkaði.

og að lokum

Þú segir: Það er ekkert til sem heitir "nýfrjálshyggja".

Þetta er rangt hjá þér. D-listamenn og þau sem kenna sig við frjálshyggju viðhafa stórkostleg öfugmæli T.D. Markaðsvæðing bankanna varð til að fjöldi fólks hefur verið neft í fátækragildru. Þannið að réttnefni á D-listamenn er svo sannalega Nýfrjálshyggja.

Bestu kveðjur

Jón Þórarinsson

Jón Þórarinsson (IP-tala skráð) 22.11.2008 kl. 01:48

27 identicon

Ég man vel eftir því þegar þessi þáttur var sýndur í sjónvarpinu fyrir 24 árum og blaðaskrifum og umræðum í kjölfarið. Það var eitthvað talað um að Hannes Hólmsteinn hafi fjarlægt skó úr anddyri Ríkisútvarpsins, til að mótmæla því að hann fékk ekki að vera með í þættinum og þótti sú uppákoma að sjálfsögðu spaugileg.

Mér sýnist að Milton Friedman yfirsjáist mikilvægt atriði. Það er mannlegt eðli, sem sé að menn virðast verða gráðugri eftir því sem þeir verða ríkari, eins og við höfum orðið áþreyfanlega vör við hér á landi. Þeir allra ríkustu hafa verið svo gráðugir að jaðraði við vitfyrringu og hefur orðið til þess að frjálshyggjan hefur snúist upp í andstæðu sína og mistekist, að minnsta kosti hér á landi. 

Er það að hafa fengið Nóbelsverðlaun einhver trygging fyrir að allt sé satt, rétt og gott sem maðurinn segir? 

Húnbogi Valsson (IP-tala skráð) 23.11.2008 kl. 02:15

28 Smámynd: Gunnar Th. Gunnarsson

Nei, Nóbelsverðlaun eru akkúrat engin trygging fyrir því Húnbogi. Það er hins vegar sjaldan sem reynt er að gera lítið úr og jafnvel niðurlægja Nóbelsverðlaunahafa, eins og mér sýnist sumir vilja gera í tilfelli Friedmans.

 Hagfræði er ekki alltaf áþreifanlega vísindi eins og margar aðrar greinar og oftast er ekki hægt að sanna kenningarnar nema þær séu framkvæmdar. En það geta margar breytur haft áhrif á niðurstöðurnar. Það má vel vera að í flestum hagfræðikenningum og stjórnmálastefnum, leynist galli vegna þess að ekki er nægilega mikið tillit tekið manlegs eðlis... og sennilega er það þannig. En þá er bara að sníða gallana af og reyndar held ég að alltaf sé verið að því, hér og þar.

Þetta með græðgina....ein af höfuðsyndunum sjö, hún er löstur í öllum menningarsamfélögum. Hún er samt ekki ástæðan fyrir efnahagsástandinu hér né annarsstaðar. Ástæðan er kerfisgalli í fjármálaheiminum og handvömm og sofandaháttur í hagstjórn. Hugmyndafræði frjálshyggjunnar stendur áfram fyrir sínu, óklíkt hugmyndafræði t.d. kommúnismans, en margir virðast halda að hans tími sé nú upp runninn.

Gunnar Th. Gunnarsson, 23.11.2008 kl. 05:24

29 Smámynd: Baldvin Jónsson

Ég tek heilshugar undir með þér Gunnar með ástæður fyrir efnahagsástandinu. Nýfrjálshyggjan er orðtak sem byrjaði kannski um svipað leyti og EES umræðan hér á landi. Undanfarið hefur nýfrjálshyggjan hins vegar verið tengd líka mikið við þessa nýju gjörninga sem eru stór hluti hruns fjármálakerfisins, þ.e. afleiðuviðskipti og fjármálaverkfræðina sem að er búin að vera leiðandi í heimi fjármálagjörninga.

Ég hef því miður ekki neina þekkingu á fjármálaverkfræði, en hefur skilist á félögum mínum sem starfa í þeim geiranum að þeir séu að upplifa algert hrun trúarkerfis síns í raun. Fyrir verkfræðinga eru sannanir mikilsverðar og þetta kerfi var talið vera skothelt. Það virðist bara algerlega hafa gleymst að taka með í reikninginn breytur fyrir t.d. tilfinningalegt verðmæti hlutanna. Þ.e.a.s. um leið og markaðurinn missir trú á einhverju að þá virðist ekki skipta máli hvers virði það var daginn áður, það verður einfaldlega nánast verðlaust á örskömmum tíma.

Mannlegur breytur eru óútreiknanlegar og vegna þess má segja að fjármálaverkfræðin þurfi algerlega að endurskoða sig.

Baldvin Jónsson, 23.11.2008 kl. 13:31

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband