Stórustu pissudúkkur í heimi

Hér er tíu mínútna myndband með viðtali við John Mynderup, blaðamann á Ekstrablaðinu í Danmörku. Hann leiddi lítinn hóp rannsóknarblaðamanna sem fór ofan í saumana á eignamyndun og -tengslum íslenskra fyrirtækja og banka. Blaðið birti svo samantekt sína við lítinn fögnuð þessara fyrirtækja og ráðamanna á Íslandi eins og frægt varð.

Þetta er dæmi um einkaframtak Íslendings sem varði bæði fé og miklum tíma í að kanna mál sem honum fannst vanta umfjöllun um í íslenskum fjölmiðlum. Viðtalið var miklu lengra og vonandi fáum við að sjá meira á einhverri sjónvarpsstöðinni.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Theódór Norðkvist

Geir Haarde sagðist hitta Björgólf eldri reglulega. Skyldi hann hafa vitað um mafíutengslin? Samt gerðist hann skósveinn hans, þegar ráðherrarnir voru að verja bankana úti í heimi.

Theódór Norðkvist, 21.11.2008 kl. 10:33

2 identicon

Rússkí karamba..

DoctorE (IP-tala skráð) 21.11.2008 kl. 10:36

3 identicon

Gott framtak hjá þér en á dauða mínum á ég frekar von en íslenskar sjónvarpsstöðvar sín svona ÓHRÓÐUR

Tryggvi (IP-tala skráð) 21.11.2008 kl. 10:41

4 identicon

Hvað á þetta smábarnamál "stórustu" að þýða? Er þetta tilraun til að vera fyndin? Hún er þá alveg misheppnuð og aumingjaleg.

Örn Ólafsson (IP-tala skráð) 21.11.2008 kl. 10:48

5 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Kannski ætti að setja þennan mann yfir FME.  Ísland virðist hafa verið peningaþvottavél fyrir rússagullið.  Spurning hvað billjónerarnir voru að gera hér um daginn.  Bjuggu á 101 að mér skilst. Tilviljun?

Jón Steinar Ragnarsson, 21.11.2008 kl. 11:03

6 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Búin að setja þetta inn hjá mér.

Jenný Anna Baldursdóttir, 21.11.2008 kl. 11:20

7 identicon

Ísland virðist hafa verið rekið eins og ein stór "happy" mafía síðustu árin, og það sem geigvænlegast er að sé ekki að neitt hafi breyst.  Þessi þögn og aðgerðarleysi ráðamanna og opinberra stofnana er með ólíkindum, hvað er verið að fela? 

ASE (IP-tala skráð) 21.11.2008 kl. 11:30

8 Smámynd: Heidi Strand

Flott framtak!

Vona að þetta verður líka sýnt í sjónvarpinu. Það á erindi til allra landsmanna.


Heidi Strand, 21.11.2008 kl. 11:38

9 Smámynd: Sigrún Jónsdóttir

Ég er löngu komin á þá skoðun að ísl. fréttamiðlar séu bara áróðursmaskínur stjórnvalda og "útrásar/hringrásar manna.  Takk fyrir þetta.

Sigrún Jónsdóttir, 21.11.2008 kl. 12:14

10 identicon

Enn ein sönnun þess hvernig FME og Seðlabankinn brugðust að öllu leiti í eftirlitshlutverki sínu.

Datt engum þar í hug að það gæti verið ástæða til að rannsaka þessa hluti rétt eins og danirnir gerður!!!

Og svo segja ráðherrar að það sé ekki ástæða til að láta fólk sæta ábyrgð.

Þvílíkir endemis djö.... glæpalyður og drullusokkar upp til hópa.

Eggert Vébjörnsson (IP-tala skráð) 21.11.2008 kl. 12:25

11 Smámynd: Óskar Þorkelsson

uff... það er margt sem ENN á eftir að koma í ljós !! 

Spillingin grasserar í þjóðfélaginu..  

Óskar Þorkelsson, 21.11.2008 kl. 12:28

12 Smámynd: Hólmdís Hjartardóttir

ég hef aldrei efast um að eitthvert peningaþvætti ætti sér stað hér.  Nú eru 50 rússneskir milljarðamæringnr hér.   Afhverju?  Vonandi verður allt rannsakað ofan í kjölinn

Hólmdís Hjartardóttir, 21.11.2008 kl. 12:31

13 Smámynd: Jakobína Ingunn Ólafsdóttir

Já en RÁÐHERRARNIR tóku þátt í þessu. Var það ekki það síðasta sem maðurinn sagði?

Jakobína Ingunn Ólafsdóttir, 21.11.2008 kl. 13:11

14 identicon

Þarf ekki að skipta um ríkisstjórn áður en byggð verður upp ný peningastefna?

http://iceland-calling.this.is

Rósa (IP-tala skráð) 21.11.2008 kl. 13:48

15 identicon

Sæl Lára Hanna

Það var fjallað um fyrirtækin Quenon og Shapburg á Bresku Jómfrúareyjunum (BVI) í Kompási 21. október.
http://visir.is/article/20081021/FRETTIR04/331387412&sp=1
Þar var greint frá því að þessi félög voru notuð til þess að stofna "móðurfélög" Gaums holding og Meiðs holding (Exista) í Luxemburg.
Þessi sömu skúffufyirirtæki, Shapburg og Quenon, voru líka notuð til að stofna Alfa eignarhaldsfélagið í Luxemburg en það er hluti af veldi rússneska oligarkans Mikhail Fridmans.
Fjöldi eignarhaldsfélaga í Lux geta rakið ættir sínar til þessara tveggja skúffufélaga á BVI. Þessi ættrakning sannar ekki ein og sér krosstengsl á milli Alfa, Gaums og Meiðs.
Nú heyrist mér á viðtalinu að Mynderup, blaðamaður fullyrði að þessi tvö félög, Shapburg og Quenon séu í EIGU þessara rússa. Ef það er rétt er málið allt hið athyglisverðasta. Kompás tókst ekki að færa sönnur á þetta enda afar erfitt að fá nokkrar upplýsingar um félög á BVI. Taldi þátturinn sér því ekki fært að fullyrða um "den russiske forbindelse".  

Ég tel einsýnt að  Kompás (og mögulega aðrir fjölmiðlar) muni leita eftir staðfestingum hjá Mynderup, blaðamanni. Danskir og rússneskir fjölmiðlar hafa áður fjallað um þetta mál án þess að geta fært sönnur á þessa tengingu. Án slíkra staðfestinga; gagna eða öruggra heimilda, er hæpið að draga of víðtækar ályktanir. Nema menn vilji grípa til reglunnar "guilty by association" sem að mínu mati samrýmist ekki vandaðri blaðamennsku. 

k.kv

Kristinn Hrafnsson, fréttamaður Kompáss 

Kristinn Hrafnsson (IP-tala skráð) 21.11.2008 kl. 14:06

16 Smámynd: Máni Ragnar Svansson

En ef þetta er rétt og það er allavega grunur um það, er þetta þá ekki bara lögreglumál ?  Interpol hefur kannski upplýsingar ?  Dómsmálaráðherra hvað segir hann um þetta ? Þetta er farið að minna mikið á reyfara, en ýmislegt virðist benda í þessa átt, en við þurfum bara raunhæfa rannsókn og allar þær upplýsingar sem mögulegt er hægt að fá og það sem fyrst.  Ef þetta er rétt, bendir allt til þess að mjög margir séu innvinklaðir í þetta mál, annaðhvort sem nytsamir sakleysingjar, eða vitandi vits.

Máni Ragnar Svansson, 21.11.2008 kl. 14:23

17 Smámynd: Bragi Ragnarsson

Takk Lára Hanna, ég held þú ættir að fara "full time" í rannsóknarblaðamennsku, það eru ekki aðrir betri í því.

En ég vil líka þakka Kristni fyrir málefnalegt innlegg.  Og skora á hann að leita eftir staðfestingu á eignarhaldinu frá Mynderup.

Bragi Ragnarsson, 21.11.2008 kl. 15:30

18 Smámynd: Lára Hanna Einarsdóttir

Takk fyrir innlit og athugasemdir, sérstaklega Kristni. Tek það fram að ég átti engan þátt í gerð þessa myndbands/viðtals heldur fékk slóðina senda í tölvupósti og fannst ástæða til að birta myndbandið.

Þessi Kompásþáttur sem þú vísar í var mjög góður og ég hampaði honum hér. Ég vona svo sannarlega að þið Kompásmenn haldið áfram að rannsaka þetta mál og afhjúpa ósómann, en eins og þú segir réttilega er ekki hlaupið að því að fá staðfestingar. Vonandi tekst ykkur það samt. Gangi ykkur vel.

Lára Hanna Einarsdóttir, 21.11.2008 kl. 15:37

19 Smámynd: Rakel Sigurgeirsdóttir

Tek undir með Mána hér að ofan. Miðað við það sem kemur fram í þessu viðtali þá finnst mér það alveg ljóst að málið allt kallar á ýtarlega rannsókn. Reyndar hefur málið allt lyktað af skítalykt frá upphafi en þetta viðtla og  Kompás-þátturinn, sem vísað er til hér á undan, rökstyðja ekki aðeins ólyktina heldur hitt að það verður að rannsaka það ofan í kjölinn hvort tengsl hafi verið á milli íslensku bankanna og rússnesku mafíunnar!!  

Þetta viðtal er mjög góð áminning um það að við getum ekki fallið frá þeirri kröfu að aðdragandi efnahagshrunsins á Íslandi verði rannsakaður ýtarlega. Ég vek líka athygli á því sem Jakobína bendir á hér að ofan. Samkvæmt viðtalinu tóku ráðherrarnir nefnilega þátt í þessu glæpaútrásarævintýri líka. Það er akkúrat það sem þjóðina grunar og ekki bara þeir heldur líka forseti lýðveldisins og fjölmiðlarnir að einhverju leyti líka. Það er ekki von að þjóðinni svíði undan

Lára Halla það er frábært að þú skulir birta þetta viðtal! Það er nefnilega þörf áminning um það að við verðum að koma spillingarliðinu frá. Við verðum að fara að fá svigrúm til að stinga út skítinn eftir þá!

Rakel Sigurgeirsdóttir, 21.11.2008 kl. 20:58

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband