Upprifjunarsyrpa

Yfirtaka Glitnis 29. september 2008

Kastljós í upphafi efnahagshrunsins, 7. október 2008

1. hluti af 3


2. hluti af 3


3. hluti af 3

 

Á fundi Viðskiptaráðs 18. nóvember 2008

 

Holdgervingar hrokans

 

Útrásarsöngur Davíðs


Sjálfstæðisflokkurinn í nútíð og framtíð

 

Er nokkur furða að við viljum ekki meira af slíku? Gleymum engu!


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Rakel Sigurgeirsdóttir

Þú ert alveg frábær!! Ég veit að þú trúir því tæpast en ég var að enda við að skrifa um Davíð Krækti í „syndalistann“ þinn og ætla að fá að bæta krækju í þetta hérna líka. Ég get huggað þig við það að ég kann mig og tek alltaf fram í hvern og hvað ég er að vísa

Rakel Sigurgeirsdóttir, 11.2.2009 kl. 03:34

2 identicon

Ég fæ í magann og skil ekki hvernig við gátum umborið þetta lið í 17 ár!

Ólafur Sveinn Haraldsson (IP-tala skráð) 11.2.2009 kl. 07:39

3 identicon

Stórkostlegt, bráðfyndið, SORGLEGT.

Lára Hanna, okkur sárvantar svona "stormsveip" eins og þig inn á þing. 

 Baráttukveðja,

Kolbrún Bára

kKolbrún bBára (IP-tala skráð) 11.2.2009 kl. 07:41

4 Smámynd: Ásgeir Kristinn Lárusson

Í gvuðanna bænum, Lára Hanna, ekki á þing! Hins vegar, svo ÖLLU sé haldið til haga, gætir þú og þitt góða fólk gefið út DVD diska-sett um Hrunið. Gæti jafnvel orðið útflutningsvara. Hugsaðu málið!

Ásgeir Kristinn Lárusson, 11.2.2009 kl. 08:11

5 identicon

Sannarlega þörf áminning, Lára Hanna: Gleymum engu.

Klíkan sem á Sjálfstæðisflokkinn er EKKI um það bil að biðja þjóðina afsökunar á efnahagshruninu. Flokksklíkan kannast ekki við að bera neina ábyrgð, þrátt fyrir að hafa verið einráð um efnahagsstefnu landsins í síðastliðin 18 ár. Þrátt fyrir að standa með alblóðugar lúkurnar farmmi fyrir alþjóð.

Dagskipunin er: Neitum sök og kennum öðrum um. Endurtökum sömu lygina aftur og aftur, hvað sem á dynur. Í vor munu kjósendur hafa gleypt við lyginni og gleymt að við létum ræna þá eignum og æru.

Sjáflstæðisflokkurinn er meistari goebbelskra endurtekninga. Flokkurinn var - að eigin sögn - alltaf að lækka skatta. Veruleikinn var annar en lygin þjónaði flokknum eins og flokkurinn lyginni:

Indriði H. Þorláksson fletti t.d. ofan af skattasvindil Sjálfstæðisflokksin fyrir síðustu kosningar. Hannes Kiljan Gissurarson hafði áður verið látinn standa á öndinni árum saman við að lofa skattalækkanir FLOKKSINS. Það sem flokkurinn nefndi skattalækkanir voru sem sagt auknar skattbyrðar á alla nema þau 10% sem mestar höfðu tekjurnar:

“Indriði H Þorláksson, fyrrverandi ríkisskattsstjóri segir óumdeilt að skattar einstaklinga hafa hækkað á síðustu tveimur áratugum og skattbyrði aukist.”

http://www.visir.is/article/20070510/FRETTIR01/70510097

“Skattbyrði hefur aukist mest á Íslandi af öllum ríkjum Efnahags- og framfarastofnunarinnar, OECD, undanfarinn áratug.”

http://www.visir.is/article/20081019/VIDSKIPTI06/191765484/-1

Skömmu áður en ráðleysisstjórn hins blásaklausa Geirs H. Haarde var leyst frá störfum af almenningi, neyddist meiraðsegja fjármálaráðuneytið til að viðurkenna í skýrslu þessar skattahækkanir Sjálfstæðisflokksins. En flokkurinn mun samt halda áfram að ljúga að almenningi í síbylju að skattar hafi verið lækkaðir í tíð efnahagsundrabarnsins sem nú er um það bil að yfirgefa Seðlabankann.

það sem koma skal: Mestan kraft mun klíkan sem stýrir flokknum leggja í að ljúga af sér ábyrgð á efnahagshruninu, og koma henni yfir á aðra. Það virðist óvinnandi verk, en hin goebbelska endurtekning hefur margsannað sig.

Afhjúpum stórasta lygara Íslands, Sjálfstæðisflokkinn, viðstöðulaust fram að kosningum. Ekki mun af veita. 

Rómverji (IP-tala skráð) 11.2.2009 kl. 09:58

6 identicon

Mér er orða vant. Mér algjörlega blöskrar aumingjaskapurinn í Íslendinum. Erum við þjóð mennskra músa? Erum við svona lítilmótleg - fædd með titrandi hræðslugæði í brjósti og uppgjöfina brennda í heila okkar? Er okkur svona blóðilla við sigurinn að við gefumst alltaf upp á endasprettinum? er þetta þjóðareðlið ? að gefast alltaf upp á síðustu metrunum? að geta aldrei lokið neinu sem heitir baráttu? En það er einmitt þetta sem harðstjórar lifa fyrir, það er þetta sem spillingin reiknar með og þeir sem eru holgrafnir af klíkuskap og valdagræðgi - þeir eru sjálfsagt þegar byrjaðir að fagna.

Ég hef mætt núna á hverjum morgni við Seðlabankann síðan á mánudaginn og lamið mína sælgætisdós af miklum ákafa. Ég var að koma þaðan núna, og þarna standa tíu hræður (eða voru tíu um hálf 11). Tíu hræður? Já, tíu hræður. Nei, ekki hræður, tíu hetjur. Það er nær sanni. Og hvað gerðist þarna í morgun? Jú, vegna mannfæðar, þá var Sturla vörubílstjóri Jónsson handtekinn fyrir að vera með hávaða. Mannfjöldinn var enginn til að stöðva þetta, og lögreglan notaði tækifærið og stakk honum aftan í lögreglubíl og súrefnistengda flautu hans með. Þetta var átakanleg og bjánaleg aðgerð, en hún var möguleg vegna þess hversu fáir mótmælendur voru á staðnum. Nokkrum mínútum áður hafði Davíð Oddsson ekið inn í bílageymsluna á svarta jeppanum sínum og hann var einsog hræddur héri í framan. Skíthræddur með skjálfandi fót á bensingjöfinni. Og hann keyrði hratt. En það var ekki hægt að stöðva hann vegna mannfæðar. Hann var sæll í framan inn í bílageymslunni - og hefur sjálfsagt hlegið að þessum bjánum sem stóðu þarna út í kuldanum.

Hvílík þjóð! hvílíkar hetjur! Hér blaðra menn - og margt vissulega mikilvægt sagt og sérstaklega hér - en hvar eruð þið fólk orðsins? Hvar hefur þú verið Lára Hanna, hvar ert þú Einar Már Guðmundsson baráttumaður, hvar ert þú Stefán Jónsson og allt þetta mikilvæga nafnlausa fólk - hvar sem þið eruð, bloggarar, húsmæður og húsbændur? - hvar er þetta fólk sem stritar og stritar og fólkið sem skrifar og skrifar - og verður að halda áfram að skrifa - vissulega - en hvar eruð þið þegar á þarf að halda við að sýna samstöðu? (Hallgrímur Helga hefur að minnsta kosti látið sjá sig stundum með sinn virðulega bísamrottuhatt!!).

Ég veit að það er kalt. Ég veit að fólk þarf að mæta í vinnuna, en fjandinn hafi það. Davíð er að vega sigur í þessari baráttu, hann situr bara situr og sér að baráttuþrekið er að dofna. Og Bubbi, þessi karlmannlega hetja sem að minnsta kosti mætti í gær, en hann sagðist ætla að mæta á hverjum degi þar til Davíð færi. Hann lét ekki sjá sig í dag. Bölvaður tuskuvaskurinn. Og ekki slóst hann í hóp mótmælenda í gær. Það er einsog allir séu að hverfa aftur inn í sinn eigin einkaheim og hafa kinkað kolli til uppgjafarinnar eða hugsa með sér: Þau sjá um þetta. Þau mótmæla, þau munu hafa áhrif.

En nei, það eru of margir sem hugsa svona. Í dag voru 10 hræður að mótmæla!!!!

Þessi barátta sem hófst með fyrstu fundunum á Austurvelli og hefur staðið síðan er að dofna. Hún er komin út í textaskreytingar í kringum það sem þarf að gera. En það verður lítið gert ef þessir menn komast upp með þessa hrokadellu sína. Og með hjálp hlýrra þjóhnappa, sem sitja heima og fyrir framan tölvuna, þá tekst þeim þetta. Og nú hugsa sjálfsagt margir: Hvað er maðurinn að ybba sig, hann situr sjálfur fyrir framan tölvuna og skrifar og ekki er hann niður við Seðlabanka. Nei, ég sá að ég yrði að koma hingað upp eftir í tíu mínútur og fara svo aftur að mótmæla. Ég varð að láta ykkur vita:

Ef þið látið ekki sjá ykkur, þá sigra þessir menn - Davíð og Eiríkur í þessu tilfelli - og það er að hafast hjá þeim. Ykkur er því nauðsynlegt, nema ykkur sé alveg sama, að standa upp frá tölvunum og segja: Helvítis fokking fokk, og mæta. Ef ekki í dag, þá í fyrramálið. Annað er glæpur gegn þeirri baráttu sem er hafin. Og ekki hugsa: Eg kem þegar margir verða þarna, því það er hugsunarháttur aumingjans. Hins spéhrædda.

Ég sjálfur þjáist af félagsfælni. Haha. Já, þetta er satt, ég þarf að berjast við það á hverjum degi, til að geta staðið þarna og barið helvítis sælgætisdósina. Ég þarf að vakna klukkan 6 á morgnana til að geta styrkt mig andlega með bjánalegum ritúölum til að geta mætt. Nei, ég lít ekki út fyrir að vera félagsfælinn, en ég er það. Og samt mæti ég af því ég get ekki samsamast þeirri hugsun að við Íslendingar séum aumingjar sem látum alltaf í minni pokann og gefumst upp.

Þetta gengur ekki, gangurinn er langur og við megum ekki hætta að ganga í takt. Það er því skylda þín - ef þú ert á móti veru Davíðs í bankanum - og hvernig er annað hægt ef maður er hugsandi mannvera, að mæta og siga hávaða upp á efstu hæðina til að gelta afganginn af þríhöfðanum út.

Því við gefumst ekki upp. Og ég birti hér aftur það sem ég skrifaði einhverntíma og setti hér inn og tileinkaði Láru Hönnu:

 Til þeirra sem eru enn og aftur að fá leið á umræðunni!

Ekki leggja árar í bát, ekki detta fyrir borð,
ekki láta bugast af svívirðingu þeirra sem kúga ykkur,
EKKI GEFAST UPP!
Látið ekki yfir drífast þó harmur fljúgi að,
heykist ekki við þó heimsendir bíði við dyrnar,
leggið ekki niður krumlur þó höfuð lyppist þreytt niður á útbreidda sæng,
ekki leggja niður rófuna,
ekki ýlfra undan hér og nú.
Ekki sleppa öllum tökum,
ekki lúta þeim sem brjóta ykkur,
ekki gleyma að stæla andann þó vonleysi bíti stálið frá.
Ekki gefast upp, ekki gefast upp, EKKI GEFAST UPP!
Ekki aka undan þar sem falsið stendur,
ekki eira undan blaðrinu, ekki ganga á hæl inn í þögnina,
hefjist ekki undan gaspri og silkimjúkri geitarull,
hopið ekki á bak aftur né hrökkvið undan.
Ekki gefast upp, ekki gefast upp, EKKI GEFAST UPP!
Hverfið ekki frá þó allt sé svart,
ekki reka flóttann þegar svívirðan hræðir,
nei, ekki hvika fyrir sætmullu heimskunnar eða loðnum svikum,
ekki bugast, ekki gráta, ekki falla fram,
ekki snúa eigin tafsi í harmleik,
eigin snöru úr myrkri doðans.
Ekki gefast upp, ekki gefast upp, EKKI GEFAST UPP!

Beggi (IP-tala skráð) 11.2.2009 kl. 11:31

7 Smámynd: Villi Asgeirsson

Skemmtilegt að þú ert að koma með þetta yfirlit. Ég var að endurgera www.nyjaisland.is frá grunni. Ein síðan á að verða listi yfir atburðarásina, fyrir og eftir hrun. Ef einhver nennir að kíkja og hjálpa til, væri það meira en vel þegið.

Ég setti líka inn Ættartölu, þar sem ég vil tengja það fólk sem kom að atburðarásinni. Það væri gaman að fá hjálp við það svo sú síða verði nothæf fyrir kosningar.

En að fá Láru Hönnu á þing? Hún er allt of góð í það.

Villi Asgeirsson, 11.2.2009 kl. 11:38

8 Smámynd: Villi Asgeirsson

Flott athugasemd, Beggi. Ef ég væri ekki að rolast í Icesave landi nr. 2 væri ég þarna.

Villi Asgeirsson, 11.2.2009 kl. 11:48

9 identicon

Ásdís Thoroddsen kalli fjölmiðla til og arki upp á Þjóðminjasafn - að heimta aftur vopn sín !

Fjölmennum við Seðlabankann á morgun.

Rómverji (IP-tala skráð) 11.2.2009 kl. 12:09

10 Smámynd: Hólmdís Hjartardóttir

Vonandi er gullfiskaminnið liðin tíð

Hólmdís Hjartardóttir, 11.2.2009 kl. 13:43

11 Smámynd:  Úrsúla Jünemann

Já, fjölmennum á morgun við Seðlabankann. En munið: Ekki vera með læti, Davíð er svo viðkvæmur.

Úrsúla Jünemann, 11.2.2009 kl. 14:36

12 Smámynd: Heidi Strand

Lengi lífi byltingin!  Verðum með enn meiri læti við Seðlabankann á morgun og þeir sem aka framhjá eru vinsamlegast beðin um að flauuuuuutaaaaaaa.

Heidi Strand, 11.2.2009 kl. 14:51

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband