27.11.2008
Mikið svakalega hlakka ég til...
...að lesa þessa bók. Er reyndar byrjuð og strax í fyrsta kafla datt ég í þvílíka nostalgíu og gleymdi mér alveg í barnæskunni og uppvextinum. Við Guðmundur hljótum að vera á svipuðum aldri því upplifunin af fortíðinni er mjög svipuð hjá okkur báðum. Endurlitið er því eðlilega með sömu formerkjum. Ég er þegar búin að gefa systursyni mínum eintak í afmælisgjöf og kannski splæsi ég í jólagjafir líka. En fyrst ætla ég reyna að finna mér tíma til að klára bókina.
Ólína Þorvarðar skrifaði um bókina hér en hún hefur það fram yfir mig að vera búin að lesa hana. Guðmundur var í Silfrinu fyrir réttum mánuði síðan, 26. október, að ræða við Egil um bókina. Sú umræða kveikti hjá mér áhuga á henni og því sem Guðmundur er að skrifa um. Ég hef líka mikinn áhuga á sagnfræði og að skoða hlutina í ljósi sögunnar, þróunina og tengja við nútímann. Það er einmitt það sem mér heyrist í viðtalinu að Guðmundur sé að gera, enda er maðurinn sagnfræðingur. Hér er bloggfærsla höfundar frá 23. okt. þegar bókin var að koma í búðir. Hann er nú farinn að blogga hér. En hér er þetta fína viðtal við Guðmund Magnússon í Silfrinu.
Meginflokkur: Bloggar | Aukaflokkar: Bækur, Stjórnmál og samfélag, Lífstíll | Breytt s.d. kl. 00:23 | Facebook
Athugasemdir
Ég þarf sennilega að lesa bókina svo ég hætti við að yfirgefa klakann, en ég er búin að setja húsið og fl á ebay
sjá nánar: HÉR
Bogi Jónsson, 27.11.2008 kl. 00:44
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.