Hvalablástur Kristjáns í Kastljósi

Hvaða skoðun sem maður hefur svosem á hvalveiðum og hinni furðulegu og umdeilanlegu reglugerð sjávarútvegsráðherra á síðustu starfsdögum sínum verður þetta efni að teljast makalaust. Mér leikur forvitni á að vita hvernig Sigmari leið... hvernig honum tókst að halda andlitinu. Kristján er verri en ruddalegasti pólitíkus og ómálefnalegri en ergilegustu sjálfstæðismenn og -konur þessa dagana... nefnum engin nöfn. Ég fann til með Sigursteini. Sennilega hefði ég bara þagað til að mótmæla svona forkastanlegum yfirgangi.

Til gamans má geta þess að í desember sl. var frétt á Vísi um að kjöt af langreyðum sem veiddar voru haustið 2006, rúmum tveimur árum áður, væri loks komið í dreifingu á markaði í Japan. Greinilega roksala í hvalkjötinu - það er bara rifið út. Eða hvað? Ég hef það alltaf á tilfinningunni að hvalveiðileyfi séu gefin út fyrir pyngju örfárra manna, en í þetta sinn bætist hefndarhugur við.

Hvað eru hinir ráðherrar Sjálfstæðisflokksins að dunda sér við á lokasprettinum?


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Heil og sæl; Lára Hanna !

Kristjáni Loftssyni; er sæmd ein, sem heiður, af rekstri fyrirtækis síns, Hvals hf. Máttleysislegir tilburðir; Sigursteins Mássonar, erindreka ESB, sem ýmissa annarra fjenda, íslenzkra atvinnuhagsmuna, máttu sín lítils, enda Kristján hafsjór fróðleiks, sem góðrar málafylgju, allrar.

Hví; taka Sigursteinn, sem önnur skoðanasystkini hans ekki upp á, að andæfa kúabændum, þá þeir þurfa, að leiða kýr sínar, til slöktunar, á blóðvelli sláturhúsanna, sökum elli, eða þá nytjar falls, viðkomandi skepnu ?

Hræsni; sem yfirdrepsskapur Sigursteins Mássonar, var hverjum manni auðsær, Lára Hanna.

Með beztu kveðjum /

Óskar Helgi Helgason 

Óskar Helgi Helgason (IP-tala skráð) 29.1.2009 kl. 02:09

2 Smámynd: Hólmfríður Bjarnadóttir

Það er ekki nýtt að Kristján þessi sé með ruddalegt orðbragð og dónaskap. Ég hafði einfaldleg ekki geð í mér til að hlusta á hann einu sinni enn. Hann minnir mig á óþokkann ungling á með hormónaflóð sem gerir hann dólgslegan. Svoleiðis gerist stundum hjá unglingum, en hjá fullorðnu fólki, nei takk. Mér finnst þetta útspil Einars K afskaplega sérkennilegt og sýnir ákveðinn dómgreindarskort. Halda sjálfstæðismenn virkilega að allt sem þeir ákveða og gera sé ósnertanlegt.

Það verður gaman að fylgjast með Jóhönnu þegar hún tekur stóru skófluna og byrjar að moka, fyrst í Seðlabankanum.

Fólk vill hafa áhrif með nýjum framboðum og það finnst mér afar skiljanlegt. Það er bara svo sorglegt hvernig fer oft fyrir slíkum hópum. Flokksveldið gamla sogar til sín atkvæðin á síðustu stundu vegna alls kyns valdatauma sem liggja út um allt samfélagið.

Ný framboð geta mjög trúlega komið mönnum að í vor, en svo fjarar undan. Þess vegna er svo mikilvægt að breyta stjórnarskránni og kosningareglunum til að lýðræðið komist til valda og áhrifa. Það er ekki vænlegt til árangurs því miður að ætla Alþingi það verk, því flokkshagsmunir eru svo "mikilvægir" og því er nauðsynlegt að kjósa til sérstaks Stjórnlagaþings eins og umræðan er svo mikil um núna. Muna www.nyttlydveldi.is

Hólmfríður Bjarnadóttir, 29.1.2009 kl. 02:14

3 Smámynd: Hildur Helga Sigurðardóttir

Hvað eru hinir að dunda sér við ?

Væntanlega að setja teiknibólur í stólana sem þeir eru búnir að "eiga" í átján ár...

Hildur Helga Sigurðardóttir, 29.1.2009 kl. 02:16

4 Smámynd: Hólmfríður Bjarnadóttir

Frá hvaða öld og plánetu ert þú Óskar Helgi Helgason. Þarna er eldgamla hugsunin eins og hún gerist svæsnust. Okkur vantar nýja hugsun maður minn, það er 21. öldin, ef þú hefur ekki heyrt af því. Maður vorkennir svona fólki, ég segi nú ekki annað

Hólmfríður Bjarnadóttir, 29.1.2009 kl. 02:19

5 Smámynd: Jóna Kolbrún Garðarsdóttir

Þetta var ömurlegt útspil hjá fráfarandi sjávarútvegsráðherranum, samt er ég fylgjandi hvalveiðum í mjög smáum stíl.  Svona rannsóknarstíl, en samt hægt að fá súrt hvalsrengi á þorranum

Jóna Kolbrún Garðarsdóttir, 29.1.2009 kl. 02:21

6 Smámynd: Vilberg Helgason

Sala á hvalkjöti til Japan dróst vegna innflutningsbanns á kjöti til Japans sökum hertra innflutningsreglna vegna einhverrar sýkingar sem hafði komið upp við innflutning á kjöti í japan eitthvað áður...

Núna hefur markaður víst galopnast og því ekki mikil hætta á að þetta seljist ekki sem veiða á.

Það ljóta við þetta allt er að undanfarnar vikur hefur verið á fullu vinna við að gera bátana Hval 1 2 og 3 eða hvað þeir heita tilbúna til veiða sem þýðir að Kristján átti loforð uppi í erminni, svona vinaveiðikvóta þvi varla hefði undirbúningur veiðanna ekki hafist fyrir nokkrum vikum annars.

Líklegast er að sjálfstæðismenn hafi frestað þessu í von um að samstarf við XS gengi upp en um leið og starfsstjórn tók við var ekki eftir neinu að bíða og um að gera að skella skuldinni á nýja ríkisstjórn.... hvort sem skuldin er að standa í hártogi við þjóðir heims ef veiðarnar standa eða við hvalveiðisinna á íslandi ef þeir myndu afturkalla.

Win win fyrir XD

Vilberg Helgason, 29.1.2009 kl. 02:39

7 Smámynd: Hildur Helga Sigurðardóttir

P.S. Horfði á Kastljósið hjá þér áðan. Fann ekkert til með Sigursteini.  Hann stóð sig bara vel.   Kristján Loftsson hefur borgað drjúgt í kosningasjóði Sjálfstæðisflokksins í áratugi og trúir því greinilega að hann sé öruggur áfram.  Sjáum hvað setur...

Hildur Helga Sigurðardóttir, 29.1.2009 kl. 02:40

8 identicon

Heilar og sælar; frúr, og þið önnur, hér hjá Láru Hönnu !

Frú Hólmfríður Bjarnadóttir ! Fæddur í Reykjavík; 2. Júlí 1958, sonur Helga Vigfússonar kennara - Kaupfélagsstjóra og skrifstofumanns (1910 - 1987) og Jónínu Aldísar Þórðardóttur húsmóður (1923 - 1999), og kem úr hópi 14 systkina, þar af 10 alsystkina.

Gekk; í Barna- og Unglingaskóla Stokkseyrar 1967 - 1971 - síðan Gagnfræða skóla Selfoss 1971 - 1973.

Hefi unnið margvísleg störf, svo sem til sveita - sem veðurathugunarmaður á Þingvöllum, í Árnessýslu 1980 -  1981/ blikksmíðanemi 1982 á Selfossi/ birgðavörður, hjá Hraðfrystihúsi Stokkseyrar hf, 1983 - 1991 / starfsmaður Kaupfélags Árnesinga á Selfossi 1979/1980/1981 og 1991 - 1995. Starfsmaður Steinars Árnasonar hf, á Selfossi 1995 - 1998 / starfsmaður Húsasmiðjunnar hf, á Selfossi 1998 - 2001 / starfsmaður G.J. Fossberg vélaverzlunar Reykjavík 2001 - 2002 / starfsmaður Véla og Verkfæra ehf, Reykjavík 2002 - 2004, og síðan unnið, upp á mína eigin eykt, frú Hólmfríður, með sérþjónsutu við bændur - járniðnað - o.fl., á sviði handverkfæra ýmissa.   

Vona; að gefi þér, sem öðrum sæmilega lýsingu, minna haga, Frú Hólmfríður. Ætlast alls ekki, til nokkurrar vorkunsemi - hvorki, frá þér, sem öðrum. Gerði mér ungur grein fyrir - að peningaleg verðmæti, sköpuðust, af því, sem land og haf gefur - ekki forgengilegir peningapappírar, suður í Reykjavík, hvar ekkert stæði á bak við, kæra,, Frú Hólmfríður.

Og annað; bókvitið verður ei, í aska látið, Frú Hólmfríður Bjarnadóttir !

Með beztu kveðjum, sem fyrr /

Óskar Helgi Helgason   

Óskar Helgi Helgason (IP-tala skráð) 29.1.2009 kl. 02:48

9 Smámynd: Harpa Björnsdóttir

Já, kallgreyið Kristján, það virðist enginn hafa kennt honum beisik mannasiði, eins og t.d. að grípa ekki stanslaust fram í og tala yfir aðra. Púúff!

Mér finnst hvalkjöt gott, var alin upp við það, enda var þetta ódýrasti matur sem fékkst í mínu ungdæmi. Svo ákveðnar innanlands nytjar af hval í ljósi hefðar finnst mér vel mega vera til umræðu.  Ég var þó hlynnt hvalveiðibanninu á sínum tíma á meðan reynt var að sætta sjónarmið þjóða og kanna ástand stofna hér við land. Enda voru Íslendingar þá farnir að stunda iðnaðarveiðar til útflutnings, sem snerist um allt annað en hefðir.

Ákveðinn fjöldi hnísa og hnýðinga drepst í veiðarfærum á ári hverju og fellur þar til talsvert mikið magn af kjöti, sem veiðimenn kringum landið nýta (eða henda) - Hafró reynir að halda skrá yfir þessi dýr  (trúlega er þó engin hætta með þessa stofna þó erfitt sé að henda reiður á fjölda þeirra). Líklega myndu þessi dýr ein og sér geta mettað innanlandsmarkað. 

Það er erfitt að finna nýjustu tölur um talningar hvalastofna hér við land, en mig minnir að niðurstöður talninga sem miðað var við þegar ákveðinn var veiðikvóti síðustu 2 ja ára segi að hér við land séu á bilinu 40.000 - 60.000 hrefnur, 20.000 - 30.000 langreyðir og um 10.000 sandreyðir. Lagt var fyrir Alþjóða hvalveiðiráðið 2003 að veiða árlega til 2007 100 hrefnur, 100 langreyðar og 50 sandreyðar "í vísindaskyni" . Eftir 2007 hafa verið stundaðar hér veiðar í atvinnuskyni, sem sagt, yfirvarpið látið niður falla. Eins og sjá má er veiðihlutfallið úr stofnstærð ansi misjafnt skv áætluðum kvóta, ca 0,2% úr hrefnustofni, 0,4% úr langreyðarstofni og 0,5% úr sandreyðarstofni. Reyndar hefur ekki veiðst upp í kvótann undanfarin ár en þó hafa verið veiddar 246 hrefnur frá 2003 skv fréttatilkynningu frá Sjávarútvegsráðuneytinu. En þar má líka sjá að kvótinn er ekki boðinn út heldur er hann afhentur Kristjáni Loftssyni.

http://www.sjavarutvegsraduneyti.is/frettir/frettatilkynningar/nr/9555

Grindhvalaveiðar Færeyinga hafa dalað síðustu árin og neysla grindar minnkað, vegna hræðslu fólks við þungmálma í kjöti dýranna, en þeir hafa mælst yfir heilsumörkum. Hér á landi höfum við ekkert heyrt hvort það hefur verið rannsakað í þeim dýrum sem veidd hafa verið og hvort ástæða er til að setja sér heilsuverndarmörk - kvóta -   í hvalaáti.

Harpa Björnsdóttir, 29.1.2009 kl. 03:13

10 identicon

Ég held að hausinn sé eingöngu á Kristjáni Loftssyni til að vernda hálsinn fyrir rigningu.

Hp (IP-tala skráð) 29.1.2009 kl. 03:25

11 Smámynd: GOLA RE 945

Mér finnst sjálfsagt að við veiðum hval, eins og aðra nytjastofna sem eru við landið. Það má kannski segja að þetta sé nokkuð ríflegt sem lagt er til nú, en Hafró fullyrðir að stofnarnir þoli þessa veiði.

Til þess að hvalveiðar og hvalaskoðun geti farið saman verður að banna hvalveiðar á Faxaflóa og Skjálfandaflóa, sem eru aðal skoðunarsvæðin. Mér er sagt að það séu mikið til sömu dýrin sem eru í kringum hvalaskoðunar bátana, sem sjáist á því hvað þau verða gæf.  Það verður að gera þá kröfu á veiðimenn, að þeir skjóti ekki þá hvali sem þeir geta klappað, eins og hundi á bæjarhlaði.

Við erum fiskveiðiþjóð og verðum að nýta alla nýtanlega stofna í sjónum, þar dugar engin tilfinningasemi. Hvalir eru ekkert merkilegri en önnur dýr í sjónum, eða lömbin sem slátrað er að hausti.

GOLA RE 945, 29.1.2009 kl. 08:18

12 Smámynd: corvus corax

Það er jafn sjálfsagt að nýta hvali sem eina af auðlindum hafsins eins og fiskinn í sjónum. Hins vegar verður að viðhafa skynsemi í nýtingunni og tryggja að rányrkja verði ekki til skaða. Hvalir eru á engan hátt merkilegri dýr en t.d. kindur, kýr, hestar, geitur, svín og fiðurfé sem við nýtum til manneldis. Allt þetta tilfinningakjaftæði og geðshræring yfir hvölunum eitthvað frekar en öðrum dýrum er hallærislegt ofstæki í sama flokki og t.d. trúarofstæki eða fylgispekt við sjálfstæðisflokkinn þar sem allri skynsamri hugsun og sjálfstæði er kasta fyrir róða fyrir ofstækið. Hvalveiðar eru jafn sjálfsagðar og allur landbúnaður og fiskveiðar.

corvus corax, 29.1.2009 kl. 09:04

13 Smámynd: Hólmdís Hjartardóttir

Ég er reyndar hlynnt því að veiða hval og nýta skynsamlega.  En vinnubrögð Einars er ótrúleg. Hef einmitt verið að hugleið hverjar verða síðustu embættisfærslur D ráðherranna

Hólmdís Hjartardóttir, 29.1.2009 kl. 09:28

14 Smámynd: Elinóra Inga Sigurðardóttir

hrefna_2.jpg  Þetta var í maga einnar hrefnu!

Elinóra Inga Sigurðardóttir, 29.1.2009 kl. 09:43

15 Smámynd: Guðbjörg Elín Heiðarsdóttir

Mér fannst Sigursteinn Másson flottur í Kastljósi í gær og umfram allt mjög málefnalegur, aftur á móti var hann Kristján Loftsson eins og 5 ára krakkasnáði sem vissi ekkert og var þarna í Kastljósinu,, af því bara´´ eða eins og litlu krakkarnir segja stundum þegar fátt er um svör og útskýringar hjá þeim. Ég er ekki ESB sinni þannig að það kemur málinu ekkert við hvað varðar mína skoðun á hvalveiðum Íslendinga. Við þurfum ekki á hvalveiðum að halda hér á Íslandi. Nóg er nú búið að eyðileggja fyrir okkur samt, að við förum ekki að kalla yfir okkur enn meira fárviðri frá útlöndum út af allskonar rugli sem búið er að eiga sér stað hér á landi. Ég þarf ekki að fara í neina ættfræði til þess að koma mínum skoðunum hér á framfæri, er samt búin að vinna við ýmislegt í gegnum tíðina og kem af stórri fjölskyldu, við erum 11 sistkynin. Og hana nú!

Guðbjörg Elín Heiðarsdóttir, 29.1.2009 kl. 09:55

16 Smámynd: Guðbjörg Elín Heiðarsdóttir

Vil líka segja það að vinnubrögð Einars K. voru fáránleg. Ég vissi ekki betur en að forsætisráðherra hafi verið búinn að segja vinnu sjálfstæðismanna upp, hann var búinn að fara til forseta Íslands til að tilkynna uppsögn eða með öðrum orðum, slíta stjórninni þegar Einar tekur sig til og gerir þessa fj. vitleysu. Hvað telur Sjálfstæðisflokkurinn sig vera, eru þeir allir í þeim flokki, í læri hjá Davíð Oddssyni ?

Guðbjörg Elín Heiðarsdóttir, 29.1.2009 kl. 10:01

17 Smámynd: Kjartan Pétur Sigurðsson

Alltaf hressandi að lesa textann hjá Óskari Helga :)

Að sjálfsögðu á að nýta allar dýrategundir jafnt og á hvalurinn ekki að vera þar undan skilinn. Það er marga aldar hefð fyrir hvalveiðum og oft hafa þær bjargað þjóðinni í miklum harðindum. Þegar best lét, þá var sala á hvalaafurðum um 1% af verðmæti útflutnings og munar um minna.

Kristján Loftsson er bara eins og hann hefur alltaf verið og þekki ég hann ekki af öðru en góðu einu.

Kjartan Pétur Sigurðsson, 29.1.2009 kl. 10:33

18 identicon

Komið þið sæl; á ný !

Frú Guðbjörg Elín ! Þar; sem Frú Hólmfríður Bjarnadóttir æskti þess, að ég gerði grein fyrir mér, fannst mér sjáfsagt, að verða við því, í stórum dráttum. Og; bæti við, að ég á einnig konu - dóttur og 4 ketti, hér heima, í Efra- Ölvesi (Hveragerðis og Kotstarndar sóknum)

Kristján Loftsson; forstjóri Hvals hf, stendur jafnréttur eftir, þókt svo fólk, bæði hér, á spjallsíðu Láru Hönnu, sem víðar, þykist geta hnjóðrað, í hann.

Vildi koma þessu að; gott fólk.

Með beztu kveðjum, sem oftar /

Óskar Helgi Helgason 

Óskar Helgi Helgason (IP-tala skráð) 29.1.2009 kl. 11:15

19 Smámynd: Sigurður Þór Guðjónsson

Þetta er ekki spurning um það hvort Kristján hefur rétt eða rangt fyrir sér heldur það að honum er fyrirmunað að ræða málin. Hann hlustar ekki á aðra og metur rök þeira einskis, sama hvað þeir segja. Hann getur svo sem verið ágætismaður eftir sem áður. En til þess að vera hæfur til rökræðna í opinberum sjónvarpsþætti verða menn að koma með eitthvað annað en ódulda fyrirlitningu, jafnvel þó einhverjir hafi gaman af. Tek fram að mér er alveg sama þó menn veiði hvali en leiðist þegar menn geta ekki ræðst við með rökum. Það er ekki verið að hnjóða í Kristján Loftsson þó orð sé haft á því augljósa atriði að honum er fyrirmunað að rökræða.

Sigurður Þór Guðjónsson, 29.1.2009 kl. 11:52

20 identicon

Það er satt að Kristján er orðinn einhverskonar hlutgervingur fyrir hvalveiðar hér á Íslandi. En hann hefur líka verið sá eini sem hefur haldið úti skipum og tækjum til vinnslu hvals og verð ég nú eiginlega að dást að þrautseigju hans. Hann er kannski ekki besti PR maðurinn fyrir hvalveiðar en ég er og hef alltaf verið fylgjandi hvalveiðum og er virkilega sátt við þessa ákvörðun sjávarútvegsráðherra - sérstaklega núna þegar við þurfum að búa til öll þau störf sem hægt er. Mér finnst bara alveg sjálfsagt að nýta þá stofna sem ekki eru í útrýmingarhættu. Finnst bara ekkert öðruvísi að nýta hval eins og hreindýr, lamb, naut, rjúpur.... osfrv.  Er líka alveg sannfærð um að ef menn vanda sig þá er bæði hægt að stunda hvalveiðar og hvalaskoðun við strendur Íslands.

Það þýðir ekkert að dæma málstaðinn út frá málflytjendunum eingöngu.

Soffía (IP-tala skráð) 29.1.2009 kl. 12:16

21 identicon

Kristján er sennilega einn sá versti talsmaður nokkurs málsstaðar sem hægt er að finna. Ég er bara ánægð að hann talar ekki fyrir mína hönd...! 

Auður H Ingólfsdóttir (IP-tala skráð) 29.1.2009 kl. 12:20

22 Smámynd: Heiða B. Heiðars

Kristján "skelfing" Loftsson opnar munninn og ég fæ hroll!

Mér finnst Jennýja "skyrp og hoj" alveg snilldarpistill um þetta mál :)

Heiða B. Heiðars, 29.1.2009 kl. 12:57

23 Smámynd: Ómar Bjarki Kristjánsson

Eg hef bara ekki enn séð sannfærandi rök um að japanir séu óðir í að kaupa hvalkjöt frá Íslandi.  Jú jú, það var sent þarna um 60 tonn  í fyrra,  af 7 langreyðum,  út og virðist það hafa komist inní landið fyrir rest.  Hvað nákvæmlega varð svo um það skal eg ekkert fullyrða um.

Td. hefur komið fram að Japanir metta alveg sinn markað með vísindaveiðum. 

Einar K. var að leyfa veiðar á 150 langreyðum á ári til 2013 og 100-150 hrefnum árlega.

Eg held að það sé ekkert vit í þessu. 

Ómar Bjarki Kristjánsson, 29.1.2009 kl. 13:02

24 identicon

Óskar!

Don't kill the whale!

http://www.youtube.com/watch?v=2tNrjwACLeQ&feature=related

Moby Dick (IP-tala skráð) 29.1.2009 kl. 13:27

25 identicon

Kristján var Langreiður og stundum Steypireiður kallangin.

Sveinn Benediktsson (IP-tala skráð) 29.1.2009 kl. 14:12

26 Smámynd: Sigurður Hrellir

Kristján er hvalreki fyrir hvalfriðunarsinna!

En burtséð frá því finnst mér einkennilegt að nokkur einasti maður geti stutt þessa ákvörðun ráðherrans fyrrverandi. Ríkisstjórnin hefur beðist lausnar svo hann hefur ekki neitt umboð frá henni eða Alþingi. Þetta er ekkert annað en grímulaus spilling fyrir opnum tjöldum. Veiðiheimildir til ársins 2013!!

Sigurður Hrellir, 29.1.2009 kl. 15:13

27 identicon

Ætli kallinn hafi ekki borgað í kosningasjóð einhvers flokks eða flokka? Gæti það ekki einfaldlega verið skýringin? Að þetta sé pólitísk refskák. Segjum að maðurinn hafi styrkt Framsóknarflokkinn í gegnum árin. Þá væri þetta hefndaraðgerð sjálfstæðismanna til að reyna að koma í veg fyrir stuðning Framsóknar við minnihlutastjórn... Bara tilgáta. Önnur væri sú að sjálfstæðismenn séu að þakka honum veittan stuðning í gegnum... Enn bara tilgáta...  Kannski tefur þetta gerð ársreikninga flokkanna? Hafa Framsókn og Sjálfstæðisflokkurinn loksins skilað ársreikningum fyrir 2007 ?

Fjármál flokkanna:

9. grein laga um fjármál stjórnmálasamtaka og frambjóðenda og upplýsingaskyldu þeirra nr. 162/2006 sem tóku gildi 1. janúar 2007:

Upplýsingaskylda um reikninga stjórnmálasamtaka.

"Stjórnmálasamtök skulu árlega skila Ríkisendurskoðun reikningum sínum, sbr. 8. gr., árituðum af endurskoðendum. Ríkisendurskoðun skal í kjölfarið birta útdrátt úr ársreikningi stjórnmálasamtaka með samræmdum hætti. Þar skal greina a.m.k. heildartekjur og heildargjöld. Þá skal flokka tekjur eftir uppruna, þannig að greint sé á milli ríkisframlags, framlaga frá sveitarfélögum, framlaga frá lögaðilum, félagsgjalda og framlaga frá einstaklingum, ásamt helstu stærðum í efnahagsreikningi. Greina skal sérstaklega alla móttekna afslætti frá markaðsverði. Birta skal nöfn allra lögaðila sem veita framlög til stjórnmálastarfsemi."

Græna loppan (IP-tala skráð) 29.1.2009 kl. 15:29

28 identicon

 Mér fannst Kristján ömurlegur.mjög einstengislegur og ekki hvalveiðum til framdráttar Ég er fyrrverandi sjómaður og hef alltaf verið með hvalveiðum,en ekki lengur . Í fyrsta lagi var þetta stjórnsýsla sem jaðrar við hryðjuverk.í öðru lagi erum við í þeirri stöðu núna að það safnast upp fiskbyrgðir í landinu og kaupendur eru að þrísta á verðlækkun og þessi ákvörðun verður vatn á þá millu. Í þriðja lagi í þessu magni kemur þetta til með að hafa áhrif á ferðaþjónustuna í fjölda ferðamanna og fjölda hvala sem sjást í hvalaskoðunnarferðum, því samhvæmt könnunum sem voru gerðar síðastliðið sumar fjölgar þeim hvalarskoðunarferðum þar sem ekki sést hvalur

Gummi Helga (IP-tala skráð) 29.1.2009 kl. 16:21

29 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

mér dettur svo margt í hug þegar ég les viðbrögð bloggara við Kastljósþættinum og ákvörðun Einar Kristins.  Mér dettur til dæmis í hug að sjávarútvegsráðherrann fyrrverandi hafi haft í huga að kasta sprengji milli fólks, til að auka ágreininginn milli þeirra sem vilja breytingar á stjórnskipulagi.  Við Þess vegna hafði ég gaman af spjallinu þarna, sjómaðurinn og menntamennirnir sem vissu ekki alveg hvernig þeir ættu að taka þessari hreinskilni. 

Og ég segi nú bara það er full þörf á svona fólki til að menn muni upprunan. 

Ég styð hvalveiðar en ég segi eins og svo margir þessi gjörð sjávarútvegsráðherrans eins og hann framkvæmdi hana er forkastanleg.  Og það má líka skoða hvort 150 stórhveli eru ekki full mikið.  En ég vona að fólk sjái að okkur veiti ekki af hverju tækifæri til að fá aura í galtómann kassa.  Og það hefur komið fram í fjölmiðlum að japönsk skólabörn fá hvalkjöt í skólanestið sitt. Svo það er nokkuð ljóst að við getum selt allt okkar kjöt til Japan.  Vona samt að við fáum eitthvað líka því mér finnst súr hvalur lostæti. 

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 29.1.2009 kl. 17:43

30 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Það vantar þarna setningu inn í Við megum ekki láta þetta sundra okkur í baráttunni fyrir réttlátara þjóðfélagi og nýju Íslandi.  Þetta kemur á undan Þess vegna hafði ég gaman af.......

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 29.1.2009 kl. 17:45

31 identicon

Eitt orð yfir þetta

VIÐBJÓÐUR!!

Birna (IP-tala skráð) 29.1.2009 kl. 22:24

32 identicon

Frá Náttúrverndarsamtökum Íslands:

„Hvítflibbabetlarar"

Umræður um hvalveiðar hafa verið líflegar undanfarna daga. í Kastljósi Ríkissjónvarpsins í gærkvöld tókust á Kristján Loftsson, forstjóri Hvals hf og Sigursteinn Másson, talsmaður Alþjóðadýraverndunarsjóðsins (IFAW).

Líkt og við mátti búast færðist fljótt harka í leikinn og undir lok þáttarins lét Kristján Loftsson í ljósi megna andúð sína á þeim samtökum sem Sigursteinn talar fyrir. Fullyrti hann að á vefsíða IFAW gengi allt út á að betla peninga „donate" (leggið okkur til fé). Þessi samtök, sagði Kristján Loftsson, væru samansafn hvítflibbabetlara.

Þetta þótti okkur koma úr hörðustu átt því hvalveiðihagsmunir hafa ekki verið fyrir borð bornir þegar fjárframlög ríkisins eru annars vegar. Samkvæmt samantekt sem Þorsteinn Siglaugsson gerði árið 2007 fyrir IFAW og Náttúruverndarsamtök Íslands, hafa íslensk stjórnvöld lagt til hundruði milljóna króna af almannafé í það vonlausa verkefni að endurreisa hvalveiðar líkt og þær voru stundaðar hér á landi fyrir árið 1986. Þá er ótalin gríðarleg vinna sendifulltrúa Íslands á alþjóðavettvangi sem jafnan fara bónleiðir til búðar.

Allt fyrir þrönga hagsmuni Kristjáns Loftssonar.

Sjá skýrslu Þorsteins Siglaugssonar :
- Iceland’s Cost of Whaling and Whaling-Related projects 1990-2006

 Hvalveiðar á vef NSÍ

Græna loppan (IP-tala skráð) 30.1.2009 kl. 07:09

33 identicon

Það má nú þurrka fyrri póst út því eitthvað klikkaði...

Einhvern veginn fannst mér nauðsynlegt að senda þennan póst frá Náttúruverndarsamtökum Íslands :

„Hvítflibbabetlarar"

Umræður um hvalveiðar hafa verið líflegar undanfarna daga. í Kastljósi Ríkissjónvarpsins í gærkvöld tókust á Kristján Loftsson, forstjóri Hvals hf og Sigursteinn Másson, talsmaður Alþjóðadýraverndunarsjóðsins (IFAW).

Líkt og við mátti búast færðist fljótt harka í leikinn og undir lok þáttarins lét Kristján Loftsson í ljósi megna andúð sína á þeim samtökum sem Sigursteinn talar fyrir. Fullyrti hann að á vefsíða IFAW gengi allt út á að betla peninga „donate" (leggið okkur til fé). Þessi samtök, sagði Kristján Loftsson, væru samansafn hvítflibbabetlara.

Þetta þótti okkur koma úr hörðustu átt því hvalveiðihagsmunir hafa ekki verið fyrir borð bornir þegar fjárframlög ríkisins eru annars vegar. Samkvæmt samantekt sem Þorsteinn Siglaugsson gerði árið 2007 fyrir IFAW og Náttúruverndarsamtök Íslands, hafa íslensk stjórnvöld lagt til hundruði milljóna króna af almannafé í það vonlausa verkefni að endurreisa hvalveiðar líkt og þær voru stundaðar hér á landi fyrir árið 1986. Þá er ótalin gríðarleg vinna sendifulltrúa Íslands á alþjóðavettvangi sem jafnan fara bónleiðir til búðar.

Allt fyrir þrönga hagsmuni Kristjáns Loftssonar.

Sjá skýrslu Þorsteins Siglaugssonar :
- Iceland’s Cost of Whaling and Whaling-Related projects 1990-2006

Um hvalveiðar á vef Náttúrverndarsamtökum Íslands. 

Græna loppan (IP-tala skráð) 30.1.2009 kl. 07:16

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband