18.12.2008
Bćkur á óskalistann
Ég lćrđi ađ lesa í laumi ţegar ég var fimm ára. Eldri systir mín var í sex ára bekk í Landakotsskóla og ég fékk ađ fylgjast međ ţegar hún ćfđi sig gegn ţví ađ ég vćri ţćg og ţegđi. Ţess vegna vissi enginn fyrr en ég var allt í einu orđin lćs. Síđan hef ég veriđ međ nefiđ ofan í bókum - og ţađ er óralangt síđan ég var fimm ára.
Ţessa bók nefndi ég nýveriđ, ţá nýbyrjuđ ađ lesa hana. Hún veldur mér engum vonbrigđum og stendur fyllilega undir vćntingum. Hér er umsögn um hana á Smugunni. Ég held ađ flestir dómar um bókina hafi veriđ í ţessa veru.
Ég vinn hjá sjálfri mér og auđvitađ gaf vinnuveitandinn starfsmanninum afmćlisgjöf um daginn. Ţađ var Ofsinn hans Einars Kárasonar sem ég hlakka mikiđ til ađ lesa. Ég fékk fyrstu Sturlungabók Einars, Óvinafagnađ, ţegar hún kom út fyrir mörgum árum og ţađ var geggjuđ bók. Hér er Víđsjárviđtal viđ Einar frá 2. des. sl. (aftast í ţćttinum) ţar sem Einar segir m.a. frá tilurđ ţriggja orđa kaflans í Óvinafagnađi. Hann hélt ađ enginn hefđi tekiđ eftir ţessari snilld, en ţađ er aldeilis ekki rétt! Ég spái ţví ađ ţetta verđi trílógía hjá Einari.
Ţar kom ađ ţví ađ mađur fengi áhuga á Sturlungu. Sami vinnuveitandi gaf sama starfsmanni síđan bráđskemmtilegt ţriggja kvölda námskeiđ hjá Endurmenntun ţar sem Einar fór á stökki yfir Sturlungu og leiđbeindi um hvernig ţćgilegast vćri ađ lesa hana. Vonandi hef ég tíma til ţess ţegar og ef um hćgist. Ofsi hefur fengiđ einróma lof og síđast í gćr valdi starfsfólk bókaverslana bókina bestu skáldsögu ársins. Gerđur Kristný var svo međ bestu barnabókina. Kastljós sýndi frá afhendingu viđurkenninganna.
Í einni af gramsferđum mínum í bókabúđir fann ég litla bók sem vakti athygli mína. Hún var svo skemmtileg og svo ódýr ađ ég keypti fjórar. Gaf ţrjár í afmćlisgjafir en hélt eftir eintaki fyrir sjálfa mig. Ţetta er bókin Jólasveinar - af fjöllum í fellihýsi eftir Magneu J. Matthíasdóttur međ myndskreytingum eftir Ólaf Pétursson. Í bókinni er fjallađ um nútímavćđingu jólasveinanna í bundnu máli, listilega gert. Ţađ er ekki oft sem bćkur henta öllum aldurshópum en ţađ gerir hún ţessi. Dćmi um minn gamla uppáhaldsjólasvein, Kertasníki, međ leyfi höfundar:
Kertasníkir um kerti bađ
er kom hann mannabyggđum ađ,
í hellinum vild'ann hafa bjart
og hrekja burt vetrarmyrkriđ svart.
(Nú ţjóđar velferđ hann ţćttist styrkja
og ţyti upp á heiđar ađ virkja.)
En ein er sú bók sem ég ágirnist einna mest og höfđar ótrúlega sterkt til sagnfrćđinördsins í mér. Ég skil ekkert í mér ađ hafa ekki lćrt sagnfrćđi. Ţađ er bók međ ţví stóra nafni Saga mannsins - frá örófi fram á ţennan dag, hvorki meira né minna. Ég er búin ađ fletta henni í bókabúđ og sökk ofan í hana á stađnum. Bókin er byggđ á erlendu verki sem komiđ hefur út í ýmsum löndum, en ritstjóri íslensku útgáfunnar er Illugi Jökulsson. Vanur mađur á ţessu sviđi sem öđrum. Illugi ritstýrir líka hinu bráđskemmtilega tímariti Sagan öll sem ég hef veriđ áskrifandi ađ frá fyrsta tölublađi. Hér er smá sýnishorn af opnu úr bókinni.
Illugi var í Mannamáli á sunnudaginn ađ rćđa um bókina, en ţví miđur náđu Kiljuspekúlantar ekki ađ fjalla um hana nema í mýflugumynd í síđustu Kilju fyrir jól í gćrkvöldi. Ţau verđa eiginlega ađ taka hana eftir áramót, ţví svona bćkur eru sígildar og eilífar. Miklu meira en bara jólabćkur.
Ef jólasveinar eru til í alvörunni, eins og grunur leikur á, hlýt ég ađ fá ţessa í skóinn.
Meginflokkur: Bloggar | Aukaflokkar: Bćkur, Stjórnmál og samfélag, Viđskipti og fjármál | Breytt s.d. kl. 12:37 | Facebook
Athugasemdir
Ţađ er gaman ađ sjá hvađ sagnfrćđilegar skáldsögur eru ađ verđa vinsćlar á síđustu árum. Athyglisvert í ljósi ţess ađ helstu snilldarverk H.K. Laxness eru einmitt af ţessari gerđ sbr. Íslandsklukkan sem mađur ţarf helst ađ lesa annađhvert ár.
Lengi vel var ţađ nánast bara snillingurinn Björn Th. Björnson sem skrifađi svona bćkur og sagnfrćđina var varla ađ finna nema hjá fornbókasölum. En nú virđast rithöfundar halla sér meira í ţessa átt. Fyrir utan Einar hefur Ragnar Arnalds komiđ međ mjög góđar sagnfrćđilegar bćkur.
Ég hef nú ekki lesiđ Ofsann en mín uppáhaldsbók eftir Einar K er held ég hans fyrsta bók á ţessu sviđi Norđurljós.
Ţetta eru bara svona vísbendingar frá áhugamanni til ţeirra sem hafa áhuga á Íslandssögunni, og ţá má ég ekki sleppa bókum Jóns Helgasonar t.d. Vér Íslands börn sem hefur m.a. ađ geyma frábćrar sagnir af frćgum glćpamálum. Ţađ má vel fá góđar jólagjafir hjá fornbókasölum - í kreppunni.
sigurvin (IP-tala skráđ) 18.12.2008 kl. 20:44
PS
Á frćnku. Ţegar hún var 5 ára uppgötvađist skyndilega ađ hún var orđin lćs. En hún snéri bókinni á hvolfi. Hún fylgdist líka međ eldri systur sinni - sat hinu megin viđ borđiđ.
sigurvin (IP-tala skráđ) 18.12.2008 kl. 20:52
Verđur mótmćli á laugardag?
Ég er međ hugmynd.
Heidi Strand, 18.12.2008 kl. 22:55
ţađ verđur nóg ađ gera í jólafríinu viđ bókalestur.
Víđir Benediktsson, 18.12.2008 kl. 23:02
Ég ćtla ađ prófa ţetta Windows Vista í nokkrar vikur og sjá svo til ég á Windows XP home á diski ef mér líkar ekki viđ ţetta forrit. Tölvan mín er ofbođslega flott međ innbyggđri vefmyndavél og allskonar skemmtilegheitum. Ég hef notađ Windows XP í mörg ár og líkar mér vel viđ ţađ forrit, og kann ég náttúrulega best á ţađ.
Jóna Kolbrún Garđarsdóttir, 19.12.2008 kl. 02:25
Bćta viđ athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.