Hver gefur fyrirmælin?

Ég gekk fram hjá Austurvelli rétt fyrir tólf á leiðinni heim. Skömmu seinna heyrði ég af svölunum hjá mér að lögreglan varaði við einhverju. Ekki grunaði mig að það væri táragas. Um klukkan 1.45 fór ég aftur út á svalir og heyrði enn hávaða neðan úr miðbæ. Mig langar að vita, eftir að hafa séð ýmislegt með eigin augum og heyrt fjölmargar frásagnir sjónarvotta, séð myndir og myndskeið: Hver gefur lögreglumönnunum fyrirmæli? Er ríkislögreglustjóri í löggu og bófaleik? Dómsmálaráðherra? Forsætisráðherra? Hver?Þeir eru óskaplega viðkvæmir fyrir "valdstjórninni" og valdinu er óspart beitt á öllum vígstöðvum. Þetta viðtal við Björn Bjarnason er makalaust. Hitt er svo aftur annað mál að maður kastar ekki grjóti eða múrsteinum í fólk, hvort sem það eru lögreglumenn í óeirðabúningum eða aðrir. Slík framkoma eyðileggur ótrúlega mikið fyrir öðrum og annars konar mótmælum, friðsamlegum en kannski háværum. Lesið frásögn Heiðu hér. Hún kallar þetta fólk mótmælendasníkjudýr.

En hér eru fréttir gærdagsins - það er allt að verða vitlaus en Geir Haarde virðist ekki fatta það. Hann ÆTLAR að sitja áfram hvað sem tautar og raular. Hans lýðræði er bara á fjögurra ára fresti og þess á milli á pöpullinn að halda kjafti. Þvílík firring og valdníðsla. Samfylking í Reykjavík og víðar búin að álykta um stjórnarslit, minnihlutastjórn bíður átekta en Geir gat ekki heyrt á Ingibjörgu Sólrúnu að neitt hefði breyst. Þetta hlýtur að verða með sögulegri landsfundum hjá Flokknum.

Aukafréttatími RÚV klukkan 14

 

Mbl Sjónvarp

 

Kvöldfréttir Stöðvar 2

 

Ísland í dag - viðtal við forsætisráðherra

 

Kvöldfréttir RÚV

 

Kastljós - hér kennir ýmissa grasa og lítt kræsilegra

 

Tíufréttir RÚV

 

 Að lokum grein úr Mogga í gær eftir Herdísi Þorgeirsdóttur, prófessor

Herdís Þorgeirsdóttir - Mbl. 21.1.09


mbl.is Táragasi beitt á Austurvelli
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

"Hitt er svo aftur annað mál að maður kastar ekki grjóti eða múrsteinum í fólk, hvort sem það eru lögreglumenn í óeirðabúningum eða aðrir."

 Get nú ekki tekið undir þetta. þetta er lykilmálið. Ef mótmælendur eru að gera þetta (eða annað ofbeldi) þá eru viðbrögð lögreglunar fullkomlega réttmæt, ef ekki þá eru þau það náttúrulega ekki. 

Gilbert (IP-tala skráð) 22.1.2009 kl. 03:02

2 Smámynd: Sigurveig Eysteins

Þetta er Björn og sjálfsagt Geir líka. Bera þeir ábyrgð ef einhver lætur lífið ??? þetta er komið út í öfgar, þeir verða að fara frá.  það hræðilega við þetta allt er að þeir skilja það ekki.  Ég held að það eina sem þeir fá út úr þessu er að fleiri mæta á mótmæli..........

Sigurveig Eysteins, 22.1.2009 kl. 03:04

3 Smámynd: Svanur Gísli Þorkelsson

Sæl Lára Hanna.

Um leið og það verða alvöru-hræringar í átt að stjórnarslitum fer öll vélin af stað. Vélin sem mun reyna að koma í veg fyrir að Geir og Davíð fari frá völdum, hvað sem það kostar. Ef skipuleggjendur þekkja ekki þá sem lengst ganga gagnvart lögreglunni er mikil hætta á ferðum. Hver veit hvaðan þeir koma. Áttaðu þig á að það er verið að tefla um stórar upphæðir og mikil völd. Og nú er blaðran sprungin og allt sem áður var vandlega falið og samtryggt er í hættu að uppgötvist.

Láttu þessi ólæti ekki slá þig út af laginu. Þau munu verða notuð gegn þér, mótmælendum og aðgerðarsinnum. - Þetta eru líka helstu rökin fyrir því að mótmælendur verða helst að láta sig hafa það að vera grímulausir.

Svanur Gísli Þorkelsson, 22.1.2009 kl. 03:06

4 identicon

Núna hefur þetta þróast eins og é óttaðist og siðblindir ofbeldismenn hafa stórslasað 2 lögreglumenn - næsta skref verður aukning á þessum ofbeldisaðgerðum og lögreglan neyðist til aukinnar hörku til þess að halda uppi lögum og reglu. Næsta skref er það að það fólk sem vill að Alþingi geti sinnt störfum sínum í friði fer og mætir þessu liði - gengur til liðs við lögregluna. Þ´< stöndum við frammi fyrir borgarastyrjöld sem virðist jú hafa verið stefna Harðar og hans liðs frá upphafi.

Sú styrjöld verður á samvisku Harðar og co - ekki stjórnmálamannanna eða lögreglunnar.

Ólafur I Hrólfsson

Ólafur I Hrólfsson (IP-tala skráð) 22.1.2009 kl. 03:09

5 Smámynd: Jóna Kolbrún Garðarsdóttir

Ég ætla að mæta í fyrramálið klukkan 19.30og hafa hátt á Austurvelli.  Oft var þörf nú er nauðsyn.  Lifi byltingin!!! 

ps.  Eiturefnahernaður Björns Bjarnasonar er til ævarandi skammar fyrir hann. 

Jóna Kolbrún Garðarsdóttir, 22.1.2009 kl. 03:15

6 Smámynd: Lára Hanna Einarsdóttir

Ólafur I. Hrólfsson... Þú vogar þér ekki að segja að borgarastyrjöld hafi verið stefna Harðar og að Hörður og co. (veistu kannski hverjir þessir "co" eru sem þú ert að saka um að egna til ofbeldis?) ættu að hafa ofbeldisverk á samviskunni. Þú veist greinilega ekkert hvað þú ert að tala um.

Hörður Torfason hefur alla tíð talað fyrir friðsömum mótmælum og beðið fólk að beita ekki ofbeldi. Hörður myndi aldrei hvetja til ofbeldis og hefur aldrei gert það.

Lestu bloggfærslu Heiðu sem ég vísa í, þá skilurðu kannski betur hvað um var að vera áðan og hverjir voru þar að verki. Það var aldeilis ekki fólk á vegum "Harðar og co."

Lára Hanna Einarsdóttir, 22.1.2009 kl. 03:18

7 identicon

Lára Hanna: Það er ekkert leyndarmál hver gefur fyrirmælin, það er varðstjóri í sérsveitinni sem er á vettvangi, ákvarðanir um einstakar valdbeitingaraðferðir fer erkkert hærra en það.

Arngrímur (IP-tala skráð) 22.1.2009 kl. 03:26

8 identicon

Það fólk sem safnast þarna niður frá eru ekki öll þarna á sömu forsendum.

 Einhverjir eru þarna til að mótmæla friðsamlega.

Einhverjir eru þarna því þeir eru með skemmdarfíkn og hafa ekkert annað betra að gera en að eyðileggja hluti.

Svo eru það seinasti hópurinn, sem finnst gaman að espa upp lögregluna og reyna að búa til læti og vesen.

Eitt er víst, það styttist í að þetta endar með sorglegum og hörmulegum afleiðingum og þá munu þeir sem tóku þátt í þessari vitleysu skammast sín því þetta mun brenna á þeirra samvisku.

Ég get skilið það afhverju fólk er að mótmæla, en ég get ekki skilið það afhverju fólk þarf að eyðileggja og kveikja í hlutum, brjóta rúður og ráðast að lögreglu eins og lögreglan sé einhver óvinur. Ég er handviss um að stór hluti þeirra sem eru í lögreglunni eru hund óánægðir með ástandið og myndu mótmæla ef þetta væri að einhverju leyti friðsamleg mótmæli, en það sem þessir bjölluhausar sem dirfast með að kalla sig mótmælendur og eru þarna bara til að skemmta sér og fá einhverja sálar fullnægingu geta ekki skilið er að lögreglan er bara að sinna sinni skyldu sem að þeir sverja eið að þegar þeir ganga í lögregluna.

Aldrei mun ég nokkurn tíman á minni ævi gerast það heimskur og vitlaus að vera partur af mótmælum þar sem skemmdarverk og ofbeldisverk eru framin og áður en einhver spyr mig "ofbeldisverk" það hefur enginn lamið lögreglumenn, að þá á ég ekki við það, heldur það andlega ofbeldi sem það er að vera með marga tugi manna á móti þér, kastandi rakettum og hlutum sem springa nálægt þér, blys sem skjóta eldkúlum í átt að þér, eggjum kastað í þig, hveiti og hvers kyns annað sem ögrar þá og lætur þá líða eins og þeir séu ekki öryggir ef það væri ekki fyrir starfsfélaga þeirra við hlið þeirra.

Þetta mun enda með skelfilegum afleiðingum og þá áttu eftir að spyrja þig loksins, "Til hvers, var þetta virkilega nauðsynlegt", en því miður þá er þetta svo skemmtilegt fyrir suma að vera með vesen þannig að þetta mun ekki stoppa.

Hannes (IP-tala skráð) 22.1.2009 kl. 03:38

9 Smámynd: Sigurveig Eysteins

Þessi Ólafur I. H  réðist á mig á blogginu mínu, ég er víst orðin ofbeldismanneskja  í hóp, sem þarf að koma lögum yfir, ennnnn......... hann var ekki að mætta ömmu sinni þar, þó amma sé.

Sigurveig Eysteins, 22.1.2009 kl. 03:47

10 identicon

Takk, Lára Hanna fyrir að birta greinina hennar Herdísar. Þetta er mjög góð grein og mjög athyglisverð. Ég hef lengi beðið eftir því að fólk á borð við Herdísi blandi sér í umræðurnar. Í niðurlagi greinarinnar segir hún:

&#132;Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn mun hafa sett stjórnvöldum pólitíska afarkosti, sem skilyrði fyrir lánveitingunni [...] Engin lán myndu fást nema þjóðin öll yrði látin axla skuldbindingar af starfsemi einkafyrirtækja, sem flestir vita þó að kann að reynast okkur öllum um megn.&#147; (Leturbr. mínar).

Ég trúi því ekki að Herdís taki áhættu með fræðimannsferil sinn og er því sannfærð um að hún veit um hvað hún er að tala.

Því hefur verið haldið fram að stjórnvöld hafi framið landráð af gáleysi - ég held að nú sé rétt að skoða hvort bætt hafi verið við landráð af yfirlögðu ráði. Hvað er það annað en landráð af yfirlögðu ráði að ætla að fallast á afarkosti vitandi að þjóðin getur ekki axlað byrðarnar: Vitandi að byrðarnar munu knésetja þjóðina og hugsanlega setja lýðveldið í hættu?

Ég hef ítrekað vakið athygli á því að alls er óvíst að Íslendingar eigi enn náttúruauðlindir Íslands, þ.m.t. auðlindina sem syndir í sjónum, orkuna undir fótum okkar og vatnið. Ég vek enn og aftur athygli á þessu. Er skuldbindingin, sem Herdís talar um, tryggð með veði í auðlindunum? Getur AGS gengið að auðlindunum þegar fyrsta greiðslan fellur í gjalddaga og það verður öllum ljóst að þjóðin getur ekki borgað?

Enn er ekki búið að undirrita samninginn við AGS (eða er það kannski eitt af mörgu sem er haldið leyndu fyrir þjóðinni). Ég hef verið tvístígandi í afstöðu minni gagnvart láni frá AGS en eftir lestur greinar Herdísar þá segi ég án minnsta vafa: Ég vil ekki sjá lánið frá AGS!!!

Látum ríkisstjórnir þeirra þjóða sem vilja neyða okkur, íslensku þjóðina, til að borga skuldir sem einkafyrirtæki stofnuðu til, sækja rétt sinn á hendur okkar! Látum þær axla sönnunarbyrðina á því að ábyrðin sé okkar, íslensks almennings: Þín og mín sem vissum ekki einu sinni hvað eigendur þessara einkafyrirtækja voru að sýsla!!!

Látum það ekki yfir okkur ganga að Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn og hugsanlega einnig Evrópusambandið takist að láta okkur, íslenskan almenning, bogna undan skuldum manna sem eru okkur óviðkomandi: Skuldum sem þeir stofnuðu til í nafni einkafyrirtækja sinna: Einkafyrirtækja sem þeir hugsanlega stálu frá, sbr. fréttir af Kaupþingi. Mætur maður orðaði hegðun þeirra svo nýlega að bankinn hefði verið rændur innan frá. Þú og ég getum ekki verið ábyrgar fyrir slíku. Gefum ekkert eftir!!!

Helga (IP-tala skráð) 22.1.2009 kl. 04:18

11 Smámynd: Hildur Helga Sigurðardóttir

Ólafur þessi þráir greinilega Austurvöll árið 1949.   Sem betur fer eru varla margir á hans bandi.  Hins vegar er sorglegt að sjá hvað hluti umræðunnar hér á blogginu er að verða ljótur og subbulegur,  pólitískar skotgrafir komnar í gagnið osfrv.

Auðvitað kallar ástandið á öfgar í allar áttir.   Við hverju var að búast ?   Sérstaklega þar sem fólkið sem var kosið til að stjórna landinu, virðist bara hafa gert ráð fyrir að þurfa að gera það í blíðu en ekki stríðu.   Svo vanmáttugt hefur það reynst við að takast á við aðstæður  -sem það ber sjálft að stórum hluta ábyrgð á.

Hildur Helga Sigurðardóttir, 22.1.2009 kl. 04:20

12 Smámynd: Kjartan Pétur Sigurðsson

Ofbeldi kallar á ofbeldi. Hvar er Geir Jón með neftóbaksdósina sína?

Líklega er komið að þeim tímapunkti hjá hinum Geir að fara að skoða aðeins sín mál nánar!

Kjartan Pétur Sigurðsson, 22.1.2009 kl. 04:40

13 Smámynd: Einar Þór Strand

Þið segið við ólaf að hann skuli ekki voga sér hmmmm!!!! Hörður og fleiri eiga sök í þessu máli með því að neita að fordæma ofbeldi og sýna því skilning og þegar VG eru komnir í dómsmálaráðuneitið þá verða þeir að draga hann fyrir dóm og dæma hann annars verður þetta ekki stoppað því þetta stoppar ekki með einhverju öðrum í stólunum, þetta er fólk sem fær kick út úr því að slást og skemma.

Einar Þór Strand, 22.1.2009 kl. 07:44

14 Smámynd: Heimir Lárusson Fjeldsted

Hver gefur fyrirmælin spyrð þú Lára Hanna? Tveir löggæslumenn alvarlega slasaðir. Þú spyrð hver gefi fyrirmæli um að tvístra skrílnum. Mikil er trú þín kona.

Heimir Lárusson Fjeldsted, 22.1.2009 kl. 08:00

15 Smámynd: Heimir Lárusson Fjeldsted

Þvílíkt ofstæki.

Heimir Lárusson Fjeldsted, 22.1.2009 kl. 08:41

16 identicon

Ég fordæmi atburði næturinnar en samt er ég 35 ára venjuleg óflokksbundin mótmælandi, ef svo má segja. Eftir atburði næturinnar er ég alvarlega að íhuga að kasta inn hvíta handklæðinu nema forystumenn mótmælenda verji orðspor okkar og málstað.

Ég legg til að Hörður fari fram fyrir hönd Radda Fólksins, og okkar sem erum að mótmæla þarna vegna málefnis sem við höfum trú á, og tali máli okkar um harm þessa atburða. Ég legg til þess að áður en það verði gert þá finni Hörður forsvarsmann háskólanema sem mótmæla af réttum forsendum og þeir komi fram á blaðamannafundi og harmi þessa atburði. Að yfirlýsing verði gefin út að mótmælendur myndi skjaldborg utan um laganna verði.

Að lokum legg ég til þess að við hittumst fyrir framan lögreglustöðina í kvöld og syngjum "Ísland er land þitt" og stöndum svo í þögn í 3 mínútur og FÖRUM HEIM! Þarna eigum við líka að bera skilti sem tala máli okkar fyrir lögreglunni og þeirra störfum.

Þetta má ekki gerast seinna en í dag. Með sterkum aðgerðum vegna atburða síðust nótta þá getum við smitað tilgangi okkar áfram þannig að við spyrnum á móti þessum lýð sem er þarna á öðrum forsendum.

Koma svo Hörður og háskólafólk!

Aldís B (IP-tala skráð) 22.1.2009 kl. 09:14

17 Smámynd: Katrín Snæhólm Baldursdóttir

Í guðanna bænum allt almennilega hugsandi fólk..ekki rugla saman þúsundum manna og kvenna sem hafa mótmælt friðsamlega undanfarna mánuði og gera enn nema bara með meiri hávaða...og ofbeldisseggjum sem vilja fæting. Og þeir smeygja sér ekki bara í raðir mótmælenda helur fyrirfinnast þeir einnig innan raða lögreglunnar. Og það er hreinn barnaskapur að halda að það verði ekki harkalega tekið á móti þeim sem sem rugga valdabátnum. Haldið þið í alvöru að valdagengið gefi tommu eftir af auð sínum og völdum bara af því að við viljum það?? Nú munu þeir sýna sitt rétta andlit gott fólk..og þá kannski farið þið að skilja hvers vegna þetta er barátta sem verður að eiga sér stað núna. Hvað höfum við ekki fengið að sjá af spillingu og siðblindu undanfarna mánuði??

Hvern einasta dag lekur hún upp á yfirborðið og er ekkert að minnka.

Auðvitað munu þeir sem hafa völdin og auðinn berjast með kjafti og klóm, gasi bareflum og jafnvel byssum til að halda sínu. Þess vegna verðum við að standa saman og taka slaginn öll saman.  Óttalaus og sterk. NÚNA!!! Og þið sem heima sitjið og skammist út í hin almenna mótmælanda og talið niður til þeirra sem þó hafa reynt að standa upp gegn þessu ofurvaldi..verið bara heima. Við erum betur sett án ykkar.

Þið hin..sjáumst á Austurvelli snúm bökum saman og snúum baki í lögregluna hvar sem hún kemur. Látum þá standa. Okkar barátta er ekki við þá heldur slímbotna stjórnvöld. 

Katrín Snæhólm Baldursdóttir, 22.1.2009 kl. 09:29

18 Smámynd: Baldvin Jónsson

Veltið ekki mikið fyrir ykkur yfirlýsingum Ólafs I. Hrólfssonar, maðurinn er augljóslega orðinn algerlega firrtur af blárri blindu. Að líkja mótmælunum og Herði Torfasyni saman við "svartstakkana" segir mér bara að Ólafur hefur væntanlega ekki séð neitt af þessu með eigin augum eða a.m.k. afar lítinn hluta. Ólafur er hér í einhverri stórundarlegri krossför gegn réttlæti með því að ætla að það sama gangi yfir alla flóru samfélagsins sem styður ekki Geir Haarde.

En við eigum að sjálfsögðu öll að fordæma þetta ofbeldi sem varð í nótt. Ég legg til að við mætum héðan í frá alltaf með eitthvað appelsínugult á okkur - til þess að leggja áherslu á friðsöm mótmæli. Sjá hér: http://www.facebook.com/group.php?gid=64832322664&ref=mf

Baldvin Jónsson, 22.1.2009 kl. 09:36

19 Smámynd: Jakobína Ingunn Ólafsdóttir

Takk fyrir bloggið Lára Hanna það er frábær dýnamik í þessu. Yfirvöld bera ábyrgð á ástandinu. Sérsveit lögreglunnar er tákngervingur yfirvalda og ráðherrarnir eru komnir í striðsleik.

Svo væla þeir og málaliðar þeirra eins og stungnir grísir þegar fyrirstjánlegt ofbeldi hlýst af leikjum þeirra.

Jakobína Ingunn Ólafsdóttir, 22.1.2009 kl. 09:57

20 Smámynd: Baldvin Jónsson

Mætum ÖLL með eitthvað appelsínugult í bæinn í dag til þess að undirstrika að við erum friðsæl!

Baldvin Jónsson, 22.1.2009 kl. 10:28

21 Smámynd: hilmar  jónsson

Stórkostlega taktísk mistök sveitar BB. Olía á eld. Táragas er stórhættulegt efni. Hvað næst ? Taugagas ?

hilmar jónsson, 22.1.2009 kl. 10:28

22 identicon

Á undanförnum mánuðum hef ég fyllst stolti yfir því að vera Íslendingur. Að sjá fjölda fólks rísa upp gegn óréttlætinu, halda borgarafundi og mótmæla á friðsamlegan hátt. Að sjá fréttir af fólki víða um land, koma saman og mótmæla, á ráðhústorginu á Akureyri, á Ísafirði og á fleiri stöðum styrkir mann enn frekar. Margar frábærar hugmyndir hafa komið fram á borgarafundum, á ýmsum bloggsíðum, inná vef lýðveldisbyltingarinnar og á enn fleiri stöðum.... 

...en það er verið að skemma þetta allt !!!

Ég tek algjörlega undir með þér Aldís B.

Gestur S. (IP-tala skráð) 22.1.2009 kl. 10:43

23 Smámynd: Helga Magnúsdóttir

Eins og kom fram í fréttum í gær upphófust mestu lætin eftir að skemmtistöðum var lokað. Þá kom að rallhálft fólk sem ekkert átti skylt við venjulega mótmælendur. En þegar svona illa er búið að fara með fólk og raun ber vitni má eiginlega skilja að einhverjir gangi of langt í reiði sinni. Ég er ekki að mæla ofbeldi bót og tek undir með þeim sem segja að við ættum að mæta með eitthvað appelsínugult til að skerpa á því að við viljum friðsamleg mótmæli. Þá ætti að sjást hverjir skipast í hvaða flokk.

Helga Magnúsdóttir, 22.1.2009 kl. 12:08

24 Smámynd: Katrín Snæhólm Baldursdóttir

MÁLUM ÍSLAND APPELSÍNUGULT!!!

Katrín Snæhólm Baldursdóttir, 22.1.2009 kl. 12:20

25 Smámynd: hilmar  jónsson

Björn Bjarnason í appelsínugulan samfesting..

hilmar jónsson, 22.1.2009 kl. 12:22

26 identicon

Burt með skrílinn = ríkisstjórnina

Stuðlið að því með að skrifa undir

Við undirrituð viljum kjósa til Alþingis
Kjósendur á Íslandi telja ekki fært að hefja uppbyggingarstarf eftir bankahrunið nema með endurskoðuðu umboði stjórnvalda.

Sjá

http://kjosa.is/

8328 undirskriftir komnar

Jón (IP-tala skráð) 22.1.2009 kl. 12:56

27 Smámynd: Sigurveig Eysteins

Hvernig væri að fólk róaði sig niður sérstaklega þetta fólk sem er að sýna ofbeldi. Ofbeldi skilar engu.

Hvernig væri að snúa baki í alþingi og lögreglu í mótmælum, það er það sem er gert við okkur fólkið í landinu, sýnum þeim sömu óvirðingu og þeir hafa sýnt okkur.

Sigurveig Eysteins, 22.1.2009 kl. 12:57

28 identicon

Með fullri virðingu fyrir ISG og veikindum hennar, og ég vona svo sannarlega að hún nái heilsu sem fyrst, þá ætti hún að stíga til hliðar því ástandið er orðið þannig að það er ekki hægt lengur að taka veikindi hennar fram fyrir þjóðina.

En mætum með appelsínugult og sýnum samstöðu gegn ofbeldi, alls staðar!

Þorsteinn Úlfar Björnsson (IP-tala skráð) 22.1.2009 kl. 13:00

29 Smámynd: Jakobína Ingunn Ólafsdóttir

Heimir L Fjelsted ég sé að þú er á móti ríkisstjórninni og fyrirlítur Björn Bjarnason og Geir Haarde fyrir að senda saklausa lögreglumenn vígbúna og ögrandi í í mannþröng sem er að mótmæla ránum og skattaofbeldi ríkisstjórnarinnar.

Þú værir kannski til í að safna undirskriftum undir texta sem hvetur Björn Bjarnason og Geir Haarde til þess að taka skítverkin að sér sjálfir.

Jakobína Ingunn Ólafsdóttir, 22.1.2009 kl. 14:07

30 Smámynd: Heimir Lárusson Fjeldsted

Hér var allt þrungið alvöru og gráma þangað til frú Jakobína slær á létta strengi í færslu númer 30.

Heimir Lárusson Fjeldsted, 22.1.2009 kl. 14:33

31 identicon

Kostnaður þjóðarinnar vegna stjórnar Davíðs Oddsonar og hyski hans er óheyrilega mikill.
Skuld ríkisins er núna varlega áætluð 3000 milljarðar ISK eftir 17 ára stjórn sjálfstæðisflokksins

3000 milljarðar ISK /(17 ár x 365 dagar) = 484 milljónir ISK á dag.

Niðurstaða:

Hver dagur sem sjálfstæðisflokkurinn hefur verið við völd síðustu 17 ár hefur kostað almenning hálfan milljarð ISK í beint tap.

Jón (IP-tala skráð) 22.1.2009 kl. 15:18

32 identicon

Mér sýnist að þeir sem láta verst, eru fólk sem er að koma út af öldurhúsunum eftir lokun, drukkið. Semsagt ekki dæmigerðir mótmælendur.

Tvær stúlkur með trefil fyrir andlitinu gengu meðfram röðinni af lögregluþjónum og önnur þeirra rétti upp löngutöng á móti þeim. Einn lögregluþjónninn sagði þá: "Aftur sami fingurinn".

Húnbogi Valsson (IP-tala skráð) 22.1.2009 kl. 15:54

34 Smámynd: Rut Sumarliðadóttir

Tek undir með þér LH, var sjálf að fá yfirhalningu vegna þess að einhverjum tókst að misskilja mig og halda að ég væri meðmælt ofbeldi.

Við viljum ekki ofbeldi en stjórnina burt og boða til kosninga.

Rut Sumarliðadóttir, 22.1.2009 kl. 18:58

35 Smámynd: Sigurður Þorsteinsson

Heil og sæl Lára Hanna

 Áherslurnar í blogginu þínu eru: Hver gefur fyrirmælin?, en ekki: Hvað gengur þessum ofbeldisseggjum til? Ég rétt eins og þú er óánægður með ástandið. Ég er líka óánægður með hvernig haldið hefur verið á ýmsum aðgerðum í kjölfar bankahrunsins. Ég styð heilshugar þau mótmæli sem hafa verið ofbeldislaus að undanförnu. Hins vegar fordæmi ég það ofbeldi sem hefur átt sér stað og ég fordæmi þá sem hafa í mótmælum hulið andlit sitt í mótmælum. Afleiðing þess framferðis sáum við við Alþingi í gær.

Ég er nokkuð sannfærður um að Björn Bjarnason fyrirskipar ekki lögreglumönnum að grípa til piparúða eða táragass. Það gera yfirmenn í lögreglunni. Menn eins og Stefán og Jón Geir hafa sýnt framgöngu sem er til fyrirmyndar. Ef mótmæli munu fara úr böndunum, getum við verið viss um að taugakerfi einhverra í lögreglunni mun bresta og þeir munu gera mistök. Þess vegna er svo mikilvægt að halda öllum mótmælum innan marka.

Sumir vilja byltingu. Gott og vel, og hvað svo? Þetta ástand mun kalla á miklar breytingar í okkar þjóðfélagi, nýja hugsun. Það verða mikil mannaskipti á Alþingi í næstu kosningum. Bylting með íslenskan Castro. Trúi frekar á öflugra og virkara lýðræði.

Sigurður Þorsteinsson, 22.1.2009 kl. 23:37

36 Smámynd: Svanur Gísli Þorkelsson

Sigurður þ: Eftir höfðinu dansa limirnir. Ein yfirlýsing frá dómsmálaráðherra stöðvaði fjöldahandtökur á Suðurlandi. Lögreglumenn fara ekki út í aðgerðir með gasgrímur nema að þeir hafi fengið um það fyrirskipun. Yfirlögregluþjónn og því síður vettvangsstjóri skipar ekki sínum  mönnum að nota táragas nema að hafa fengið grænt ljós á það frá yfirmönnum sínum, lögreglustjóra.

Lögreglustjóri aðhefst ekkert sem ekki er í samræmi og með fullum vilja dómsmálráðherra. Björn Bjarnason og draumar hans, margstaðfestir af honum sjálfum í ræðu og riti, er að koma upp á Íslandi vopnaðri sveit. Sem lið í þeirri áætlun er hjálplegt að geta bent á þörfina fyrir slíka sveit. Pólitík er lúmskasta tík í heimi en það er rétt að byltingin étur ávalt börnin sín.

Svanur Gísli Þorkelsson, 23.1.2009 kl. 00:11

37 Smámynd: Sigurður Þór Guðjónsson

Hér finnst mér Helga Magnúsdóttir hitta naglann á höfuðið á einfaldan hátt.

Sigurður Þór Guðjónsson, 23.1.2009 kl. 01:01

38 Smámynd: Sigurveig Eysteins

Þetta var það sem ég vissi og var að reyna að segja....... Svanur Gísli Þorkelsson.

Sigurveig Eysteins, 23.1.2009 kl. 03:13

39 Smámynd: Sigurður Þorsteinsson

Svanur, það er mjög slæmt þegar stjórnmál verða að trúmálum. Margir fjölmiðlamenn gagnrýndu Björgvin Sigurðsson fyrir að hafa skipað einhverja aðila í nýju bankaráðin. Það gerði hann ekki, heldur Fjármálaeftirlitið. Sumir héldu áfram að gagnrýna hann fyrir þær skipanir, þrátt fyrir að flestum væri ljóst að hann kom þar hvergi nærri.

Sýslumaðurinn á Suðurlandi vinnur sína vinnu innan þess ramma sem hann hefur. Ef hann gerir það eru gerðar fáar eða engar athugasemdir. Hins vegar var framganga hans í ljósi ástandsins í þjóðfélaginu yfirgengileg og því fyllilega eðlilegt að Björn gripi inní og gerði athugasemdir. Var sú ráðstöfun ekki réttlætanleg að þínu mati?

Stefán Eiríksson er lögreglustjóri og mér finnst hann vera að gera mjög góða hluti í sínu starfi, við erfiðar aðstæður. Þegar eldur er settur að dyrum Alþingishússins, má vera ljóst að komið er að því að nota harðari aðgerðir en notkun piparúða. Þegar menn grýta 3,5 kílóa hleðslusteinum er komin full ástæða til þess að gripið sé til mótaðgerða. Það er sama hvort þeim steinum er hent að starfsmönnum okkar, lögreglumönnunum eða þeim steini yrði hent í þig.  

Sigurður Þorsteinsson, 23.1.2009 kl. 08:48

40 Smámynd: Ómar Geirsson

Blessuð Hanna Lára.

Enn og aftur, takk fyrir frábært blogg.  Eins vil ég þakka ykkur konunum fyrir pottabyltingu ykkar.  Appelsínuguli friðurinn er lokahnykkurinn á að við losnum við óstjórnina.  Ég vona samt að þið passið ykkur á að láta ekki Ingibjörgu stela frá ykkur byltingunni.  Hennar tími er liðinn nema að hún taki afstöðu með þjóð sinni. 

En ég vil vekja athygli á grein Herdísar og frábærs innleggs Helgu í athugasemd 10.  Þetta ásamt lykilgrein grein Jakobínu Ólafsdóttir, um siðferðileg rangindi  Icesaveskuldbindingarinnar, er kjarni þess sem Andstaðan þarf að vita.  Núverandi kynslóð, í andvaraleysi sínu og lífsgæðablindu, er gjörsamlega búin að klúðra öllum sínum málum.  Ísland er gjaldþrota, efnahagslega og siðferðislega og það þarf að endurreisa Nýtt Ísland.  En það er ekkert í heiminum sem gefur okkur rétt á að gera það á kostnað barna okkar.  

Aðstoð IFM er leið gömlu valdablokkarinnar í stjórnmálum og atvinnulífinu til að endurreisa sama gamla heimska skuldsetta atvinnulífið.  Svo að þetta fólk haldi völdunum.  Okkur er talið í trú um að allir skynsamir menn vilji þetta og að þetta sé eina leiðin.  Það er rétt að því marki að engin önnur leið gæti bjargað gamla auðvaldinu, sem reiknar að fá vinnu hjá hinum nýju fjármagnseigendum.  En þessi leið kviksetur þjóðina.  Hún ræður ekki við núverandi skuldir, hvað þá aukna skuldsetningu.  Og okurvextir drepa, þeir byggja ekkert upp, þeir drepa niður alla nýsköpun og ganga endanlega frá barnakynslóð okkar.  Það er ekki leið til að lækna barn með lungnabólgu, að setja það útí 10 gráður frost og bjóða því uppá meðferð við kíghósta.  Jafnvel þó allir læknar landsins segðu það. 

Þeir segja að við þurfum erlent lánsfé.  Til hvers?  Skuldum við ekki nóg?  Öll alvöru nýsköpun sem byggist á mannauð kostar þannig séð ekki mikla peninga.  "Sköpunarfólkið" þarf frið fyrir skuldum og mat að borða.  Og í millitíðinni þá þarf að setja appelsínugulann borða á heimili þess, að það sé bannað að taka þau eignarnámi.  Mikið meira þarf ekki en vissulega þarf mikla peninga í stórvirk fiskiskip og álver.  En er ekki komið nóg af slíku?  Á hið Nýja Ísland að verða ódýr eftirlíking af því gamla? 

Allt hugsandi fólk sér þetta og Herdís á heiður skilið fyrir að taka málstað barna okkar.  Við eigum að skora á fleiri einstaklinga úr hinu Akademíska samfélagi að stíga fram og taka afstöðu með börnum og framtíðinni.  Segja bless  við græðgina, auðmenn og Viðskiptaráð.  Hugsandi fólk á að stjórna uppbyggingunni, ekki græðigispúkar og gamla klappliðið.  Og umfram allt þurfum við að gera okkur grein fyrir því hvað við viljum og síðan eigum við aðeins að hlusta á þá sem segja að þetta sé hægt og koma með hugmyndir þar um.  Hinir sem segja að hér verði ekkert mannlíf  nema að við skuldsetjum börnin okkar svo við getum haft það betra, þeir mega bara taka pokann sinn og drífa sig úr landi.  Þeir munu fljótlega komast að því að græðgin er líka gjaaldþrota í útlöndum.  Kanski snúa þeir til baka og vilja þá leggja því lið að byggja upp mannvænlegt samfélag, án auðmanna.  Þeirra tími er liðinn og kemur vonandi aldrei aftur.  Kanski, en allavega má ekki láta þá eyðileggja vonina.  Alþjóðlegi gjaldeyrissjóðurinn gerir það, endanlega.

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 23.1.2009 kl. 10:46

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband