Össur finnur nýja auðlind

Henrý Þór Baldursson heitir ungur maður, nýbakaður faðir (til hamingju!), með beittan, gagnrýninn húmor sem hann tjáir með skopmyndum á bloggsíðu sinni og á Smugunni.

Á þessari skopmynd er Össur að kynna nýja auðlind - hugmynd um hvernig hægt er að fela Ísland með því að breyta nafninu í frægt vörumerki - sem sagt, selja landið sem er einmitt það sem Össur hefur prédikað mjög grimmt undanfarið. Nema hvað hann vill selja það erlendum álrisum, ekki gosdrykkjaframleiðanda. Hvernig líst fólki á að breyta nafni Íslands í Alcoa? Fleiri hugmyndir, einhver? Hjálpum Össuri.

Össur blés til veislu


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Brjánn Guðjónsson

verður það ekki Statoil?

Brjánn Guðjónsson, 3.12.2008 kl. 13:18

2 identicon

Seðlabankastjóri sagði að stýrivaxtahækkunin væri skilyrði AGS nr. 19. Lítið hefur komið fram um þessi skilyrði nema 10% niðurskurð hjá ráðuneytum og gjaldeyrislögin enda mikið leindarmál sem fólk á ekkert að vera að skipta sér af. Skyldi eitthvert þessara (allavega 19) skilyrða tengjast orkuauðlindunum?

Hvernig hljómar Rio Tinto?.......eða kannski Rio Blanco?

sigurvin (IP-tala skráð) 3.12.2008 kl. 13:29

3 Smámynd: Anna Karlsdóttir

Sem landfræðingur hef ég auðvitað gaman af svona svörtum húmor tengdum kortagerð, en verð sömuleiðis að segja að það er ekkert frumlegt við þessar hugmyndir teiknarans - því í raun hafa nýlenduherrar gegnum tíðina gert slíkt hið sama.

Hann er því að byggja á gamalli hugmynd og setur Össur inn sem statista - það er auðvitað launfyndið þar eð Össur er iðnaðaráðherrra og yfir orkumálum (við eigum fleiri auðlindir). Ég spyr samt sjálfa mig af hverju Þórunn Sveinbjarnardóttir er ekki statistinn á teikningunum hér. Hún er ráðherra landfastra - auðlinda á Íslandi en einnig er Einar K. Guðfinnsson auðlindaráðherra, því hann er sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra.

Ég mæli með bókunum

Not on a map - political geography of mapping

og

Den usynlige verden

fyrir þá sem hafa alvöru áhuga á efninu.

Anna Karlsdóttir, 3.12.2008 kl. 13:42

4 Smámynd: Emil Hannes Valgeirsson

Frumlegt eða ekki? En Alcola gæti verið málamiðlun.

Emil Hannes Valgeirsson, 3.12.2008 kl. 15:28

5 Smámynd: Heidi Strand

Einu sinni sá ég kort af Evrópu séð með norskum augum. Island var þá merkt með Vigdís.

Annars heyrði ég í útvarpinu að Bjarni Ármannsson hefur keypt Glitnir í Noregi á útsöluverði. Er þetta satt?

Heidi Strand, 3.12.2008 kl. 15:31

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband