10.12.2008
Áríðandi skilaboð til stjórnvalda!
Egill Helga gaf mér leyfi til að birta þessa færslu sem hann er með hjá sér. Þetta er stórmál sem verður að vekja athygli á - bæði almennings og stjórnvalda.
__________________________________________
10. desember, 2008
Sönnunargögn liggja undir skemmdum
Maður sem ég treysti mjög vel og þekkir vel til í bankakerfinu og viðskiptalífinu sendi mér þetta bréf. Ég tel að upplýsingarnar sem koma fram í því séu svo mikilvægar að nauðsynlegt sé fyrir stjórnvöld að bregðast hratt við.
--- --- ---
Nú eru rúmlega 2 mánuðir liðnir frá því að bankarnir féllu hver á fætur öðrum með tilheyrandi afleiðingum fyrir þjóðarbúið. Allt stefnir í að lög um sérstakan saksóknara verði samþykkt á Alþingi í dag eða næstu daga. Vonandi tekur hann til starfa sem fyrst, en spurningin er hvort skaðinn sé ekki þegar skeður. Samkvæmt mínum upplýsingum liggja sönnunargögn undir skemmdum í öllum bönkunum, þar sem ekki var haft fyrir því að taka heildarafrit hjá hverjum banka fyrir sig og setja afritin í örugga geymslu hjá Seðlabankanum eða Fjármálaeftirliti. Það er því ekki víst að gögnin sýni rétta stöðu, þegar rannsókn fer í gang.
Vandamálið með skilanefndirnar er að þær eru flestar skipaðar að hluta til innanbúðarfólki. Sumt af þessu fólki tók þátt í sukkinu og er því að greiða úr flækju og óreiðu sem það orsakaði sjálft eða átti að koma í veg fyrir. Fólk sem var í lykilstöðum við að svindla er núna kannski komið í lykilstöðu við að hylma yfir. Búið er að setja alla starfsmenn nýju bankanna, sem voru í gömlu bönkunum á athugunarlista. Hvers vegna skyldi það vera? Jú, menn óttast að þeir muni stunda svik. En það er ekki nóg að setja starfsmenn nýju bankana á athugunarlista. Starfsmenn gömlu bankanna þarf líka að vakta. En hver gerir það?
Loks hefur mér verið bent á, að endurskoðunarfyrirtækin munu vera með talsverða samvinnu sín á milli varðandi skoðun á sína á bönkunum. Ástæðan mun vera sú, að menn eru að reyna að átta sig á öllu fiffinu sem viðhaft var til að fela vafasamt hátterni og ekki síður vegna þess að þau í raun og veru vita ekkert hvernig eigi að bera sig að við svona skoðun. Að KPMG sé að skoða Glitni sé langt frá því það alvarlegasta sem er að gerast, enda KPMG stórt fyrirtæki og hver endurskoðandi innan fyrirtækisins í reynd eins og sérstakt fyrirtæki undir einni regnhlíf. Nei, það sé mun alvarlegra að stóru fyrirtæki eru með þetta víðtæka samstarf sína á milli.
Athugasemdir
Nú fáum við staðfest það sem hver heilvita manneskja hlýtur að að sé í gangi. Eitt af "mörgu" siðlausu. ....... Ekki fleiri orð í bili. En þvílíkt mæðupústshljóð frá mér.
Mikið djövull langar mig allt í einu að garga klóra og berja. - "ÖSKRA"
Ingibjörg SoS, 10.12.2008 kl. 17:40
Er líka bara hæst ánægð með þessa mállvillu. Vantaði, sjá, milli aðanna
Ingibjörg SoS, 10.12.2008 kl. 17:43
Og þingmenn bæði stjórnar og stjórnarandstöðu, virðast vera hinir rólegustu....sama hvað við görgum okkur hás. Ég vil aðgerðir strax, helst í gær
Sigrún Jónsdóttir, 10.12.2008 kl. 17:48
Mér finnst þú annars hreint ómissandi, Lára Hanna, í allri þessari skítaleðju sem Ríkisstjórnin býður okkur upp á að ösla um í.
Takk fyrir að að þú skulir vera til, og fyrir það að gefa svo mikið af sjálfri þér. Þú færir þjóðinni stórgjafir á silfurfati á hverjum degi.
Alltumvefjandi kveðjur til þín,
Ingibjörg
Ingibjörg SoS, 10.12.2008 kl. 17:57
...þar sem ekki var haft fyrir því að taka heildarafrit hjá hverjum banka fyrir sig og setja afritin í örugga geymslu hjá Seðlabankanum eða Fjármálaeftirliti...
Ef rétt er, þá er mér og væntanlega allri þjóðinni lokið!
Ásgeir Kristinn Lárusson, 10.12.2008 kl. 18:13
Sem segja okkur bara eitt að rannsóknaraðferðir FME og Seðló eru annað hvort ekki til eða handónýtar. Eða eftir þeim er ekki farið. Ég veit fyrir víst að FME á fullt af skít og skömm varðandi eftirlit með bönkunum. Við skulum bara vona að "whistle blowers" komi fram og segi okkur allt af létta. En greinilega búið að "hóta" nú þegar vel og duglega. En þetta kemur...
Einar Áskelsson (IP-tala skráð) 10.12.2008 kl. 18:18
Þakka líka - Lára Hanna! Þú veist kannski ekki ALVEG hve mjög þú styrkir okkur í þessari erfiðu baráttu við valda-skrímslið.
Hlédís, 10.12.2008 kl. 18:18
Þetta kemur inn á Egil í dag uppúr kl. tvö. - Enginn fréttamaður hefu tekið þetta upp. Ekkert er að sjá um þetta á mogga og vísi og því síður á RÚV (enda kannski ekki von til þess að hægt sé að leggja það á fréttamenn þar að hugsa svo djúpt)
Ekki er hægt að gera neinar kröfur á "fréttamenn" Sjónvarpsins.
Stö2 hafði áhyggjur af Hollendingum en engar af þessari þjóð sem er svívirt dag eftir dag.
Af hverju er ekki hæft fólk ráðið til að fylgja eftir svona málum eins og Egill birtir í dag og svo öllum hinum.
Þetta eru okkar einum vopn og þau bíta ekki eins og mannskapurinn er þar í dag.
101 (IP-tala skráð) 10.12.2008 kl. 18:36
Eyjan tók þetta upp áðan hér.
Lára Hanna Einarsdóttir, 10.12.2008 kl. 18:44
Það sem Bogi Nilsson fyrrv. ríkissaksóknari sagði um vanhæfi sjálfs sín til að rannsaka aðdraganda bankahrunsins og það sem þá fór í gang er auðvitað kjarni málsins. Hann sagði sig frá starfinu og auk þess að telja sjálfan sig vanhæfan sýndist honum enginn Íslendingur geta tekið að sér að stýra þessari rannsókn. Það mætti öllum vera ljóst að í fámennisamfélagi eins og okkar er nánast útilokað að nokkur maður sé ekki beint eða óbeint tengdur þeim einstaklingum og fyrirtækjum sem rannsóknin snýr að. Þetta hefur reyndar verið mín bjargföst skoðun allt frá fyrsta degi.
Árni Gunnarsson, 10.12.2008 kl. 21:29
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.