Fullkomið fólk steytir görn

Eftir tölvuleysi dagsins hef ég verið að vafra um netheima - fjölmiðla, blogg og fleira. Ég vona að ung börn hafi ekki séð orðbragðið sem viðhaft er á ýmsum bloggsíðum og í athugasemdum. Þvílíkur viðbjóður sem vellur út úr sumu fólki. Verri nú en nokkru sinni gagnvart þeim, sem áttu stærstan þátt í að ræna þjóðina aleigunni og svipta hana ærunni um leið. Ég held að þetta fólk með soraorðbragðið ætti að róa sig aðeins niður og hugsa málið.

Geir HaardeEn hvað gerðist? Jú, forsætisráðherra boðaði blaðamannafund og hélt afar vel skrifaða ræðu. Hvert orð var úthugsað, samsetning orðanna, niðurröðun setninganna - frábærlega vel gerð ræða. Hann tilkynnti um alvarleg veikindi sín sem munu valda fjarveru hans af landinu og úr starfi um tíma. Í leiðinni tilkynnti hann að Sjálfstæðisflokkurinn hefði skipt um skoðun, væri til í kosningar í vor og stakk upp á dagsetningu. Þetta var afar dramatísk stund. "Maximum impact," eins og sagt er. Það má endalaust deila um hversu smekklegt var að blanda þessum málum saman í einum blaðamannafundi, en ég efast ekki augnablik um að það var vandlega skipulagt enda tilgangurinn afar augljós.

Ég hef gagnrýnt forsætisráðherra harðlega fyrir störf hans og er ósammála honum í ansi mörgu sem lýtur að landstjórninni. En ég hef ekkert út á hann að setja sem manneskju. Að sögn er hann ljúfmenni, húmoristi og góður maður og ég efast ekki um að það sé satt. Ég finn til með honum og fjölskyldu hans og sendi honum einlægar óskir um góðan bata. Enginn óskar öðrum svo ills að lenda í slíkum hremmingum. Aldrei.

En veikindi forsætisráðherra breyta engu fyrir fólkið í landinu og þá stöðu sem við höfum verið sett í. Nákvæmlega engu. Samúð okkar með honum ekki heldur. Við megum ekki láta rugla okkur í ríminu og fara að blanda þessu saman. Ég áskil mér rétt til að halda áfram að gagnrýna störf forsætisráðherra og flokks hans, þrátt fyrir samúð mína með persónu hans og veikindum. Alveg nákvæmlega eins og við höfum svo ótalmörg gagnrýnt Samfylkinguna, formann hennar og utanríkisráðherra  algerlega burtséð frá veikindum persónunnar Ingibjargar Sólrúnar.

En gagnrýni okkar á stjórnmálamenn, embættismenn og auðjöfra undanfarna mánuði er hjáróma hjá þeim ósköpum sem sumir hafa látið dynja á Herði Torfasyni í dag. Ég held að ég hafi bara ekki séð neitt viðlíka - og einhverjir hafa ákveðið að hætta að mæta á mótmælafundi af því Herði fórst óhönduglega að tjá sig í óviðbúnu útvarpsviðtali. Einhverjir vilja að Hörður biðjist afsökunar á orðum sínum. Ætli þeir hinir sömu hafi krafið þá afsökunarbeiðni sem komu Íslandi á hausinn með græðgi, undirlægjuhætti, samsekt og kæruleysi? Kannski er fólk orðið svo þreytt á krepputalinu að það stökkvi á hvað sem er til að skeyta skapi sínu á, ég veit það ekki. Kannski er reiðin orðin svo lýjandi að samúðin er kærkomin tilfinning og fólk vill hafa hana í friði. Kannski eru þetta bara þeir sem eftir eru af stuðningsmönnum  ríkisstjórnarinnar sem koma nú fnæsandi og hvæsandi út úr fylgsnum sínum og nota hvert tækifæri, hversu ómerkilegt sem það er, til að ófrægja andófsmenn.

Hvað sem því líður sé ég enga ástæðu til að ata einn helsta baráttumann okkar fyrir Hörður Torfasonbetra þjóðfélagi þvílíkum aur og gert hefur verið - fyrir það eitt að komast óheppilega að orði. Nær hugsun fólks ekki lengra en þetta? Ég bara trúi því ekki. Hörður Torfason er búinn að leggja á sig ómælda vinnu undanfarna fjóra mánuði til að veita okkur farveg, aðstæður og tækifæri til að tjá okkur, finna til samkenndar með náunganum og leyfa okkur að finnast við vera að gera eitthvað sem skiptir máli og hefur áhrif. Og mikil ósköp, mótmælin hafa vissulega haft áhrif.

En margir hafa ekki mætt af því mótmælafundirnir eru ekki nákvæmlega eins og þeir vilja hafa þá. Fólk ber ýmsu fyrir sig: Ómögulegir ræðumenn, yfirskrift fundanna ekki rétt orðuð, kröfurnar ekki númeraðar í réttri röð, fundarstjórinn í ljótri úlpu, konan sem stendur fremst með rauða húfu... eða bara eitthvað sem afsakar laugardagsrölt í Kringlunni, þaulsetu yfir enska boltanum - hvað sem er til að sleppa við að standa í öllum veðrum á Austurvelli og krefjast breytinga fyrir sig og afkomendur sína.

Hörður Torfason hefur alltaf mætt, alltaf skipulagt allt, talað við innlenda og erlenda fjölmiðla, verið í sambandi við lögregluna vegna lokana á götum og slíkra tækniatriða. Hörður hefur verið vakandi og sofandi yfir mótmælafundunum í fjóra mánuði og ekki gert neitt annað. Ekki hefur hann þegið krónu fyrir, enda launagreiðandinn enginn - þvert á móti, hann hefur borgað heilmikla peninga úr eigin vasa til að dæmið gæti gengið upp - og það hefur gengið upp. Það er Herði Torfasyni að þakka og engum öðrum. Mótmælin hafa skilað árangri þótt í smáu sé ennþá. Það er okkur að þakka sem mætum - og Herði Torfasyni. Áttið ykkur á því þið, sem skitnum kastið og þykist svo fullkomin að hafa efni á því.

Svo vogar fólk sér að níða af honum skóinn og ata æru hans skít og saur af því hann komst óheppilega að orði, örþreyttur maðurinn, í einu óundirbúnu útvarpsviðtali!

Hvernig væri nú að fólk beindi allri þessari orku í alvöruvandamálin í þjóðfélaginu sem hafa nákvæmlega ekkert breyst þrátt fyrir veikindi forsætisráðherra. Enn situr stjórn Seðlabanka og Fjármálaeftirlits. Enn situr ríkisstjórnin sem er meðsek. Enginn hefur axlað ábyrgð ennþá. Ekki hefur einum einasta auðjöfri verið refsað, engar eignir frystar - heldur er verið að bjarga þeim og jafnvel lána þeim meiri peninga sem við eigum ekki til en þurfum að borga. Enn hefur engin framtíðarsýn litið dagsins ljós, engin áætlun. Viðskiptaráðherra er alveg jafn áttavilltur og fyrr og heilbrigðisráðherra stefnir áfram að því að einkavinavæða heilbrigðisþjónustuna. Ég ætla ekki að minnast á Árna Mathiesen, ég gæti talað af mér.

ÞAÐ HEFUR EKKERT BREYST!

Prívat og persónulega finnst mér að það gæti verið of snemmt að kjósa í byrjun maí úr því sem komið er. Það hefði verið fínt ef kosningar hefðu verið ákveðnar í lok október, byrjun nóvember í fyrra. Ég óttast að þetta sé of stuttur tími til að ný, fjárvana umbótaöfl nái að skipuleggja sig og bjóða fram um allt land. Ég vil að stjórnin segi af sér og komið verði á utanþingsstjórn til að reyna að bjarga því sem bjargað verður. Svo þarf að skipuleggja víðtækar kerfisbreytingar, stjórnarskrárbreytingu (já, ég veit - það þarf tvö þing), útfæra ný kosningalög o.fl. o.fl. En það er efni í annan og miklu lengri pistil.

Að lokum skora ég á ALLA að mæta á mótmælafundinn á Austurvelli í dag því ekkert hefur breyst. Nákvæmlega ekkert. Við verðum að halda áfram að mótmæla, skrifa, tala okkur hás og krefjast þess að óhæfir menn í valdastöðum verði látnir taka pokann sinn og aðrir hæfari taki við. Framtíðin er í húfi.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Það er allt að því kvalarfullt að vera svona sammála einhverju.

Takk kæra vinkona.  Frábær pistill.

Jenný Anna Baldursdóttir, 24.1.2009 kl. 03:44

2 Smámynd: Þór Jóhannesson

Það er akkúrat málið - þessi dagsetning er einmitt önnur reykbomba. Allt of fljót svo hægt sé að mynda nýja stjórn en nógu langt til að raða upp fyrir Sjálfstæðisflokk um leið og hann neglir IMF ósómann.

Þór Jóhannesson, 24.1.2009 kl. 03:46

3 Smámynd: Hörður B Hjartarson

Ég held að nafni sé í mínum augum jafn helvíti " slæmur " maður og hann var , er hann kom út úr skápnum , sem ég man ekki hvenær var , enda er ég hjartalaus .

Hörður B Hjartarson, 24.1.2009 kl. 03:50

4 Smámynd: Guðríður Haraldsdóttir

Vá, hvað ég er sammála þér!!!

Guðríður Haraldsdóttir, 24.1.2009 kl. 03:50

5 Smámynd: Þórbergur Torfason

Takk fyrir enn ein kjarnyrt skrif Lára Hanna. Takk fyrir að taka upp hanskann fyrir Hörð Torfason (hann er ekki bróðir minn.) Ég tek undir hvert orð sem þú birtir.

Þórbergur Torfason, 24.1.2009 kl. 03:54

6 Smámynd: Katrín Snæhólm Baldursdóttir

Innilega sammála og ég verð að segja að ég hef áhyggjur af ástandi þjóðar og skýrleika. Held áfram að mótmæla enda er boðun ksoninga bara eitt örlítið skref af þeirri löngu leið til réttlætis í þessu samfélagi okkar. Hefði viljað sjá meiri tíma til undirbúnings nýrra framboða og að við fengjum utanþingsstjórn eða neyðarstjórn þangað til. Mæti auðvitað á Austurvöll í dag og býst við meiri fjölda enn nokkru sinni fyrr. Og þakka fyrir að Hörður skuli enn standa í þessu öllu saman..hugsið ykkur. Hvernig væri allt ef engin hefðu verið mótmælin eða borgarafundir t.d??? Fólk ætti að skammast sín fyrir að ráðast svona á Hörð.

Katrín Snæhólm Baldursdóttir, 24.1.2009 kl. 04:38

7 identicon

Lára, þú hefur rétt fyrir þér, eins og alltaf.

elluskott (IP-tala skráð) 24.1.2009 kl. 05:10

8 Smámynd: Sigurveig Eysteins

  Ég er búin að vera orðlaus síðan þessar fréttir bárust um Geir og en orðlausari yfir því hvernig fólk hefur hagað sér á blogginu, yfir því sem Hörður sagði. Fólk sem er svona mikið veikt eins og Geir og Ingibjörg eiga ekki að stjórna heilu landi, þau eiga auðvita að fara frá, hefði að vísu átt að vera búið að því fyrir löngu, en það er eins og að það sé bannað að anda á þau eftir þessi tíðindi.  Ég er sammála þér að það er of stuttur tími í kosningar, það á að bíða með það í 1. ár ( vor 2010) koma á þjóðstjórn, senda þingið heim, stofna nýtt lýðveldi, endurskoða stjórnaskrána og kosningarlög. Sópa út úr ráðuneytum, Seðlabanka og Fjármálaeftirliti, og setja þangað inn eingöngu fagfólk, en ekki gamla pólitíkusa eða pabbastráka. Koma réttvísinni yfir bankaglæpamennina. Þjóðstjórn gæti farið í það strax að bjarga heimilunum, með vaxtalækkunum og frysta verðtryggingu í 2. eða 3% . Á þessu eina ári gætu stjórnmálaflokkar undirbúið sig undir kosningar og reynt að samfæra okkur fólkið í landinu um að kjósa þá. Það verður að gera þetta núna STRAX.

Sigurveig Eysteins, 24.1.2009 kl. 05:27

9 Smámynd: Sigurveig Eysteins

Gleymdi: mjög góð grein hjá þér eins og alltaf.

Sigurveig Eysteins, 24.1.2009 kl. 05:32

10 Smámynd: Sigrún Jónsdóttir

Takk fyrir frábæran pistil Lára Hanna.  Tek undir hvert einasta orð.

Sigrún Jónsdóttir, 24.1.2009 kl. 05:35

11 Smámynd: Kjartan Pétur Sigurðsson

Tek undir hvert orð.

Var annars að lesa þetta blog hér áðan sem er ansi fróðleg greining á því fólki sem við kjósum yfir okkur:

http://huldumenn.blog.is/blog/thad_sem_eg_vil/entry/782050/

Kjartan Pétur Sigurðsson, 24.1.2009 kl. 06:57

12 identicon

Góður pistill, eins of fyrri daginn. Tek undir þetta allt saman.

Ég hef rætt við fólk sem fordæmir mótmælendur og hef tekið hvað þetta fólk á sameiginlegt að hafa lítið sem ekkert kynnt sér málin. Þegar ég vitna í viðtöl, greinar, blogg og fréttir, virðist eins og þetta fólk viti ekki um hvað ég er að tala. Það hefur semsé kosið þá leið að "velja" sér skoðanir og halda sig við þær, hvað sem hver segir. Það er reyndar mjög þægilegt því þá sparast svo mikill tími og fyrirhöfn sem annars færi í lestur og grúsk.

Húnbogi Valsson (IP-tala skráð) 24.1.2009 kl. 07:10

13 identicon

Já! Sammála hverju orði!!

Hörður hefur unnið hörðum höndum og á miklar þakkir skilið, en það gerir þú líka. Takk fyrir þín störf, á öllum þeim sviðum sem þú hefur starfað, samfélaginu til góða!

Baráttukveðjur!

Gunnar (IP-tala skráð) 24.1.2009 kl. 07:21

14 Smámynd: Billi bilaði

Mjög flottur pistill hjá þér.

Billi bilaði, 24.1.2009 kl. 07:30

15 Smámynd: Heidi Strand

Takk fyrir frábæra grein Lára Hanna! Hittumst á Austurvelli í dag kl.15!

Vil benda ykkur  á athyglisverða færslu um hvers vegna Ríkistjórnin var plötuð.

http://huldumenn.blog.is/blog/thad_sem_eg_vil/entry/782050/

Heidi Strand, 24.1.2009 kl. 07:31

16 identicon

Það kom mér verulega á óvart orð Harðar Torfa skátabróðir míns vegna veikinda Geirs, því þau eru mjög alvarleg ,þetta finnst mér ekki líkt honum,kannski er hann veikur líka hver veit

Guðfinnur Halldórsson (IP-tala skráð) 24.1.2009 kl. 07:54

17 Smámynd: Sigurður Sveinsson

Enginn hefur orðið minni maður af því að biðjast afsökunar á mistökum sínum. Það ætti Hörður að gera strax. Hvað sem mönnum finnst um forsætisráðherra, gerðir hans og skoðanir, er hann homo sapiens eins og við öll. Sjálfhverfa Harðar Torfasonar kom vel í ljós í gær. Skyldi hann hafa manndóm til að biðjast afsökunar?

Sigurður Sveinsson, 24.1.2009 kl. 08:03

18 identicon

Það heyra allir sem hlusta á viðtalið að þetta var algerlega óundirbúið símtal. Mér finnst að fólk sem notar svona óljósa átyllu til að koma höggi á Hörð og með svona miklu offorsi, gera sig að fíflum.

Geir sagði af sér sem formaður Sjálfstæðisflokksins vegna þess að hann taldi sig ekki geta sinnt starfinu vegna veikinda en honum finnst hann ekki þurfa að segja af sér sem forsætisráðherra af sömu ástæðu. Finnst engum það athugavert? Er semsagt vandasamara að stjórna flokknum en þjóðinni? 

Þarna sannast það sem margir hafa oft og lengi haldið fram, að hagsmunir flokksins eru teknir fram yfir hagsmuni þjóðarinnar. Þið getið ekki annað en viðurkennt það núna, háttvirtir sjálfstæðismenn.

Húnbogi Valsson (IP-tala skráð) 24.1.2009 kl. 08:29

19 identicon

Fólk ruglar saman !!!

Hörður talar um að KOSNINGAR séu pólitísk reyksprengja.

á hverju á maðurinn að biðjast afsökunar, mér er spurn?

Fyrsti blaðamanna fundur Geirs í langantíma, yfirdramaseraður snýst ekki um upplýsingar um þjóðarskútuna, heldur persónu Geirs og tilvonandi formannsslag Sjálfstæðisflokksins.

Reyksprengjan var 9.mai

 Koma svo

Hildur (IP-tala skráð) 24.1.2009 kl. 08:29

20 Smámynd: Einar Indriðason

Fínn pistill, og tek undir allt í honum.

Og vil bæta við.  Í október og nóvember, já, og desember líka... þá mátti sko ekki persónugera vandann.... það mátti ekki benda á einstaklinga (t.d. seðlabankastjóra eða forstjóra fme) og krefjast þess að þeir segðu af sér, eða þeim yrði hjálpað til að finna sér aðra vinnu.  Nei, það mátti ekki persónugera vandann.

Núna.... hinu megin við borðið .... þá er allt í einu hægt að persónugera vandann?  Snúa sér frá málefnum, og fókusa á persónur?  Það er líka pínu merkilegt að sjá hverjir eru þarna helst á ferðinni (þó það sé ekki algilt)....   Ég veit ekki hvort ég þarf að stafa þetta ofan í ykkur, en... mér sýnist margir af þessum háværu núna, sem persónugera...... vera stuðningsmenn vissra aðila.... (táknaður með einum bókstaf...)

"Allir eiga að vera jafnir, nema sumir eru jafnari en aðrir."

"Það sem 'höfðingjarnir' hafast að, hinir halda að sér leyfist það."

(og ég set 'höfðingjar' viljandi í sviga... þeir eru ekki höfðingjar nema í sjálfs síns haus.)

Einar Indriðason, 24.1.2009 kl. 08:40

21 Smámynd: Héðinn Björnsson

Mér er nú nokk sama um hvað Hörður Torfa sagði, það sem skiftir máli er hvað hann hefur gert og tek ég hattin af fyrir honum fyrir það. Hvað varðar mótmælafundina að þá verð ég að segja að fyrir mitt leiti er tími mótmælafundanna liðinn og tími vinnufundanna hafinn. Það er gífurleg vinna sem þarf að fara í það að hafa áhrif á lista og stefnu þess flokks/framboðs sem ég vel að vinna með, auk vinnu með hagsmunasamtökum og mun það duga mér. Ég fékk mínar kosningar gegnum mótmæli og það var það sem ég var að vonast eftir að fá út úr mótmælunum. Hvernig nákvæmlega er stjórnað fram að kosningum er ekki eitthvað sem ég get forgangsraðað miðað við hvernig verður stjórnað eftir kosningar.

Héðinn Björnsson, 24.1.2009 kl. 08:40

22 identicon

Tek undir orð þín Lára Hanna. Eins og staðan er í þjóðfélginu er afar mikilvægt er að gleyma ekki þeim staðreyndum að við íslendingar þrátt fyrir allt í stjórnlausu landi sem mun ekki breytast nema að nýtt fólk verði skipað hér til að bjarga því sem bjargað verður. Meðvirknin er komin í fullan gang aftur og það er fásinna að halda að hlutirnir lagist til betri vegar með því að leggja niður mótmælin vegna veikinda helstu formanna Sjálfstæðismanna og Samfylkingar. Fólk sem á við alvarlegan heilsubrest að stríða á að stíga til hliðar, setja hag þjóðarinnar öðru ofar og leyfa hæfari einstaklingum að taka við nú þegar.  Þetta á við alla þá sem sitja í ríkisstjórn, fjármálaeftirlitinu og Seðlabankanum. Krafan breytist ekkert þegar framtíð Íslands er í húfi annars vegar. Þeir sem landinu stjórna hafa alla götur beðið menn um að persónugera ekki vandann. Þau orð eiga meira við nú en nokkru sinni fyrr, að mínu mati.

Sigurlaug Ragnarsdóttir (IP-tala skráð) 24.1.2009 kl. 08:55

23 identicon

Heyr heyr, og Hörður á fálkaorðuna skilið. Þetta var kjánalega sett fram hjá Herði en algjörlega fyrirgefanlegt. Held að sumir séu eins og þú segir búnir að bíða eftir fyrsta tækifæri til að koma höggi á mótmælendur, fólk sem hefur setið heima fram að þessu og ekkert lagt að mörkum.

Bjorn Hauks (IP-tala skráð) 24.1.2009 kl. 08:56

24 Smámynd: Ásgeir Kristinn Lárusson

HERÐUM MÓTMÆLIN!!!

Ásgeir Kristinn Lárusson, 24.1.2009 kl. 09:00

25 identicon

Það er fyrir löngu ljóst að Hörður Torfason er ekki gáfaðasti maður sem landið hefur alið.

Að láta svona út úr sér er þvílík hneisa. Hann vill augsýnilega vera stjarna aðeins lengur.

ÓskarJ (IP-tala skráð) 24.1.2009 kl. 09:03

26 identicon

Tek undir hvert einasta orð sem þú segir Lára Hanna!

Hmm og það er nú reyndar ekki í fyrsta skipti sem ég geri það.

Merkilegt að kona útí bæ sem ég þekki ekki neitt tjái hugsanir mínar og viðhorf í hverri bloggfærslunni eftir aðra

Eggert Vébjörnsson (IP-tala skráð) 24.1.2009 kl. 09:15

27 identicon

Byltingin etur bornin sin......Ergo

Gudmundur Jonsson (IP-tala skráð) 24.1.2009 kl. 09:20

28 identicon

Ef Geir og Solla væru flugmenn og stjornuðu 300 manna flugvél i millilandaflugi væru þau an efa send með hraði i veikindafri og bannað að fljuga... en þau stjorna bara 300.000 manna þjóðfelagi og þa er allti lagi að vera alvarlega veikur. Minnir a stjornendur Kubu og N. Kóreu og Sovétrikjanna her aður.

sigurður örn brynjolfsson (IP-tala skráð) 24.1.2009 kl. 09:50

29 identicon

Þroskist!  Ekki séns að ég mæti á meðan þessi maður er í forsvari!!!

Freyr (IP-tala skráð) 24.1.2009 kl. 10:15

30 identicon

Frábær grein Lára Hanna!!

Og ég spyr bara, hvað er að fólki, þvílík dramatík í gangi.

Er Geir allt í einu heilagur af því hann fékk krabbamein, hann er sami vanhæfi forsetisráðherrann og ekkert breyst, nema ennþá meiri ástæða fyrir því að hann segi af sér.

Erla Erlendsdóttir (IP-tala skráð) 24.1.2009 kl. 10:18

31 identicon

Mér finnst dálítið sérkennilegt hvað þú eyðir miklu púðri í að réttlæta Hörð, benda á hvað hann sé búinn að vinna mikið og sé orðinn þreyttur. Þú vilt sem sagt að sé tekið tillit til hans sem manneskju sem geti skikað fótur, en sé þrátt fyrir allt einlægur og duglegur í því sem hann er að gera? Á sama tíma er enginn miskunn gagnvart klaufalegum ummælum stjórnnmálafólks, sem einnig er undir gríðarlegu álagi og sjálfsagt oft örþreytt þegar kallað er eftir ummælum og skoðun þeirra á öllum tímum dags, alla daga vikunnar.

Ekki ætla ég að réttlæta orðflaum og dónaskap sem beint er gegn Herði Torfasyni - frekar en öðrum - slíkt á aldrei rétt á sér. En ef manninum varð á, hvers vegna biður hann ekki einfaldlega afsökunar? Ég las bæði fréttina og hlustaði á upptökuna, og hver sem hans raunverulega meining var, þá er ljóst að hann komst verulega klaufalega að orði og stuðaði marga.

Hvernig er hægt að vera trúverðugur málsvari þeirra sem krefjast þess að aðrir taki ábyrgð á sínum málum, á meðan viðkomandi gerir ekki það sama? Hann ætlar að "bíða" umræðuna af sér, svona svipað og stjórnvöld héldu að þau gætu "beðið" mótmælendur af sér.

Ég líki ekki saman mistökum Harðar, og þeirra risamistaka sem fjárglæframenn og eftirlitsaðilar hins opinbera hafa staðið fyrir og leiddu til hrunsins. Hans mistök eru algert smámál í því samhengi. Og að sjálfsögðu eiga veikindi forsætisráðherra og utanríkisráðherra ekki að hafa áhrif á kröfur fólks um að réttlætis sé gætt og hreinsun fari fram. EN - hrópin verða eitthvað svo hjáróma ef þeir sem fremstir eru í flokki geta ekki staðið undir þeim væntingum sem þeir gera til annarra - ekki einu sinni í svona máli, sem væri tiltölulega auðvelt að laga með því að koma fram og biðjast afsökunar.

Auður H Ingólfsdóttir (IP-tala skráð) 24.1.2009 kl. 10:19

32 identicon

Frábær skrif Lára Hanna.

Hulda Hákonardóttir (IP-tala skráð) 24.1.2009 kl. 10:30

33 identicon

Eru kúgunartækin ekki þegar nógu mörg - þurfum við ,,vanheilsustjórnun´´ ofan á allt annað?

En sá sem sviðsetti hádegisfundinn í Valhöll í gær er afar fær á sínu sviði.

Hvað varðar tilmæli um að Hörður Torfason biðjist afsökunar, sé ég ekki ástæðu til þess.

En ég skil vel að krónískir sjúkrasögufíklar kætist við að fá eitthvað nýtt að velta sér upp úr! 

Linda María (IP-tala skráð) 24.1.2009 kl. 10:30

34 Smámynd: Magnús Helgi Björgvinsson

Varðandi kosningar of snemma! Er það ekki einmitt það sem er á dagskrá mótmælafundarins í dag?

http://raddirfolksins.org/

  • Yfirskrift fundarins er sem fyrr Breiðfylking gegn ástandinu og kröfurnar skýrar:

    • Burt með ríkisstjórnina
    • Burt með stjórnir Seðlabankans og Fjármálaeftirlitsins
    • Kosningar svo fljótt sem unnt er

Magnús Helgi Björgvinsson, 24.1.2009 kl. 10:36

35 identicon

Voru það ekki stjórnmálamenn sem settu leikreglunar fyrir bankana.  Eru það ekki þá stjórnmálamennirnir sem bera ábyrgð á Geirshruninu og hvernig er búið að skuldsetja okkur í marga áttliði. 

Áfram Ísland.

Rúnar Vernharðsson (IP-tala skráð) 24.1.2009 kl. 10:46

36 identicon

Vel skrifað, en það breytir ekki þeirri staðreynd að Hörður gerði ófyrirgefanleg mistök.  Gerð er ófrávíkjanleg krafa um að aðrir sem hafa gert mistök biðjist afsökunar og segi af sér í kjölfarið.  Þeir sem gera slíkar kröfur til annarra verða að gera sömu kröfur til sjálfra sín.  Ég get ekki séð að nokkur sem hér skrifar geri slíkt.

Axel Axelsson

Axel Axelsson (IP-tala skráð) 24.1.2009 kl. 10:55

37 Smámynd: Ásgeir Kristinn Lárusson

Þá liggur þessi síða niðri, nyttlydveldi.is.  Kæmi ekki á óvart, ef einhverjir stuttbuxnastrákar væru að vasast í þeirri niðurfellingu...

Ásgeir Kristinn Lárusson, 24.1.2009 kl. 10:59

38 identicon

Hún er niðri Ásgeir rétt er það. En hvað hefur þú fyrri þér í því að fýlupokinn sé að vasast í því.

Ég setti inn komment hjá greyinu sem að fór eitthvað fyrri brjóstið á honum og hann var fljótur að eyða henni.
Greinilega maður sem er til í opna umræðu og skoðanaskipti eða hitt þó heldur.

En endilega segðu frá ef þú hefur einhverjar rökstuddar grunsemdir um það að  Árni B og aðrir séu að vinna skemmdarverk á vefsíðum.

Eggert Vébjörnsson (IP-tala skráð) 24.1.2009 kl. 11:09

39 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Tek hér undir hvert orð svo sannarlega. 

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 24.1.2009 kl. 11:17

40 Smámynd: Rut Sumarliðadóttir

Sammál þér, finnst þó að Hörður hefði mátt orða þetta á penni hátt en ekki ætla ég að hengja hann fyrir það. Veikingi og pólitík eru bara tveir ólíkir hlutir og á ekki að blanda þessu saman. Hver sem hefði sett út á að Geir tilkynni veikindi sín á þessum tíma hefði verið kjöldreginn eins og gert er við Hörð.

Við þurfum ekki vanheilsustjórnun eins og einhver orðaði það hér að ofan.

Rut Sumarliðadóttir, 24.1.2009 kl. 11:18

41 Smámynd: Óskar Þorkelsson

tek undir allt sem þú sagðir Lára . hittumst á austurvelli á eftir :)

Óskar Þorkelsson, 24.1.2009 kl. 11:29

42 Smámynd: Steingrímur Helgason

Já, þegar þú skrifar það dona...

Steingrímur Helgason, 24.1.2009 kl. 11:34

43 identicon

Það er reyndar eitt í þessum pistli sem ég er ósammála en það er afar sjaldgæft að skoðanir sem þú setur hér fram séu ekki eins og talaðar út úr mínu hjarta.

Ég er semsagt ósammála því að allir eigi að mæta á Austurvöll. Mér þætti fínt ef við værum færri og gætum þá verið viss um að öllum væri alvara.  Ég gleðst yfir hverri þeirri lyddu og roðhænsni sem heldur sig heima hjá sér í stað þess að þvælast fyrir okkur hinum sem vitum hvað vilð viljum og höfum manndóm til að fylgja því eftir.

Eva Hauksdóttir (IP-tala skráð) 24.1.2009 kl. 11:35

44 identicon

Látum ekkert stöðva okkur! Mætum öll á Austurvöll í dag. Fyrir hverja erum við að berjast? Fyrir íslenska þjóð og framtíð hennar! Börn, barnabörn og barnabarnabörn ........

Það er ekkert, já ekkert sem réttlætir að við hættum að berjast svo lengi sem spillingaröflin eru við völd á Íslandi.  Hönnum og smíðum nýtt lýðveldi á Íslandi og áttum okkur á því að samstaðan er eina vopnið sem við eigum. Látum ekki fortölur draga úr okkur kjarkinn!!

Þór (IP-tala skráð) 24.1.2009 kl. 11:42

45 Smámynd: Brattur

Utanþingsstjórn er eina vitræna lausnin í stöðunni núna... verður fróðlegt að sjá ný öfl sem nú koma fram og bjóða upp á eitthvað nýtt í íslenskri pólitík... þess er þörf...

Brattur, 24.1.2009 kl. 11:51

46 identicon

Ég var á austurvelli tvær fyrstu mótmælahelgarnar en ekki mætt síðan þá og afsaka mig með því að ég þarf að fara um langan veg til að mæta. En í dag skal ég mæta því staða landsmanna hefur ekkert breyst og glæpur stjórnvalda eins stór í dag og hann var í fyrradag. Ekki finnst mér skrýtið þó Hörður hafi misst út úr sér það sem hann gerði,mynni á að Geir svarar helst ekki spurningum án þess að fá að sjá þær fyrst á blaði.

Þegar forsetaráðherra kemur fram á blaðamannafundi og blandar saman stjórnmálum  og eigin veikindum og í framhaldi af því fyllast leigupennar flokksins heilagri reiði á bloggsíðum þá hvarflaði að mér hvor gætti verið að þetta væri ein enn lygin frá forsætisráðherra sem ekki hefur hingað til verið frægur fyrir að seigja alltaf sannleikann.

Ég trúi samt varla að hann sé svo ósvífinn en hvað veit maður,þetta er nú einu sinni sami maður og flokku lögðu upp  þjóðarnauðgunina sem endaði með gjaldþroti og skuldaránauð .

Og villidýr bíta þegar búið er að króa þau af út í horni.

Jon Mag (IP-tala skráð) 24.1.2009 kl. 11:52

47 identicon

Þetta útspil sjálfstæðismanna er enn eitt dæmi um hversu snöll pr vinna er í gangi fyrir flokkinn. Það má ekki láta þennan reyk ruggla okkur í rýminu. Það er tilgangurinn með útspilinu. Veikur eða ekki, það kemur málinu ekki við.

Steinarr Logi nesheim (IP-tala skráð) 24.1.2009 kl. 11:54

48 identicon

Hjartanlega sammála þér Lára Hanna.

Ég upplifði þetta strax sem "smjörklípu" eða reykbombu þeirra Sjálfstæðismanna. Ég upplifði þetta einnig sem "samúðarbetl" þ.e. að nú ætti að milda reyði almennings með veikindum foringjans. Þetta fólk þarna í Valhöll sem semur möntrurnar um "Góðærið" - "Stöðuleika" eða hvað því hentar hverju sinni, veit eflaust ekki að á hverjum degi deyr fólk úr krabbameini - fólk sem ma deyr frá maka sínum og börnum á þessum ömurlegu tímum sem þessir herrar hafa ma skapað - fólk sem ekkert hefur til sakar unnið annað en að búaá Íslandi. Ég hef upplifað það fyrir mig að þetta sé allt upp til hópa vondar manneskjur sem er skít sama um veg og velferð þjóðarinnar en hugsar fyrst og fremst um egin hag - hag flokksins.

Pétur (IP-tala skráð) 24.1.2009 kl. 11:55

49 identicon

Vel skrifuð grein hjá þér Lára! Er sammála þér í einu og öllu. Heimsæki síðuna þína oft en þetta er fyrsta skipti sem ég skil eftir mig fótspor.

Til þeirra sem ætla ekki að mæta í dag af því sem hann Hörður sagði!:

Hingað til hef ég reynt að mæta eftir bestu getu á þau mótmæli sem skipulögð hafa verið. Ég er ekki búsettur í RVK en leiðin liggur oft þangað því hef ég getað mætt stundum. En ég er ekki að mæta af því að Hörður Torfa er í forsvari eða einhver annar! Ég mæti fyrir mig og mína. Ég mæti af því að það er táknrænn gjörningur af minni hálfu til að taka undir þau sjónarmið sem komið hafa hjá almenningi um að við viljum fá ríkisstjórnina BURT, seðlabankann BURT, FME BURT, og helst vildi ég afturkalla þau vegarbréf sem þessir útrása fjárglæpamenn hafa! Það er minn draumur.

Því vil ég minna það fólk sem hefur í hyggju að mæta ekki vegna ummæla Harðar Torfa í gær! Að þið eruð ekki að mæta fyrir hann heldur ykkur og því mæli ég með því að þið svíkið ekki ykkur sjálf heldur MÆTIÐ Í DAG.

p.s. Svo langar mig til að segja eina sögu sem kunningi minn varð vitni af rétt fyrir jól. Þessi kunningi minn fór í jólahlaðborð sem var haldið einhverstaðar í Úthlíð, staðsetningin var mér ekki kunnug! Þar voru mættir einhverjir jólasveinar úr viðskiptalífinu sem og Pálmi Haralds! Þegar kunningi minn var úti að reykja kom Pálmi og ónafngreindur maður út og voru þeir að spjalla. Heyrðist samtalið ágætlega og var Pálmi að tala um sumarbústað sem hann var nýbúinn að kaupa í Úthlíðinni og var mjög ánægður með. Hitt var þó að það var annar sumarbústaður fyrir ofan hann og var sá ekki fallegur um að litast. Hann var búinn að komast af því að það var gamalt fólk sem átti hann og lítið getað dittað upp á hann síðustu árin. Vildi Pálmi endilega kaupa þennan sumarbústað og láta rífa hann en honum var tjáð að þetta eldra fólk vildi ekki selja og var hann ósáttur við það. Þetta var stuttu eftir að Sterling fór á hausinn og einhver 1000 starfsmanna sagt upp og fleiri þúsundir ferðalanga komust ekki heim.

Gott að vita hvað þetta fólk hefur að geyma innra með sér... ÉG ÉG ÉG Ég ÉG......

Þröstur (IP-tala skráð) 24.1.2009 kl. 11:55

50 identicon

Og vel að merkja. Takk fyrir góðan pistil og að sjálfsögðu mæti ég í dag!

Við tökum þennan slag og vinnum orustuna.

Eggert Vébjörnsson (IP-tala skráð) 24.1.2009 kl. 11:59

51 identicon

tek undir orð þín...

Einhvern tíman var talað um að persónugera ekki vandann.  í augnablikinu snýst þetta þó aðeins um eina persónu,  persónu Geirs H. Haarde.  Ég hef sjaldan vitað um eins sjálfhverfann stjórnmálaflokk og sjálfstæðisflokkinn.  Ég bara trúi því ekki að sjálfstæðisflokkurinn fá slíka samúð að það gleymist að hann hefur setið við völd í næstum 20 ár.  Í Mogganum í dag er opnuumfjöllun um krabbamein í vélinda, feril Geirs osfrv.  Ég man nú ekki eftir því að það hafi verið opnuumfjöllun um heilaæxli og feril Ingibjargar, kannski misminnir mig bara.  Mér þótti líka athyglisvert að Geir byrjaði á því að tilkynna um veikindi sín, en endaði á því að tala um að sjálfstæðismenn væru til í að boða til kosninga í vor,  með fullri virðingu en hvort skiptir íslenska þjóð meira máli.   Að því viðbættu langar mig að benda á að kosningaslagur sjálfstæðisflokksins er hafin á fullu. Hann hófst í gær. 

Mætum öll á Austurvöll í dag og mótmælum ástandinu.

Sigríður (IP-tala skráð) 24.1.2009 kl. 12:00

52 identicon

Viðtalið er að finna í heild sinni hér, http://www.mbl.is/media/96/1196.wav. Greining þín er svo góð að ég get engu við hana bætt.

Carlos Ferrer (IP-tala skráð) 24.1.2009 kl. 12:28

53 identicon

Skil ekki af hverju verið er að reyna að verja þennan mann, Hörð Torfason. Hann sýndi sennilega bara sitt rétta andlit í þessu viðtali og bætti um betur í viðtali við blöðin í dag. Hann er greinilega ekki mikið í því að praktísera það sem hann predikar - Það sem helst nú varast vann, varð þó að koma yfir hann"  - 

Soffía (IP-tala skráð) 24.1.2009 kl. 12:43

54 identicon

Þetta er skrambi góð greining hjá þér Lára Hanna.

En sá frómi maður, Hörður Torfason, er ekki hafinn yfir gagnrýni og þá má vel beina athyglinni að þessum ummælum hans sem eru honum til minnkunar. Ég geri það - þeir sem gagnrýna mega búast við gagnrýni. Hins vegar verða eftirmæli Harðar ekki þessi óheppilegu umælli, heldur óeigingjarnt starf hans í þágu þess mállstaðar sem hann trúir svo einlæglega á. Þannig að þó mér hafi þótt hann vera fífl dagsins í gær, vigtar val hans sem maður ársins 2008 meira en það - og í dag er nýr dagur.

Anna Sigrún Baldursdóttir (IP-tala skráð) 24.1.2009 kl. 12:45

55 Smámynd: Ævar Rafn Kjartansson

Ég er einn þeirra sem fannst Hörður eiga að biðjast afsökunar. Samt var hann bara að segja það sem ég hugsaði. Hann þarf ekki að biðjast afsökunar á neinu við nánari skoðun og í Staksteinum Morgunblaðsins er reynt að gera lítið úr honum: „ Fyrir utan það smekkleysi, ónærgætni og grunnhyggni sem ummælin lýsa koma þau úr hörðustu átt!“ Síðan eru ummæli hans um að bera saman einkalíf og stjórnmálalíf gerð ómerkileg með því að hann hafi á sínum tíma veitt viðtal þegar hann kom út úr skápnum og þannig blandað saman einkalífi og stjórnmálalífi! Er hægt að leggjast lægra en þetta í að reyna að koma höggi á manneskju?

Ég mæti í dag fyrir mig og börnin mín, ekki Hörð eða neinn annan. Annars vil ég vekja athygli á gjörning sem nemar í Listaháskólanum standa fyrir: Stilltu vekjarann á símanum þínum á 14.50 í dag og vekjum þjóðina!

Ævar Rafn Kjartansson, 24.1.2009 kl. 12:46

56 Smámynd: Ævar Rafn Kjartansson

Gleymdi: Frábær grein!

Ævar Rafn Kjartansson, 24.1.2009 kl. 12:47

57 identicon

Innilega sammála þér , það á ekki að blanda saman veikindum Geirs og því sem dynur á þjóðinni.

Mjög ósmekklegt að vera að ráðast á Hörð Torfa , hef fullan skilning á yfirlýsingu hans því mér fannst þegar ég heyrði ræðu Geirs Haarde að þetta hlyti að vera brandari þegar ræðan hans byrjaði á veikindum sínum að hann væri með krabbamein átti ekki til orð trúði þessu bara ekki.

Sjálfsögðu finna allir til með öllum sem greinast með krabbamein , enn flestir fara þá í veikindafrí og aðrir starfsmenn taka við þeirra störfum.

Thorunn Reynisdottir (IP-tala skráð) 24.1.2009 kl. 12:49

58 identicon

Frábær grein ,skil reyndar ekki upphlaupið vegna símaviðtals við Hörð , (sjá Carlos Ferrer kl 12.28)hann segir nákvæmlega það sem er rétt að ekki eigi að blanda einkalífi og stjórnmálalífi saman. Fólk er að missa atvinnu ,eignir sínar og heilsu og síðan ætla þau að stjórna landinu af sjúkrabeði. Eiga að sjálfsögðu að víkja til híðar og taka sé veikindaleyfi .

Óska þeim að sjálfsögðu góðs bata  

Jón Ágúst (IP-tala skráð) 24.1.2009 kl. 12:52

59 identicon

Samúð er tilfinning.
Er hægt að hneykslast á að einhver sýni ekki samúð?
Er hægt að hneykslast á að einhver elski ekki nógu mikið?
Er hægt að hneykslast á að einhver sýni ekki nægilegt traust?

Er hægt að skylda manneskju til að sýna þeim samúð sem hefur eyðilagt líf hennar og ættingja hennar?

Jón (IP-tala skráð) 24.1.2009 kl. 13:11

60 Smámynd: Máni Ragnar Svansson

Þetta er orðið SICk í bókstaflegri merkingu þess orðs.   Á nú að byrja á meðvirkninni aftur.  Tek undir með Ævari:  Frábær grein hjá þér Lára. 

Sú hönd sem reiðir til höggs á Hörð Torfa rís uppúr forarpytti.  Ekki er fögur sú hönd, heldur marblá og bólginn, loðin um lófa og lævís og lymsk.  Vald og peningar og peningar og ..........Vald..................................Auðvald

Þetta útspil er aumkunarverðara en Ástþór með sjóhatt.  Það er óþarft að fara í bíó lengur.  Þetta er bara BÍÓ Tríó

Ef þeir eiga ekki betri útspil í Valhöll, þá munu þeir sannarlega drukkna í eigin drullupolli.

Svo er bara að mæta á Austurvöll með góða skapið

Máni Ragnar Svansson, 24.1.2009 kl. 13:13

61 Smámynd: Marta B Helgadóttir

Takk fyrir þín góðu skrif.

Mikið er ég sammála þessu.

Marta B Helgadóttir, 24.1.2009 kl. 13:13

62 identicon

Sæl frænka.

Ég er sammála hverju orði í pistli þínum. Tek undir með þeim sem sagði hér að það væri andi skrítið að hann treystir sér ekki lengur til að vera formaður sjálfstæðisflokksins vegna veikindanna en telur sig færan um að vera forsætisráðherra.

kv sig haf

Sigurður j hafberg (IP-tala skráð) 24.1.2009 kl. 13:17

63 identicon

Takk fyrir frábæra síðu

frú Birna (IP-tala skráð) 24.1.2009 kl. 13:19

64 identicon

Mín kæra vinkona Lára Hanna. Ég verð að viðurkenna að í þessu efni er ég hjartanlega sammála orðum Auðar H. Ingólfsdóttur (nr. 31) hér að ofan.

Anna Ólafsdóttir (anno) (IP-tala skráð) 24.1.2009 kl. 13:21

65 identicon

,,Fín færsla og sammála öllu í henni,,,en að Herði Torfa þá hafa skógsveinar Íhaldsins  reynt að sundra samstöðu fólks með þessari árás á Hörð Torfa sem á allt gott skilið og er búinn að vinna gríðarlega vel fyrir okkur almúgann í þessari baráttu,Hörður er nefnilega límið sem heldur þessari byltingu saman............

Res (IP-tala skráð) 24.1.2009 kl. 13:24

66 identicon

Góð grein, Lára Hanna! Takk fyrir að blogga.

Þegar fingurinn bendir á tunglið þreytast Íslendingar ekki á að fjasa um fingurinn.

Það er líka rétt sem Baldur McQueen bendir á:

,,Ef Geir þykist hæfur til að gegna embætti forsætisráðherra, þrátt fyrir hörmuleg veikindi, er hann jafnframt hæfur til að taka við hverri þeirri gagnrýni sem að honum er beint."

ALLIR Á AUSTURVÖLL Í DAG!

GD (IP-tala skráð) 24.1.2009 kl. 13:28

67 Smámynd: Kristján Logason

Frábær grein sammála hverju orði

----
Wrong answer 101


Sem blaðamaður þá setur þú viðmælanda inn í málið og spyrð hann spurningar.
Síðan kveikir þú á upptökutækinu og spyrð hann óræðrar spurningar sem engu máli skiptir í raun nema sem framhald af fyrri spurningu.

Viðmælandi þinn sem nú á traust þitt. Svarar samviskulega.

Ef þú vilt láta viðmælanda líta enn ver út skellir þú í miðri ræðu hans spurningu um allt annað mál  sem hann átti alls ekki vona á að verða spurður.

Með þessu hefur þú séð til þess að viðmælanda vefst tunga um tönn.

Þegar þetta er klippt og birt er breytt um fyrirsögn.

------------


Þetta eru svo augljós vinnubrögð að ég á ekki til orð.
Það er hafið stríð hér á landi sem aldrei fyrr um orð og tjáningarfrelsi.
Allir þeir sem ekki tjá sig með samskonar orð og setningarskipan og valdstjórnin eru úthrópaðir á torgum með fáránlegum svívirðingum sem menn ættu ekki einu sinn að láta út úr sér í einrúmi.

Stjórnvöld gera allt til þess að fólkið í landinu taki ekki af þeim völdin og landið sem þau telja sig ein eiga og geta ráðstafað

Þetta þarf að stöðva



Við erum þjóðin

Landið er okkar

Kristján Logason, 24.1.2009 kl. 13:31

68 identicon

Sammála öllu nema að Geir sé góður maður. Hann studdi Íraksstríðið, morð á saklausu fólki og börnum. Það gera góðir menn ekki.

Högni (IP-tala skráð) 24.1.2009 kl. 14:04

69 identicon

Sæl Lára Hanna, takk fyrir góðann pistil að venju. Ég les bloggið þitt reglulega og bendi mörgum á að lesa það þar sem alltaf er um frábærar samantektir að ræða. Þetta er í fyrsta skipti sem ég kvitta fyrir mig, þarf að standa mig betur í því. Þú stendur þig svo sannarlega vel og leggur mikla vinnu í þetta, ég vil þakka þér fyrir alla þessa vinnu.

Mér finnast ótrúleg ummælin sem maður hefur lesið um Hörð, og að fólk skuli ekki ætla að mæta á mótmælin út af honum. Ég er að gera mig tilbúna fyrir mótmælin ætla að skunda niðrá Austurvöll og mótmæla, ég vil ríkisstjórnina burt, ég vil nýtt fólk í Seðlabankann og í FME. Kosningar í maí eru hænuskref í rétta átt, núna er bara að ná hinum markmiðunum.

Sjáumst niðrá Austurvelli.

Sigrún Guðmundsdóttir (IP-tala skráð) 24.1.2009 kl. 14:04

70 Smámynd: Ellý

Það er svo gott að sjá bloggfærslurnar þínar, skynsemisljós í annars ótrúlega dimmum bloggheimi. Fólk er svo fljótt að stökkva upp á nef sér og berja frá sér í blindni, það er alveg ótrúlegt.

Ellý, 24.1.2009 kl. 14:15

71 identicon

Frábær pistill Lára Hanna

ALLIR Á AUSTURVÖLL  

ag (IP-tala skráð) 24.1.2009 kl. 14:16

72 identicon

hættið að spá í hvað sjálfstæísflokkurinn ætlar að gera  heldur snúa að því að stofna bloggflokkinn og bjóða framm

bpm (IP-tala skráð) 24.1.2009 kl. 14:20

73 Smámynd: Rakel Sigurgeirsdóttir

Þessi færsla kemur eins og eftir minni pöntun!

Þú veist sennilega að mér finnst engin standa sig jafnvel í skrifum sínum hér á blogginu, og þó víðar væri leitað, eins og þú. Kannski er þetta álit mitt eitthvað litað af því að ég er langoftast hjartanlega sammála þér en það er þó fyrst og fremst víðsýni þín og sú skynsama yfirvegun sem einkenna skrif þín sem gera það að verkum að ég hef þetta álit.

Ég varð eins og þú alveg yfirkomin af því sem fólk lét út úr sér um Hörð Torfason í kjölfar þess að mbl.is túlkaði viðbrögð hans á sínum miðli upp úr hádeginu í gær. Mér fannst það líka undarlegt að engum virtist detta það í hug að orð hans væru slitin úr samhengi. Jafnvel ekki þeim sem sögðust þekkja hann og hafa dáð hann hingað til.

Af því að það hefur komið í ljós áður að við hugsuðum svipað þá ákvað ég skrifa sjálf um veikindi Geirs og Ingibjargar Sólrúna en treysta þér algjörlega fyrir því að taka upp hanskann fyrir Hörð. Það hefur þú svo sannarlega gert hér! Mig langar að faðma alheiminn af gleði yfir þinni frábæru vörn honum til handa. Hvernig ætli Herði líði þá eftir að hann les þetta?

Hörður Torfason hefur svo sannarlega margar ástæður til að bera höfuðið hátt. Miðað við þann óhróður sem var ausið yfir hann í gær finnst mér samt líklegt að honum veiti ekki af slíkum hlýju- og skynsemdarorðum til að minna sig á það.

Áður en ég fer yfir strikið í tilfinningaseminni og fögnuðinum yfir skrifum þínum ætla ég að koma mér niður á jörðina og segja einfaldlega: Takk fyrir þessa færslu, Lára Hanna

Rakel Sigurgeirsdóttir, 24.1.2009 kl. 14:30

74 identicon

Eftir 75 athugasemda svarhala hér finnst mér Hjörvar Pétursson hafa eitthvað nýtt við þetta að bæta.

Carlos Ferrer (IP-tala skráð) 24.1.2009 kl. 14:45

75 Smámynd: Kolla

Takk takk

talað útúr mínu hjarta bara betur orðað

Kolla, 24.1.2009 kl. 15:18

76 Smámynd: Harpa Björnsdóttir

Sú staðreynd að raddir fólks fóru að heyrast með afgerandi hætti á Asturvelli má þakka Herði Torfasyni. Sú staðreynd að kosningar verða í vor er bein afleiðing þessa. Enn er krafan um að stjórn Seðlabankans og Fjármálaeftirlitsins víki ekki uppfyllt. Ég finn til með Geir og Ingibjörgu í veikindum þeirra, Hörður gerir það  eflaust líka, en það má ekki gleymast að þetta eru "landsfeðurnir og landsmæðurnar" sem við erum að gagnrýna - þau sem voru kosin til að gæta öryggis okkar og velferðar. Ef þau hafa brugðist því hlulutverki eða geta ekki sinnt því af einhverjum ástæðum, vegna veikinda eða einfaldlega vegna skorts á trausti - þá eiga þau að víkja. Svo einfalt er það. En þau eiga samúð mína óskipta í veikindum sínum. Pólitíkin virðist ekki vera heilsusamlegur starfsvöllur.......

Harpa Björnsdóttir, 24.1.2009 kl. 15:29

77 Smámynd: Aðalheiður Þórisdóttir

Ég er greinilega ekki sú eina sem finnst færslan þín góð .

Aðalheiður Þórisdóttir, 24.1.2009 kl. 15:45

78 identicon

Takk innilega fyrir að standa vaktina og upplýsa okkur sem búum erlendis.  Þú er uppsprettan okkar og svalar okkar fíkn í fréttir. 

 Ég má til með að deila með þér krúttlegri frétt, við erum búsett í Kína og dóttir mín gengur í alþjóðlegan skóla.  Í gærkvöld þegar við sátum yfir matarborðinu segir hún upp úr þurru:  Mamma, veistu að í dag, í skólarútunni þá heyrði ég bílstjórann segja að fólk á Íslandi væri að kasta eggjum og tómötum.  Nú sagði ég!  Sagði hann þetta við þig?  Nei hann sagði þetta við ayi (skólaliði).  Ég spurði svo Liv hvort hún hefði sagt eitthvað.  Nei var svarið en henni fannst þetta svolítið fyndið og hún hló smá, bara smá.

 Kínverski bílstjórinn er með allt á hreinu, ótrúlegt hvað Ísland er komið á kortið!

Góða helgi og gleðilegt kínverskt nýtt ár!

Lára (IP-tala skráð) 24.1.2009 kl. 16:06

79 identicon

Ekki er ég vön  að skria blogg þrátt fyrir að ég lesi nánsat allt sem þar birtist.  Mikið var ég sammála skrifum þínum um Hörð og finnst þeir sem níða hann fyrir eitthvað sem hann sagði um Geir vera tittlingaskítur miðað við það sem ríkissórnin er búin að gera heimilum í landinu með andvaraleysi sínu.

Kristin Valdimarsdóttir (IP-tala skráð) 24.1.2009 kl. 16:36

80 Smámynd: Brjánn Guðjónsson

vel mælt, eins og þér er lagið

Brjánn Guðjónsson, 24.1.2009 kl. 17:05

81 Smámynd: Hólmdís Hjartardóttir

Takk fyrir færsluna

Hólmdís Hjartardóttir, 24.1.2009 kl. 17:12

82 Smámynd: halkatla

Takk takk (og nokkur takk til viðbótar aftur í tímann) - fjúff að það séu svona margir sammála þér! Það var svartur dagur í fjölmiðlum og bloggheimum í gær.

halkatla, 24.1.2009 kl. 17:21

83 identicon

Takk kæra Lára Hanna,

Ég bara táraðist við að lesa þessi skrif þín. Ég er sjálf búin að verja Hörð í gær og dag og finnst ömurleg öll illskan sem þessi sterki, duglegi maður fær í sinn garð. Hann er búinn að standa sig svo vel. Einnig þakka ég þér fyrir frábæra bloggið þitt. Ég er ósjaldan búin að vitna í það.

Baráttukveðjur

Rósa Sturludóttir (IP-tala skráð) 24.1.2009 kl. 17:39

84 Smámynd: Salvör  Kristjana Gissurardóttir

Hörður er flottur. Oftast kurteis líka. En allir geta misst sig stundum og það er ekki hægt að gera ráð fyrir að Hörður sé þaulundirbúinn með samúðarkveðjur til forsætisráðherra þegar baráttuhamurinn er sem mestur. Berum saman stöðu Kristjáns Kristjánssonar sem er blaðafulltrúi ríkisstjórnarinnar við stöðu Harðar sem er blaðafulltrúi og talsmaður okkar hinna, okkar sem segjum "Við erum fólkið".  Ekki borgum við Herði sömu laun og Kristján fær, ekki sköffum við honum sömu aðstöðu.

Það er nú reyndar líka gaman að velta fyrir sér ferli þessara tveggja manna - almannatengslamanns ríkisstjórnarinnar og almannatengslamanns okkar fólksins og spá í hvaðan koma þessir menn, hvar voru þeir áður. Hörður var hinir,  hann ruddi brautina fyrir forsmáðan jaðarhóp, fólk sem margir töldu að ætti ekki skilið mannréttindi vegna þess hvern það vildi elska. Kristján  Kristjánsson var upplýsingafulltrúi FL Group á meðan það fyrirtæki blekkti íslensku þjóðina.  Það segir sitt um Geir Haarde og Sjálfstæðisflokkinn hvern hann velur til að semja ræður sínar og tóna hvað hann segir.

Áfram Hörður!

Salvör Kristjana Gissurardóttir, 24.1.2009 kl. 18:03

85 identicon

Takk Lara.  Bjargadir deginum med thessari faerslu!

Sigrun

Sigrun (IP-tala skráð) 24.1.2009 kl. 18:07

86 identicon

Góður samanburður hjá Salvöru - Hörður og Kristján. Auðvitað skiptir máli hverja maður velur sér fyrir talsmann.

Carlos Ferrer (IP-tala skráð) 24.1.2009 kl. 18:46

87 identicon

Treysti því að allir landsmenn panti sér almenna læknisskoðun á Landspítalanum.

Geir segir aldrei satt og fattar það ekki..

Vona að stjórn Samfylkingarinnar setji formanninn í veikindafrí og þá getum við hin boðið henni frí frá stjórnmálum til eilífðarnóns.

Hkr (IP-tala skráð) 24.1.2009 kl. 18:58

88 identicon

Það er eins og þú hafir gripið allar mínar hugsanir seinustu 24 tímana á lofti og komið þeim öllum á blað í greinagóðu formi. Mikið er ég innilega sammála þessum pistli.

Mótmæli dagsins og þessi pistill er vendipunktur í mínum huga.

Baráttan er alls ekki á enda!!!

Pétur Örn Þórarinsson (IP-tala skráð) 24.1.2009 kl. 19:18

89 Smámynd: Róbert Björnsson

Takk fyrir frábæran pistil Lára!  Get tekið undir hvert orð.

Róbert Björnsson, 24.1.2009 kl. 20:45

90 identicon

Frábært Lára Hanna. Þakka kærlega fyrir árvekni þína.

Þú ert algjör snillingur. Bendi öllum vinum mínum á vefsíðuna þína. Les daglega og fylgist með.

Áfram stelpa!

Anna

annag (IP-tala skráð) 24.1.2009 kl. 20:55

91 Smámynd: Sóldís Fjóla Karlsdóttir

Þú ert frábær penni Lára Hanna og ég er þér 100% sammála. Takk fyrir frábæra og hvetjandi pistla.

Sóldís Fjóla Karlsdóttir, 24.1.2009 kl. 21:01

92 identicon

Takk fyrir frábæran pistil, Lára Hanna. Viva la Revolution!

Alda Sigmundsdóttir (IP-tala skráð) 24.1.2009 kl. 21:25

93 Smámynd: Hildigunnur Rúnarsdóttir

Takk takk, eins og talað út úr mínu hjarta!

Hildigunnur Rúnarsdóttir, 24.1.2009 kl. 21:30

94 identicon

Takk fyrir þennan vel skrifaða og skynsama pistil. 

Hörður er sannkölluð hetja, og á hiklaust fálkaorðuna skilið (ef hún verður þá áfram til stofnun nýja lýðveldisins).  En þú ert líka búin að standa þig frábærlega vel, Lára Hanna!

Það má ekki líta framhjá eða gleyma vinnubrögðum mbl.is í sambandi við þetta viðtal við Hörð.  Hvernig viðtalið er tekið, hvernig fréttin er skrifuð, og hvernig óviðeigandi og meiðandi mbl.is blogg tengingum er leyft að grassera.  Berið saman við meðhöndlun Klemenzbræðra.  Morgunblaðið sýnir öðru hvoru sitt rétta andlit.

Úlfar Erlingsson (IP-tala skráð) 24.1.2009 kl. 21:33

95 Smámynd: Margrét St Hafsteinsdóttir

Frábær pistill og ég tek undir allt sem þú skrifar.  Þú ert dugnaðarkona og mjög réttsýn og þú hefur átt stóran þátt í því að ýta við fólki. Takk fyrir það.

Margrét St Hafsteinsdóttir, 24.1.2009 kl. 22:39

96 identicon

Algjörlega sammála, góður pistill og þarfur. Mér hefði alveg dugað að Geir hefði sent frá sér fréttatilkynningu um að hann yrði að draga sig í hlé af heilsufars ástæðum og vera ekkert að blanda því saman við önnur mál. Hörður hefur staðið vaktina undanfarna mánuði fyrir þjóðina sem er meira en sagt verður um Geir. Þrátt fyrir hans veikindi, sem ekki þarf að gera lítið úr, þá má ekki sleppa honum við hans þátt í þessu heljar klúðri sem við erum í: Geir var fjármálaráðherra þegar bankarnir voru einkavæddir og sleppti því að setja þeim nokkrar reglur sem hratt af stað þessari botlausu græðgisvæðingu, og sem forsætisráðherra þegar þeir hrundu, tók hann ekkert mark á aðvörunum og laug að þjóðinni þá og er ekki enn farinn að segja satt um þau mál. T.d. lýgur hann því að þjóðinni að ríkið geti borgað af þeim lánum sem hann hefur skrifað upp á í okkar nafni: 1500 - 2000 miljarðar á 5 -6 % vöxtum gera 75 - 120 milljarða á ári bara í vexti. Hann lýgur t.d. um eignir Landsbankans í UK, þær "eignir" eru meira eða minna verðlausir pappírar sem þýðir að Icesave klúðrið í heild sinni lendir á þjóðinni. Íslenska ríkið verður innan örfárra ára gjaldþrota vegan þessara lána og krónan verður ekki meira virði en WC pappír. Á þessu ber hann ábyrgð og hans veikindi breyta engu þar um. Þetta er ófyrirgefanlegt!

HansG (IP-tala skráð) 24.1.2009 kl. 22:39

97 Smámynd: Diesel

Lára Hanna, ég er sammála þér. Auðvitað er miður að frétta þetta af Geir og ég óska honum alls hins besta. En ég held að Hörður hafi meint að "reyksprengjan" væri kosningarnar sem Geir boðaði.

Geir braut samt sem áður fyrstu reglu stjórnmálamanna, ekki fyrstur til þess og ekki síðastur. Reglan er einföld. Einkalíf og pólítík eiga enga samleið. Ekki í neinu samhengi.

Í raun hefði hann átt að halda 2 blaðamannafundi. Fyrst um kosningar og svo um veikindin. 

Ef ég væri trúaður myndi ég biðja fyrir honum, en ég læt mér nægja að óska honum bata. Hann er eflaust ekki slæmur maður þó að hann sé slæmur pólítíkus

Diesel, 24.1.2009 kl. 22:42

98 Smámynd: Haukur Nikulásson

Eins og oftast áður Lára Hanna, þú stelur því sem aðrir vildu sagt hafa!

Haukur Nikulásson, 24.1.2009 kl. 22:58

99 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Auður og Anna segja það sem ég hefði sagt viljað þannig að það er komið. Þú stendur þig vel í þinni baráttu, en ég þarf ekkert endilega að vera sammála öllu.  Vil bara bæta við komment hjá Diesel, Geir er góður stjórnmálamaður og að mínu mati miklu betri en allra VG og B og SF og FF samanlagt.

Ásdís Sigurðardóttir, 24.1.2009 kl. 23:00

100 identicon

Hörður þurfti ekki að biðjast afsökunar á neinu. Þeir sem sneru út úr orðum hans ættu að biðja hann afsökunar. 

Ekkert í ræðu Harðar gerði lítið úr veikindum forsætisráðherra. En ef menn vildu misskilja orð hans, þá var það létt verk og löðurmannlegt. 

En Herði var auðvitað frjálst að flytja forsætisráðherra afsökunarbeiðni. Eflaust hefur hann gert það til að stöðva rakalausan fúkyrðaflauminn sem æddi um netheima.

Hörður er stór í sniðum. Þjóðin er heppin að hann tók að sér að halda utan um mótmælin.

Hjörtur Hjartarson (IP-tala skráð) 24.1.2009 kl. 23:21

101 Smámynd: Jenný Stefanía Jensdóttir

Lára Hanna,

Þjóðarstoltið hríslast um merg og bein við lestur þessa góða pistill.  Stolt yfir öllum okkar góðu Íslendingum sem eru allt í senn mannlegir og misvitrir.  Hef samt áhyggjur af því virðingarleysi sem forsætis og utanríkisráðherra hafa sýnt þjóðinni og ekki síst sjálfum sér og fjölskyldum sínum. Að ætla sér að þrautsitja áfram fárveik, þegar öll orka þeirra þarf að beinast að því að ná fullri heilsu á ný.

Jenný Stefanía Jensdóttir, 25.1.2009 kl. 01:00

102 Smámynd: Magnús Geir Guðmundsson

Æ, bara að hún Ásdís, rúmlega fimmtug konan vildi nú hætta að tísta svona eins og hún væri tíu ára stelpukrakki!Færi betur á því, að hún til dæmis í þessu tilfelli, rökstyddi nú þessa aðdáun sína á brátt fyrrum formanni D, en áframhaldandi forsætisráðherra svolengisemhonumsýnistsjálfum!

Punkturinn hans Húnboga sem fleiri svo í svipuðum dúr hafa verið með og ég hef frá því Geir kom með veikindatíðindin, sem og að setja þau í forgrunn að yfirlögðu ráði, ætti fyrst og fremst að vera fólki umhugsunarefni, en ekki hvort Hörður brást við á angan eða réttlætanlegan hátt.Enda verður fólk búið að gleyma viðbrögðum hans fyrr en varir og þau haldlítil átylla til gagnrýni.

Hann kaus hins vegar að biðjast afsökunar, nokkuð sem m.a. Kristján Loga er m.a. að sýna hérna fram á var ástæðulaust. Hún Auður er svo væn og góðhjörtuð, að hún vill sýna eða veita Geir meiri skilning persónulega, sem auðvitað vill stundum vanta gagnvart stjórnmálamönnum, en í ljósi þess sem fyrr sagði og þú LH kemur inn á, þá er þessi samtvinning Geirs sjálfs á veikindunum og niðurstöðu fundarins, gagnrýniverð og svo mikið raunar að viðbrögð Harðar geta ekki með neinum hætti talist honum til meiriháttar vansa.

En, hann baðst samt afsökunnar og þá stendur eftir sem margur fleiri en ég hef spurt, eru þá ekki ansi margir aðrir komnir í skuld líka og miklu fremur en HT, að biðjast afsökunnar!?

SVari nú hver fyrir sig.

Magnús Geir Guðmundsson, 25.1.2009 kl. 01:38

103 Smámynd: Magnús Geir Guðmundsson

En hann baðst SEMSAGT afsökunnar.. átti að standa þarna.

Magnús Geir Guðmundsson, 25.1.2009 kl. 01:43

104 identicon

Samúð er tilfinning.
Er hægt að hneykslast á að einhver sýni ekki samúð?
Er hægt að hneykslast á að einhver elski ekki nógu mikið?
Er hægt að hneykslast á að einhver sýni ekki nægilegt traust?

Er hægt að skylda manneskju til að sýna þeim samúð sem hefur eyðilagt líf hennar og ættingja hennar?

Samúðin ristir ekki djúpt gagnvart þeim sem eiga bágt í þessu þjóðfélagi.

Fólk deyr á götum úti í Reykjavík. Hvar er samúðin þá?

Það er skoplegt að sjá þegar gáfumannafélagið er að keppast um að setja Íslandsmet í samúð og ávíta aðra fyrir skort á samúð.

Þetta er blanda af móðursýki og hræsni.

Þessi færsla Jónasar Kristjánssonar er gott innlegg í þessa umræðu.

 Sjá:

http://www.jonas.is/

24.01.2009
Hörður kúgaður til hlýðni
Hörður Torfason baðst afsökunar að ástæðulausu. Hann var þvingaður til þess, því að við búum í samfélagi hræsni og yfirdrepsskapar. Niðurlægjandi er að lúta höfði til virðingar því krumpaða samfélagi. Hörður hafði kvartað yfir, að Geir Haarde tengdi veikindi sín við pólitík. Það var rétt kvörtunarefni. Hræsnarar og yfirdrepsfólk neituðu að mæta á útifundinn í dag vegna orða Harðar. Nú geta þeir mætt aftur, því að hann hefur látið kúgast. Ég sé ekki, að honum sé neitt gagn í stuðningi hræsnara og yfirdrepsfólks. Það fólk er hluti vandans, ekki partur af nýju Íslandi. Látum það koma upp um sig.

Jón (IP-tala skráð) 25.1.2009 kl. 01:45

105 Smámynd: Rakel Sigurgeirsdóttir

Sýnir bara hvað Hörður er þroskaður einstaklingur! Ég er samt sammála því að hann átti ekki að þurfa að biðja afsökunar á neinu. Það væri miklu nær að blaðamaðurinn á mbl.is bæði hann afsökunar á því að afbaka orð hans með þeim afleiðingum sem við höfum orðið vitni af. Mér finnst yfirburðir hans gagnvart öllum hans hörðu dómurum koma skýrt og greinilega fram í því að hann biðst afsökunar þegar enginn á það fremur skilið en hann sjálfur.

Hörður Torfason sýndi enn og sannaði vilja sinn til að lægja öldur og halda frið. Merkilegt hvað margir eru tilbúnir til að setja verk hans í eitthvað allt annað samhengi!

Ég skal alveg viðurkenna það að ég var enginn sérstakur aðdáandi Harðar hér áður fyrr en með fórnfúsu leiðtogastarfi sínu frá síðastliðnu hausti í þágu réttlætisins hefur orðið mikil breyting þar á. Mér finnst hann reyndar bera höfuð og herðar yfir okkur flest. Harma hvað margir þurfa að öfundast út í yfirburði hans í stað þess að þakka honum það flókna og krefjandi starf sem hann hefur tekið að sér fyrir okkur hin. Þjóðina sem hefur aldrei farið neitt sérstaklega vel með hann.

Öfundin er sannarlega stórhættulegt afl eins og margir Íslendingar, sem hafa sannarlega skarað fram úr okkur hinum, hafa fengið að kenna á. Hlífum Herði og styðjum hann frekar í því sem hann hefur sýnt og sannað að hann stendur sig virkilega vel í! Þ.e.að stýra útifundunum á Austurvelli.

Rakel Sigurgeirsdóttir, 25.1.2009 kl. 02:46

106 Smámynd: Eva Benjamínsdóttir

Frábær pistill mín kæra Lára Hanna, góð mæting á Austurvelli og áfram með byltinguna og nú syngjum við....yndislega þjóð!

Við gefumst aldrei upp!!! fyrir spillingaröflunum. Burt með ruslið! Baráttukveðjur, eva

Eva Benjamínsdóttir, 25.1.2009 kl. 03:20

107 Smámynd: Hildur Helga Sigurðardóttir

Stöndum vörð um Hörð !

Hildur Helga Sigurðardóttir, 25.1.2009 kl. 03:47

108 Smámynd: Jenný Stefanía Jensdóttir

Hvað er ég? Hvað er þú? Hvað er hún ? Hvað er hann?

Sama hönd, sama önd, sama blóð -

Að slá skjaldborg um réttlætið, maður við mann

það er menningin, íslenska þjóð.  Jóhannes úr Kötlum

Baráttukveðjur

Jenný Stefanía Jensdóttir, 25.1.2009 kl. 04:48

109 identicon

Ef Geir og Solla hefðu hálfan manndóm Harðar, hefðu þau beðist afsökunar á klúðrinu fyrir löngu ásamt Valgerði hjá Framsókn.

Sagt öll af sér á fyrsta degi bankahruns og boðað til kosninga og sett á þjóðstjórn.

Meðan þetta pakk kann ekki að skammast sín og situr sem fastast þrátt fyrir afburða vanhæfni, jafnt heilsufarslega, andlega sem og samfélagslega.

 Þá skuldar Hörður engum þeirra afsökun. En sýndi þvert á móti hversu miklu betri leiðtogi hann er , með að gera svo. Látum ekki spillingarliðið sundra okkur.

Burt með spillingarliðið.

Arnór Valdimarsson (IP-tala skráð) 25.1.2009 kl. 04:55

110 Smámynd: Ómar Geirsson

Blessuð Lára Hanna.

Kærar þakkir fyrir góðan og sannan pistil.

Mig langar að vekja athygli á einu sem mætti ræðast betur og hún Jakobína kom inná í góðum pistli í gær og það er spurningin afhverju Fjölmiðlar landsins, með tölu, eru að vinna gegn þjóð sinni á svona áberandi hátt.  Ég veit að stjórarnir eru allir  innmúraðir Sjálfstæðismenn en hvað með starfsfólk fjölmiðlanna.  Á það enga sómatilfinningu?  T.d í þessu dæmi með Hörð þá var hann augljóslega stuðaður með mjög heimskulegri spurningu.  Efnislega virtist fréttamaðurinn ganga út frá því að vegna veikinda Geirs þá hætti fólk að missa vinnuna, húsin sín og áhyggjur okkar af erlenda skuldabagganum hyrfi líka við þessi veikindi hans og nýboðaðar kosningar reyndar.  Það var þetta rugl í forsendum fréttamannsins sem stuðaði Hörð og setti hann útaf laginu.  Hvað komu veikindi Geirs þessum mótmælum við?? 

Ég held að sú krafa að Ungum Sjálfstæðimönnum á öllum aldri verði fundin önnur vinna en sú að angra landsmenn, eigi fullan rétt á sér.  Jónas er farinn og Davíð vonandi á förum en er það nóg?  Viljum við núverandi fjölmiðlaumfjöllun???

Eitt að lokum.  Það er Harðar mál hvort hann bað Geir afsökunar eður ei.  Sjálfsagt að hafa skoðun á því en ég veit ekki til þess að það gefi fólki sjálfkrafa rétt á að hnýta í manninn.

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 25.1.2009 kl. 17:23

111 identicon

E.t.v. eru facebook-grúpur hálftómt mál en ég bendi samt á þessa hér:

http://www.facebook.com/group.php?gid=52543217135

Mér þætti a.m.k. gott að finna stuðning með þessum hætti.

Einar Axel (IP-tala skráð) 25.1.2009 kl. 21:10

112 Smámynd: Pálmi Gunnarsson

Á þessum mikilvægu tímum höfum við ekkert að gera við foringjadýrkun. Nóg er komið af slíku. Hörður á allar þakkir skyldar fyrir sitt framlag en mótmæli fólksins í landinu snúast ekki um persónu Harðar, eiga ekki að gera það og mega ekki gera það. Foringjadýrkun hefur haldið þessari þjóð í helgreipum um áratuga skeið og rústað því sem við höfum á tyllidögum montað okkur mest af.. þingbundnu lýðræði. Nú sitja foringjar sitjandi stjórnar með böggum hildar meðan foringjar gjörónýtrar stjórnarandstöðu froðufella af ánægju yfir óförum stjórnarinnar og geta ekki haldið aftur af sér af barnslegri tilhlökkun við tilhugsunina um að komast til valda. Í mínum huga á íslenska þjóðin að gefa öllu þessu liði frí, langt frí -  og taka til við uppstokkun mál með neyðarstjórn.

Pálmi Gunnarsson, 26.1.2009 kl. 11:26

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband