Bragð er að þá Finnur finnur...

Ég dáist að snillingum eins og Henrý Þór, Halldóri, Baggalút og Spaugstofunni. Vonandi flýr enginn þeirra land, við þurfum á þeim að halda með beitt skopskynið og tjáningarmáta sem ekki er öllum gefinn.

Ég man ekki hver sagði það fyrst - en ef spillingarfnykur fannst varð fljótlega fleygt orðtakið: "Finndu Finn" (Ingólfsson). Finni var gefinn banki fyrir nokkrum árum af því hann var Framsóknarmaður og í vinfengi við þáverandi bankamála- og viðskiptaráðherra Framsóknarflokksins, Valgerði Sverrisdóttur. Í dag veit hann ekki aura sinna tal og mér hefur fundist vanta hann og félaga hans, þyrluflugmanninn og óðalsbóndann Ólaf Ólafsson, inn í umræðuna. Henrý Þór lyfti orðtakinu Finndu Finn í nýjar hæðir, breytti því í Finnur fann, og afhjúpar framtíðardrauma Finns og fleiri innan Flokksins.

Henrý Þór - Bragð er að þá Finnur finnur


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Rakel Sigurgeirsdóttir

Drengurinn er einfaldlega snillingur

Rakel Sigurgeirsdóttir, 20.12.2008 kl. 04:59

2 Smámynd: Ásgeir Kristinn Lárusson

Þetta ertu allt saman snillingar, hver á sinn hátt. Ég var hins vegar að velta fyrir mér hinum „mörgu ásjónum“ Finns og hvað hann þarf að „feisa“... :)

Ásgeir Kristinn Lárusson, 20.12.2008 kl. 08:38

3 Smámynd: Sigrún Jónsdóttir

Frábært

Sigrún Jónsdóttir, 20.12.2008 kl. 10:52

4 Smámynd: Hólmdís Hjartardóttir

Hólmdís Hjartardóttir, 20.12.2008 kl. 16:58

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband