17.11.2008
Fjölmennur og flottur borgarafundur
Þeir Gunnar Sigurðsson og Davíð A. Stefánsson, skipuleggjendur borgarafundanna sem haldnir hafa verið þrisvar, eiga mikið hrós skilið fyrir framtakið. Fundurinn í kvöld var mjög fjölmennur, hvert sæti skipað og staðið alls staðar. Þarna voru margir fulltrúar fjölmiðlanna í pallborði, mjög góðir frummælendur og spurningar og/eða athugasemdir fundargesta flestar beittar. Fjölmiðlamennirnir á staðnum fengu það heldur betur óþvegið, svo ekki sé fastar að orði kveðið.
Fram kom að öllum ráðherrum og þingmönnum hefði verið boðið að koma á fundinn - aðeins þrír þingmenn mættu, engir ráðherrar. Þessir þingmenn voru: Árni Páll Árnason (S), Guðjón Arnar Kristjánsson (F) og Pétur Blöndal (D). Þeir létu lítið fyrir sér fara en fá rós í hnappagatið fyrir að mæta. Væntanlega verður fjallað ítarlega um allt sem þarna kom fram í öllum fjölmiðlum á morgun, en RÚV tók forskot í tíufréttunum áðan.
Næsti borgarafundur verður að viku liðinni, næsta mánudagskvöld, og þá í Háskólabíói. Ég efast ekki um að fólk þyrpist á fundinn og troðfylli bíóið og það er full ástæða til þess að sjónvarpsstöðvar og útvarpsstöðvar sendi beint frá þessum fundum. Andrúmsloftið er engu líkt og á fundinum var Herði Torfasyni þakkað sérstaklega fyrir laugardagsfundina á Austurvelli með kraftmiklu lófataki.
Athugasemdir
Góður fundur -
Halldór Sigurðsson, 17.11.2008 kl. 23:42
Takk fyrir link.
Jenný Anna Baldursdóttir, 17.11.2008 kl. 23:44
Ég hefði átt að vera þarna en því miður. Fjarlægðin gerir fjöllin blá.
Víðir Benediktsson, 17.11.2008 kl. 23:58
Frábær fundur..og ég hlakka til næsta mánudags þegar við fyllum háskólabíó!!!!!
Katrín Snæhólm Baldursdóttir, 17.11.2008 kl. 23:59
Austurvöllur verður ekki nógu stór fyrir komandi laugardagsfundi. Fara verður með fundina á Miklatún.
Síðan á að halda fundi virkum dögum við Fjármálaeftirlitið, bankana, Seðlabankann, fármálaráðuneytið og forsætisráðuneytið. Fara með pottlok og skeiðar og spila almennilega sinfóníu fyrir þá.
Flæma óværuna út úr þessum húsum.
101 (IP-tala skráð) 18.11.2008 kl. 00:03
Gott að lesa frétt þína af borgarafundinum, þ.e. að þú hafir tíma til að vinna hana. Ég er farin að halda að blaðamenn hafi orðið svo léleg laun og þurfi að vinna innan stífs ramma, að það yrðu aðeins algerir hugsjónarmenn sem færu út í rannsóknarvinnu og birtingu hennar, þ.e.a.s. fengju þeir hana birta. Er ástandið raunverulega þannig? Æ, ég vildi óska að hafa verið fyrir sunnan til að geta spurt blaðamenn hreint út um ástandið hjá þeim. Held að það þurfi að styrkja blaðamannastéttina verulega , bara út af lýðræðinu. jamm. Svona er lífið. Og þá er bara að skella sér á youtube og hlusta á Power to the people með John Lennon.
Nína S (IP-tala skráð) 18.11.2008 kl. 00:04
Jebb, fundurinn var frábær... andrúmsloftið enn betra. Hlakka til næsta mánudags.
Þetta verður hinn fasti punkturinn í tilverunni minni núna... mótmælafundur á laugardögum og borgarafundur á mánudögum ;)
Heiða B. Heiðars, 18.11.2008 kl. 00:06
Æ ég fór því miður ekki.....ætla á þann næsta ef ég get. Þetta er alveg frábært
Hólmdís Hjartardóttir, 18.11.2008 kl. 00:57
Frábær fundur ! þetta endar örugglega í Egilshöll með þessu áframhaldi, það veitir sko ekki af.
það mætti víða halda fundi þessa daganna úti um borg og bí. Stóri skellurinn er að bresta á.
ag (IP-tala skráð) 18.11.2008 kl. 01:21
Fundurinn var frábær og speglaði vel þá ólgu sem er í samfélaginu í dag. Það léttir lundina að finna samstöðu almennings. Gunnar og Davíð eiga hrós skilið fyrir ötullega vinnu að undirbúningi þessara funda.
Jakobína Ingunn Ólafsdóttir, 18.11.2008 kl. 01:45
Það var rífandi stemning. Takk fyrir frábæran fund.
Sigurður Þórðarson, 18.11.2008 kl. 05:45
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.