Lítið upp úr stóriðju að hafa

Einhver ætti að benda nýjum umhverfisráðherra á þessi skrif Indriða H. Þorlákssonar, fyrrverandi ríkisskattstjóra. DV bendir hér á grein Indriða um hve lítill fjárhagslegur ávinningur er af stóriðju og hvernig rányrkja orkuauðlindanna í þágu álvera stangast á við að auðlindirnar séu sameign þjóðarinnar. Bloggfærsla Indriða um málið er hér og ég leyfði mér að hengja grein hans við þessa færslu, sjá neðst.

Þessar niðurstöður Indriða eru svo alveg burtséð frá umhverfisáhrifum virkjananna sjálfra, eiturgufunum sem jarðgufuvirkjanirnar spúa yfir okkur og náttúruspjöllunum sem þær valda. Þær eru nefnilega alls ekki "hreinar og endurnýjanlegar" eins og yfirvöld og virkjanafíklar hafa keppst við að ljúga að þjóðinni.

Lítið upp úr stóriðju að hafa - DV - Indriði H. Þorláksson

Viðbót 3. febrúar:

Indriði - Eyjan - Fréttablaðið


Skrár tengdar þessari bloggfærslu:

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Offari

Ég vinn hjá fjarðarál og er bara feginn að hafa vinnu.

Offari, 2.2.2009 kl. 15:00

2 Smámynd: Einar Örn Einarsson

Ertu með hugmyndir að störfum fyrir þessa þjóð frú alvitur???

Einar Örn Einarsson, 2.2.2009 kl. 15:17

3 Smámynd: Einar Indriðason

Og þessa dagana berast fréttir af því að Rio Tinto sé í rekstrarerfiðleikum.... Hvað gerist, ef þeir fara á hausinn, og það verður að loka álbræðslunum á þeirra vegum?

Merkilegt ...... þessi fullvissa í sumu fólki um að það sé rétt að setja öll egg í *EINA* álkörfu, og ekkert annað komist að.

Einar Indriðason, 2.2.2009 kl. 15:36

4 Smámynd: Neo

Það beinlínis sýður á manni við að lesa þetta.. Auðvitað hafa þeir sem settu þessar máttlausu skattareglur fengið vel í sinn vasa.

Það er ekki nóg að það sé búið að fórna náttúrunni heldur þurfa þeir líka að gefa 80% afslátt í leiðinni! Finnst þér það í lagi Einar Örn? Hvernig færðu það út að Lára Hanna sé að spila sig sem alvitra? Hún er einungis að birta það sem fyrrverandi ríkisskattstjóri er að segja.

Neo, 2.2.2009 kl. 15:59

5 identicon

Þó svo að maður bendi á vankanta þá þarf maður ekki að hafa lausn. Með því að benda opinberlega á gallana geta fleiri aðilar velt því fyrir sér hvað annað sé hægt að gera.

Ég er viss um að það geti flestir látið sér detta örfá störf í hug. Kannski fáir sem geta látið sér detta í hug öruggan 400 manna vinnustað, enda er álverið ekki að reynast vera það.

Fólki fjölgar en jörðin stækkar ekki. Við þurfum margar góðar hugmyndir til þess að geta haldið áfram að fjölga. Betri nýtingu á öllum sviðum.

Stjórnmálamenn eru engir snillingar og detta þeir oftast á fyrstu lausnina vegna þess að hún virðist einföldust. Stjórnmálamenn eiga erfiðara með að búa til smáfyrirtæki út um allt land. Í fyrsta lagi þá fær hann ekki mynd af sér við undirritun samninga og skóflustungu. Í öðru lagi þá liggur ekki fyrir jafn heildstæð kostnaðaráætlun og fjármögnun. 

Fólk sem verður því vant að stjórnmálamenn mati það með störfum verða eins og fíklar. Það getur ekki lifað af án stjórnmálamannanna. Hugsar með sér að ef það eru ekki stjórnmálamenn þá verða engin störf.  Verða því eins og fíklar í nánd við eiturlyf og vilja ekki heyrst minnst illu orði á stjórnmálamanninn eða hans skoðanir. 

Staðreyndin er að fólk er fullfært um að skapa sér störf í góðu árferði. Það reynir bara oftast ekki á þessa atvinnusköpunarhæfileika fyrr en að stjórnvöld hafa spilað rassinn úr buxunum og árferði er slæmt og möguleikar á að hefja nýjan rekstur mjög takmarkaður.

Gunnar Jóhannsson (IP-tala skráð) 2.2.2009 kl. 16:36

6 Smámynd: Baldur Gautur Baldursson

Bíðið við!  Það vissu allir að þetta væri bara til að tryggja þingmönnum Framsóknarflokksins endurkosningu. Þetta átti aldrei að gefa neitt af sér nema þingsætin.  Þýðir lítið að trúa orðum framsóknarmanna, þeir hafa logið svo illilega að okkur, svo lengi og svo stórt! 

Baldur Gautur Baldursson, 2.2.2009 kl. 18:26

7 identicon

vil minna á að A.G.S, I.M.F, A.G  eða hvað þið viljið kalla hann segir að Kárahnjúkavirkjun sé einn stæðsti orsakavaldur kreppunnar

Tryggvi (IP-tala skráð) 2.2.2009 kl. 18:45

8 identicon

Fjölmiðlar hljóta að reka hljóðnemann framan í Valgerði Sverrisdóttur, Geir H. Haarde, Friðrik Sophusson, Seðlabankastjóra (eftir að honum verður tyllt á helgan stein), Össur Skarphéðinsson,  ... . 

P. S.

Áhrif bloggsins eru stórlega vanmetin. Hvílík blessun. 

Rómverji (IP-tala skráð) 2.2.2009 kl. 20:47

9 Smámynd: Marinó G. Njálsson

Mig langar að taka undir þessi skrif Indriða og benda á grein sem ég skrifaði um þessi mál og birt var í Morgunblaðinu 13. febrúar 2000, Af hagkvæmni Fljótsdalsvirkjunar.  Í henni birti ég m.a. niðurstöður lokaverkefnis míns í Operations Research við Stanford háskóla frá árinu 1988.  Lokaverkefnið fjallaði um samspil framboðs og eftirspurnar á raforku í íslenska raforkukerfinu.  Mig langar að birta hér smákafla úr greininni, en hvet fólk til að lesa hana:

Niðurstöður útreikninga minna komu mér virkilega á óvart. Mér hafði alltaf fundist sjálfgefið að virkjanir væru með því hagkvæmasta sem við Íslendingar leggðum fyrir okkur. Líkan mitt sýndi því miður að ýmsar nýjar virkjanir reyndust vera á mörkunum að borga sig. Kvað svo rammt við, að oft sýndi líkanið að eini hagur ríkisins af virkjunum og stóriðjuverum tengdum þeim væru skattar starfsmanna og uppsöfnunaráhrif vegna launa þeirra. Tekið skal fram að líkan mitt reyndi ekki að taka á uppsöfnunaráhrifum vegna þjónustu við stóriðjuverin. Ein af þeim virkjunum sem fékk falleinkunn var Fljótsdalsvirkjun.

Marinó G. Njálsson, 2.2.2009 kl. 22:51

10 Smámynd: Arinbjörn Kúld

Það væri bara fínt ef Río Tonto færi á hausinn - þjóðnýta draslið og selja þegar efnahagur heimsins batnar aftur

Að öðru leiti er þetta afar fróðlegt og eitt af því sem þarf að endurskoða. Enda sagði AGS að Kárahnjúkavirkjun og framkvæmdir henni tengdar væru upphafið að kreppunni, en það er víst kvótakerfið og einkavæðing bankana sem á þar stærstan hlut.

Arinbjörn Kúld, 2.2.2009 kl. 23:25

11 Smámynd: Marinó G. Njálsson

Arinbjörn, stærsta vandmálið við Kárahnjúka var að of stór hluti byggingarkostnaðarins fór úr landi.  Ef hann hefði orðið eftir í hagkerfinu, þá hefði hugsanlega ekki verið þörf fyrir icesave og KaupthingEdge.  Á móti hefði spennan orðið meiri og verðbólgan aukist.

Marinó G. Njálsson, 2.2.2009 kl. 23:33

12 Smámynd: Sigurður Hrellir

Hvar er Gunnar Th.?

Sigurður Hrellir, 3.2.2009 kl. 00:21

13 Smámynd: Hildur Helga Sigurðardóttir

Þegar m.a.s. IMF (þeir alræmdu umhverfisverndarsinnar...) segir okkur að Kárahnjúkar hafi valdið stærstum hluta þenslunnar, sem svo aftur olli kreppunni, fer þÁ ekki að koma tími á að hlusta ?

Hildur Helga Sigurðardóttir, 3.2.2009 kl. 02:34

14 Smámynd: Jóna Kolbrún Garðarsdóttir

Hvað ætli álverin kosti okkur skattgreiðendur sem borgum niður rafmagnsverðið til álveranna?  Ætli það sé meira en skatt- tekjur af álverunum?  Mér er spurn. 

Jóna Kolbrún Garðarsdóttir, 3.2.2009 kl. 02:47

15 Smámynd: Hermann Bjarnason

Var Indriði með  orkusölu til stóriðju með í reikningnum? Spyr sá sem ekki veit.

Hermann Bjarnason, 3.2.2009 kl. 12:35

16 Smámynd: Eiður Ragnarsson

Ég get fullyrt hér að þeir sem eru andsnúnir virkjunum og stóriðju séu að ljúga að þjóðinni, rétt eins og síðueigandi rerir hér í inngangi þessa bloggs.  En er þar með sagt að ég hafi rétt fyrir mér???

Ég velti því fyrir mér hvernig ástandið væri hér nú (á Austfjörðum) ef að ekki hefði komið til þetta verkefni...  Jú það er lítið má að kenna Kárahnjúkavirkjun og þessari framkvæmd um hrun efnhagsins, en við vitum öll að það ar ekki það sem olli hfuninu, en það sakar ekki að slá því fram í þeirri von að einhverjir trúi.

Einnig hefur mikið verið rætt um það að Austfirðingum hafi ekki fjölgað með tilkomu verkefnisins, en það er að sjáfsögðu rangtúlkun á tölulegum staðreyndum, en það er nú einu sinni svo með slíkt að andstæðingar framkvæmdana snúa því líka á hvolf til að geta barið sér á brjóst og sagt að þetta sé eitt alsherjar klúður..

Nú eru Austfirðingar um 13.000, en þegar þeir vor hvað fæstir (rétt áður en framkvæmdir hófust) voru þeir komnir niður í rúmlega 11.500.   Hér hefur því fjölgað um 1.500 manns, en tala austfirðinga hefði að öllum líkindum verið kominn niður undir 9.000 ef ekki hefði til komið þetta verkefni..

Það væri gaman að listast um hér þá, tómar götur og ekkert mannlíf, niðurnídd hús yfirgefin.

Þannig að við teljum bara nokkuð mikið upp úr stóryðju að hafa..........

Eiður Ragnarsson, 3.2.2009 kl. 14:04

17 Smámynd: Magnús Karl Magnússon

Útreikningar Indriða; þjóðhagsleg hagkvæmni álvera eða byggðastefna.

Við verðum að muna að Indriði er ekki að færa rök með eða á móti því hvort Kárahnjúkar hafi leitt til breytingar á byggðaþróun fyrir austan. Hans útreikningar sína aftur á móti að mínu mati mjög eindregið að það er ekki mikill þjóðhagslegur ávinningur af álverum hér á landi.

Við höfum lengi vitað að Kárahnjúkavirkjunin hafði mikil og óafturkræf áhrif á umhverfið. Við fórnuðum sem sagt geysilegum náttúruverðmætum (t.d. fossaröðin stórkostlega í Fljótsdal), en okkur var talið trú um að þessi fórn þyrfti að vega á móti þeim miklu efnahagslega ávinningi sem framkvæmdinni fylgdi. Það er auðvitað þyngra en tárum taki að uppgötva nú þessa blekkingu (raunar hafa fleiri mætir menn bent á þetta, t.d. Sigurður Jóhannesson, Jónas Haralz).

Eiður Ragnarsson bendir á hér að ofan að þessi framkvæmd hafi reynst Austfirðingum vel.  Eiður, byggðarstefna er auðvitað afskaplega mikilvæg, en byggðastefna sem ekki stendur á sterkum þjóðhagslegum grunni mun aldrei ganga upp til lengdar. Við þurfum alltaf að velja og hafna. Nú höfum við t.d. valið að fórna miklum náttúruverðmætum og geysilegri orku til næstu áratuga í framkvæmd sem skilar sáralitlu til þjóðarbúsins. Slíkt er ávallt slæmt þegar til lengri tíma er litið. Ég veit ekki sjálfur hvernig eigi að stuðla að atvinnuuppbyggingu fyrir austan en þrátt fyrir það áskil ég mér fullan rétt til aðhafa skoðun á hvernig að atvinnuuppbyggingu eigi að standa - hvort heldur sem er hér í bænum eða annar staðar. Ég tel að þjóðhagsleg hagkvæmni hljóti að liggja til grundvallar þar en ekki þröng eiginhagsmunapólitík ákveðinna byggðarlaga.

Magnús Karl Magnússon, 3.2.2009 kl. 18:25

18 Smámynd: Magnús Karl Magnússon

PS: Er það ekki bagalegt að við skulum ekki hafa neina þjóðhagsstofnun til að vinna slíka vinnu fyrir okkur. Þess í stað þurfa hugsjónarmenn á eftirlaunum að gera slíkt og birta ávefsíðum sínum líkt og fyrrum skattstjóri gerir.

Magnús Karl Magnússon, 3.2.2009 kl. 19:07

19 Smámynd: Marinó G. Njálsson

Eiður, þó það nú væri að Kárahnjúkavirkjun og álverið hafi reynst Austfirðingum vel.  Sú gagnrýni sem ég hef sett fram hefur aldrei rengt það.  Fátt er betra fyrir samfélag, en sú fjölbreytta atvinnustarfsemi sem verður til í kringum stóriðju.  Þörf er á háskólamenntuðu fólki, iðnaðarmönnum, fólki í þjónustugreinum, ófaglært fólk og faglært.  Það er enginn að gera nokkurn ágreining um það.  Ég er vissu um að þessu hefði öllu mátt ná með 1 milljarði eða jafnvel lægri upphæð sem farið hefði í smáiðnað, ferðamennsku, háskólasetur eða heilsutengda þjónustu.  Gagnrýnin snýr að arðsemi fjárfestingarinnar fyrir þjóðarbúið.  Nei, nú er búið að reisa stærsta minnisvarða óráðsíu og mikilmennsku.  Búið er að selja raforku til stóriðju á spottprís meðan aðrir þurfa að greiða margfalt á við stóriðjuna.  Ég deili svo sem ekkert á það að stóriðjan greiði lægra verð en aðrir, en að ekki sé hægt að bjóða öðrum framleiðslugreinum samkeppnishæf kjör, er mér óskiljanlegt. 

Marinó G. Njálsson, 3.2.2009 kl. 22:12

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband